Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 39 Ragnheiður Kjartans- dóttir — Minningarorð Kveðja frá Blindrafélaginu Fædd 13. júlí 1894. Dáin 26. júní 1980. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á íslandi, var stofnað 19. ágúst 1939. Það hefur ávallt verið styrkur þessa fá- menna félags, að það hefur átt sér velunnara og oft ráðið úrslitum í baráttunni fyrir sjálfstæðri til- veru félagsins, að styrktarmenn þess sýndu hug sinn í verki. Einn af vinum Blindrafélagsins var Ragnheiður Kjartansdóttir, sem til moldar er borin í dag. Vera má að hugur hennar hafi frekar beinst í átt til blindra, en annarra er stuðnings þurfa með, að í röðum nánustu ættingja hennar voru einstaklingar, er áttu við langvarandi sjónleysi að búa. Leiðir Ragnheiðar og Blindrafé- lagsins lágu fyrst saman, þegar hún laust eftir 1950 fór að sækja félagið heim og fylgjast með framvindu mála hjá því. Á bratt- ann var þá að sækja við að leggja grundvöll að starfsemi félagsins. Skömmu síðar urðu þáttaskil í lífi Ragnheiðar, hún missti heils- una, dvaldi löngum á sjúkrahúsum og síðast um árabil á Elliheimil- inu Grund í Reykjavík. Henni varð ljóst, að hún átti ekki afturkvæmt til heimilis síns og fór þá saman, að hún afhenti Blindrafélaginu eigur sínar til ráðstöfunar og að hjá félaginu fóru í hönd miklir framkvæmdatímar. Um þetta leyti réðst félagið í að reisa fyrsta áfanga stórhýsisins, sem nú er miðstöð félagsstarfsem- innar að Hamrahlíð 17. Segja má að gjöf Ragnheiðar hafi borist í tíma, þegar þörfin var mikil og félagsmenn þurftu hvatningar við. Nú, mörgum árum síðar, þegar byggingadraumar félagsmanna í Blindrafélaginu eru orðnir að ver- uleika, húsakynni þess nær full- nýtt fyrir vinnustofur, íbúðir og félags- og tómstundarstörf, er minning Ragnheiðar oftast nálæg. I dagstofunni að Hamrahlíð 17 er forkunnarfagurt hljóðfæri, kjörgripur sem mun eiga fáa sína líka hér á landi. Ragnheiður var mikill tónlistarunnandi, lék sjálf allvel á hljóðfæri, hafði eignast þetta fágæta orgel og ætlaði að njóta þess á efri árum. Breyttir hagir hennar komu í veg fyrir það, en henni mátti vera hugfró í því, að á hátíðasamkom- um í húsakynnum félagsins hljóma fagrir tónar þessa sér- stæða hljóðfæris og varla líður sá dagur, að ekki leiki einhver félags- manna á orgelið. Ýmsa aðra muni úr eigu Ragn- heiðar er að finna hjá félaginu, en það er fyrst og fremst hugurinn bak við gjörðina, sem skiptir máli. Ragnheiður var sterkur persónu- leiki og höfðingi til hinstu stund- ar. Hugur hennar og velvilji í garð Blindrafélagsins og bjartsýni fyrir þess hönd, er hluti af þeirri undirstöðu, sem félagið og starf- semi þess hvílir á. Margir hafa komið í slóð Ragnheiðar hjá félag- inu, en eftir sem áður er hennar gerð í fullu gildi. Hafi hún þökk — megi friður fylgja henni. Blindrafélagið. Hamrahlið 17, Reykjavík. f.h. stjórnar, Björg Einarsdóttir og Rósa Guð- mundsdúttir. í dag verður til moldar borin Ragnheiður Kjartansdóttir. Hún var fædd að Búðum á Snæfellsnesi þann 13. júlí 1897, dóttir hjónanna Kjartans Þorkelssonar, Eyjólfs- sonar prests að Staðarstað og Sigríðar Kristjánsdóttur, en hún var dótturdóttir Þorleifs í Bjarn- arhöfn. Þau systkini voru 9, en aðeins 4 komust til fullorðinsára. Var hún þeirra yngst, en eftir lifir fóstursystir hennar Elísabet Kristófersdóttir, sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Ragnheiður fór ung til Reykja- víkur og stundaði fyrst nám í kvennaskóla en síðan í Yfirsetu- kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1923, en þá var sá skóli undir stjórn Guð- mundar heitins Björnssonar land- læknis. Starfaði hún um tíma sem ljósmóðir í Borgarnesi en fór síðan til Húsavíkur og starfaði þar sem ljósmóðir í tíð hins góðkunna læknis Björns Jósefs- sonar. Bjó hún á heimili hans í u.