Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 13 Rætt við Dr. Gísla Blöndal varafulltrúa Norðurlanda í stjórn Sjóðsins — og slík aðgerð er sjaldnast vinsæl meðal almennings. Það hefur þá stundum skapast sá misskilningur — og jafnvel verið alið á honum af þeim, sem síst skyldi — að það sé sjóðnum að kenna, að almenningur verði að þola þá rýrnun kjara, sem gengis- fellingu jafnan fylgir í skamman tíma, þótt hér sé einungis um að ræða afturhvarf til efnahagslegs raunveruleika, eftir tímabil lifn- aðar um efni fram. Þetta er einungis dæmi um eðli þess misskilnings, sem virðist nokkuð útbreiddur um starfsemi sjóðsins. Á þessu er svo e.t.v. alið af mismunandi skoðunum á því, hvert skuli vera hlutverk sjóðsins, sem er annað mál. Þannig gefur það auga leið, að vart er við því að búast, að alþjóðleg stofnun, eins og hér um ræðir, komizt hjá því að flækjast inn í alþjóðapólitík hvers tíma, og ber helzt á því nú, að nokkur skoðanamunur sé milli þróunarlandanna og svonefndra iðnaðarríkja, hvert sé eðlilegt starfssvið sjóðsins við ríkjandi aðstæður. Hin fyrrnefndu hafa tilhneigingu til að sveigja starf- semina í átt til þróunaraðstoðar, á meðan hin síðarnefndu vilja fara hægt í þeim efnum. Benda þau á, að aðrar alþjóðastofnanir hafi það verkefni (svo sem Alþjóðabank- inn), og næg verkefni sé við að glíma á þeim vettvangi, sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum var markaður í upphafi, sem sé að stuðla að stöðugleika í utanríkis- viðskiptum þjóða og á alþjóða- gj aldeyrismarkaði.“ — Hvernig geta lönd dregið svo lengi að leita til sjóðsins um aðstoð? „Undanfarið hefur verið mikið framboð á lánum á alþjóða pen- ingamarkaði. Sjálfstæðir lánveit- endur, sem einatt keppa um lán- takendur, spyrja ekki alltaf um efnahagspólitík í viðkomandi landi, og því er auðveldara fyrir lönd að fá lán hjá þeim. Mörg lönd hafa svo lent í vanskilum með endurgreiðslu þessara „auðveldu" lána, og er þróunin i vaxandi mæli sú, að lánveitendur líti til þess, hvort sjóðurinn hefur samþykkt lánveitingu til viðkomandi lands. Er það talið merki þess, að landið hafi fullnægt skilyrðum og efna- hagslífið sé á réttri braut. Sjóðurinn hefði getað lánað mun meira að undanförnu en hann hefur gert, og er það að miklu leyti bagaleg afleiðing framangreindra aðstæðna og þróunar, því að hann myndi gegna hlutverki sínu mun betur, ef lönd sæktu fyrr eftir samstarfi við hann. En það eru sem sagt merki þess nú, að þróunin sé að snúast við.“ — Hefur Island tekið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og skiptir það máli. hvort íslending- ur er í Washington, ef það sækir umlán? „ísland hefur tekið lán hjá sjóðnum, sem að mestu verða endurgreidd innan næstu tveggja ára, og ég veit ekki til þess, að lán sé í undirbúningi. Vegna hag- stæðra skilyrða af náttúrunnar hendi og jafns og þétts sigs íslenzku krónunnar hefur greiðslujöfnuður gagnvart útlönd- um verið viðunandi undanfarin tvö ár, þannig að í bili hefur þörfinni fyrir erlendar lántökur létt, sem stendur eigum við við meira aðkallandi efnahagsvanda- mál að stríða, enda þótt öll tvinnist þessi mál saman, þegar til lengdar lætur. Það á ekki að skipta máli, hvort íslendingur sé í stjórn sjóðsins, þegar Island óskar eftir láni. Fulltrúi Norðurlanda á að sjá um hagsmuni allra landanna. Það liggur þó í hlutarins eðli, að maður myndi fylgjast betur með lántöku íslands en annarra landa, ef til þess kæmi, án þess þó að það hefði meiri háttar áhrif á gang mála.