Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 40

Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 40
cHazóZ1 Cmmírii) jqóc NYR MATSEDILL C3pið alla daga frá kl. 11-24 fflgmitliIitMfr Síminn á ritstjórn og skrifstotu: 10100 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 Allgóð spretta og sláttur víða hafinn SLÁTTUR er nú víðast hvar hafinn í nokkrum ma'li í flestum lands- hlutum. en bændur eru mislangt komnir ok sumir vart byrjaðir enn. t samtölum Mbl. við bændur í jjær kom fram að vorið oj? sumarið er nú ólíkt betra en í fyrra og sejíja þeir það eins ólíkt og svart og hvítt. Gísli Magnússon í Eyhildarholti í Skagafirði sagði þannig að ekki væri sambærilegt hversu miklu bet- ur en í fyrra sumarið legðist nú i bændur. Sagði hann bændur í Skagafirði flesta vera byrjaða slátt og sumir væru komnir vel á veg. Sagði hann tíð hafa verið góða að undanförnu, sprettan væri góð og heyskap hafa miðað vel áfram. Guðlaugur Þórhallsson á Ormsstöð- um í Eiðaþinghá sagði bændur á Héraði rétt að byrja slátt. Spretta væri orðin góð, en sakir þoku og rigninga öðru hverju síðustu daga hefðu margir bændur ekki hafið slátt enn og þeir sem voru byrjaðir hafa litlu náð inn ennþá. Bændur væru þó lengra komnir innarlega á Fljótsdalshéraði. Kona beið bana á Hafnarfjarðarvegi ÞRJÁTÍU og sjö ára gömul kona, Hólmfríður Hákonardóttir til heimilis að Neðstutröð 6 i Kópa- vogi, beið bana í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi skammt sunn- an við Digranesbrú á laugardags- kvöld. Hólmfríður lætur eftir sig eiginmann og sex börn á aidrin- um 11 til 20 ára. Önnur kona slasaðist alvarlega í þessu um- ferðarslysi, og liggur hún nú á gjörgæsludeild Borgarspitalans. Hlaut hún meðal annars slæm beinbrot, en var í gær talin úr lífshættu. Tildrög slyssins voru þau að konurnar voru tvær saman á gangi og höfðu, að því er talið er, staðið nokkra stund við vegarbrúnina og beðið þess að komast yfir götuna. Stöðvaði bíll á hægri akrein, sem var á suðurleið til að hleypa konunum yfir. Önnur bifreið kom þá að í þeim svifum á vinstri akrein og ók á konurnar. Er talið að Hólmfríður hafi látist sam- stundis. Engin gangbraut er þar sem slysið varð. Rannsóknardeild lögreglunnar í Kópavogi vinnur að rannsókn málsins og biður hún sjónarvotta að slysinu að hafa samband við sig. Sérstaklega óskar lögreglan eftir að ná tali af ökumanni á gömlum Volvobíl af tegund, sem oft er nefnd „kryppa", sem talið er að hafi ekið á eftir bílnum, er ók á konurnar. Frá heyskap við Lagarfljót. en innarlega á Fljótsdalshéraði eru bændur komnir vel á veg með heyskapinn. Ljósm. Snorri Snorrason. BSRB mun væntanlega leggja fram gagntilboð í dag: Kaupkrafan á ellefu lægstu flokkana lækkuð úr 39% í 20% SAMNINGANEFND Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fjall- aði í gær um tillögur sjö manna nefndar, sem kjörin var til þess að búa til nýtt gagntilboð til fjármálaráðherra i yfirstandandi kjaradeilu. Umfjöllun um tilboð- ið var ekki lokið og hefur samn- inganefndin verið kvödd saman í dag klukkan 13 til þess að ljúka henni, en klukkan 16 er boðaður Ungur maöur fórst er svifdreki brotnaði UNGUR Vestmannaeyingur, Rúnar Bjarnason beið bana við svifdrekaflug si. laugardag. Tildrög slyssins voru þau, að verið var að draga dreka Rúnars á loft með bíl, þegar hann skyndi- lega brotnaði í um 30 metra hæð og féll til jarðar. Rúnar mun hafa látizt samstundis. Rúnar var mjög vanur svif- drekamaður og hafði farið fleiri ferðir þennan sama dag. Þetta er fyrsta dauðaslys sem verður vegna svifdrekaflugs hér á landi. nýr sáttafundur. Ljóst er að kröfur bandalagsins um launa- hækkanir verða nú ekki eins háar, þar sem samninganefndin mun hafa ákveðið að lækka þær úr 18 til 39% í 9 til 20%. Hærri hlutfallstölurnar eiga við um iægstu launin, en hinar lægri um hæstu launin. Kristján Thorlacius, formaður BSRB sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að meginstefnan í þessum nýju kröfum væri hin sama og í upphaflegum kröfum. Um þessa launamálakröfu hafi ekki verið ágreiningur á fundinum í gær, en ýmsar aðrar tillögur hafi ekki verið afgreiddar endanlega og yrði það gert á fundinum í dag. Hann kvaðst vonast til þess að bandalaginu tækist að leggja fram gagntilboð á sáttafundinum í dag. Samkvæmt nýju kröfunum er