þ.b. 2 ár, en þá var ekki annað sjúkrahús á Húsavík en sjúkra- deild, sem rekin var á neðri hæð heimilis Björns Jósefssonar. Tal- aði Ragnheiður ávallt með mikilli vinsemd og virðingu um Björn og hans fólk og ræktu sumir afkom- enda hans vináttu við hana til hinstu stundar. Margrét Hallgríms- dóttir — Minningarorð Á Húsavík kynntist Ragnheiður Hallsteini Karlssyni, ágætis manni, og gengu þau í hjónaband árið 1926. En svo skeði það árið 1935 að Ragnheiður smitaðist af berklum og varð að leggjast inn á Vífilsstaðahæli. Uppfrá því sett- ust þau Hallsteinn og Ragnheiður að í Reykjavík, þó að helst hefðu þau kosið að búa áfram á Húsavík. Stundaði Hallsteinn verslunar- störf, en árið 1941 veiktist hann og náði aldrei heilsu aftur en lést árið 1954. Dvaldi hann á sjúkra- húsi öll þessi ár, en þeir voru ekki margir dagarnir sem Ragnheiður heimsótti ekki mann sinn, enda var mjög kært með þeim hjónum. Ragnheiður var ákveðin í skoð- unum og hafði mikla samúð með þeim sem minna máttu sín í lífinu. Hún var einlæglega trúuð kona og fór í kirkju á hverjum sunnudegi meðan heilsa hennar leyfði. Hún trúði á annað líf og var viss um að Hallsteinn biði sín á ströndinni hinum megin. Vonandi verður henni að trú sinni. Fari hún í friði, guðs blessun fylgi henni. Ragnheiður dvaldi 9 síðustu ár ævi sinnar á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík og var hún mjög ánægð með, og þakklát fyrir þá ummönnun sem hún þar fékk. LawcþráA hvíld rr fen«in ævi langri frá. ljósmóðir er jrenjíin i ljÓNÍ kuós nú hjá. t birtu lif sitt hyuKði treysti Kuð sinn á. þó margt á Kleði skyKKði það hún ei lét á sík fá. M.B. S.G. Fædd 5. ágúst 1954. Dáin 27. júní 1980. Skjótt hefur sól brugðið sumri. Litla systir mín og vinkona á aldrei framar eftir að sjá dagsins ljós. Aldrei framar get ég hlakkað tii bréfanna frá henni og röddina get ég ekki heyrt fyrr en handan móðunnar miklu. Við deilum ekki lengur gleði og sorgum, engar sögur verða sagðar lengur og engar bækur lánaðar lengur. Ferðalögin okkar saman verða ekki fleiri. Það var hlutskipti Margrétar í lífinu að flytjast búferlum til Noregs fyrir rúmu ári, í fallegan smábæ, Risör. Hún undi ser vel þar, samlagaðist þorpsbúum og stundaði vinnu sína af dugnaði og samviskusemi þrátt fyrir langvarandi veikindi sem hún átti við að stríða. Hún var virkur meðlimur í verkalýðsfélagi bæjarins, samstarfsmönnum sín- um var hún góður félagi og vinur. Einn kost hafði Margrét, sem ekki er öllum gefinn, hún kunni að hlusta. Það var ósjaldan að vinir hennar og kunningjar leituðu til hennar, hún hlustaði ogátti jafnan ráð á reiðum höndum. Hún gleymdi heldur aldrei að spyrja þá sem hún þekkti og vissi að áttu við bágindi að stríða, hvernig þeim liði. Það var hlutskipti mitt að sækja litlu systur mína til Noregs. Það voru þung og erfið spor, en engin orð og engar gerðir geta vakið Margréti til lífsins aftur. Litla systir mín er dáin, hún sem trúði á það góða í mönnunum er nú komin þangað sem allir eru jafnir og þar sem öllum líður vel. Elsku mamma, pabbi, systur og mágur, við verðum öll að standa saman og vera sterk. Sorgin er sár, en við skulum muna Margréti eins og hún var, glöð og góð. Sigga Mín kæra mágkona, Margrét, er dáin. Hún lézt að heimili sínu í Risör, Noregi, aðfaranótt 27. júní. Sú helfregn barst okkur þann sama dag, og yfirþyrmandi sárs- auki í sálu heltekur þá nánustu. Sárast er, þegar ungt fólk fellur í valinn svo snögglega. Ég kynntist Möngu á hennar unglingsárum, rólegri og sérdeilis snvrtilegri. Næsta mynd af Möngu er þegar hún birtist á heimili mínu, oft að loknum vinnudegi hjá tryggingafyrirtæki hér i bæ, og sagði sínar farir ekki sléttar. Það var svo margt, sem hún hefði viljað hafa öðruvísi. Réttlætis- kennd og samkennd fyrir náung- anum var henni í blóð borin. Hún átti erfitt með að sætta sig við að benni yrðu á mistök og að fólk yrði fyrir barðinu á kerfinu. Risör er lítill, vinalegur bær við mynni Oslófjarðar og byggir af- komu sína á ferðamönnum, sem eiga þar smábáta, skútur og skonnortur. Þarna er ys og þys á sumrum og lifið snýst um bátinn og sjóinn. Líf okkar hefur löngum snúist um þetta tvennt. Þarna átti Manga sínar sælustundir. Marga