“ ab. um gerðu deildarstjórar grein fyrir starfi sinnar deildar. Þorsteinn Ingólfsson deildar- stjóri almennu deildarinnar kvað hana annast allan almennan rekstur og sjá um fjármál og starfsmannahald, eftirlit með starfsemi sendiráðanna og ræð- ismannsskrifstofum. Þá annast deildin ýmis mál er ekki koma til kasta hinna deildanna og sagði Þorsteinn að ýmis aðstoð við íslendinga erlendis gerðist æ um- fangsmeiri með auknum ferðalög- um m.a. til fjarlægari heimshluta. Þá sér deildin um hvers kyns sifjaréttarmál, erfðamál, deilumál vegna hjúskapar og sagði að oft væru þessi mál mjög tímafrek, t.d. meðlagsmál, en þeim fylgdi mikill fjöldi fylgiskjala þegar flytja þyrfti meðlög milli landa. Síaukin þróunaraðstoð ólafur Egilsson deildarstjóri al- þjóðadeildar sagði að hún sæi m.a. um ýmis pólitísk mál og fram- kvæmd þeirra innan þess ramma er stefna ríkisstjórnar markaði, hún sæi um samskipti við ýmsar stofnanir S.Þ., NATO o.fl. og kvað hann samskipti íslands við slíkar stofnanir lykil að alþjóðasam- starfi, þar kæmust íslendingar í nauðsynleg tengsl við aðrar þjóðir og fengju að njóta starfa þeirra, sem gott væri fyrir fámenna þjóð. Þá kemur í hlut alþjóðadeildar þróunar- og tækniaðstoð. Hefði hún áður falist í aðstoð erlendra þjóða við Islands, en væri æ meira að snúast í aðstoð íslands við þróunarlönd og væri t.d. aðstoðin við Kap Verde eyjar nýlegasta dæmið. Berglind Ásgeirsdóttir er deild- arstjóri upplýsingadeildar, sem sér um kynningar- og menning- armálefni. Sér deildin um að sendiráð Islands og ræð- ismannsskrifstofur hafi jafnan hvers kyns landkynningarefni og sér um útvegun þess ef sérstakar óskir koma fram um það frá þeim, erlendum ríkjum eða sendiráðum þeirra. Þá greiddi hún götu er- lendra blaðamanna er hingað kæmu og sæi m. a. um skipulagn- ingu viðtala. Deildarstjóri varnarmáladeild- ar er Helgi Ágústsson. í hennar hlut kemur að sjá um öll sam- skipti við Varnarliðið á Keflavík- urflugvelli, en utanríkisráðuneyt- ið fer samkvæmt lögum með stjórn allra mála þar. Varnar- málanefnd kemur og þar við sögu, en í henni sitja bæði fulltrúar íslands og Varnarliðsins og hittist nefndin tvisvar í mánuði. Fyrir nokkru var tekinn upp sá háttur að hafa opna skrifstofu á Kefla- víkurflugvelli til að annast fyrir- greiðslu við þá íslendinga er starfa hjá Varnarliðinu, en þeir eru um 900 alls og annast skrif- stofan ýmis mál er upp koma þar. Agnar Klemens Jónsson, sem í áratugi hefur starfað í ut&nríkis- þjónustunni sat einnig blaða- mannafundinn og sagði hann að þegar hann liti yfir farinn veg þá teldi hann óhætt að fullyrða að starfsmenn ráðuneytisins hefðu sinnt hlutverki sínu vel. Ekki hefði verið um neina deildaskipt- ingu að ræða fyrstu árin, en á stríðsárunum hefði umfang starfa ráðuneytisins vaxið mjög, sendi- ráðin hefðu áður verið fá, en fjölgað fljótlega. Sagði Agnar að vakandi auga hefði verið haft á öllum þáttum utanríkisþjónust- unnar og starfsmenn hennar hefðu jafnan leitast við að vinna af skyldurækni þau störf er lögð væru á herðar þeirra. Nið drögum 10. Júlí Endurnýió tímanlega 7. flokkur 18 @ 1 OOO OOO 18.000.000 90 — 500 000 45 000 000 702 — 100.000 70.200.000 8.505 — 35 000 297.675 000 9.315 430.875.000 36 — 100 000 3.600.000 9.351 434475000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS /Vlenntermáttur Auói Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 14. júlí til 11. ágúst. Þeir sem þurfa 1000 km uppherslu og skoðun á nýjum bílum hafi sam- band við afgreiðslu verkstæðisins. Einnig verður leitast við að sinna minríi háttar og nauðsynlegustu viðgerðum. Við viljum einnig vekja athygli viðskiptavina okkar á því að eftirtalin umboðsverkstæði verða opin á þessum tíma: BÍLAVERKSTÆÐI JÓNASAR. Skemmuvegi 24, sími 71430. VÉLAVAGN. bílaverkstæði, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, sími 42285. BÍLAVERKSTÆÐI BJÖRN OG RAGNAR. Vagnhöfða 18, sími 83650. BÍLTÆKNI H.F.. Smiðjuvegi 22, Kópavogi, sími 76080. BIRFREIÐAVERKSTÆÐI HARÐAR OG NÍELSAR. Vesturvör 24, Kópa- vogi, sími 44922. VÉLAÞJÚNUSTAN S.F.. Smiðjuvegi E 38, sími 74488. Smurstöð okkar verður opin eins og venjulega. IhIHEKIAHF | Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.