Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLI 1980 29 Árni ísaksson Nýjasta tækni i laxamerkinKum byKKÍst á því að skjóta svokolluð- um örmerkjum inn i snjáldur seiðanna. Seiðunum er síðan rennt í Kegnum tæki sem sokuI- maKnar merkið ok Kerir möKU- leKt að ná þvi aftur _við endur- komu laxins. (Ljósm. Á.ís.) ir til undaneldis og framleiðslu á seiðum sem nota á í áframhald- andi sleppingar. Þetta er raun- verulega grundvallarforsenda far- sæls árangurs í hafbeit, og sú þróun getur tekið nokkrar kyns- lóðir laxa. Álitlegar leiðir Skal nú vikið að því sem álitleg- ast væri að gera í laxeldismálum, bæði hvað varðar sjóeldi og haf- beit. Sjóeldi Ef sjóeldi á að þróast á íslandi virðast eftirtaldar leiðir vera fær- ar: 1. Dæling á sjó í strandkvíar. 2. Dæling á tempruðum borholu- sjó í strandkvíar. 3. Dæling á sjó fyrsta árið, en flotkvíaeldi seinna árið. Leggja ber áherzlu á að styrkja aðila í að koma atvinnurekstri í gang, þar sem aðstæður eru beztar til þessara hluta, sem síðan varði veginn fyrir framtíðina. Ný skýrsla Amnesty International Enn sæta rúmenskir andófsmenn ofsóknum Álitlegasti staðurinn fyrir sjó- dælingu í strandkvíar er án efa Vestmannaeyjar, þar sem sjávar- hiti fer sjaldan niður fyrir 5°C. Þar er einnig auðvelt að fá ferskan fiskúrgang til fóðrunar ásamt loðnu árið um kring. I þessum flokki mætti einnig hafa einn stað þar sem gerðar væru tilraunir til að hita upp sjó með jarðhita, og koma Reykhólar og Reykjanes við Djúp þar til greina. Dæling á tempruðum sjó hefur þegar hafizt að Húsatóftum og væri eðlilegast að styðja við þá starfsemi, unz hún hefur náð fótfestu. Leggja ber áherzlu á, að aðstaðan sé fullnýtt, hvað snertir vatnsmagn, og nái hagkvæmri stærð. Forsendur þess að ala fisk fyrst á landi en síðar í flotbúrum eru þær, að lax undir 1 kg að þyngd, krefst verulega minni dælingar en stærri lax. Einnig er álitið að lax á öðru ári vaxi betur við lágt hitastig og þoli undirkælingu hugsanlega betur. Þar við bætist að lax sem dræpist vegna undir- kælingar á þessu stigi væri sölu- hæf markaðsvara. Álitlegir staðir fyrir tilraunir á þessu sviði eru Sveinseyri í Tálknafirði, yzti hluti Reykjaness og hugsanlega Vest- mannaeyjar, en þar virðist vera sæmilegt lægi fyrir flotkvíar í svokallaðri Klettsvík. Mengun er þó takmarkandi þáttur á meðan ekki hefur verið lokið við skolp- veitu út fyrir Eiðið. Eins og áður var bent á, er rétt að styrkja framgang fárra fyrir- tækja unz þau verða bjargálna, stuðla að því að þau nái hag- kvæmri stærð en forðast að hér rísi fjöldamörg fiskeldisfyrirtæki, sem hvert um sig berst í bökkum. Stofn- og rekstrarkostnaður er allur mun hærri hér heldur en í Noregi, og flutningur á neytenda- piarkaði í Evrópu er mun dýrari. Miðað við núverandi verðlag álaxi er líklegt að sjóeldi sem byggist á dælingu mundi borga sig, ekki sízt ef verðlagi á rafmagni væri í hóf stillt. En hinsvegar yrði slíkt eldi mjög viðkvæmt fyrir miklu verð- falli á laxi. Hafbeit í hafbeit er ákjósanlegasti val- kosturinn að framkvæma hana beint úr eldisstöð. Frárennsli eld- isstöðva er verulega mengað af lífrænum efnum og býr yfir sterkri laxalykt, sem álitið er að styrki ratvísi laxins verulega. Því miður eru aðstæður fyrir slíkar stöðvar við sjávarsíðuna mjög óvíða og mun því í flestum tilfellum vera nauðsynlegt að hafa sleppi- og móttökumannvirki aðskilin frá móðurstöðinni, að því tilskildu að ekki sé um mjög langan veg að fara. I sjálfu sér væri næstbezti valkosturinn sá að stöðin væri tvískipt. Þannig yrði allt innan- húss-eldi framkvæmt í þeim hluta eldisstöðvarinnar sem væri í ná- grenni við jarðvarma. Hinsvegar væru allar útitjarnir stöðvarinnar staðsettar