Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
+
Móöir, fósturmóðir, tengdamóöir amma og langamma okkar,
ELÍNBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
lést í sjúkrahúsi Stykkishólms laugardaginn 5. júlí.
Fyrir hönd aöstandenda.
Steinþór Viggó Þorvaröarson.
NANNA MAGNUSDÓTTIR
frá Flatey ó Breiöafiröi,
lést í Landspítalanum föstudaginn 4 þ.m.
Guörún Vernharösdóttir,
Kriatján Vernharösson,
Rúnar Vernharösson,
Ragnheiöur Magnúsdóttir,
Jón Magnússon,
Gisli Guömundsson.
t
Eiginkona mín
JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
Hjallavegi 2,
lézt í Laridspítalanum laugardaginn 5. júlí.
Jaröarförin auglýst síöar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Hjörtur Wíum Vilhjálmsson.
Maöurinn minn, +
GUÐMUNDURJÓHANNESSON,
Reykjalundi,
Moslellssveit,
er látinn.
Ingigerður Sigurfínnsdóttir.
+
Ástkaer eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JOHN HARRY BJARNASON,
verkstjóri,
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 6. júlí sl.
Jarðarförin veröur auglýst síöar.
Sígriöur Einarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
MAGNÚS HALLDÓRSSON
frá Hrisey,
andaöist í Landspítalanum 1. júlí s.l.
Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. júlí n.k.
kl. 13.30
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Anna Kristinsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir,
Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steínbergsson.
+
Móðir okkar,
LÁRA TÓMASDÓTTIR.
sem andaöist aö Hrafnistu 29. júní, veröur jarösett frá
ísafjaröarkirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.
Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskapellu miövikudaginn 9. júlí kl.
13.30.
Maria Helgadóttir,
Haukur Helgason,
Högni Helgason,
Helga Guörún Helgadóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur okkar,
JÓHÓNNU ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR,
frá Stórutungu.
Sérstakar þakkir færum viö til allra, sem hjúkruöu henni í
veikindum hennar á elliheimilinu Grund.
Guöbjörg Þórarinsdóttir,
Valgeröur Þórarinsdóttir,
Olafur Þórarinsson.
Haukur Jónsson
hœstaréttarlög-
maður — Minning
Fæddur 29. des. 1921.
Dáinn 29. júní 1980.
Látinn er í Reykjavík, langt um
aldur fram, Haukur Jónsson,
hæstaréttarlögmaður. Hann
fæddist að Hafrafelli í Skutuls-
firði og þar ólst hann upp. For-
eldrar hans voru hjónin Jón Guð-
mundsson, bóndi þar, og Kristín
Elenora Guðmundsdóttir. Var
Hafrafell föðurleifð hennar en
Guðmundur, faðir Jóns, bjó síðast
að Gautshamri í Steingrímsfirði.
Systkini Hauks eru Guðmund-
ur, fulltrúi í Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og Kristín El-
ísabet, læknir, er starfar á Rann-
sóknarstofu Háskólans og kennir
einnig við Háskólann.
Haukur kvæntist árið 1952 Guð-
rúnu Lilju Þórólfsdóttur og voru
foreldrar hennar hjónin Þórólfur
Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir,
er bjuggu að Litlu-Arvík í Arnes-
hreppi í Strandasýslu. Haukur og
Guðrún Lilja eiga þrjá mannvæn-
lega syni: Kristin Heimi, sem er
tölvufræðingur frá St. Andrews-
háskólanum í Skotlandi, Ragnar,
sem er við íslenzkunám í Háskóla
íslands og Jón Hauk, sem er við
dýralæknisnám við Edinborgar-
háskóla í Skotlandi.
Haukur Jónsson lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla íslands vorið
1948 með fyrstu einkunn og hann
kom til okkar frá prófborðinu sem
fastur starfsmaður. Hann réðst til
okkar hálfan daginn og hjá okkur
starfaði hann þar til hann lagðist
banaleguna, eða í tæp 32 ár.
Það brást ekki að á slaginu níu
gekk hann inn um dyrnar á
skrifstofu Júpíters og Marz í
Aðalstræti 4 og fór út á slaginu
tólf. Stundvísari maður var ekki
til.
Auðvitað vár aðalstarf hans hjá
okkur lögfræðilegs eðlis og meðan
við höfðum fullan rekstur og þótt
hann væri mikill starfsmaður, þá
urðum við að bæta við öðrum
lögfræðingi, miklum verkmanni.
Það er rétt að það komi fram að
ómældur tími fór í að skýra
samninga sem voru mismunandi
orðaðir og margvíslega og þó að
þessir tveir lögfræðingar væru
ágætir og skarpir, þá var það
ekkert áhlaupaverk.
