Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 Keisarinn á batavegi Kairó. 7. júlí AP. LÆKNAR Reza Pahlavi, fyrr- um íranskeisara. háru í dag til haka frétt egypska blaðs- ins A1 Ahram, um að líðan keisarans væri slæm ok að hann væri meðvitundarlaus. Læknar hans söKðu. að hann tæki datíleiíum framförum eft- ir uppskurð þann, sem hann gekkst undir í siðustu viku. Ófriðlegt í Tyrklandi Istanhul 7. júlí AP. HAFT er eftir opinberum heim- ildum i Istanhul i dag, að 36 menn hafi látið lífið i átökum síðustu tvo dagana milli öf({a- manna til vinstri og hæ>cri. Marg- ar verslanir og aðrar byggingar voru eyðilagðar. Mörg fórnarlambanna voru fé- lagar í hinum vinstrisinnuðu Al- evi-samtökum en þau aðhyllast margir Tyrkir úr trúflokki Shiita. Hægrisinnaðir öfgamenn úr Sunni-trúflokknum gengu bers- erksgang sl. föstudag þegar frétt- ist að vinstrisinnar hefðu ráðist á mosku Sunni-safnaðarins. í Korum, um 250 km n-austur af Ankara, var enn strangur her- vörður eftir óeirðir síðustu daga en ekki var kunnugt um ókyrrð þar í dag. Talið er að um 1500 Tyrkir hafi látið lífið í pólitískum deilum og trúardeilum það sem af er árinu. Angela Davis í það heilaga Birmingham. Alahama. 7. júlí. AP. ANGELA Davis, prófessor við háskólann i San Fransiskó sem þekkt er fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti i Bandarikjunum, gekk í dag i það heilaga. Hún giftist 36 ára gömlum Ijósmyndara, Hilton Braitwaite. Angela Davis er í framboði fyrir kommúnista til varaforsetaemhættisins í Banda- ríkjunum. Gíslamir fluttir á nýja staði í Iran 7. júlí. AI*. TEHERAN-útvarpið sagði sl. sunnudag. að námsmennirnir svoköll- uðu, sem hafa haldið bandarískum sendiráðsstarfsmönnum í gíslingu síðan 4. nóv. á íyrra ári, ætluðu að flytja gíslana 53 til ýmissa héraða i íran. Tvisvar áður hefur verið sagt frá því, að gíslarnir hafi verið fluttir úr sendiráðinu. Bandarískir emhættismenn hafa þó dregið í efa að svo hafi verið gert. Sadegh Khalkali dómari, sem þykir óspar á að senda fólk fyrir aftökusveitirnar, lenti í bílslysi sl. sunnudag og liggur nú í sjúkra- húsi. Hann er sagður vera við góða líðan. Khalkali hefur dæmt marga kúrdíska uppreisnarmenn til dauða ásamt embættismönnum fyrri stjórnar. Einnig hefur hann látið taka af lífi eiturlyfjasala og aðra glæpamenn og sett fé til höfuðs Iranskeisara fyrrv. I Teheran-útvarjiinu var sagt frá því, að Bani-Sadr forseti hefði beðið iranska saksóknarann að loka frönsku fréttastofunni í Te- heran og reka forstjóra hennar úr landi. Sagt var, að fréttastofan hefði afflutt ummæli Bani-Sadr í viðtali, sem hann átti við franska blaðið Le Monde. Utanríkisráðu- neytið íranska hefur einnig skipað Raquel Welch í það heilaga Los Angeles, 5. júlf. AP. KYNBOMBAN bandaríska. Raquel Welch gekk í það heilaga um helgina. þrátt fyrir yfirlýsingar um að slíkt myndi ekki henda hana oftar. Hinn lukkulegi er 33 ára gamail Fransmaður, Andre Weinfeld. Raquel er 39 ára gömui. Andre var að ganga í það heilaga í fyrsta sinn, en Raquel hins vegar i þriðja sinn. Iljónakornin hittust fyrir tveimur árum í París þegar Raquel vann þar að kvik- mynd ásamt Jean Paul Bel- mondo. Viðstödd brúðkaupið i Los Angeies voru tvö börn kynbombunnar, Damon sem er tvitugur og Tahnee, 18 ára gömul. Þetta gerðist 1976 — Níu þúsund fórust í jarðskjálfta í Nýju Guineu. 