Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
Mcsti tcnnislcikari allra tima
hampar bikarnum eftir sigur-
inn um heÍKÍna. Sjá bls. 26—27.
BJÖRN Borg sigraði í fimmta
skipti i röð á hinum árlcgu
Wimbledonleikum í tcnnis.
Aldrei hefur hann þó áður lent í
annarri eins klipu og hann lenti
i um helgina gegn Bandarikja-
manninum John McEnroe. Stóð
barátta þeirra yfir í tæpar
fjórar klukkustundir og sigraði
Borg loks 3—2.
McEnroe gaf Borg ekkert eftir
og telja menn frekar að Borg
hafi farið aftur heldur en hitt.
McEnroe vann fyrstu hrinuna
með yfirburðum 6—1, en tapaði
síðan tveimur næstu, 7—5 og
6—3. McEnroe jafnaði leikinn,
vann fjórðu lotuna 7—6. Úrslita-
lotan var æsispennandi og tókst
Borg loks að knýja fram sigur,
8—6. Sjá grein um Björn Borg á
blaðsíðu 26 og 27.
'T^ ^ *
-
MARTEINN skallar naumlega fram hjá marki KR.
Tvötöp
gegn A-
Þjóðverjum
ÍSLENSKA landsliðið i
handknattleik tapaði tveim-
ur landsleikjum gegn
Austur-Þjóðverjum i Aust-
ur-Þýskalandi um helgina.
Tapaðist fyrri leikurinn með
tiu marka mun. en mun
betri árangur náðist i þeim
siðari. Þá náði islenska liðið
ágætum leik og tapaði að-
eins með fjögurra marka
mun.
Austur-Þjóðverjarnir kaf-
sigldu íslenska liðið strax í
byrjun í fyrri leiknum, náðu
yfirburðaforystu og leiddu
16—7 í hálfleik. íslenska liðið
náði sér betur á strik i síðari
hálfleik, þannig að bilið
breikkaði ekki. Bjarni Guð-
mundsson og Stefán Hall-
dórsson yoru markhæstu
leikmenn íslands, skoruðu 4
mörk hvor. Alfreð Gíslason
og Ólafur Jónsson skoruðu 3
mörk hvor og þeir Konráð
Jónsson og Kristján Arason
skoruðu sitt markið hvor.
Siðari leikurinn var miklu
betri af hálfu íslenska liðsins.
Austur Þjóðverjar sigruðu að
visu með fjögurra marka
mun, 22—18, en það var ekki
fyrr en undir lok leiksins að
þýska liðið seig fram úr.
Ólafur Jónsson var mark-
hæstur íslensku leikmann-
anna, skoraði 4 mörk. Steinar
Birgisson og Alfreð Gíslason,
sem báðir léku mjög vel,
skoruðu 3 mörk hvor. Þor-
bergur skoraði tvívegis, einn-
ig Steindór og þeir Bjarni
Guðmundsson.Stefán Hall-
dórsson, Konráð Jónsson og
Þorbjörn Jensson skoruðu
eitt mark hver.
Shous til
Njarðvíkur?
MARGT þykir nú benda til
þess, að körfuknattieiks-
maðurinn snjalli. Danny
Shous, muni gerast leikmað-
ur með liði Njarðvíkur á
komandi keppnistimabiii.
Njarðvíkingar hafa haft
samband við Shous sem mun
hafa lýst sig reiðubúinn skv.
heimildum Mbl. Þetta er þó
ekki komið svo langt að eitt
eða neitt hafi verið undirrit-
að, en ef að úr verður. er
enginn vafi að gaman verð-
ur að sjá Shous leika í
úrvalsdeiídinni. — gg.
Oddur til
Moskvu
ODDUR Sigurðsson varð
þriðji frjálsiþróttamaðurinn
sem valinn hefur verið til að
keppa fyrir tslands hönd á
Olympíuleikunum i Moskvu
i þessum mánuði. Fjórir
frjálsíþróttamenn verða
valdir, en áður höfðu þeir
Hreinn Halldórsson og
Óskar Jakobsson verið vald-
ir i islenska liðið. Óljóst er
hvaða lyftingamenn fara
fyrir ísiands hönd, þar sem
að þrir þeirra sem náð hafa
lágmörkunum fara ekki,
þeir Ágúst Kárason. Guð-
mundur Sigurðsson og Gúst-
af Agnarsson.
Óli sigraöi
í OPNA oidunKamótinu um Hornió.
hjá Goifkiúbbi Ness, sem fram fór 3.
júlí urðu úrsiit þessi í forkeppninni:
1. óli B. Jónss.. NK. 69 nettó
2. Hjftiti Þórarinss.. GR. 70 nettó
3. Lárus Arnórsson, (JR 71 nettó
Na^stur hoiu á 3. braut var Hjaiti
Þórarinsson 139 cm. Næstur holu á 6.
braut var Lárus Arnórsson 75 cm.
Fæst putt, Bjarni Konráósson. GR. 30.
Læ»(sta skor án forgjaíar:
1. Kristinn Bergþórss.. Nk 84
2. ÓH B. Jónss.. Nk 85
3. Hjaiti Þórarinss., GR 86
I iDrúHlr 1
Framsteinlá!
Systkinin óskar og Steinunn Sæmundsdóttir. sigruðu i opna
GR-mótinu sem fram fór um helgina. Þau hlutu utanlandsferð í
verðlaun ásamt hinum glæsilega vcrðlaunagrip sem á myndinni
sést.