Þótt Haukur Jónsson hefði mik-
ið að gera, stundum of mikið, hjá
okkur, þá hafði hann alltaf aðal-
starf sitt á sinni lögfræðiskrif-
stofu og þar var hann seinni part
dagsins. Ég held að hann hafi
verið mjög eftirsóttur maður, því
margir leituðu til hans um lög-
fræðileg efni. Það sama lögmál
gilti um hann og marga aðra
menn, sem hafa verið í okkar
þjónustu, bæði á sjó og landi,
sérstaklega þó á sjó, að þeir voru
hæfileikamenn sem allsstaðar
gátu fengið vinnu. En það var þó
svo, þótt þeim líkaði nú ekki alltaf
vel, að við vorum svo lánsamir að
úrvalsmenn voru hjá okkur árum
og áratugum saman.
Þeir voru bekkjarbræður, Hauk-
ur og Páll Ásgeir, sonur minn, og
þó að Páll Ásgeir veldi sér annað
ævistarf en togaraútgerð, þá
höfðu þeir oft samráð að því er
lögfræðistörf við fyrirtækið varð-
aði.
Eins og áður segir var annar
lögfræðingur, Ólafur Björgúlfs-
son, hjá okkur í nokkur ár, en er
nú skrifstofustjóri hjá Trygg-
ingastofnun Ríkisins. Ólafur vann
fullt dagsstarf hjá okkur þau ár
sem hann var. Hann hafði það til
að hvíla sig á því, þegar vantaði
mann við ísun á togurunum eða
þess háttar, að grípa þar í, sem
kom sér oft mjög vel í því
mannahallæri sem var á þeim
árum.
Haukur Jónsson var af ætt
Bolungarvíkurhöfðingjanna Pét-
urs Óddssonar, kaupmanns, og
Odds formanns, bróður hans. Eig-
inkona Odds sagði í áhlaupaveðri,
þegar sumir náðu ekki lendingu:
„Alltaf kemur Oddur". Meiri við-
urkenningarorð voru ekki til.
Oddur dó við stýrið á leið til lands
á báti sínum, sjötugur, sem al-
kunnugt er.
Haukur Jónsson var ekki sjó-
maður en því er þessi frásögn
dregin fram hér að hann hafði að
sumu leyti sjómannseinkenni,
stundvísi, árvekni og skyldurækni.
Morgunninn er mörgum erfiður en
því var ekki til að dreifa um Hauk,
það þurfti ekki að efast um að
hann væri mættur á sínum stað og
tíma. Hann tók stutt sumarfrí,
stundum engin. Veikindadagar
voru engir, það ég man, þar til á
nýliðnu vori að hann veiktist og
var frá verki í eina eða tvær vikur.
Hann kom aftur til vinnu, brugðið
nokkuð. Svo var það að hann var
að hjálpa okkur við verkefni. Þá
þurfti hann að rétta sig við í
stólnum og halla sér að veggnum.
Ég sagði við hann: „Þú ert veikur,
Haukur". Hann svaraði: „Ég er
lakari þegar líður á daginn".
Oddur, frændi hans, dó í skinn-
klæðunum. Skyldleiki þeirra var
ótvíræður.
Við stöndum í þakkarskuld við
Hauk Jónsson, svo vel sem hann
reyndist okkur í miklu starfi og
þökkum samstarf, ábyggilegheit,
stundvísi og reglusemi. Allir þess-
ir kostir eru svo mikils virði að
seint verður fullþakkað.
Við samhryggjumst vanda-
mönnum innilega.
Tryggvi Ófeigsson.
Haukur Jónsson, hæstaréttar-
lögmaður, andaðist 29. f.m.
Hann var fæddur 29. desember
1921 á Hafrafelli í Skutulsfirði.
Foreldrar hans voru þá búandi
þar, hjónin Jón Guðmundsson og
Kristín Guðmundsdóttir bónda á
Hafrafelli Oddssonar, síðar fluttu
þau á Akranes og voru síðast í
Reykjavík.
Haukur lauk lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands vorið 1948. Upp
frá því stundaði hann lögfræði-
störf, vann um tíma hjá sakadóm-
aranum í Reykjavík, en síðan á
málflutningsskrifstofu Sigurðar
Ólasonar, en frá því 1954 hefur
hann rekið eigin málflutnings-
skrifstofu. Hann varð héraðs-
dómslögmaður 1950 og hæstarétt-
arlögmaður 1961. Um 30 ára skeið
vann hann jafnframt fyrir
Tryggva Ófeigsson útgerðarmann
og fyrirtæki hans.
