Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 Nokkrar ábendingar til Páima Jónssonar. landbúnaðarráðherra ok annarra. sem kynnu að hafa svipaðar skoóanir. Inngangur Ekki er ofsögum sagt, að stormasamt hafi verið í málefnum landbúnaðarins nú um langt skeið. Allir stjórnmálaflokkar keppast við að bera fram tillögur um lausn landbúnaðarvandamálanna, og sumir þeirra hafa jafnvel margar. Núverandi landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, hefur ásamt liði „útlaga" úr Sjálfstæðisflokkunum tekið þátt í myndun ríkisstjórnar, sem byggð er á málefnasamningi, sem gengur í mörgum megin efnum þvert á stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Nú er að renna upp fyrir mörgu fólki sem hafði trú á núverandi stjórnarsamstarfi, að ríkisstjórninni hefur mistekizt hrapalega, og að uppgjöfin getur tæpast verið langt undan. Skýr- ingin er borðliggjandi. Pálmi Jónsson ber ekki minni ábyrgð en aðrir ráðherrar. Hann hefur ný- verið ritað grein í rit Sambands ungra sjálfstæðismanna, Stefni, þar sem hann gerir grein fyrir aðild nokkurra sjálfstæðismanna að ríkisstjórninni. Þessi grein og viðtal við hann í Helgarpóstinum nýlega verða gerð að umtalsefni og annað, sem eftir honum hefur verið haft svo og ýmsir atburðir, sem gerzt hafa nýverið í landbún- aðarmálum. Greinarhöfundur þessarar greinar telur, að ennþá örli ekkert á neinum lausnum í landbúnaðar- málum og um leið í alvarlegustu vandamálum þjóðarbúsins, og að atburðarrásin verði hröð á næstu misserum. Því er nauðsynlegt að horfast í augu við vandamálin með hispursleysi og með eðlilegri gagnrýni. Hverjar eru rætur vandamálanna, þ.e. offramleiðslunnar? Áður en lengra er haldið, mun hér gerð grein fyrir skoðunum greinarhofundar á rótum vanda- málanna. — Aðalástæða hinna stórkostlegu vandamála um- ræddrar atvinnugreinar byggist á nánast algjörum skorti á gagnrýni inn á við í hópi landbúnaðar- manna og alveg sérstaklega for- ystumanna þeirra. Það hefur mjög lítið borið á eðlilegri umræðu um möguleika landbúnaðarins og tak- markanir hans á íslandi. Þess vegna hefur ekki verið gripið til réttra ráðstafana á réttum tímum, og framleiðsla í hefðbundnum greinum hefur verið keyrð áfram svo og fjárfestingar af miklu kappi. Sú umræða, sem nú er að byrja, átti að hefjast fyrir áratug- um siðan. Sá, sem er sanngjarn og hefur yfirsýn, hlaut að sjá og viðurkenna, að útilokað var að halda milli fjögur og fimm þúsund býlum í fullri atvinnu og stórum hlutum landsins í byggð með kindakjöts- og mjólkurframleiðslu einni saman. Sauðfjár- og naut- gripaafurðir hafa verið milli 80— 90% af heildarverðmætum land- búnaðarins. Þau 10—20% , sem eru annað en sauðfjár- og kúabúskap- ur, eru allar aðrar greinar, og eru þær stundaðar gjarnan á sérhæfð- um búum. Margar þeirra hata verið valdar til „óæðri búgreina" af meirihluta bænda. Það eru fjöldamörg atriði, sem öll bentu í þá átt, að landbúnaðarstefnan hlaut að enda með ósköpum. Hér skulu nokkur tilfærð: 1. Stöðug framleiðsluaukning hefur átt sér stað í íslenzkum landbúnaði eins og annars staðar í heiminum. Afleiðingar þess eru þær, að hlutfallslega stöðugt færra fólk hefur atvinnu sína af framleiðslu landbúnaðarvara al- mennt í þessum heimshluta. 