Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980
Spjallað
við vertinn
á Hótel
Mælifelli
á Sauðár-
króki
Steingrímur Sigurðsson:
Gott hótel er
menningar-
auki fyrir
hvern stað
Hótelstjórahjónin á Sauóárkróki, Elsa Jóna Elíasdóttir ok
Guðmundur Tómasson.
Sauðárkrókur er fyrir löngu
orðinn kaupstaður. íbúatalan er
um 2200 manns. Þar er bæjar-
fógeti, sem jafnframt er sýslu-
maður; þar er bæjarstjóri, bæj-
arritari, bæjargjaldkeri, bæjar-
bókhaldari; þar er að auk félags-
málastjóri, sem að vísu er til-
tölulega nýtt embætti, sem ekki
var talin vanþörf á vegna örrar
fólksfjölgunar í þessum kaup-
stað í seinni tíð. Uppgangur
hefur verið á Sauðárkróki eins
og vikið hefur verið að — það
gerir m.a. útgerðin, sem verður
æ umsvifameiri með hverju ár-
inu, sem líður — það er alltaf
verið að stækka við heimaflot-
ann, sem stendur saman af þrem
skuttogurum, nokkrum stærri
bátum og mörgum smærri og
niður í litlar trillur.
Á Sauðárkróki er margvísleg-
ur iðnaður. Má þar nefna plast-
gerð og loðdýrarækt og sútun-
arstöð, svo að nokkuð sé talið. Og
ekki má gleyma prjónastofum og
vefnaðarvinnu og sængurgerð.
Þá er þar og forláta bakarí sem
hefur á boðstólum brauð og
bakkelsi, sem er vönduð vara og
vinsæl bæði heima á Sauðár-
króki og víðar, t.a.m. á Skaga-
strönd og jafnvel á Blönduósi en
þar sérpanta þeir brauðið frá
Sauðárkróki, enda þótt bakarí sé
fyrir hendi í Húnavatnssýslu.
Þetta forskot var aðeins til-
raun í þá átt að gefa mynd af
blómlegum kaupstað fyrir norð-
an.
Á Sauðárkróki hafa þrifist
hótel og greiðasölustaðir um
langa hríð. I gamla daga var þar
hið fræga Hótel Villa Nova
(Nýja húsið) og ennfremur Hótel
Tindastóll, sem hvort tveggja er
liðið undir lok. Hins vegar hafa
aðrir staðir komið í staðinn.
Hótel Mælifell hóf starfsemi
1963 og er til húsa, þar sem
Alþýðuhúsið var áður fyrr. Það
byrjaði smátt eins og gengur
sem viðbygging við gamla
skemmtistaðinn. Margir vertar
hafa verið við Mælifell frá byrj-
un. Fyrir fimm árum kom ungur
veitingamaður að sunnan og
settist að á Króknum. Hann
heitir Guðmundur Tómasson.
Faðir hans, Tómas Guðmunds-
son, Reykvíkingur, sem árum
saman rak Brauðstofuna Vestur-
götu 25, hafði flutt sig norður
þrem árum áður og keypt Hótel
Mælifell. Hann rak það semsagt
um þriggja ára skeið árin
1972—1975. Sonur hans Guð-
mundur er lærður veitingaþjónn
frá gamla Lido (meistari hans
var Valur Jónsson), þar sem'
hann starfaði tvö ár, en þaðan
fór hann yfir á Hótel Sögu.
Guðmundur vann þar tíu ár sem
veitingaþjónn í Stjörnusalnum
og síðast var hann orðinn þjónn
númer eitt. 1975 söðlar hann yfir
og kaupir Hótel Mælifell og sest
að með fjölskyldu sína á Sauð-
árkróki. Hann lét þegar gera
gagngerar breytingar á hótelinu
— hann lét skipta um öll hús-
gögn, lét mála það í hólf og gólf,
lét teppaleggja það allt. Þannig
fór hið nýja Hótel Mælifell af
stað undir stjórn Guðmundar
hótelstjóra.. Vínveitingaleyfi
hafði fengist í tíð föður hans og
barinn hefur ekkert breytst.