Haukur kvæntist 14. júní 1952
Lilju Þórólfsdóttur bónda í Litlu-
Ávík, Árneshreppi, Strandasýslu
og Guðbjargar Jónsdóttur konu
hans. Þau eiga þrjá sonu: Heimi,
tölvufræðing, sem búsettur er í
Skotlandi, Ragnar, sem er við
íslenskunám í Háskóla íslands og
Jón Hauk, sem stundar dýralækn-
ingar í Skotlandi.
Hart var barist um lífið og
dauðann, við banvænan sjúkdóm.
Að lokum sigraði dauðinn eins og
alltaf, — það er lögmálið.
Genginn er góður drengur.
Hann er ekki lengur samferða hér.
Að honum er sjónarsviptir. Hann
var einn af þeim, sem settu svip á
bæinn, hár vexti, tígulegur, fríður
sýnum. Hve oft sá maður ekki
honum bregða fyrir í ysi og þysi
miðborgarinnar í önn dagsins, þar
sem vinnustaður hans var. Svo oft
fylgdi kveðju hans þetta hlýja
bros, sem honum var eiginlegt og
yljaði vegfaranda. Hann var fá-
orður og dulur, en eitt bros segir
oft meira en mörg orð.
Hafi Haukur þökk fyrir árin
mörg, sem við urðum samferða á
þessari lífsleið.
Ég held að jarðvistin sé aðeins
áfangi af lífsþróuninni, en vanda-
samur áfangi. Af þeim sem er
mikið gefið er mikils krafist og
hann stóð ætíð fyrir sínu.
Friður guðs fylgi honum í nýrri
tilveru.
Margar góðar stundir var glaðst
saman á fallegu heimili Lilju
Þórólfsdóttur og Hauks. Þar ríkti
samhugur og gestrisni. Nú hefur
sorg og söknuður barið að dyrum,
er svo skyndilega er horfinn, langt
fyrir aldur fram, umhyggjusamur
eiginmaður og ástríkur faðir.
Hann var einstakur heimilisfaðir í
einu og öllu, sönn stoð og stytta í
hvívetna. Oft þurfti að mæta
erfiðum stundum, er þung veikindi
bar að höndum og stundum lang-
vinn. Ég dáði Hauk vegna ógleym-
anlegra mannkosta hans.
Þér, Lilja mín, og sonunum, sem
hafið misst svo mikið, votta ég
dýpstu samúð mína. Svo og öðrum
ættingjum.
Ólöf J. Jónsdóttir
Þegar bekkjarbróðir okkar
Hauks, Jón Aðalsteinn Jónsson
var á ferðinni hér í Ósló í síðustu
viku, sagði hann mér, að Haukur
Jónsson væri helsjúkur. Svo
hringdi faðir minn og sagði mér
lát hans. Mér brá í bæði skiptin.
Þegar ég fór að heiman fyrir rúmu
ári, var hann ímynd hraustleik-
ans. Hann var alla tíð grannur,
eins og læknar vilja helzt hafa
það.
Ekki var óreglunni fyrir að fara.
Ukki reykti hann það ég vissi en
tók lítilsháttar í nefið. Ekki getur
það talizt óheilsusamlegt og því
síður hitt, að hann stundaði sund
á hverjum degi. Hann æfði golf,
án þess að gera það að ástríðu.
Allt slíkt var honum ekki að skapi
og átti afar erfitt uppdráttar í
hugarheimi hans. Hann var með
fastheldnustu mönnum sem ég
hefi kynnzt og brá næstum aldrei
vana sínum. E.t.v. mætti segja, að
hann byggi sér til sitt eigið
lífsform og hvikaði sjaldan frá
því.
Haukur var frábærlega stundvís
og skyldurækinn. Við lásum sam-
an undir lögfræðipróf, og alltaf
var hann mættur á réttum tíma.
Eftir prófið fór hann að vinna hjá
Júpiter og Marz h.f. hálfan daginn
og gerði það alla sína starfsævi.
Það eru mikil meðmæli. Svo
stundaði hann almenn lögmanns-
störf það sem eftir var dagsins, oft
fram á nætur.
Hann gerði fyrst og fremst
kröfur til sjálfs sín og slíkum
mönnum er jafnan gott að kynn-
ast. Var hann ætíð boðinn og
búinn til aðstoðar, hvenær sem á
þurfti að halda. Nú að leiðarlokum
vil ég þakka honum hjálpsemi
hans, góðvild og vináttu við mig og
mitt fólk.
Það er mikil eftrisjá að slíkum
manni.
Konu hans, börnum og öðrum
vandamönnum sendi ég samúð-
arkveðjur. Missir þeirra er mikill.
Páll Ásgeir Tryggvason