Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1980 3 Rætt um breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Reykjavik: Unnið að slökkvistaríi að Sogavegi 28 en eldur var laus í kjallara og lagði reyk um allt húsið. Ljósm. Július. Töluverðar skemmd- ir af völdum reyks SLÖKKVILIÐ Reykjavikur var um klukkan hálf fimm á laug- ardag kallað að húsinu Soga- vegi 28. Mikiil reykur og hiti var í húsinu. þegar að var komið, að sogn varðstjóra hjá slökkviliðinu. en ekki mikill eldur. Við athugun kom i ljós að eldur var laus í geymsluher- bergi i kjallara en húsið er tvær hæðir og kjallari. Lagði reyk- inn um allt hús og urðu tölu- verðar skemmdir á húsinu og aðallega af völdum reyks. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykkafarar fóru inn í húsið. Heimilisfólk var heima, þegar eldurinn kom upp. Ókunn- ugt var í gær um eldsupptök og vinnur Rannsóknarlögregla ríkisins að rannsókn máisins. Á brunastað fundu lögreglumenn meðal annars úðabrúsa en ekki var í gær vitað hvaða efni kann að hafa verið á honum. Er talið hugsanlegt að eldsupptök megi rekja til brúsans. Sjúkrabíll staðsettur við Borgarspítalann? HILLARY, forseti írlands, kom hingað til lands í gærmorgun í einkaerindum. Davíð Scheving Thorsteins- son, aðalkonsúll írlands á íslandi. tók á móti forsetanum. en með honum voru kona hans og vinafólk. Forsetinn mun dvelja hér á landi í vikutíma að sögn Davíðs. Ljósmyndari Mbl. Július tók þessa mynd af forsetanum við komuna í gærmorgun. SJÚKRAFLUTNINGANEFND Reykjavíkur hefur nú til umfjöll- unar tillögur slökkviliðsstjóra um breytt rekstrarfyrirkomulag sjúkraflutninga. Meginhugmynd- in cr sú að keyptur verði nýr neyðarbíll, stærri og búinn fleiri tækjum en fyrri neyðarbfll, en síðan eru þrjár hugmyndir um notkun hans. Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sagði í samtali við Mbl. að tillögur hans byggðust á hug- myndum lækna og erlendum fyrir- myndum. Væri ein hugmyndin sú að hafa lækni tiltækan á slökkvi- stöðinni, er færi með útköll, önnur hugmynd að neyðarbíllinn yrði staðsettur á slysadeild og með honum vakt frá slökkviliðinu, en kostnaður við báða möguleikana er svipaður, kringum 65 m. kr. á ári. Þriðja hugmyndin er að sjúkrabíll og læknir komi á slys- stað hvor frá sinni bækistöð eða vinnustað. Rúnar Bjarnason sagði Kærði 2 menn fyrir nauðgun Úrskurðaðir í gæsluvarðhald og geðrannsókn TUTTUGU og tveggja ára gömul stúlka kærði aðfaranótt sunnu- dags tvo menn fyrir nauðgun í húsi i Reykjavik þá um nóttina. Rannsóknarlögregla rikisins handtók mennina tvo og voru þeir á sunnudagskvöld úrskurð- aðir i gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Hefur annar mannanna játað að hafa komið fram vilja sínum við stúlkuna með valdi en hinn hefur játað að hafa aðstoðað hann og beitt valdi í þeim tilgangi. Mennirnir eru báðir liðlega þrí- tugir og átti atburðurinn sér stað í heimahúsi í Reykjavík. Annar maðurinn hafði fyrir nokkru aug- lýst í svonefndum einkamálaaug- lýsingum dagblaðanna að hann óskaði eftir að komast í kynni við unga konu á tilteknum aldri. Mun stúlkan hafa svarað auglýsingunni og var þetta fyrsti fundur þeirra. að um skeið hefði nokkuð verið rætt að endurskipuleggja neyðar- þjónustuna og væri nú verið að ræða ýmsar hugmyndir í sam- bandi við það. Sagði hann að sérstök hjartatilfelli væru kring- um 50 á ári, en ef telja ætti öll neyðartilfelli þar sem sérstakur neyðarbíll kæmi að notum væru þau kringum þúsund. Þá sagði slökkviliðsstjóri að verið væri að innrétta tvo nýja sjúkrabíla, sem kæmu til með að kosta kringum 12 milljónir hvor, en neyðarbíll, sem hugsanlegt er að keyptur verði t.d. á næsta ári kostar um 25 m.kr. Rauða kross deild Reykjavíkur rekur nú 4 sjúkrabíla og hefur undanfarin ár verið stefnt að því að endurnýja þá með því að kaupa einn á ári. Verðlækkun á 79 árgerðum TVÖ bilaumboð í Reykjavík aug- lýstu sl. helgi mikla verðlækkun á bílum og er hér um að ræða 1979 árgerðir. Nemur lækkunin jafnvel nokkrum milljónum króna. Véladeild SÍS auglýsir Chevrolet Malibu og Vökull Chrysler Le Baron. Samkvæmt upplýsingum hjá Véladeild SÍS er hér um að ræða nokkra Chevrolet Malibu Classic bíla, sem koma frá Þýskalandi og fengust hingað til lands á mjög lækkuðu