Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.07.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980 Náttúruverndarmenn vorift 79. Búast má við átökum 1. júní 1980 Náttúrufegurð er víða mikil í Noregi, einkum í Vestur-Noregi og norðan Þrændalaga. Þeir ferðamenn, sem aðeins koma við í Bergen eða á Fornebuflugvelli, fara því mikils á mis og fá enga heildarmynd af landinu. Mikill meiri hluti Norðmanna ann náttúrufegurð, og fagrir staðir eru nú friðaðir fyrir vegalagningu, virkjunum eða annarri mannvirkjagerð. Þjóð- görðum landsins hefir fjölgað og þeir verið stækkaðir. Síðustu árin hefur komið til harðra deilna varðandi ýmsar virkjunarframkvæmdir, og áframhald mun á þeim. Vegna skorts á raforku einkum í Norður-Noregi, er nauðsyn að virkja fleiri fallvötn, en um leið fara gróðursæl fjalllendi undir vatn. Ennfremur mun fiskigengd minnka og í sumum tilvikum breytist veðurlag í heilum hér- uðum. Vorið 1979 var ætlunin að hefja virkjunarframkvæmdir við Altaána norður á Finnmörku. Þarna er náttúrufegurð mikil, en á hinn bóginn er Finnmörk það fylki Noregs sem hefir tiltölu- lega minnsta raforku. Ekki varð þó af öðrum framkvæmdum þarna en vegarlagningu, þar eð náttúruverndarmenn fjöl- menntu á staðinn og hindruðu framkvæmdir. Málið hefir nú, í þriðja sinn, komið fyrir norska þingið, og er meirihluti þingmanna samþykk- ur því að Altaáin verði virkjuð. Má nú búast við hörðum átökum, þar eð náttúruverndarmenn hafa lýst yfir að þeir muni fjölmenna á staðinn, fjölmenn- ari og betur útbúnir en í fyrra. Hafa þeir á að skipa 400 manna liði, sem mun hlekkja sig saman, með stálkeðjum. Ennfremur telja þeir sig hafa nokkur þús- und stuðningsmenn, sem koma muni til staðarins, meðal annars í þirilvængjum. Af vélknúnum tækjum hafa þeir einnig jeppa og sérsmíðað furðutæki, sem nokkur leynd hvílir yfir. Tæki þetta mun notað til að hindra framkvæmdir, og er talið að hér sé um að ræða einhverskonar beltavél, sem þó geti gengið á fjórum „fótum". Af farartækjum, sem tilheyra gamla tímanum, má nefna hesta og hreindýr, auk smábáta. Cappelen, dómsmálaráðherra, er lítið hrifinn af yfirlýsingum náttúruverndarmanna. Hann hefir tekið fram að hvorki stjórn landsins né þing muni láta beygja sig fyrir aðgerðum, sem miða að því að hindra samþykkt lög. Þótt náttúrufegurð sé þarna mikil, þá er ekki hægt að láta undan mótmælaaðgerðum, því slíkt gæti orðið hvatning til fleiri minnihlutahópa, um að hefja svipaðar aðgerðir siðar meir. Hvort lögregla eða herlið verður látið fjarlægja náttúru- verndarmenn, liggur ekki ljóst fyrir, en búast má við átökum, einkum þegar líður fram í júlí- mánuð og sumarfrí hefjast. Cappelen er af mörgum talinn harður í horn að taka, og er fullvíst að hann hefir harðari afstöðu til þessara mála en Inger Luise Valle, sem var dómsmála- ráðherra í fyrra. EG Dagrún Kristjánsdóttir: Sagan um dúnf jaðrirnar Fáir munu opinberlega vilja kannast við skyldleika sinn við Gróu á Leiti, þó sögufræg sé hún í orðsins fyllstu og dýpstu merk- ingu. Það bæri líka vitni um fegurra og betra mannlíf, ef hægt væri að staðhæfa að hún ætti enga „nákomna ættingja" lengur á Is- landi — og að enginn vildi taka hana sér til fyrirmyndar. En hver er svo bláeygður, að hann sjái aðeins himinblámann í augum allra annarra? Sá er vandfundinn því miður, það mundi breyta miklu í samskiptum manna á milli, ef þeir leituðust við að sjá og heyra það bezta í fari fólks, en reyndu ekki alltof oft að finna það sem síður skyldi — og það sem enn verra er; — sé það ekki nógu slæmt sem hægt