gert ráð fyrir að lágmarkslaun félaga innan BSRB hækki um 20% og nái þessi hækkun upp í 11. flokk, sem nú ber launin 379.483 í neðsta þrepi en 426.706 í því efsta. Þessi hlutfallshækkun smálækkar svo, þar til komið er í efsta launaflokkinn, en þar er hækkun- arkrafan 9%. Hlutfall milli efsta og lægsta flokks var í upphafleg- um kröfum 2,25, en er nú eftir þessa breytingu 2,37. Verðbótakrafa BSRB breytist ekki, þar sem bandalagið gerir áfram kröfu til þess að vísitala framfærslukostnaðar mæli launin og að þau taki sömu hlutfalls- hækkunum og sú vísitala. Önnur atriði í gagntilboði BSRB voru ekki útrædd á fundinum í gær, og var honum því frestað þar til í dag. Liggja þar fyrir breytingatil- lögur, sem enn er eftir að taka afstöðu til. Deilumál flugmanna og Flugleiða leyst SAMNINGAR tókust með flug- mönnum Flugleiða og félagsins í deilumáli þeirra um atvinnu- tækifæri hjá félaginu um helg- ina. Aðalatriði samningsins að mati flugmanna er, að flug- Bankamenn fá yfir 40% hærri dag- peninga en opinberir starfsmenn „JÚ. ÞAÐ er rétt að dagpenint;ar ok hílapenin«ar hankastarfsmanna eru í öllum tilvikum heldur hærri en við gerum ráð fyrir í Ferða- kostnaðarnefnd." sagði Bolli Bolla- son formaður nefndarinnar. en dagpeningar hankamanna á inn- anlandsferðum t.d.. munu vera um 12% hærri en dagpeningar til opin- berra starfsmanna. „Þessi mismunur," sagði Bolli, „er fyrst og fremst vegna þess að útreikningar bankastarfsmanna eru miðaðir við dýrari bíla og glæsilegri hótel. Við miðum við meðaltal af rekstri 10 bifreiðategunda, en þeir miða við þrjár eða fjórar tegundir dýrari bíla og í útreikningi dagpen- inga miðum við dæmið við hótel víða um land, en þeir miða aðallega við hótelkostnað á dýrari hótelum í Reykjavík." Þar sem opinberir starfsmcnn fá 149 kr. fyrir ekinn km á bíl fá bankastarfsmenn 168 kr. og þar sem dagpeningar opinberra starfsmanna innanlands voru 17.500 kr. höfðu bankastarfsmenn 25.000 kr. eða 42,7% meira. Ferðakostnaðarnefnd ákvað í vik- unni upphæð dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfs- manna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins og er þar um að ræða 20.200 kr. til kaupa á gistingu og fæði í einn sólarhring, 8.600 kr. til kaupa á gistingu í einn sólarhring, 11.600 kr. til kaupa á fæði hvern heilan dag, minnst 10 klst. ferðalag og 5.800 kr. til kaupa á fæði í hálfan dag minnst 6 klst. ferðalag. Þá sagði Bolli að sér væri kunnugt um að þótt margir aðilar bæði í opinberri þjónustu og einkarekstri miðuðu við tölur ferðakostnaðar- nefndar þá væru einnig frávik frá því og t.d. bætti Landsvirkjun álagi á tölu ferðakostnaðarnefndar. Morgunblaðið hafði samband við Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og spurði hvaða fyrirkomulag gilti í þessum efnum hjá ráðherrum og öðrum forsvarsmönnum. Höskuldur sagði að almenna reglan væri sú að miðað væri við ákveðna upphæð samkvæmt útreikningum ferðakostnaðarnefnd- ar þar sem dagpeningar bæði innan lands og utan ættu að duga fyrir hóteli, ferðum, til og frá flugvelli og fæði, en í þeim tilvikum þar sem ráðherrar væru á ferðinni væri um að ræða hina ákveðnu dagpeninga og auk þess greiðslu hótelkostnaðar og í þeim tilvikum að t.d. ráðuneytis- stjórar þyrftu að vera á dýrari hótelum vegna embættisstarfa þá fengju þeir % af dagpeningum greidda og að auki gistingu og morgunverð. menn hjá Flugleiðum munu eftirleiðis sitja fyrir með vinnu hjá Air Bahama. dótturfyrir- tæki Flugleiða, ef til frekari samdráttar kemur hjá Flug- leiðum og verður þá erlendum flugmönnum Air Bahama sagt upp störfum. Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, vildi ekki tjá sig um málið í gær, þegar ekki var búið að bera samninginn undir félagsfund flugmanna. Hann sagði hins vegar augljóst, að ef samningarnir yrðu sam- þykktir hjá flugmönnum yrðu þegar teknar upp samningavið- ræður við flugmenn um kjara- samning þeirra og sameigin- legan starfsaldurslista, en kjarasamningar þeirra hafa verið lausir um alllangt skeið. Talið var líklegt að samning- urinn yrði samþykktur á félags- fundum í Félagi íslenzkra at- vinnuflugmanna og félagi Loft- leiðaflugmanna sem stóðu yfir þegar blaðið fór í prentun og verður þá boðuðu verkfalli flug- manna á laugardag aflýst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.