Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 33 T(-------- Eru þeir að fá 'ann ? Víðidalsá full af fiski Mbl. ræddi um helgina við Guðbjörgu, starfstúlku í veiði- húsinu við Víðidalsá, einnig við Jörund leiðsögumann. Þau voru viðræðugóð og létu í té upplýs- ingar um laxveiði það sem af er sumri. Að sögn þeirra voru í gær komnir 159 laxar á land og meðalþungi þeirra væri 10,5 pund. Guðbjörg lét þess getið, að heildarþyngd aflans væri 1670 pund. Jörundur sagði mikinn lax vera kominn um alla á og væri nú búið að veiða mun meira heldur en á sama tíma í fyrra. Jörundur sagði ennfremur, að stærsti lax- inn til þessa hefði verið 17 pundari, hann hefði veiðst á maðk við „Brú“. Guðbjörg sagði einnig að nýr veiðihópur væri nýbyrjaður við veiðar og hefði gengið heldur treglega hjá honum. Hins vegar hefðu verið Finnar í ánni í byrjun vikunnar og þeir hefðu kappveitt. Lélegt í Korpu Veiðin í Korpu hefur verið ákaflega slök fyrstu vikurnar og varla um alvöru laxgengd að ræða enn sem komið er. Á sunnudagsmorgun höfðu aðeins þrír laxar komið á land, en veiði hófst 20. júní. Er óhætt að segja, að veiðin geti ekki orðið lakari og því bjartari tímar fram undan. Það er einkum vatnsleysi sem háð hefur laxagöngunum til þessa, en það ætti að fara að lagast, það er jú farið að rigna aftur. Stóra Laxá steindauð Það væri synd að segja að alls staðar væri krökkt af laxi. Þvert á móti. Síðustu 7—10 dagana hefur varla sést lax í Stóru Laxá, utan hvað menn sjá einn og einn á efsta svæðinu. Á sunnudaginn hafði ekki veiðst lax á þremur fyrstu svæðunum síðan 25. júní. Samanlagt höfðu veiðst á svæð- unum þrem 6 laxar og fáeinir silungar. Eitthvað í kring um 20 laxar hafa veiðst á efsta svæðinu og komu þeir flestir á land fyrstu dagana. Hvítá og Ölfusá eru ákaflega dökkar þessa dagana og er talað um jökulhlaup í Haga- vatni. Undir slíkum kringum- stæðum fer laxinn sér og hægt og þræðir gjarnan landsteina. Lend- ir hann þar í netunum og heyrst hefur að mikil og góð netaveiði hafi verið í jökulánum að undan- förnu. — gK Hraðhreinsun í Árbæ Höfum verið beðnir að selja efnalaug í fullum rekstri, sem er í góðu leiguhúsnæði. Góð tæki, nýjar innréttingar. Samningar & Fasteignir, Austurstræti 10A, 5. hæð. Borgarnes Til sölu rúmlega fokhelt einbýlishús ásamt bifreiöa- geymslu viö Borgarvík í Borgarnesi. Uppl. veitir Jón Sveinsson hdl. Akranesi í síma 93-2770. Sumarbústaður Skemmtilegur sumarbústaöur 40 fm. 2ja ára í „Hlíðinni" (Fitjalandi) við Skorradalsvatn til sölu. „Hlíðin“ er meö veöursælustu og fegurstu stööum á landinu. Húsgögn fylgja, gardínur, vatnssalerni, Sóló-eldavél með miðstöðvarlögnum o.fl. Upplýsingar í síma 25504 kl. 9—12 f.h. og eftir kl. 7. Vilborg Einarsdóttir Jormað- ur Ljósmæðrafélags Islands AÐALFUNDUR ljósmæðrafélax.s fs- lands var haldinn 18. mai sl. að Hótel Esju. Steinunn Finnbogadóttir lét af formennsku eftir níu ára forystu. og er hinn nýkjörni formað- ur Vilborg Einarsdóttir. Stærsta verkefni félagsins núna er útgáfan á stéttartali ljósmæðra. sem nefnist „Ljósma'ður á íslandi". og er áætlað að það komi út á árinu. Stéttartalið spannar yfir árin 1761 — 1979, eða frá fyrstu lærðu ljósmóðurinni. Stjórn L.M.F.Í. er nú þannig skipuð: Formaður Vilborg Einarsdóttir, varaformaður Svanhvít Magnúsdóttir, gjaldkeri Anna Ást- þórsdóttir og ritari Sigurbjörg Guð- mundsdóttir. Aðrar í stjórn eru: Eva Einarsdóttir, Margrét Sigurmons- dóttir og Hulda Þórarinsdóttir. Á fundinum voru starfsréttindi og kjaramál ljósmæðra rædd og eftirfar- andi samþykktir gerðar: Að vekja athygli á þingi alþjóða- sambands Ijósmæðra sem var haldið í Washington í Bandaríkjunum 28. nóv. — 4. des. 1972. Fundurinn fagnar að Ljósmæðraskóli íslands hefur aukið námsefni sitt og vekur athygli á því að enginn annar skóli veiti þá mennt- un í fæðingarfræði