1971 — Níutíu fórust í jarð- skjálfta í Chile, 200 slösuðust. 1960 — Patrice Lumumba biður SÞ um vernd gegn íhlutun Belga í Kongó. 1950 — Douglas Mac Arthur hershöfðingi skipaður yfirmaður herliðs SÞ í Kóreu. 1937 — Afganistan, íran, írak og Tyrkland gera griðasáttmála. 1924 — Adolf Hitler tekur aftur við forystu nazistaflokksins. 1905 — Frakkar fallast á ráð- stefnu um Marokkó. 1895 — Delagoa-jámbrautin opnuð og Transvaal fær aðgang að sjó. 1858 — Bretar lýsa yfir friði á Indlandi eftir uppreisn ind- verskra hermanna. 1833 — Samningur Rússa og Tyrkja i Unkiar Skelesi undir- ritaður; Dardanellasundi lokað öllum herskipum nema rússnesk- um. 1792 — Frakkar segja Prússum stríð á hendur. 1709 — Orrustan um Poltava; Ósigur Svía fyrir Rússum. Afmæli — Ferdinand Zeppelin greifi, þýzkur faðir loftskipanna (1838-1905) - John D. Rocke- feller, bandarískur fjármálamað- ur (1835—1937) — Joseph Cham- berlain, brezkur stjórnmálaleið- togi (1836-1914). Andlát — 1822 Percy Bysshe Shelley, skáld, drukknaði á Spezziaflóa — 1939 Havelock Ell- is, læknir & rithöfundur. Innlent 1940 Utanríkisþjónustan stofnuð — 1779 Reglugerð um fréttamanni breska blaðsins The London Daily Express að hverfa úr landi innan 48 stunda. 2000 konur, klæddar svörtum sorgarbúningi, söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur Bani-Sadr forseta sl. laugardag og mótmæltu nýrri reglugerð, sem krefst þess að stjórnarstarfsmenn klæðist hefðbundnum íslömskum fatnaði. Konurnar hættu mótmælunum þegar Bani-Sadr hét þvi að „eng- inn yrði neyddur til þess sem hann vildi ekki“. í dag sagði ríkissaksóknarinn hins vegar, að konur, sem ynnu á vegum stjórnarinnar og ekki mættu til vinnu á þriðjudags- morgni í hefðbundnum klæðnaði og með slæðu fyrir andliti, yrðu reknar umsvifalaust. Páfi í fátækrahverfum Ríó. Páfi hvetur til þjóð- félagslegra umbóta Salvador, 7. júli. AP. JÓHANNES Páll II páfi hvatti leiðtoga ríkja Suður og Mið-Ameríku til að beita sér fyrir þjóðfélags- legum umbótum í ríkjum sínum. Að öðrum kosti muni borgarastríð brjót- ast út í þessum löndum. „Vilji þjóðfélag ekki tor- tímast innanfrá, verður að koma á þjóðfélagslegu réttlæti,“ sagði páfi á fundi með viðskiptajöfrum og menntamönnum í borg- inni Salvador í suðurhluta Brazilíu. Páfi kom til Salvador eftir tæplega 1600 kílómetra langt flug frá Curitiba í norðurhluta lands- ins. Þar hlýddu um hálf milljón manna á messu hans. í Salvador var giskað á að um 200 þúsund manns hafi hlustað á messu páfa. Páfi varð að leita hælis i strætis- vagni þegar hann fór til lítillar kirkju í einu