Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980
MfO
MOBöJK/
KAFf/NU
§ ÍSíÚ
Ásí er...
... að vera henni
styrkur á örlajía-
stund.
TM Reg U S Pat Ott aH rtghts reaerved
• 1978 Los Angetes Times Syndicate
COSPER
Útivist á Hornströndum
í Hlnðuvík. Krækliniíavcisla undirbúin. Ljósxn.: Emil t»ór.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hér kemur eitt aí þessum
skemmtileKU spilum. þar sem
eina vunin viróist vera að búa til
sla«i á óeðlileKan hátt — eða með
sérstökum klókindum.
Gjafari austur, allir á hættu.
Nnrður
S. K
II. D983
T. 6532
L. 7542
Suður
S. A542
H. Á54
T. ÁK8
L. ÁK8
Suður er sagnhafi í 3 gröndum
en austur og vestur hafa alltaf
sagt pass. Vestur spilar út spaða-
sexi og hvernig ætlar þú að fá 9
slagi?
Ur því, að bara 7 slagir sjást
beint þarf að búa til tvo. Ekki
þýðir að reyna láglitina vegna
innkomuleysis blinds og hjarta-
kóngur ásamt tveim smáspilum í
vestur dugir ekki heldur því hon-
um dugir að láta lágt þegar spilað
er að drottningunni.
En samt er möguleikinn í
hjartalitnum. Eftir fyrsta slaginn
má spila hjartaáttu eða níu frá
blindum í von um, að spil vesturs
og austurs séu þessu lík.
Vestur Austur
S. G9763 S. D108
H. G1076 H. K2
T. D9 T. G1074
L. G6 L. D1093
Væntanléga lætur austur lágt
en þá er hleypt og vestur fær
slaginn. Eflaust spilar hann aftur
spaða, sem er tekinn og þegar
hjartakóngurinn kemur í ásinn
verður auðvelt að nýta svíningar-
aðstöðuna, sem búið er að búa til í
hjartanu.
Sama verður þó austur láti
kónginn þegar hjartaáttunni er
spilað frá blindum. Þá fær vestur
að eiga næsta slag á hjartatíu eða
gosa og svíningarstaðan þar með
aftur fyrir hendi. Og úr því legan
er þessi verða 9 slagir staðreynd.
UM næstu helgi fer Útivist sína
árlegu Hornstrandaferð. lagt
verður af stað á fimmtudags-
kvöld og eða föstudagsmorgun og
flogið til ísafjarðar. Þaðan verð-
ur svo farið með Fagranesinu til
Hornstranda.
Gist verður í tjöldum og verður
aðalbækistöðin í Hornvík. Þaðan
liggja svo leiðir til allra átta: Á
Hornbjarg, Hælavíkurbjarg,
Rekavík, Hlöðuvík, Kjaransvík,
Hælavík, Látravík og Langakamb,
svo að nokkuð sé nefnt.
Siglt verður inn fyrir Hornbjarg
þegar farið verður til baka.
Bjarni Einarsson
og „Daglegt már
Heiðraði Velvakandi.
Ég sit mig aldrei úr færi að
hlusta á Daglegt mál Bjarna
Einarssonar lektors. Það er með
eindæmum hvað hann er bein-
skeyttur og laus við alla mælgi,
enda hentar hún ekki þessum
fimmmínútna þáttum þótt fyrir-
rennarar hans hafi stundum
syndgað upp á náðina að þessu
leyti. Dæmi hans um vandbeygð
orð, svo sem faðir, bróðir, móðir
og dóttir, .eru skýr og festast í
minni. Þá verða ambögur í þýðing-
um eftirminnilegar til varnaðar,
ekki síst hráar þýðingar á erlend-
um orðtökum. Bjarni umyrðir
ruglingslegar langlokur, lítt skilj-
anlegar, á tæra íslensku — venju-
lega með miklu færri orðum — svo
hugsunin verður hverju barni
ótvíræð.
Af sjálfu sér leiðir að gagnrýni
Bjarna Einarssonar bcinist fyrst
og fremst gegn fjölmiðlum enda
áhrif þeirra geipileg um fram-
vindu íslensks máls. Segja mætti
mér að allir kennarar, frá fyrstu
bekkjum barnaskóla til loka há-
skólanáms, kæmust þar ekki í
hálfkvisti.
Anna Bjarnason, blaðamaður,
tekur upp hanskann fyrir starfs-
bræður sína, þykir handrita- og
prófarkalesarar komast ómaklega
óséðir fyrir horn. Ég býst við að
Bjarna Einarsyni fari líkt og mér
að gera lítinn greinarmun á þess-
um hópum, telji þá blaðamenn
þótt heiti þeirra kunni að skipta
máli á launalistum. Höfundur er
ekki mergurinn málsins heldur
texti. Annars hef ég fyrir satt að
vandaðir blaðamenn renni augum
yfir prófarkir greina sinna.
Ég vil eindregið hvetja alla
fjölmiðlamenn til að hlusta á
þætti Bjarna Einarssonar. Þeir
eru öllum lærdómsríkir og rætn-
islausir með öllu.
J.Á.G.
• Góð útvarps-
dagskrá
„Ágæti Velvakandi.
Mig langar til eða réttara
sagt okkur hjónin að koma smá
orðsendingu til útvarpsins okkar í
Reykjavík. Kvöldlestur úr bók
Birgis Kjarans hefur glatt okkur
mikið þessi þrjú skipti sem hann
hefur verið. Áuðnu stundir eru
virkilega falleg bók og skemmti-
leg. Það fer einkar vel á því að
hafa slíkan lestur á þessum tíma
árs.
Við fjörubál I Ilornvik.
in.t.