Fyrir tveim árum gerði Guð-
mundur breytingar á eldhúsinu,
fékk ný grilltæki og lét setja
nýjar hillur. í fyrra lét hann
flísaleggja eldhúsið og keypti
nýja uppþvottavél. í febrúar
síðastliðnum lét Guðmundur
hólfa stóra salinn niður í bása,
svo að gestir gætu verið meira út
af fyrir sig. Og svo kom aðalnýj-
ungin: Fengin voru hljómburð-
artæki af allra nýjustu gerð og
þar með var Hótel Mælifell
komið með samkeppnisfært
diskó, sem hefur náð vinsældum.
Settur var upp í loftinu effekt-
ljósaútbúnaður fyrir discotek.
Diskótek eru yfirleitt á föstu-
dags- og laugardagskvöldum.
Hótel í kaupstað eða í kaup-
túni er mikilvægur þáttur í
félagslegum samskiptum. Gott
hótel er menningarauki fyrir
hvern stað. Þvi er það ekki að
ófyrirsynju að vertinn á Mæli-
felli var tekinn tali nýlega.
Lagðar voru fyrir hann spurn-
ingar um starfsemi hótels í
dreifbýli á íslandi.
„Guðmundur — hvernig hefur
þér reynst að reka hótel eins og
þetta hér úti á landi?“
„Mér hefur gengið það alveg
ágætlega. Þó finnst mér eins og
það sé erfiðara með hverju árinu
sem líður."
Hvað áttu við?“
„Rekstrarkostnaður hefur
hækkað umfram það sem verð á
vöru og þjónustu hefur hækkað."
„Hyggurðu á nýjar fram-
kvæmdir í þágu hótelsins?"
„Alveg tvímælalaust. Annað
væri ekki raunhæft."
„Hvernig leggst sumarið í
þig?“
„Eg held, að þetta verði eitt
besta sumar, sem verið hefur
hér, síðan ég tók við.“
„Hvað geturðu hýst marga
gesti?“
„Fimmtíu næturgesti."
„Hvað hefur ferðamaður að
sækja hingað til Sauðárkróks?"
„Skagafjörðurinn hefur löng-
um þótt eitt fegursta og bjart-
asta hérað á landinu. Og ekki má
gleyma Drangey og þeim fjöl-
mörgu sögustöðum, sem eru hér
allt um kring."
„Hafa ferðamenn sótt hingað
á sumrin?"
„Á síðastliðnum sumrum hef-
ur ferðamönnum sífellt fjölgað
hér, og nú eru horfur á að þeim
fjölgi enn meir, ef þetta indælis
veður, sem verið hefur hér und-
anfarið, helst.“
stgr.
Ingjaldur Tómasson:
Auðn og örbirgð
Eyðing skóga og jarðvegs í
kjölfarið hefir breytt stórum
hluta jarðarinnar úr aldingörðum
í eyðimörk. Víst er, að hér á landi
voru miklir skógar, gróðursæld og
ræktun í skjóli þeirra (tún, akrar
og garðrækt). Líka hefir fénaður,
sem að mestu lifði á útigangi, haft
ómetanlegt skjól í skógunum í
hörðum vetrarveðrum. Vísinda-
menn telja, að miklir skógar hafi
mjög bætandi áhrif á veðurfarið.
Svo mikið er víst að hér á landi,
eins og allsstaðar annarsstaðar,
fylgdi eymd og örbirgð eyðingu
skóganna. Talið er, að við upphaf
byggðar hér, hafi ár verið miklu
vatnsminni og með jafnara
rennsli en nú er, vegna þess að
bæði skógurinn og gróðurflosið í
skjóli hans virkaði líkt og þerri-
pappír, eða nokkurs konar
skömmtunarstjóri vatnsins í árn-
ar (vatnsmiðlun). Hinn gífurlegi
framburður og stórflóð ánna, sem
nú er algengt, var þá nær óþekkt
fyrirbæri.