af fátækrahverfum Salvador. Þúsundir íbúa fátækra- hverfisins þustu að páfa þegar hátalarakerfi bilaði og ekki heyrð- ist til hans. Páfi hefur í ferð sinni iðulega brýnt fyrir stjórnvöldum í Braz- ilíu að beita sér fyrir þjóðfélags- legum umbótum og jafnari skipt- ingu auðsins. Hvítir menn flýja Zimbabwe unnvörpum Saltsbury, 7. júlí. AP. HUNDRUÐ hvítra íbúa Zimbabwe stóðu í dag í biðröðum við sendiráð S-Afríku í Salisbury og báðu um innflytjendaleyfi og vegabréfsáritanir til S-Afríku. Orsök þessa mikla fjölda var yfirlýsing Roberts Mugabes, forsæt- isráðherra Zimbabwe á föstudag, að Zimbabwe hefði slitið stjórnmálasam- bandi við S-Afríku. Hvítir íbúar Zimbabwe óttast, að nú þegar svartir menn stjórna landinu verði þrengt að hag þeirra. Mugabe lýsti því yfir á föstudag, að hann hefði krafist lokunar sendiráðsins í Salisbury þar sem það var notað til að fá hvíta ibúa Zimbabwe til að vinna gegn hags- munum Zimbabwe. Fjöldi hvítra, sem vilja yfirgefa Zimbabwe í kjölfar valdatöku svartra íbúa landsins, hefur aukist mjög síð- ustu vikurnar. Einkum hefur fólk- ið sótt í að komast til S-Afríku en einnig hafa hvítir íbúar sótt um vegabréfsáritanir til annarra ríkja. Pik Botha, utanríkisráðherra S-Afríku neitaði því í Jóhannesar- borg í dag, að s-afrísk stjórnvöld hefðu ráðið fyrrum rhódesíska hermenn beinlínis til að vinna gegn Zimbabwe. póstferðir — 1708 Oddur Sigurðs- son skipaður fulltrúi stiftamt- manns á Alþingi — 1892 d. Sigurður fornfræðingur Vigfús- son — 1922 Annað landkjör — 1926 Jón Þorláksson verður for- sætisráðherra — 1938 Fyrsta Grímseyjarflug — 1944 Forseta- úrskurður um fána forseta ís- lands — 1948 „Gullfaxi“ kemur — 1951 Bjarg fellur á langferðabíl í Óshlíð; 2 fórust, 2 slösuðust — 1957 Laugardalsvöllur tekinn í notkun — 1938 f. Ragnar Arnalds. Orð dagslns — Því meiri hjálp sem menn fá í garði sínum, því minna eiga þeir í honum — W.H. Davies, enskt skáld (1871—1940). Suður-Kórea Tveimur japönskum fréttastofum lokað Scoul, AP. TVEIMUR japönskum fréttastof- um í Suður-Kóreu var skipað að hætta starfsemi sinni sl. þriðju- dag, samkvæmt tilkynningu frá menningar- og fræðsluráðuneyti Suður-Kóreu. Talsmaður ráðu- neytisins sagði að fréttastofunum hefði verið lokað vegna þess að þær hefðu skýrt ranglega frá atburðum í Suður-Kóreu. Yfirmenn fréttastofanna sögðu, að tilefni lokananna væri senni- lega fréttabréf þar sem vitnað er í japanskt tímarit sem skýrir frá því að trúarleiðtoginn Kim Dae- Jung hafi verið pyntaður og verið ósjálfbjarga vegna áhrifa deyfi- lyfja við yfirheyrslur. Kim Dae-Jung, sem er í varð- haldi vegna ásakana um að hafa reynt að steypa stjórn Suður- Kóreu af stóli, verður leiddur fyrir herrétt ásamt 36 fylgjendum sín- um áður en langt um líður, að sögn talsmanns herlagastjórnar- innar í Suður-Kóreu. Verða þeir dæmdir samkvæmt lögum um öryggi þjóðarinnar og er dauða- dómur þyngsta refsingin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.