er að segja satt um náungann, þá eru umsvifa- laust fundin upp ósannindi og þau borin dyggilega á borð fyrir hvern sem heyra vill og þeir eru líka alltof margir sem teygja eyrun eftir því sem „Gróa á Leiti" lepur manna á milli. Sagt er að ekki sé betri sú músin sem læðist, en hin sem stekkur. Satt er það og á undirritaður, tiltölulega „ferska" minningu um eina „Mús“ úr þeim — að mínum dómi, viðsjála flokki músa, sem læðast, en geta verið hin verstu skaðræðiskvikindi, ef of nærri þeim er komið. Þetta mús- artetur sýndist vera mesta mein- leysisgrey álengdar, en þegar nær kom, þá bæði beit hún og klóraði, en reyndi samt áfram að líta út eins og heimsins mesti sakleysingi sem verið væri að krossfesta. Já, þetta var sagan um litlu fallegu, saklausu músina, sem læðist og heldur að hún sé fyrir- mynd að öllu góðu og fullkomnu og hægri hönd almættisins hér á jörð. Það hlýtur að vera dásamleg- ur eiginleiki að geta leikið svo tveim skjöldum, að þeir „útvöldu" sjái aldrei annað en „engilinn", en þeir óvöldu fái aðeins að kenna á klónum. Rík virðast ættartengslin milli Gróu á Leiti og þeirra sem setja upp einhverja grímu, gæða og ^akleysis, en glefsa svo eins og vargar, þegar þeir telja sér það óhætt án þess að upp um þá komist, og skjóta sér svo snarlega undir sauðargæruna aftur og dilla svo áfram sínum dindli með heið- ríkju í svip, þó að þeim ætti að vera það vel ljóst að það er alvarlegt mál að sverta náungann að ósekju og að illmælgi og rógur er bezt til þess fallinn að eyði- leggja líf annara, og hver vill bera ábyrgð á því? Er ekki nægilegt það sem hver og einn á? Vilja þeir, er binda öðrum drápsklyfjar af rógi og illgirni, eyðileggja lífsafkomumöguleika þeirra og eitra líf þeirra á allan hátt — vilja þeir er þetta hafa á samvizkunni — taka við byrðinni og bera hana árum saman? Nei, það mun engum detta í hug, sem er svo illa innrættur að samvizkan er lögnu farin, sannleiksástin, réttlætið, samkenndin með öðrum, — ailt er þetta fokið og hvað er þá eftir? Smátt mun það vera, sem setjandi er á vogarskálina á móti öllu þessu — en þyrfti að vera heilt fjall af góðverkum og góðum hugsunum og orðum — ef ætti að vera hægt að hnika upp skálinni agnarögn — sem á eru öll ósann- indi, rógurinn og slúðrið sem eyðilagt hafa líf mannveru sem sennilega er hvorki betri né verri en allur fjöldinn. Hatur er skelfilegt og illt fyrir þá sem fyrir því verða, en þó margfallt verra fyrir þann sem hatar. Hann bindur það illa við sig svo að það nær langt út fyrir gröf og dauða. Sá sem hatar aðra losnar aldrei fyrr en hann hefur lært að elska og fyrirgefa. Dauð- inn breytir engu þar um. Sá sem ber illan hug til annarra, er bundinn jörðini þangað til hann breytir viðhorfi sínu. Það hlýtur að búa annaðhvort, meðvitað eða ómeðvitað hatur í brjósti þess manns, sem getur framið þann glæp, að stuðla að ófarnaði ann- arra og ef einhver er brjóstum- kennanlegur, þá er það sá sem skapar sér þau hræðilegu örlög að verða að ganga í gegnum sömu þrautirnar og hann hefur áskapað öðrum, ,af illvilja sínum. Einnig verður það ekki létt verk að bæta fyrir allt það illa sem hlýzt af söguburði og ósannindum, um aðra og langar mig að rifja upp lauslega, ágæta dæmisögu, því til stuðnings: Kona nokkur hafði yndi af því að tala illa um náunga sína og breiða út óhróðurssögur um þá, flestar ósannar. Tókst henni svo vel upp (eins og reyndar flestum sem þessa iðju stunda,) að flestir trúðu henni og upp spratt sund- urlyndi sem varð orsök vinslita, hjónaskilnaðar og margskonar ill- inda. Loks þegar svo hafði gengið langa hríð, þá fór konan að iðrast gjörða sinna og fór að skrifta fyrir presti sínum og leita ráða um hvernig hún gæti bætt fyrir þess- ar illu gjörðir. Prestur bað konuna að fara og sækja dúnsæng sína og gerði hún það. Þá bað prestur hana að fylgja sér upp í kirkju- turninn, — þegar þangað kom, tók prestur hníf og skar stórt gat á sængina og bað konuna að dusta allt úr sængini út um gluggann. 