Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI 1980 45 u /s ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI Það átti vel við á kosninga- kvöldið 29. júní að lesa þann kafla bókarinnar sem snerti Jón Sig- urðsson forseta og heimili hans að Hrafnseyri. Allir biðu spenntir eftir fyrstu kosningafréttum. Þessi ljúfi lestur kom manni í rétta stemningu fyrir óviss úrslit í kosningunum. Það væri vel hægt að hugsa sér það að eitthvað sameiginlegt væri með lesara og höfundi svo vel fer Höskuldur Skagfjörð með efnið. Hafi hann kærar þakkir. Ég held að útvarpið sígi mjög á við sjón- varp með efni og flutning. Hjón úr Vesturbænum." • Svar til Jónasar „Heiðraði Velvakandi. í tilefni af athugasemd Jónas- ar við pistla mína um íslenskun erlendra mannanafna, sem birtist í blaðinu 26. júní s.l., vil ég taka fram eftirfarandi: Sæmundur Sig- fússon, sem ég nefndi sem dæmi til stuðnings máli mínu, er þekkt- ari undir nafninu Sæmundur fróði. Hvað hina dæmisöguna varðar, þar sem ég tek Jesú Krist sem dæmi, þá var ætlunin þar að sýna fram á aðstöðu þeirra sem komnir eru upp á geðþóttaákvarð- anir annarra. Skoðun mín er sú að erlend nöfn megi samlaga íslensku máli eigi síður en tungum annarra þjóða. Hins vegar hindrar það þá þróun, að banna því fólki, sem hér sest að og ber erlend nöfn, að halda þeim. Eftir því sem ég kemst næst er ísland eina þjóðfélagið í heimin- um, sem krefst þess að fólk skipti um nöfn þegar það öðlast ríkis- borgararétt. Finnst mér þetta óréttlæti og vil umfram allt að menn fái að ráða því sjálfir hvaða nafn þeir bera. Hvaða tilgangi þjónar nafnaskiptaskylda? Bjarni.“ • Skemmdarverk í Laugardal G.T. hringdi. „Ég varð yfir mig hissa þegar ég sá hvað var að gerast í Laugardal um daginn. Þar var byrjað að grafa allt í sundur og tæta upp landið á nokkuð stóru svæði. Það er ekki alltof mikið af grænum svæðum í Reykjavíkur- borg — þess vegna þykir mér sárt til þess að vita að nú eigi að fara að eyðileggja þetta. Með þessu bréfi vil ég vekja fólk til umhugs- unar. Ef Laugardalurinn verður tekinn undir lóðir og öllu lífi þar drekkt í malbiki verður um seinan að fárast yfir því eftirá. Við verðum að vera vakandi þegar umhverfi okkar er annars vegar — borgaryfirvöld sýna ekki framsýni með þessum aðgerðum sínum heldur hugsa þau aðeins um stundarhag. Ég skora á alla Reykvíkinga að mótmæla slíku skemmdarverki." • Tillitsleysi við hjólreiðamenn Hjólreiðamaður hringdi. Hann fann að því hversu lítið tillit ökumenn taka til hjól- reiðamanna í umferðinni. „Það er SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Danmerkur í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Curt Hansen, sem hafði hvítt og átti leik, og Jens Otto Pedersen. 17. Rf6+! - gxf6 (Eða 17.... Kf8, 18. Bf4! - Db7, 19. Dxh7!!) 18. BÍ4+ — De7, 19. Hxe7+ — Rxe7, 20. Rxc6! — Rxc6, 21. De5+ — Kf8, 22. Bh6+ - Kg8, 23. Dg4 mát. Danmerkurmeistari varð Ole Jacobsen, sem hlaut 7!4 v. af 11 mögulegum. Næstur kom Jens Kristiansen með 7 v. engu líkara en sumir bílstjórar hafi ekki lært umferðarreglurnar, eða að minnsta kosti sýna þeir það ekki með aksturslagi sínu. Það er skýrt tekið fram í umferðarlögum að „gæta skuli fyllstu varúðar í akstri" og sýna tillitsemi í hví- vetna. Hvers vegna er ekki farið eftir þessu þegar hjólreiðamenn eiga í hlut, — við þurfum einmitt mikið á tillitsemi að halda, því umferðin setur okkur í mikla hættu ef eitthvað ber útaf. Mikið er nú um að börn og unglingar ferðist á hjólum. Þetta þyrftu ökumenn að hafa sérstaklega í huga og breyta akstursháttum sínum í samræmi við það. HÖGNI HREKKVÍSI „HANN HCRil? N£/Tl>NA2VALD itv. 5AMWN<k\.." Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaðisins 1979 á Hjallabrekku 2 — hluta — þinglýstri eign Ómars Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15. júlí 1980 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. SNYRTISTOFAN ' HÓTEL LOFTLEIÐUMl sími 25320 Andlitsböð, húðhreins- un, kvöldförðun, hand- snyrting, litun, vaxmeð- ferð, líkamsnudd, fótaað- gerðir, 1. flokks aðstaða. Vinn aðeins með og sel hinar heimsþekktu Lancome Biotherm og Dior snyrtivörur frá París. SOLARBEKKIR n1 ffi Vekjum sérstaka athygli á sólarbekkjunum hjá okkur.| Helga Þóra Jónsdóttir, fótaaðgerða- og snyrtisérfræðingur, heimasími 82129. Opið á laugardögum. Brottför hvem laugardag Í3iavil<naferðir til Miami Beach, Florida FLUGLEIDIR SZ M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.