2. Augljóst var fyrir áratugum að koma myndi að því, að íslend- ingar neyttu minna kindakjöts og mjólkur vegna þess, að neyzlan var svo mikil áður. Hjá öllum nágrannaþjóðum er neyzla á þess- um afurðum mun minni en hér. Dr. Jónas Bjarnason: Þrátt fyrir mjög mikla neyzlu- þvingun á þessum afurðum á kostnað annarra, á sér stað sam- dráttur nú. Hefðu aðrar matvæla- framleiðslugreinar notið eðlilegs jafnréttis, væri neyzlan nú á sauðfjár- og mjólkurafurðum sennilega töluvert minni en hún er. 3. Vegna breytinga á þjóðfélags- háttum og minnkunar almennt á líkamlegri áreynslu fólks hlutu óskir um fitulítil matvæli að vaxa, þótt ekki væri það nema af ástæðum holdafars og ekki minnst á hjarta- og kransæðasjúkdóma. 4. Vaxandi ferðalög íslendinga til útlanda hlutu að leiða til vaxandi áhuga neytenda á nýjum kjöttegundum og mjög svo auknu grænmeti og garðávöxtum af ýmsu tagi. Það var því augljóst, að neytendur myndu ekki sætta sig við það til frambúðar, að matseð- illinn yrði ákveðinn með handa- uppréttingum á Búnaðarþingi eða í einhverri deild í Landbúnaðar- ráðuneytinu. 5. Það er öllum ljóst, sem nokkra yfirsýn hafa, að ekki er nokkur grundvöllur fyrir útflutn- ingi landbúnaðarafurða frá ís- landi svo nokkru nemi. Að sjálf- sögðu þarf oft að afsetja fram- leiðslutoppa á hvaða verði sem býðst, en að stefna að útflutningi er fráleitt. Ástæður þess eru þær, að aðrar þjóðir í næsta nágrenni við okkur framleiða mjólk og kjöt almennt hagkvæmar en íslend- ingar vegna meiri landkosta og betri veðráttu. Auk þess er alls staðar offramleiðsla í okkar heimshluta og verridunarráðstaf- anir fyrir eigin framleiðslu. Ný- sjálendingar framleiða fimm sinn- um meira en íslendingar af kjöti og tíu sinnum meiri ull á hvern starfsmann í sauðfjárrækt. Það er því ljóst, að það eru meira en lítið vafasamar „talnaæfingar" að gefa sér, að útflutningur kindakjöts geti orðið hagkvæmur. Til þess að átta sig á þessu þurfa menn ekki að gera lítið úr íslandi heldur bara átta sig á staðreyndum. Alltaf eru til menn, sem eru með endalausar bollaleggingar um einhverja markaðsmöguleika, sem menn hafi ekki fundið. Á sjöunda ára- tugnum fengust oft um 60% af framleiðslukostnaði dilkakjöts í útflutningi en nú eru það nærri 40%. Mjólkurafurðir skila al- mennt mun lægra hlutfalli. Eftir því sem menn tala meira um útflutning, fjarlægist möguleikinn á hagkvæmum viðskiptum. Við erum að vísu sannfærðir um, að íslenzka dilkakjötið sé það bezta í heimi,- en gallinn er bara sá, að ekki eru allir útlendingar því sammála. 6. Stöðugt aukin sérhæfing er að gerast í landbúnaði. Ýmis smáiðja handverk og matvælaiðnaður til heimilisþarfa, sem áður var stunduð á búunum, hefur lagzt af, en sambærilegar vörur og þjón- usta eru aðkeyptar. Lífskjör fara batnandi alls staðar. Allt þetta leiðir til aukinnar tekjuþarfar af þeim framleiðslugreinum, sem stundaðar eru. Margt fleira má tína til. Þegar málið er skoðað í heild, kemur í ljós, að menn gátu séð alla þessa hluti fyrir. í röðum landbúnað- armanna mátti helzt ekki heyrast annað en hvatningarhróp og yfir- boð. Aðrir hafa væntanlega verið taldir úrtölumenn eða beinlínis óvinir bænda. Smám saman hefur málið orðið svo hrikalegt, að flestir „ábyrgðarmenn" hafa talið skynsamlegast að brenna sig ekki á puttunum með því að snerta það. Svona er nú „ábyrgðinni" fyrir komið á íslandi í dag. Talnaæfingar og sjónhverfingar Það er vægast sagt vafasamur leikur hjá Pálma Jónssyni að taka þátt í yfirboðum í landbúnaði við þær aðstæður, sem nú ríkja. Pálmi ber að sjálfsögðu ekki einn ábyrgð á allri offramleiðsluvitleysunni, en það er Ijótur leikur að táldraga nú örvæntingarfulla bændur í hefðbundnum búgreinum. Það er beinlínis skylda ráðamanna að upplýsa