37 Bókasafn Kópavogs: Engar van- skilasektir i juli „í des. 1978 var gerð tilraun með sektaaflausn í Bókasafni Kópa- vogs í tilefni af 25 ára afmæli safnsins, og gafst hún vel. Nú, í tilefni af aldarfjórðungs- afmæli Kópavogskaupstaðar um þessar mundir, verður gerð*önnur slík tilraun: verða engar vanskila- sektir í júlímánuði, og er fólk hvatt til að nota þetta tækifæri til að skila öllum bókum, sem gleymst hefur að skila. Nokkur brögð eru að því, að fólk skili ekki bókum safnsins á til- skildum tíma, og veldur það starfsfólki og öðrum safnnotend- um ómældum óþægindum. Með því að veita sektaaflausn í einn mánuð vonast starfsfólk safnsins til að endurheimta allar þær bækur, sem fólk hefur gleymt að skila og e.t.v. ekki þorað að skila af ótta við háar sektir. Vanskilasektir í bókasöfnum eru ætlaðar sem hvatning til að skila á réttum tíma, en ekki sem tekjulind. I Bókasafni Kópavogs nemur sektargjaldið 5 kr. á hverja bók fyrir hvern dag umfram 30 daga lánsfrestinn, en að sjálfsögðu er hámark sett, svo enginn þarf að óttast að verða rúinn inn að skinni. Kópavogsbúar yngri en 16 ára og eldri en 67 ára fá bækur að láni í Bókasafni Kópavogs endur- gjaldslaust. aðrir greiða kr. 500 fyrir ársskírteini. Aðeins þrjár einfaldar megin- reglur gilda um notkun safnsins: 1. Farið vel með bækur. 2. Hver lánþegi fær fjórar bækur í senn. 3. Skilið innan 30 daga. Þjónusta safnsins er öllum opin. Með því að nota safnið og hlýta reglum þess sýnir fólk í verki að það kann að meta þessa þjónustu." (Fréttatilk.) Hún gerði það og flugu fjaðrirnar víða vegu, því hvasst var. Þá mælti prestur: „Dóttir mín, farðu nú og safnaðu saman öllum fjöðr- unum, í þessa sæng á ný og þegar þú hefur lokið því, þá hefur þú bætt fyrir misgjörðir þínar.“ „En herra, það er með öllu ógerlegt" kveinaði konan. „Það er álíka ógjörningur að taka til baka öll þau illu orð, og ósönnu, sem þú hefur talað á bak náunga þinna í annara eyru“, mælti presturinn dapur. Er hægt að skýra athæfi „Gróu“ öllu betur, svo að skiljanlegt sé, hve óendanlega illur verknaður hennar er og hve óbætanlegur hann er, bæði þeim er fyrir verður og þeim sem fremur hann? Fjaðr- irnar fuku víða vegu og ógerlegt að safna þeim öllum aftur í eina sæng, eins er með rógburð og illt umtal, enginn möguleiki er á því að taka til baka neitt af því og nógu margir eru fúsir til að bera áfram og skila til næsta manns, illu umtali um náungann, og áður en varir er æra og framtíð þessa einstaklings eyðilögð. Hver ber ábyrgðina á því? Vitanlega sá, er kom sögurbuðinum af stað, en hinir eiga líka stóran hluta, sem tilbúnir eru að trúa og að bera illmælgina til næsta manns. Það er góð regla að trúa aldrei illu um náungann, fyrr en eigin reynsla hefur sannfært mann. Það virðist yfirleitt ekki vera neinn skortur á erfiðleikum hjá fólki og því ástæðulaust að bæta við þá með því sem tilbúið er og á ekki við rök að styðjast. Mennirnir hrósa sér af gáfum sínum og þykjast öllum skepnum æðri, vegna þess, en hvers virði eru gáfurnar ef kærleikann og samúðina vantar með öllu sem lifir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.