Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Hvert er hlutverk Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins? Nokkrar alþjóðastofnanir eru starfræktar í heiminum, þar sem f jöldi þjóóa starfa saman að lausn alþjóðavandamála. Al- þjóðaKjaldeyrissjMurinn, The International Monetary Fund, er slík stofnun. Ilann hefur aðsetur sitt í Washington, D.C., höfuðborK Bandaríkjanna. ok segja má. að hann Kegni að sumu leyti hlutverki seðlabanka á alþjóðapeninKamarkaði. 140 þjóðir eru aðilar að sjóðnum. Flestar þeirra aðhyllast mark- aðskerfi í efnahaKsmálum, en þó eru kommúnistalönd eins ok Rúmenia, JÚKÓslavía ok Viet- nam einnÍK aðilar. Nýjasta að- ildarland sjóðsins er Rauða-Kína, sem Kekk til liðs við hann fyrir nokkrum vikum. Island hefur verið aðili að Al- þjóðaKjaldeyrissjóðnum frá stofn- un hans. Það deilir skrifstofu og fulltrúum í stjórn sjóðsins með hinum Norðurlöndunum. Dr. Gísli Blöndal, fjárlaga- og hagsýslu- stjóri, er nú varafulltrúi Norður- landa í stjórninni. Hann kom til Washington í nóvember 1978 og gegnir embætti varafulltrúa til tveggja ára. Gísli féllst á fyrir skömmu að skýra frá starfi sjóðs- ins í stórum dráttum. — Hvers vegna var Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn stofnaður? „Hann var stofnaður árið 1945 í því markmiði að skapa festu í alþjóðagjaldeyrisviðskiptum eftir bitra reynslu í efnahagsmálum á áratugnum áður. Mörg lönd höfðu farið mjög illa út úr kreppunni. Þau höfðu hafið kapphlaup um að fella gengið til að komast í góða samkeppnisaðstöðu í utanríkis- viðskiptum. Þetta hafði mikinn óstöðugleika í för með sér og truflandi áhrif á utanríkisvið- skipti. Sjóðurinn var stofnaður til að hamla á móti þessu vegna neikvæðra áhrifa, sem þetta hafði í för með sér á utanríkisviðskipti og hagvöxt." — Ilvernig þjónar hann hlut- verki sínu? „Starfsemi hans beinist fyrst og fremst að aðstoð við lönd, sem lenda í tímabundnum gjaldeyris- erfiðleikum. Hann reynir að koma jafnvægi á gjaldeyrishalla þeirra án þess að grípa þurfi til mjög harðra ráðstafana. Hann gerir það með að lána löndunum fjár- magn.“ — Hvaða fjármagn er það, sem sjóðurinn lánar? „Fjármagnið eru framlög aðild- arlandanna. Upphæð framlaganna er ákveðin með tilliti til þjóðar- framleiðslu landanna og utanrík- isviðskipta þeirra. Stærð framlag- anna ræður einnig áhrifum land- anna innan sjóðsins og hversu há lán þau geta fengið. Sjóðurinn getur einnig tekið lán hjá aðildarlöndum og öðrum og endurlánað. Hann tók t.d. lán í olíukreppunni 1974—75. Saudi- Arabía er nú einn stærsti lánveit- ingaraðilinn til sjóðsins, og á þeim grundvelli á fulltrúi frá Saudí- Arabíu sæti í framkvæmdastjórn- inni nú, en situr tímbundið.“ — Hvernig er Sjóðurinn upp- byggður? „Yfirstjórn hans er í höndum fulltrúa aðildarlandanna, venju- lega fjármálaráðherra eða seðla- bankastjóra viðkomandi landa. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, á sæti í henni fyrir Islands hönd. Sex aðildarlönd skipa nú hvert sinn fulltrúa í framkvæmda- stjórnina, sem situr hér í Wash- ington, en 15 fulltrúar eru kosnir áThinum löndunum, og sameinast viss^hópur landa hver um sinn fulltrúa. Norðurlönd tilnefna t.d. sameiginlega fulltrúa í fram- kvæmdastjórnina. Þau fara eftir þeirri reglu, að hvert land tilnefn- ir fulltrúa og varafulltrúa í tvö ár í senn. Eg er þriðji Islendingurinn, sem hingað kemur fyrir Islands hönd.“ Þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í Viðskiptaráðu- neytinu og Sigurgeir Jónsson, að- stoðarseðlabankastjóri, eru for- verar Gísla í stjórn sjóðsins. „Framkvæmdastjórnin kýs framkvæmdastjóra. Hann er kos- inn til fimm ára. Núverandi fram- kvæmdastjóri er J. de Larosiere úr franska fjármálaráðuneytinu. Hann tók við starfinu 1978. Það er hefð, að framkvæmdastjórinn sé Evrópubúi, en varaframkvæmda- stjóri Bandaríkjamaður. Starfslið sjóðsins er fyrst og fremst skipað hagfræðingum, sem koma hvaðanæva úr heiminum. Þeir fylgjast með þróun efna- hagsmála í aðildarríkjunum, meta aðstæður í sambandi við lánveit- ingar o.þ.h. Það fara sendinefndir til hvers lands reglubundið á eins til tveggja ára fresti, til að meta efnahagsástand landanna og gefa skýrslur um það. Þær fylgjast einnig með því, að þjóðir fylgi samþykktinni, sem gerð var, þegar þær urðu aðilar að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum." — Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið gagnrýndur harðlega undanfarið, og borið upp á hann, að hann hafi áhrif á innanrikis- stefnu í löndum, sem eiga við- skipti við hann. Finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Nei, ég tel þessa gagnrýni á sjóðinn óréttmæta. Að hluta staf- ar hún af nokkuð útbreiddum misskilningi á eðli þess starfs, sem sjóðnum er ætlað að inna af hendi. Stofnskrá hans, sem aðild- arlöndin hafa að sjálfsögðu sam- þykkt sjálviljug, felur í sér ákvæði um meðferð mála, þegar fjármagn er lánað. Eins og ég sagði áðan er markmiðið með lánveitingum að aðstoða lönd til að komast yfir tímabundna erfiðleika í utanríkis- viðskiptum og gjaldeyrismálum án þess að grípa til ráðstafana, sem haft gætu truflandi áhrif á alþjóðaviðskipti og efnahagslegar framfarir í heiminum. Til að tryggja, að lánin verði til þess að efnahagsstefna landanna sé rekin á þessum grundvelli, fylgist sjóð- urinn með þeim efnahagsaðgerð- um, sem viðkomandi lönd ráðast í og leggur á ráðin. Þetta býst ég við að sé það, sem sumir kalla íhlutun í innanríkismál. En þau ráð, sem sjóðurinn gefur, eru í langflestum tilfellum samþykkt af hlutaðeig- andi yfirvöldum, enda grundvölluð á almennum hagfræðilegum rök- semdum. Það er þó vissulega ætíð tilefni til skoðanamismunar innan þessa ramma, enda er hagfræðin engan veginn það, sem kallað er „exact" vísindi. En sá yfirgnæf- andi meiri hluti mála, sem þannig er útkljáður í bróðerni á rökræn- um grundvelli þykir ekki frétta- efni, heldur hefur athyglin beinzt að hinum, sem verr hefur gengið að ná samkomulagi um.“ — Viltu vikja nánar að þeim málum? „Á undanförnum árum hefur það farið í vöxt, að lönd leiti ekki til sjóðsins, fyrr en efnahagsmál þeirra eru komin í óefni, vegna þess að dregið hefur verið úr hömlu að gera viðeigandi efna- hagsaðgerðir til að eyða orsökum jafnvægisleysis, er upp hefur komið, — jafnvægisleysi, sem oft og tíðum leiðir til halla í utanrík- isviðskiptum og gjaldeyriserfið- leika. Venjulega stafar þetta, að mínu viti, af pólitískum veikleika hlutaðeigandi yfirvalda, er leitast í lengstu lög við að halda sér í sessi, og telja beztu leiðina til þess vera að forðast efnahagsaðgerðir, sem féllu kjósendum ekki í geð. Það er í samræmi við hugsunar- hátt af þessu tagi, að lönd hafa tilhneigingu til að forðast lántök- ur hjá sjóðnum, því að þeim fylgja skilyrði. Þau beinast að því, eins og ég vék að áðan, að orsökum hinna tímabundnu greiðsluerfið- leika sé ráðið til lykta með aðgerðum, sem eru i samræmi við hið sameiginlega markmið með starfsemi sjóðsins. Almennt má segja, að því stærri sem lánin eru í hlutfalli við stofnframlög land- anna, þeim mun strangari kröfur eru gerðar af sjóðsins hálfu. Vegna dráttar á viðeigandi að- gerðum í tæka tíða, kemur sjóður- inn oft til skjalanna þá fyrst, er t.d. verulegur og óviðunandi mis- munur er orðinn á kostnaði innan lands í viðkomandi landi og í viðskiptalöndum þess. Eina ráðið, sem er til taks, kann þá að