alla þá, sem málið varðar um ástandið. — Meira eða minna allar tillögur „framsóknarmanna í öllum flokkum" ganga út á ein- hvers konar talnaleiki eða sjón- hverfingar, sem bera þess merki, að menn horfist ekki í augu við staðreyndir. Yfirleitt er þess kraf- izt, að bændur hafi sambærilegar tekjur við aðra, núverandi byggð haldist og útflutningsbætur verði greiddar til að bændur fái fullt verð fyrir alla framleiðslu sína. Þetta eru ekkert nema ávísanir á skattborgarann með mismunandi tilbrigðum og afneitun á grund- vallarvandamálin. Þetta er eins og krafa um að skipt verði þremur eplum milli fjögurra manna þann- ig, að allir fái eitt. Allt þetta er sett í sjónleikabúning eins og þann, að eitt af markmiðunum sé að tryggja iðnaðinum hráefni þ.e. ull og skinn. Það vita það flestir, sem til iðnaðarins þekkja, að hann hefði nóg hráefni, þótt engin offramleiðsla væri stunduð. Kvótakefið er sennilega óframkvæmanlegt af fjölmörgum ástæðum, auk þess vinnur það gegn nauðsynlegum breytingum í sauðfjárrækt og kúabúskap þ.e. að framleiðsla á erfiðum svæðum minnki eða leggist niður sums staðar. Kvótakerfið er ekkert ann- að en tilraun bændasamtakanna til að skipta munnum landsmanna og skattpeningum á milli sín og til að binda fast það ástand, sem nú er að mati flestra annarra alveg óþolandi. Þegar Pálmi Jónsson gerir það nú að tillögu sinni, að kannað verði, hvort útflutningur á offramleiðslu kindakjöts sé ekki þrátt fyrir allt hagkvæmur, þótt aðeins fáist brot af framleiðslu- kostnaði, er ekki laust við að manni finnist, að margir séu þegar farnir að gefa sér jákvæða niðurstöðu. Þar með er enn verið að tefja fyrir nauðsynlegum að- gerðum. Svona úttekt fer algjör- lega eftir þeim forsendum, sem notaðar verða. Það mætti miklu frekar rannsaka það, hvað tugir milljarða af skattfé almennings árlega hafa haldið lífskjörum al- mennings mikið niðri nú um árabil vegna offramleiðslu vanda- málanna. Eða hvað unnt hefði verið að byggja upp mörg ný störf í iðnaði t.d. eða öðrum búgreinum fyrir alla peningana eða hversu stóran þátt landbúnaðaröngþveit- ið á í þjóðarmeini Islendinga, verðbólgunni. Hvað með slíkar kannanir, Pámi Jónsson? Svona kærkomið tækifæri til að fresta úrlausn vandamálsins verður ör- ugglega notað. Sem dæmi um fundvísi manna á skýringar á vitleysunni má benda á málflutn- ing Hákons Sigurgrímssonar á bændafundi að Borg í Grímsnesi í apríl sl. Taldi Hákon aðalástæð- urnar fyrir offramleiðsluvandan- um vera þær, að ekki hefði fengizt Pálmi Jónsson land búnaðarráðher ra lögfest heimild til að stjórna framleiðslu búvara þrátt fyrir óskir bænda þar að lútandi, svo og verðbólguna. Þessi söngur hefur dunið af vörum ráðamanna und- anfarin ár. Það er eins og þessi alvarlegu mál séu orðin ein alls- herjar múgsefjun. Menn stappa stálinu hver í annan og benda á syndaseli fyrir utan hópinn. Þeir eru fundvísir á flísina í auga bróðurins. Forystumenn bænda og talsmenn þeirra eru yfirleitt mikl- ir áróðursmenn. — Það, sem heyrst hefur úr herbúðum bænda um stjórnun á framleiðslunni hef- ur verið kvótakerfi og kjarnfóður- skattur. I fyrsta lagi mun kvóta- kerfi sennilega óframkvæmanlegt og á kostnað skattborgara eins og áður greinir, en kjarnfóðurskattur er óvirkur í stjórnun sauðfjár- ræktar, og leiðir hann til dýrari mjólkur. Þótt forystumenn bænda segi nú, að kjarnfórðurskattur hækki ekki verð til neytenda, þá eru það reikningskúnstir hags- munasamtaka, sem hafa áratuga reynslu í að gefa sér