Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Myndin er tekin, þegar tvö af húsunum 5 voru flutt frá Hafnarfirði í BorKarfjórö og eru myndirnar teknar i Garöabæ. — Ljásm.: Jóhannes Long. VR byggir 5 sum- arhús á 3 ¥2 mánuði VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur reist 5 orlofs- hús, sem komiö hefur verið fyrir í Húsafelli. Samninnar um smiði húsanna voru undirritaöir 6. febrúar og hinn 21. júni siðast- liðinn voru þau kominn á Krunna sína i landi Húsafells i Bornarfirði. Hinn 28. júní flutt- ust fyrstu fjölskyldurnar inn í húsin (>k i sumar munu 55 fjölskyldur dveljast i þeim. ByKKÍntfartími húsanna er því 3'A mánuður. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar L. Sveinssonar, for- manns VR smíðaði Ástþór Run- ólfsson í Hafnarfirði húsin og voru þau flutt þaðan á bílum vestur að Húsafelli. Hvert hús er 42,5 fermetrar og eru þau búin 8 rúmstæðum og hituð upp með rafmagni. Fullbúin með öllum húsbúnaði og matar- og eldun- aráhöldum kosta húsin 19 millj- ónir króna og er þá innifalin landleiga í 4 ár og orkunotkun þann tíma. Húsin sjálf kosta um 11 milljónir króna. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur á nú orðið 15 orlofshús, þar sem félagið átti 10 hús áður. Húsin eru að Illugastöðum í Fnjóskadal, 4 hús; að Ölfusborg- um, 2 hús; í Vatnsfirði, eitt hús; í Svignaskarði, eitt hús og að Húsafelli 7 hús, en þar átti félagið 2 hús fyrir. Magnús L. Sveinsson kvað eftirspurnina langmesta eftir húsum félagsins að Húsafelli, en um 90% þeirra, sem sóttu um orlofsdvöl hjá félaginu sóttu um húsin þar. Félagið er nú uppi með áætlanir um að kaupa hús að Einars- stöðum við Hallormsstaöaskóg, en þar ætlar Alþýðusamband Austurlands að standa fyrir byggingu orlofshúsa. Staða frystihúsanna á Austurlandi og í Eyjum: „Reksturinn snýst hratt - en öfugt ” MORGUNBLAÐIÐ hafði samhand við þá Guðmund Karlsson og Sverri Her- mannsson alþingismenn í gær og innti álits þeirra á stöðu frystihúsa á Austur- landi og í Vestmannaeyj- um. Um stöðu frystihúsanna á Austurlandi sagðist Sverrir ekki gera sér grein fyrir því að staða þeirra væri öðruvísi eða þau ver stödd en önnur frysti- hús á landinu. „Þeim liggur við lokun, öllum saman, og rekst- ö INNLENT urinn snýst hratt, en öfugt,“ sagði Sverrir, „það er ekki eins auðvelt og sumir halda að segja starfsfólkinu upp því það er hæpin lausn. Það er svo margt sem fylgir þessum rekstri og fastakostnaðurinn er mjög mikill bæði hjá þeim sem gera út skip og einnig hinum sem reka fiskvinnslu án útgerðar. Þá er birgðasöfnunin mikið vandamál í dæminu og þetta ógnarlega vaxtaokur á þessum atvinnuvegum og þeir einu sem mæla því bót eru þeir sem ekkert vit hafa á málinu, en þeir ráða ferðinni. Það er ljóst að þessi rekstur er rekinn með bullandi halla og það segir alla söguna." „Það er mjög einfalt að tjá sig um þetta mál,“ sagði Guð- mundur Karlsson, „fiskvinnsl- an á í miklum rekstrarerfið- leikum. Hún kom illa út á þessu ári með tapi á rekstrin- um. Það sýnist lítil skynsemi að halda honum áfram ef ekki verður breyting á. Verðhækk- anirnar hér innanlands eru svo miklar miðað við söluverð að það er ekkert sambærilegt og þar af leiðandi er allur þessi rekstur svo þungur í vöfum að allt púðrið fer í basl og erfið- leika við að halda þessu á floti. Menn eru hreinlega að gefast upp á þessu, því þeir vita aldrei hvort þeir geta borgað laun fyrir næstu viku. Þetta eru fyrirtæki sem snúast mjög hratt og þau eru því fljót að vinna sig niður þegar staðan er eins og raun ber vitni." Sótti bílinn í greip- ar lögreglunnar LIÐLEGA 20 ökumenn voru um helgina teknir grunaðir um ölv- un við akstur i Reykjavík. Einn ökumannanna, sem lögreglan tók aðfararnótt sunnudagsins var ekki sáttur við þá ákvörðun Tómas Árnason um 9% hækkun Flugleiða: Afskiptaleysi - þegjandi samþykki stjórnarinnar FLUGLEIÐIR tilkynntu sl. laug- ardag um 9% hækkun á fargjöld- um á innanlandsleiðum félagsins. Félagið hafði sótt um 15% hækk- un og verðlagsráð samþykkt fyrir sitt leyti 12% hækkun. Ríkis- stjórnin synjaði hins vegar öllum hækkunarbeiðnum yfir 9%. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að þessi hækkunarbeiðni félagsins væri tilkomin einungis til þess að reyna að halda í skottið á verðbólgunni. — „Eftir að ríkis- stjórnin hafði hafnað öllum beiðn- um um hækkanir yfir 9% bæði frá okkur og öðrum barst það til fyrirtækisins frá viðskiptaráðu- neytinu, að 9% hækkun þess yrði látin afskiptalaus", sagði Sveinn ennfremur. Aðspurður um það hvort þessi hækkun Flugleiða væri ekki ólög- leg þar sem hvorki verðlagsráð né ríkisstjórn hefðu samþykkt hana Færri komast að en vilja ÁRSÆLL SIGURÐSSON seldi 146.4 tonn af ísfiski I Hull í gær. 58.9 milljónir króna fengust fyrir aflann og var meðalverð á kíló því 403 krónur. Margir útgerðarmenn hafa áhuga á að láta skip sín sigla um þessar mundir, en færri komast að en vilja. Mikið framboð er af fiski í Bretlandi um þessar mundir og verðið virðist í samræmi við það. sagði Tómas Árnason viðskipta- ráðherra það ekki vera. — „Málið er þannig vaxið, að verðlagsráð samþykkti 12% hækkun til félags- ins. Flugleiðamenn ráða því svo sjálfir hversu mikla hækkun þeir nýta sér af því. Þeir hafa svo ákveðið að nýta sér 9% og ég geri ekki athugasemd við það né ríkis- stjórnin," sagði Tómas. Þarf ríkisstjórnin fyrir sitt leyti þá ekki að samþykkja þessa hækk- un? — „í þessu afskiptaleysi ráðu- neytisins felst raunverulegt þegj- andi samþykki ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Tómas að síðustu. lögreglunnar að taka af honum bifreiðina. Lögreglan kom bif- reiðinni fyrir á bílastæði sinu bak við Lögreglustöðina við Hverfisgötu en ökumaðurinn fór hins vegar heim að yfirheyrslu lokinni og náði i varalykla. Und- ir morgun fór maðurinn niður að Lögreglustöð og náði i bifreið sina. Lögreglumenn urðu varir við að maðurinn hafði tekið bifreiðina og hófst nú mikill eltingaleikur. Eltu lögreglumenn manninn áleiðis upp í Breiðholt en þar beygði hann skyndilega inn í Kópavog. Hélt Reykjavíkurlögreglan áfram elt- ingaleiknum og kallaði á liðsauka frá Kópavogslögreglunni. Maður- inn ók hins vegar eftir Nýbýlaveg- inum og inn á Kársnesbraut. Á beygjunni vestast á Kársnesbraut- inni valt bifreiðin og fór nokkrar veltur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en reyndist enn við skál. Bifreiðin er hins vegar mjög illa farin. I gæsluvarð- haldi vegna ávísanamis- ferlis SAUTJÁN ára gamall piltur var á föstudagskvöld úr- skurðaður í vikulangt gæslu- varðhald vegna ávísanamis- ferlis. Hafði pilturinn svikið út ávisanahefti úr banka á röngum forsendum. Pilturinn notaði heftið og gaf út nær allar ávísanirnar úr heftinu. Mun pilturinn hafa gefið út ávísanir upp á milljónir króna. Slasaðir eftir akst- ur á vegg LAUST fyrir miðnætti í fyrra- kvöld var Cortinubifreið ekið á mikilli ferð á steinvegg á mótum Hliðarvegar og Illuga- götu í Vestmannaeyjum. Ökumaður og farþegi í bíln- um slösuðust töluvert mikið, en eru þó ekki í lífshættu. Bíllinn er talinn gerónýtur. Sjóþeysan: Inga með örugga forystu INGA 06 frá Vestmannaeyjum kom fyrst til hafnar I Neskaupstað i gærkvöldi eftir þriðja áfanga Sjó- þeysu 80. um einni minútu á undan Gusti frá ísafirði, en bátarnir höfðu lagt upp frá Höfn i Hornafirði um morguninn. Hinir bátarnir þrir, sem þátt taka i keppninni, Lára frá Eskifirði, Gáski frá Ilafnarfirði og Spörri frá Grundarfirði voru enn á leiðinni til Neskaupstaðar þegar blaðið fór i prentun í gærkvöldi. Eftir fyrstu tvo áfangana hafði Inga 06 frá Vestmannaeyjum náð öruggri forystu, hafði hlotið 20 stig. Það eru siglingakapparnir Bjarni Sveinsson og Óli Skagvík sem sigla Ingu. Hún keppir í flokki báta með vélar á bilinu 176 —400 hestöfl. í öðru sæti var Gustur 02 frá ísafirði, hafði hlotið 12 stig og Lára 03 frá Eskifirði rak lestina með 12 stig, en lakari tíma. I flokki báta með minni vélar en 176 hestöfl keppa tveir bátar og hafa þeir báðir hlotið 17 stig, en það eru Gáski 04 frá Hafnarfirði og Spörri 05 frá Grundarfirði. Bjarni og Óli komu fyrstir á Láru til Hafnar í Hornafirði tveimur mínútum eftir miðnætti aðfara- nótt mánudags og unr.u þannig annan áfanga sjóþeysunnar, frá Vestmannaeyjum til Hafnar, en hann er af mörgum talinn sá erfiðasti. Inga í Vestmannaeyjahöfn á sunnudagsmorgun. I.jóxmynd Mbl. GuðlauKur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.