verði. Eru þeir 8 cyl. og sjálfskiptir með ýmsum aukabún- aði og verð þeirra frá 8,3—9,9 m.kr. og mun það um milljón lægra verð en svipaðir bílar, sem áður hafa verið til sölu. Chrysler umboðið Vökull býður 20 bíla af gerðinni Chrysler Le Baron á kringum 10,5 m. kr. en venjulegt verð þeirra hefur verið allt að 15 milljónum króna. Kvað sölustjóri umboðsins mikið spurt um bílana, en svo virtist sem kaupgeta fólks færi nú minnkandi og sagði hann árið hafa verið fremur erfitt hjá flestum bíl- aumboðum nema þeim er flytja inn japanska bíla, sem náð hefðu meirihluta markaðarins hér. 150 bátar vilja á síldveiðar i haust 85 fengu leyfi til þessara veiða í fyrrahaust MUN FLEIRI hafa sótt um leyfi til síldveiða í haust heldur en voru á þessum veiðum í fyrra. Sótt hefur verið um leyfi til sjávarút- vegsráðuneytisins fyrir um 150 skip og báta og inni í þeirri tölu eru 45 af 52 loðnuveiðiskipum. í fyrra- haust voru 85 skip á síld- veiðum og veiddust þá um 44.5 þúsund tonn, en upp- haflega lögðu fiskifræð- ingar til að hámarksafli yrði 35 þúsund tonn. Nú hafa fiskifræðingar hins vegar lagt til að leyft verði að veiða 45 þúsund tonn. Þeir leggja til, að rekneta- veiðar verði leyíðar frá 25. ágúst til 20. nóvember, en hringnótaveiðar frá 20. september til 20. nóvember. í fyrra fengust um 19.1 þús- und tonn í reknet, en 25.4 þúsund tonn í hringnót. Haustið 1978 var mikið um smásíld og millisíld á miðunum og algengt að afla væri sleppt af þeim sökum. Haustið 1979 var afla hins vegar mjög sjaldan sleppt og kom þar tvennt til. í fyrsta lagi var mun minna af smásíld og millisíld á miðunum en árið á undan og í annan stað gátu sjómenn bætt sér upp með auknum veiðum ef afli fór í lága verðflokka. Hringnótaaflinn fékkst frá Alviðruhömrum að Hvalnesi, en reknetaaflinn á mun stærra svæði. Langmest veiddist í fyrra af 5 ára síld úr árganginum frá 1974 eða um 16 þúsund tonn, en í aflanum var einnig mikið af 4 og 8 ára síldum. í riti Hafrann- sóknastofnunar um ástand nytjastofna og aflahorfur 1980 segir að allt bendi til að árgang- arnir frá 1975 og 1974 séu sterkir og af svipaðri stærð og meðalárgangar á góðæristíma- bilinu 1953-1963. Gert er ráð fyrir að um 60% síldaraflans í haust verði úr þessum árgöng- um. Árgangarnir frá 1972 og 1973 eru taldir lélegir, en ár- gangurinn frá 1971 var hins FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað 9 menn í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins og jafnmarga varamenn. Aðalmenn eru: Þráinn Valdi- marsson framkvæmdastjóri, Gunnar Helgason forstjóri, Guð- mundur Gunnarsson verkfræðing- ur, Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri, Jóhann Petersen skrifstofu- stjóri, Jón H. Guðmundsson skóla- stjóri, Gunnar S. Björnsson byggingameistari, Björn Þór- hallsson formaður Landssam- bands ísl. verslunarmanna og Jón Helgason formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri. Varamenn eru: Hákon Hákon- arson vélvirki, Ólafur Jensson framkvæmdastjóri, Grímur Run- ólfsson framkvæmdastjóri, Sig- urður Magnússon rafvélavirki, vegar talinn mjög sterkur þó svo að nú sé búið að höggva stór skörð í hann. Gert er ráð fyrir að árgangurinn frá 1976 sé lélegur, en enn þá er ekki vitað með vissu um styrkleika ár- gangsins frá 1977. Hrygningarstofn sumargots- síldar 1979 er áætlaður um 200 þúsund tonn. Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður, Gunnar Gissursson tækni- fræðingur, Óli Þ. Guðbjartsson bæjarfulltrúi, Grétar Þorsteins- son formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur og Jón Agnar Egg- ertsson formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Tveir síðasttöldu aðal- og vara- menn eru skipaðir af félagsmála- ráðherra samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands íslands, en hinir kjörnir af sameinuðu Alþingi. Félagsmálaráðherra hefur skip- að Óla Jónsson, framkvæmda- stjóra, formann og Þráin Valdi- marsson, framkvæmdastjóra, varaformann stjórnar Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Skipun stjórnar Húsnæðisstofn- unar ríkisins gildir frá 4. júlí 1980 til fyrsta þings að afloknum al- mennum alþingiskosningum. Skipað í stjórn Húsnæðisstofn- unar ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.