Stórárnar hafa víða með fram-
burði lagt í auðn blómleg land-
svæði. Líka veldur bæði aurburður
og vikurfok miklum kostnaði við
virkjanir jökulánna, bæði af því
að fjarlægja aurburð úr uppi-
stöðulónum (Búrfellsvirkjun), og
líka veldur þetta óeðlilegu véla-
sliti. Þess vegna er það mikil
nauðsyn að hefta sandfokið með-
fram virkjunaránum, með því að
ra'kta þann gróður sem getur
vaxið á hálendinu (birki, lúpina,
hvönn). Tilvalið fyrir stjórnendur
jökulvatnsvirkjana að huga af
alvöru að á ári trésins. Það er
höfuðnauðsyn að gera allt sem
mögulegt er til að binda eyðisand-
ana, helst allsstaðar þar sem þeir
valda skaða á gróðri. Sand og
vikurfok þarf að verða óþekkt í
okkar landi. Og þess ber að geta
sem vel er gert. Eitt versta veður
með miklu sandfoki, sem ég hefi
lent í, var við vegagerð, rétt hjá
Þorlákshöfn. Nú fýkur þar varla
sandkorn og allt er að verða þar
grasi gróið. Þessu líkt hefir skeð
víða um land.
Austur-Afríka
Jarðvegseyðing víðs vegar um
heimsbyggðina er að verða ógn-
vekjandi: Stöðugt minnkar gróð-
urlendið og eyðimerkur stækka
með ört vaxandi hraða. Rakaupp-
gufun hverfur, en það veldur því,
að minni regnský myndast, úr-
koma verður lítil sem engin og
hungurdauði, fyrst dýra og svo
fólksins, sem á þeim hefir lifað.
Morgunblaðið 14. júní 1980 birti
frétt um hið hryllilega ástand,
sem nú er í mörgum löndum
Austur-Afríku. Hjálparsamtök
telja að þetta sé einhver versta
plága, sem þarna hefir orðið.
Orðrétt úr greininni: „Verst er
ástandið í Karamojahéraði í Úg-
anda, þar sem talið er að milli
fjögur og fimm hundruð manns
verði hungurvofunni að bráð á
degi hverjum. Lundúnablaðið
Daily Express hefir það eftir
sjónarvotti, að vart sé hægt að
komast fótmál fyrir líkum. Hung-
ursneyðin í Afríku austanverðri
kemur í kjölfar mikilla þurrka, en
almennt heilsufar er afleitt, eins
og jafnan í slíkum hörmungum.
Verst er ástandið í Norður-
Úganda, Kenya, Sómalíu, Eþíópíu
Ingjaldur Tómasson
og Súdan, en flutningur á matvæl-
um og lyfjum til þeirra svæða,
sem eru í mestri hættu, er haf-
inn.“
Steini harðara er það hjarta,
sem ekki finnur til, þegar frásagn-
ir og myndir birtast nær daglega í
fjölmiðlum, af þeim allsleysis-
hrylling sem ofangreindar þjóðir
(og margar fleiri) verða að þola. Á
meðan þessar hörmungar eru að
gerast, eru hinar ríku þjóðir að
yfirkeyra sig með ofneyslubrjál-
æði, og þar erum við íslendingar
áreiðanlega með þeim fremstu í
flokki. Vitað er að nú eru margar
þjóðir sem ríkar eru taldar, að
draga úr ofneyslu sinni á mörgum
sviðum. En okkar ágæta þjóð
lemur bara í borðið og heimtar
stöðugt hærri laun til þeirra
hæstlaunuðu, þótt margir viti að
nú er svo komið að, ríkisbáknið
gleypir að mestu allar þjóðartekj-
urnar, og útflutningsatvinnuveg-
irnir, sem þjóðin lifir á, eru ekki
lengur samkeppnisfærir. Og ríkis-
stjórnin svíkst um að standa við
samþykkt Sameinuðu þjóðanna
um að greiða 1% af þjóðartekjun-
um til hinna ógæfusömu þjóða,
sem nú hrynja niður, með öðru
vegna algerrar óstjórnar hinna
svörtu þjóðarleiðtoga, sem virðast
leggja alla áherslu á að afla sér og
sínu föruneyti sem mestra auð-
æfa. Þeir kæra sig kollótta, þótt
stór hluti þjóða þeirra farist
þúsundum saman af hungri, og
þeir horfa á hina miklu jarðvegs-
eyðingu sem á sér stað, án þess að
gera minnstu tilraun til að stöðva
hana.