forsendur. Reikningslega séð getur þetta staðizt miðað við það, að skattfé almennings fari minna í halla- rekstur vegna útflutnings á mjólkurafurðum en meira beint í vasa bænda. Þetta stenzt miðað við áframhald núverandi ríkis- framlaga, en þau eru óviðunandi. Þegar málið er auk þess skoðað frá öðrum sjónarhól, þá leiðir hár kjarnfóðurskattur til minnkandi notkunar hans og um leið til dýrari mjólkur. Ákveðin kjarnfóð- urnotkun er ákaflega hagkvæm á móti heyi, og það er rangt að breyta svo verðhlutföllum á að- föngum, að dýrari framleiðsla verði niðurstaðan. Réttara væri að skattleggja öll aðföng og draga úr framleiðsluaukandi styrkjum. Hugmyndir hagsmunasamtak- anna um stjórnun á landbúnaðar- framleiðslunni hafa fyrst og fremst verið áætlanir um kvóta- skiptingu á skattfé almennings. Sannleikurinn er sá, að engar raunhæfar stjórunartillögur hafa verið settar fram. Verðbólgan ein sér er að vísu framleiðsluhvetj- andi, en hún er framleiðsluletj- andi líka, og það er ekki sann- gjarnt að kenna okkar allsherjar blóraböggul um meira en hann á skilið. Allar reikningskúnstir enda með röngum niðurstöðum, ef menn gefa sér, að 30—40 milljarð- ar af skattfé almennings eigi að fara árlega í landbúnaðaröng- þveitið. Þetta er svo hrikalegt, að fólk er í vandræðum með að skynja stærðargráðu vandamáls- ins. Þetta gera u.þ.b. ein og hálf milljón á hvern íslending eða sjö og hálf milljón krónur á hverja fimm manna fjölskyldu og það fyrir mjólk og kindakjöt eingöngu, afurðir, sem eru að verða stöðugt minni hluti á borðum fólks. Til þessa hefur Pálmi Jónsson ekki boðið upp á neitt nýtt nema meiri hörku og yfirboð, hvað sem seinna kann að verða. Það er mesti misskilningur, að unnt sé að leika skollaleik nema í mjög skamman tíma. Alvarlegra er, að til eru bændur sem halda, að Pálmi sé einn allsherjar bjargvættur, sem bjargi bændum frá „spennutreyju eða hengingaról kvótakerfisins" eins og Þorvarður Júlíusson frá Söndum virðist telja. Vitanlega vilja menn hafa frjálsa útgerð á skattfé almennings. Um málflutning og verk Pálma sérstaklega Sagt er, að allar ríkisstjórnir eigi að fá að lifa sína hveiti- brauðsdaga í friði. Þetta á einnig við um einstaka ráðherra. Nú fer að koma tími til að skoða, hvað menn hafa í pokahorninu. Það, sem eftir Pálma liggur, er þátt- taka í þremur milljörðum til viðbótar af skattfé almennings til útflutningsbóta og nú síðast kjarnfóðurskattur. Vissulega er kjarnfóðurskattur ákveðið stjórn- tæki á mjólkurframleiðslu eins og áður er fjallað um. Öll hugsunin, sem fram kom á blaðamannafundi ráðherrans af tilefni fóðurbætis- skattsins, endurspeglar oftrú á möguleikum miðstýringar á fram- leiðslumálum. Rætt var um heim- ild til að bæta framleiðendum fóðurbætisskattinn að hluta til eftir alla veganna reglum, eftir bústærð, eftir landshlutum, eftir innlögðum afurðum og hver veit hvað. Það er eins og menn haldi, að þeir starfi á ölmususkrifstofu, sem nota má til atkvæðakaupa. Hvar koma almennir neytendur eða skattborgarar inn í þetta dæmi? Það var meira að segja rætt um það, að fóðurbætir til svína og alifugla eigi að hækka um 40—50% til að gefa peninga til að tryggja bændum í hefðbundnum greinum sauðfjár- og kúabúskapar fullt verð fyrir 300 ærgildisafurð- ir! Gífurleg mismunun hefur verið til þessa í framleiðslugreinum landbúnaðarins, og nú á að auka hana með skattlagningu, þ.e. Ilverjir ern hagsmunir þjóðarinnar í landbúnaðarmálum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.