skemmtilega tíma áttum við sam- an er hún kom á heimili okkar, glæsileg og gáskafull. Ég þakka henni allar samverustundirnar, þó þær hefðu svo gjarna mátt vera fleiri. Margir af okkar meiði eiga um sárt að binda í dag, en öll él birtir upp um síðir. Þinn elskandi mágur og vinur. Sigurjón Þórarinsson. Minning — Guðrún Alda Kristjánsdóttir hjúkrunarfrœðingur Fædd 18. mai 1932 Dáin 29. júní 1980 Þú úttir þrck ok hafðir verk að vinna ok varst þér sjálfri hlifðarlaus ok hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjórð. Frá æsku varstu Kædd þeim KÓða anda sem Kefur þjóðum ást til sinna landa ok eykur þeirra afl ok trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda. að miðla Kjöfum eins ok þú. (D.St.) Þessar ljóðlínur lýsa vel okkar góðu vinkonu Guðrúnu A. Kristj- ánsdóttir, sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Við minnumst hennar ungrar og glaðværrar í okkar hópi við hjúkr- unarnám, bæði í leik og starfi. Á þeim skemmtilegu árum voru bundin tryggðabönd, er aldrei rofnuðu. Oft var þessara ára minnst á góðum samverustundum síðar. Kynntumst við þá strax hennar góðu mannkostum, í formi félags- lyndis, tryggðar og hjálpsemi, er hún hafði í ríkum mæli. Hún hafði einstakt lag á að sjá hinar björtu hliðar lífsins og gat miðlað öðrum af þessum eiginleikum símun, allt til hinstu stundar. Við minnumst hennar sem góðr- ar hjúkrunarkonu, sem bar með sér birtu og yl, jafnt til samstarfs- fólks sem skjólstæðinga. En hjúkrunarstarfið veitti henni einnig mikla ánægju og lífsfyll- ingu. Við minnumst hennar sem eig- inkonu, er unni manni sínum, börnum og heimili. Heimilið bar vott um hennar högu hönd og listfengni. Oft hafði hún orð á því í okkar hópi, hversu góðan stuðn- ing hún hafði af eiginmanni sínum við framkvæmd hugðarefna sinna, t.d. allar stundir þeirra við rækt- un í garði og gróðurhúsi. Á þessari stundu minnumst við allra þeirra góðu og glöðu samverufunda á heimili hennar. Hvort sem það var af miklu eða litlu tilefni, sem við hittumst varð alltaf úr því hátíð. Við minnumst hennar einnig, sem þróttmikillar og æðrulausrar konu til hinstu stundar í barátt- unni við sjúkdóm sinn. En þar sem í öðru voru eiginmaðurinn og börnin lífsakkeri hennar. Guðrún var fædd 18. maí 1932 á Akureyri og ólst þar upp hjá ástríkum foreldrum, þeim Þuríði Sigurðardóttur og Kristjáni Jónssyni. Móður sína missti hún árið 1956 og var það henni þungt áfall. Aldraður faðir syrgir nú einkadóttur sína. Guðrún lauk námi frá hjúkrunarskóla íslands árið 1956. Hóf hún þá störf við sjúkrahúsið Sólheima og vann þar eitt ár, síðan vann hún fjögur ár á skurðstofu Hvítabandsins. 4. febrúar 1961 giftist hún Jóhanni Gíslasyni héraðsdómslög- manni, en hann og fjögur börn sjá nú á bak eiginkonu og móður. Elsti sonurinn er Kristján, sem kvæntur er Guðlaugu Skúladóttur og eiga þau tvo syni. Hin eru Jóhann, Sigríður og Þuríður, sem enn dvelja í foreldrahúsum. Árið 1973 hóf hún störf við Laugarás- deild Kleppsspítalans og starfaði þar, þangað til í marz á þessu ári. Sýnir það bezt þrek hennar og ósérhlífni, að hún vann á meðan henni entist máttur til. Hún andaðist á Landspítalanum 29. júní 1980. Við og fjölskyldur okkar vottum eiginmanni hennar, börnum, föður og bræðrum innilega samúð. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé horfin sjónum okkar, hún sem unni lifinu. Hafi hún þökk fyrir allt, það var mannbætandi að fá að kynnast henni. Við viljum kveðja hana með ljóðlínum uppá- haldsskálds hennar. Lifið er eins ok lind sem lifandi perlum kvs. Við Rlitrum af glelii synd í K^islum frá ljóssins dis. Við synKjum uns bresta brár. Við biðjum af hjarta og sál ok drjúpum sem daKKartár i dauðans marmaraskál (D.St.) Guðrún Guðnadóttir Matthildur Valfells Þorbjörg Friðriksdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Maöurinn minn og faöir, SIGURBJORN ÁSMUNDSSON, verður jarösunginn miövikudaginn 9. júlí kl. 2.30 frá Akraneskirkju. Hildur Björnsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.