sem gefur rétt til að nefna sig ljósmóður. Fundurinn samþykkir að beina þeim tilmælum til forstjóra ríkisspítala, heilbrigðis- ráðuneytisins og þeirra sem með stöðuveitingar fara, að ekki séu ráðn- ir aðrir í ljósmæðrastöður en þeir sem hafa lokið prófi í Ljósmæðra- skóla Islands eða hafa þeirra starfs- rétt. Þar sem sérfræðileg framhalds- menntun í ljósmóðurfræðum er ekki fyrir hendi hér á landi lýsir fundur- inn undrun sinni á því að heilbrigðis- ráðherra hefur gefið út embættisbréf sem heimila viðkomandi að kalla sig sérfræðing í ljósmóðurfræðum. Þetta bréf er gefið ljósmæðrum sem hafa Vilborg Einarsdóttir einnig lokið hjúkrunarprófi. Fundur- inn mótmælir málsmeðferð heilbrigð- isráðherra þar sem almennt hjúkrun- arnám er alls óskylt framhalds- menntun sem sérþekkingu í ljósmóð- urfræðum. Fundurinn beinir jæim tilmælum til heilbrigðisráðherra að hann endurskoði lögin frá 20. maí 1964 um Ljósmæðraskóla Islands. Hann ítrekar fyrri kröfur félagsins til stjórnvalda um að veittar verði Steinunn Finnbogadóttir viðurkenndar heimildir fyrir stöður handa ljósmæðrum á sængurkvenna- og meðgöngudeild við Kvennadeild Landspítalans. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnarnefndar og forstjóra ríkisspítalanna að í embætti framkvæmdastjóra Kvennadeildar Landspítalans verði ráðin Ijósmóðir. Að lokum minnir fundurinn stjórn- völd á gildandi lög um auglýsingar á lausum opinberum stöðum. Byggingamenn Til sölu ef viðunandi tilboð fæst stór verslunarlóð í fjölmennasta hverfi borgarinn- ar. Öll gjöld greidd og samþ. teikningar fyrir 2ja hæða húsi samtals um 3000 rúmmetrar. Fyrirspurnir sendist augl.deild Morgunblaðs- ins merkt: „V — 554“ fyrir 19. júlí ruk. Lokaútsala allt á að seljast Fatnaöur og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900,- Barnabuxur frá kr. 4.900- Sumarjakkar á dömur, herra og börn frá kr. 6.900.- Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóður o.fl., o.fl. Komið snemma og náið því besta. Verksmiðjusala Skipholti 7. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Stofa óskast Útlendingur búsettur á íslandi (talar íslensku) óskar eftir stofu eða lítilli íbúö til leigu í nágrenni Landspítalans. Fyrirframgreiösla möguleg. Uppl. í síma 27502 (spyrja eftir Geirharði). Ung hjón bæöi kennarar meö eitt barn óska eftir húsnæöi sem tyrst. Upplýsingar á lögmannsstofu Péls S. Pélssonar, Bergstaöa- stræti 14, s: 23962 og 24200. Keflavík Til sölu 3ja—4ra herb. efri hæö í tvíbýlishúsi. meö sér inngangi. Söluverö 20 millj. Laus strax. 3ja herb. rishæö. Söluverö 12 millj. Laus strax. Vel meö farnar 3ja herb. íbúöir við Mávabraut og Sólvallagötu, sem losna fljótlega. Sandgerði Fokhelt einbýlishús. Múrhúöað aö utan. Til afhendingar strax. Stærö 136 ferm. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Nýjar og ónotaðar útihuröir Til sölu eru 2 nýjar og ónotaöar sænskar fallegar útidyrahuröir í karmi. Huröirnar eru úr tekki. meö tallegu mynstri og sérpant- aöar frá Svíþjóö. Uppl. í s. 39373 og 20160. Bólstrun, klæðningar Klæöum eldri húsg., ákl. eöa leöur. Framl hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólst , Laugarnesvegi 52. S(ml 32023. -•y-W-vy-v-W~YV—D félagslíf } FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Mióvikudag 9. júlí: 1. Þórsmörk kl. 8. 2. Blikastaöakró — Gufunes kl. 20 (kvöldferö). FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferöir 1. 11.—16. júlí (6 dagar): i Fjöröur — gönguferö m/viölegu- útbúnaö. 2. 11.—20. júlí: Melrakkasléfta — Langanes (9 dagar). Farmiöasala og allar nánari upp- Filadelfía Samkomur halda áfram í tjaldmu við Laugarlækjarskóla trá miö- vikudegi og til helgar kl. 20 30. Kunnir predikarar tala Mikill og fjölbreyttur söngur. Herferöln VI M.VSINí, V SIMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.