Steinunn og Óskar
urðu hlutskörpust
KR—INGAR opnuðu 1. deiid-
ina upp á hálfgerða flóðgátt. er
þeir tóku efsta liðið Fram í
kennslustund á Laugardalsvell-
inum í gærkvöldi. Skoruðu
KR—ingar fjögur mörk gegn
einu. eftir að staðan í hálfleik
hafði verið jöfn, 1 — 1. Sigur KR
var fyllilega sanngjarn, en
kannski heldur i stærra lagi
þar sem eitt eða tvö af mörkum
KR verða að teljast útsölumörk
þar sem markvörðurinn Júlíus
Marteinsson brá sér í gerfi
kaupmannsins. Fram og Valur
eru nú jöfn að stigum í 1. deild.
en Valsmenn hafa stórum betri
markatölu.
Fyrri hálfleikur var lengst af
afar tíðindalítili, einkum framan
af og það var ekki fyrr en á 16.
mínútu leiksins, að eitthvað
gerðist, en þá fór Kristinn Jör-
undsson illa með þokkalegt færi.
Leikurinn æstist dálítið er á
hálfleikinn leið og á 32.mínútu
skoraði Trausti Haraldsson fyrir
fram eftir mikið harðfylgi.
Framarar voru nokkrum sinnum
aðgangsharðir næstu mínúturn-
ar og Marteinn var hársbreidd
frá því að skora á síðustu
mínútunni, er hann skallaði
fram hjá. Þess í stað jöfnuðu
KR—ingar eftir að Elías hafði
sent fyrir mark Fram. Skoraði
Sæbjörn í autt markið, en Júlíus
í markinu hefði átt að hirða
fyrirgjöfina.
Það er skemmst frá því að
segja, að í síðari hálfleik réðu
KR—ingar lögum og lofum á
vellinum, einkum er líða tók á
leikinn. Jón Oddsson skoraði
annað mark KR og enn var það
Elías sem átti fyrirgjöfina. Júlí-
us reyndi að komast fyrir fyrir-
gjöfina, en tókst ekki og Jón
skoraði léttilega. Kom markið á
65. mínútu. Og á 80.mínútu voru
KR—ingar enn á ferð. Ágúst
Jónsson lék upp hægri kantinn
og sendi fyrir markið. Sverrir
Herbertsson hoppaði yfir knött-
inn sem rann áfram til Elíasar,
sem skoraði með hörkuskoti,
besta mark leiksins. Aðeins
fimm mínútum síðar kom fjórða
markið , Július markvörður
hafði þá gómað knöttinn og
hugðist stinga honum niður áður
en hann spyrnti frá. Sverrir
Herbertsson var á vakki og
-Tr 1:4
potaði knettinum frá Júlíusi,
sem var greinilega hálfsofandi.
Komst Sverrir síðan fram fyrir
Júlíus með knöttinn og vippaði
honum yfir markvörðinn og í
netið!
KR—ingar léku vel að þessu
sinni. Sæbjörn var með á ný og
gerði gæfumun. Þá er Elías
geysilega vaxandi leikmaður.
Auk þeirra áttu Jón Odds og
Hálfdán góðan leik. Hjá Fram
var Trausti yfirburðamaður, en
aðrir voru langt frá sínu besta.
I stuttu máli.
íslandsmótið, 1. deild. Laugar-
dalsvöllur Fram—KR 1—4(1—
1).
Mark Fram. Trausti Haraldsson
(32)
Mörk KR. Sæbjörn Guðmunds-
son (45), Jón Oddsson (65), Elías
Guðmundsson (80) og Sverrir
Herbertsson (85).
Gul spjöld. Sverrir Herbertsson
og Sæbjörn Guðmundsson. gg.
Staðaní
1. deild
STAÐAN í 1. DEILD:
Valur 8 6 0 2 21: 9 12
Fram 8 5 2 1 10: 6 12
ÍA 8 4 2 2 11: 8 10
KR 8 4 1 3 9: 8 9
Víkingur 8 2 4 2 8: 8 8
ÍBV 8 3 2 3 14:15 8
ÍBK 8 2 3 3 7:11 7
UBK 8 3 0 5 13:13 6
Þróttur 8 1 2 5 5: 9 4
FII 8 1 2 5 12:22 4
MARKAHÆSTIR ERU:
Matthías Hallgrímsson Val 9
Ingólfur Ingólfsson UBK 5
Sigurður Grétarsson UBK 4
Magnús Teitsson FH 3
Helgi Ragnarsson FH 3
Kristinn Björnsson ÍA 3
Sigþór Ómarsson ÍA 3
Lárus Guðmundsson Vík. 3
SYSTKININ Steinunn Sæ-
mundsdóttir og Óskar Sæ-
mundsson sigruðu á opna
GR-mótinu i golfi sem fram fór
um helgina á Grafarholtsvellin-
um. Fengu þau 87 punkta. Lék
einkum Steinunn mjög glæsi-
lega, fór hún t.d. fyrstu 9
holurnar á 39 höggum.
Bræðurnir Ragnar og Kristinn
Ólafssynir urðu í öðru sæti með
85 punkta. Kolbeinn Kristinsson
og Ingólfur Bárðarson frá Sel-
fossi höfnuðu í þriðja sætinu
með 83 punkta. I fjórða sætinu
höfnuðu síðan þeir Helgi V.
Jónsson og Guðmundur Ófeigs-
son með 82 punkta. 126 keppend-
ur tóku þátt í mótinu og var
keppni svo jöfn, að reka varð 42
keppendur aftur út á völl til þess
að leika úrslitaholur um sæta-
skipan.
Bíllinn gekk ekki út, en næstur
holu á 17. braut var Loftur
Ólafsson, 232 sentimetra, næstur
á 2. braut var Oddur Sigurðsson,
148 sentimetra, næstur á 6.
braut var Hans Isebarn, 125
sentimetra og næstur holu á 11.
braut var Ragnar Ólafsson, 168
sentimetra.
Borg enn Wimble-
don-meistari!
'