vera gengisfelling — stundum veruleg UTANRÍKISÞJÓNUSTAN 40 ÁRA: Gefurjívikmynda- safni Islands land- kynningarmyndir Starfsmönnum hefur ekki fjölgað í 15 ár UTANRÍKISÞJÓNUSTA íslend- inga er fjörutíu ára um þessar mundir, en hinn 8. júlí 1940 voru gefin út bráðabirgðalög um utan- ríkisþjónustuna erlendis. Stjórn- arráð íslands hafði þó allt frá árinu 1918 unnið að íslenskum utanríkismálum. í tilefni afmælis þessa hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að gefa kvikmyndasafni íslands nokkuð á annan tug land- kynningarkvikmynda, en Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi nýverið. Myndirnar hafa verið notaðar við landkynningu erlendis og þykja ekki lengur þjóna til- gangi sínum, en eru taldar merkar heimildir. Utanríkisráðherra og nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins sögðu frá starfsemi þess á fundinum með fréttamönnum. Sagði Ólafur Jóhannesson, að störfin í ráðuneytinu hefðu ávallt verið unnin í kyrrþey og að tjaldabaki, en þau væru margvís- leg og kæmu inn á flest svið samskipta íslands og einstaklinga við önnur lönd. Sagði hann mikið vera rætt um markaðsmál um þessar mundir, og mætti t.d. í því sambandi fjölga viðskiptafulltrú- um íslands, en þeir eru nú tveir, annar í New York og hinn í París. Varaði ráðherra menn við þvi að búast við skjótum og áþreifan- legum árangri þessara starfa, það tæki oft nokkur ár að koma á nýjum viðskiptasamböndum landa. Hörður Helgason. ráðuneyt- isstjóri sagði, að vegna fámennis þjóðarinnar hefðu störfin í sendi- ráðunum þróast þannig, að fyrir- greiðsla við Islendinga erlendis væri mun meiri en hjá stórþjóðum og væri það ánægjuefni ráðuneyt- isins að geta þannig orðið að liði á sem flestum sviðum. Um staðsetn- ingu sendiráðanna sagði hann, að hagkvæmast væri talið að hafa þau í öllum stærstu viöskiptalönd- um okkar og þar sem um nánasta samvinnu væri að ræða, t.d. Norð- urlönd og Bandarikin. Brýnt að f jölga starfsmönnum Starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins að sendiráðunum meðtöldum eru nú 69 auk 18 erlendra starfs- manna sendiráðanna. Kom fram á fundinum að starfsmannafjöldinn hefði verið svipaður sl. 15 ár og ekki fjölgað þrátt fyrir síaukin verkefni og væri álag því mikið á mörgum starfsmönnum. Hefði oft Frá fundi Ölafs Jó- hannessonar utanrík- isráðherra og starfs- manna utanríkisráðu- neytisins með frétta- mönnum. Starfsmenn ráðunejtisins eru f.v.: Helgi Agústsson, Berglind Ásgeirs- dóttir, Hörður Helga- son, ólafur Jóhannes- son, Agnar Klemens Jónsson, Þorsteinn Ingólfsson og ólafur Egilsson. Ljó«m. Rax. verið óskað eftir leyfi til fjölgunar starfsmanna, en slíkt réðist jafn- an af fjárveitingum og reynt hefði jafnan verið að halda öllum kostn- aði við utanríkisþjónustuna í lág- marki. Brýnt er talið að fjölga starfsmönnum við sendiráðin í Washington og Danmörku svo dæmi séu nefnd og utanríkisráð- herra sagði áhuga fyrir því að opna sendiráð íslands í Kanada. Þá sagði hann að í athugun væri fá að ráða sérfræðing í hermálum að ráðuneytinu. Myndi slík sér- þekking koma að gagni t.d. í sambandi við eftirlitsstörf á Keflavíkurflugvelli, bæði hvað snerti varnarliðið og umferð her- flugvéla, sem stundum færu hér um, en nefna má að nokkuð hafa aukist að undanförnu viðkomur sænskra hervéla á Keflavíkur- flugvelli á leið til og frá Banda- ríkjunum. Deildir utanríkisráðuneytisins eru fjórar: Almenn deild, alþjóða- deild, upplýsingadeild og varnar- máladeild. Auk þess starfar hjá ráðuneytinu prótókollstjóri og sér hann um móttökur erlendra sendi- herra sem búsettir eru eða staddir hérlendis. Á blaðamannafundin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.