Norsk björg-
unartilraun
Einhvers staðar las ég þá stór-
athyglisverðu frétt, að Norðmenn
væru nú að gera tilraun til að
hindra frekari útbreiðslu Sahara,
með því að gróðursetja trjáteg-
undir sem þola mikinn þurrk.
Norska þjóðin sýndi aðdáunarvert
hugrekki, þegar hún hikaði ekki vð
að veita viðnám, þegar nasistar
réðust á land þeirra, og ég efa ekki
að sama gerðist, ef kommúnistar
gerðu innrás í Noreg, og ég treysti
Norðmönnum manna best til að
veita viðnám jarðvegseyðingaröfl-
unum, sem ógna nú tilveru stórs
hluta mannkyns.
Menn sem hafa ferðast um
eyðimerkur Afríku, hafa sagt mér,
að þeir teldu líklegt, að hægt væri
að græða þá sanda upp, líkt og hér
hefir verið gert. Það væru sannar-
lega gleðileg tíðindi, ef íslend-
ingar legðu niður alla heimtu-
frekju handa sjálfum sér, til þess
að geta lifað fíflalegu óhófslífi, en
heimtuðu í stað þess, að stjórnin
greiddi tafarlaust eina prósentið
af þjóðartekjunum, sem yrði svo
notað til stöðvunar landeyðingar
og uppgræðslu í hungurlöndunum,
í samvinnu og samráði við þá
norsku landgræðslumenn, sem eru
að hefja björgunarstarfið í Afr-
iku.
Sem betur fer eru ekki öll
eyðimerkurríki Afríku jafn illa
stödd. Ríkið Níger var að farast í
örbirgð vegna landauðnar og
þverrandi landbúnaðar. Landið er
auðugt af úrannámum og lands-
feður þar höfðu vit á því að hefja
stóriðju í úranvinnslu, í samvinnu
við frönsk og v-þýsk stórfyrirtæki,
sem hafa yfir að ráða bæði
fjármagni og tækniþekkingu.
Þeir hafa nú þegar miklu meiri
tekjur af úraninu en þjóðin getur
eytt. Gróðinn er lagður í þjóðar-
sjóð, sem verður notaður til upp-
byggingar, iðnaðar og ræktunar,
svo Nígerbúar geta nú litið
áhyggjulausir á framtíðina. Þarna
hafa risið myndarleg þorp, verk-
smiðjur og nýtísku samgöngutæki.
Við íslendingar teljum okkur
kristna þjóð, en staðreynd er, að
alltof stór hluti þjóðarinnar kærir
sig kollóttan, þótt nágrannar
okkar í Afríku og víðar hrynji
niður hundruðum saman daglega.
Við tilbiðjum gullkálfinn og Bakk-
us af öllum lífs- og sálarkröftum,
og dettur ekki í hug að sinna
dauðvona bræðrum okkar sem
liggja við veginn. Við þurfum að
gera okkur grein fyrir því, að
tæknin hefir gert fjarlægðir
heimsálfa milli svipaðar og áður
var milli bæja.
Fiskmarkaður okkar er nú að
dragast saman. Ef til vill gæti það
borgað sig fyrir okkur að taka þátt
í björgun áðurnefndra landa, því
þar getur skapast stórmarkaður
fyrir fiskútflutning okkar í fram-
tíðinni.