Morgunblaðið - 08.07.1980, Page 46

Morgunblaðið - 08.07.1980, Page 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 • Borg mundar spaöann í uppgjöf. Þær eru ein hans sterkasta hlið og koma andstæðingum hans iðulega úr jafnvægi. • Björn Borg kyssir Wímbledon- bikarinn. Síðasta laugardag vann Borg það einstæða afrek að sigra í þeirri keppni í fimmta sinn. Afrek sem aldrei hefur verið unnið áður, og þykir vera með ólíkindum. Þegar Borg var 15 ára varð hann yngsti maður sem keppt hefur á hinu svokallaða „Davis Cup“ tennismóti. Var hann þar í sigurliði Svía. 17 ára gamal) vann hann opna franska meistaramótið. Síðan hef- ur hann unnið sama mót fjórum sinnum í viðbót, fimm sinnum allt í allt, og það hefur enginn leikið eftir honum. Tvítugur vann hann sinn fyrsta Wimbledon-titil. Wimbledon- keppninni lauk um helgina og er þetta ritað, áður en henni lauk. Borg vann fjögur síðustu Wimble- don-mótin. Flestir veðjuðu á hann sem sigurvegara um helgina. 22 ára gamall vann hann 9 mót í röð og lék 55 leiki í röð án þess að tapa. Borg á yngri árum Borg var snemma mikill áhuga- • Borg þykir vera mjög höggþungur tennisleikari. hann beitir spaðanum á mjög sérstæðan hátt. • Einn mesti íþróttamaður allra tíma er tvímælalaust sænski tennissnillingurinn Björn Borg. Hann er jafn- framt einhver tekjuhæsti, ef ekki tekjuhæsti, íþrótta- maður allra tíma. Má segja að hann sé gangandi pen- ingaseðill. Kynslóð eftir kynslóð hafa tennisleikarar leitt saman hesta sína á hinu fræga Wimbledon- móti, en það er talið sterkasta og virtasta tenn- ismót sem fram fer ár hvert. Síðustu árin hefur Borg hins vegar einokað þessa sterku keppni. Borg hefur gert sér lítið fyrir og unnið Wimhledon-titilinn fimm ár í röð. Aðeins einn annar tennisleikari hefur sigrað fjórum sinnum, Astralíu- maðurinn Ron Laver. Einn hefur unnið Wimbledon-tit- ilinn þrisvar, Fred Perry. OSIGRANDI Punktar á ferli Björns Borg a i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.