á sleppistaðnum og notazt við kalt lindarvatn í þær. Seiðin yrðu þannig flutt í sleppi- stöðina um leið og þau næðu göngustærð, sem gæti verið allt að 10 mánuðum fyrir sleppirtgu. Þetta fyrirkomulag mundi styrkja ratvísi laxins fyrir tilstilli frár- ennslis úr eldistjörnunum og jafn- framt koma í veg fyrir hnjask gönguseiðanna þegar þau verða viðkvæm á vorin. í þriðja lagi má hugsa sér sleppiaðstöðu þar sem seiðin eru aðlöguð að sleppistaðnum í 1—2 mánuði fyrir sleppingu. Árangur hafbeitar á slíkum stað getur verulega oltið á því, hversu frábrugðinn efnabúskapur við- komandi ár er öðrum snauðum bergvatnsám á sama svæði, og í sumum tilfellum gæti verið álit- legt að grípa til gervilyktarefna. Þegar sleppiaðstaða er valin er rétt að leggja áherzlu á möguleika á sjódælingu í sleppitjarnir. Seltu- aðlögun gönguseiða fyrir slepp- ingu gæti haft mjög jákvæð áhrif á endurheimtur og opnað mögu- leika á því að sleppa oftar en einu sinni úr sömu tjörn. Uppbygging eldisstöðva Eitt af frumskilyrðum fyrir því að hægt sé að stunda hafbeit og sjóeldi í stórum stíl er nægilegt framboð gönguseiða. Hafbeit verður ekki þróuð úti á lands- byggðinni nema að jafnhliða séu byggðar eldisstöðvar sem þjóna sleppistöðvum á viðkomandi svæði. Hafbeitartilraunir á und- anförnum árum hafa af illri nauð- syn byggzt á því að flytja göngu- seiði flugleiðis á ýmsa landshluta án tillits til uppruna seiðanna. Þessar tilraunir hafa skilað nokkrum árangri, en hagkvæmar verða þær ekki fyrr en farið er að þróa stofn á hvern stað. Þessi mál horfa verulega til bóta í nánustu framtíð, því nú þegar eru áform- aðar eldisstöðvar í Tálknafirði og Nauteyri við Djúp, sem myndu þjóna Vestfjörðum. Ennfremur að Hólum í Hjaltadal, sem þjónar Norðurlandi vestra, og Stóra-Klofi á Landi fyrir Rangárvallasýslu. Bæði Nauteyri og Hólar eru hugs- aðar sem hafbeitarstöðvar sem munu þróa stofna fyrir viðkom- andi svæði. Á íslandi hafa verið gerðar mjög strangar kröfur til vatns- gæða í sambandi við staðsetningu eldisstöðva. Nánast eingöngu er notað upphitað eða temprað upp- sprettuvatn, enda er yfirborðsvatn mjög óhreint í leysingum og þverr iðulega í miklum þurrkum eða frostum. Vatn úr ám eða stöðu- vötnum eykur sjúkdómahættu og hefur því verið lítið nötað. Staðir með nægilega mikið og gott lind- arvatn í nágrenni við jarðhita eru ekki mjög víða á landinu, og þarf því að leggja ríka áherzlu á að gjörnýta aðstöðuna á hverjum stað og byggja mjög stórar eld- isstöðvar ef aðstaða er fyrir hendi. Endurnotkun eldisvatnsins a.m.k. tvisvar til þrisvar getur vel komið til greina, þar sem vatnsgæði eru í byrjun mjög góð. Tvínotkun vatnsins mundi þannig tvöfalda það magn sem framleiða mætti í viðkomandi eldisstöð. Mikilvægi þess að kanna þennan möguleika sést bezt á því, að í Bandaríkjun- um eru í notkun eldisstöðvar sem nota sama vatnið allt að níu 'sinnum þó vatnið sé að uppruna mun lélegra en íslenzka lindar- vatnið. Mikilvægt er að eldisstöðvar séu af hagkvæmri stærð. Komið hefur í ljós, að við hagfræðilega úttekt að hafbeitareldisstöð sem fram- leiðir 200.000 gönguseiði, er hag- kvæm við endurheimtu yfir 7%, en stöð sem framleiðir 1.000.000 seiði fer að fá tekjur við 3.5% heimtu. Þannig má ná seiðaverði verulega niður með því að stækka rekstrareiningarnar, enda nýtist mannafli mun betur í slíkum stöðvum. Hér að framan hefur verið reynt að gera grein fyrir þeim leiðum sem að mati höfundar eru álitleg- astar í sjóeldi og hafbeit. Greini- lega hefur komið í ljós að íslend- ingar geta lítt farið troðnar slóðir í þeim efnum, þó margt megi af öðrum læra. Ymsir möguleikar virðast vera opnir í sambandi við sjóeldi sem vert væri að þróa frekar, og möguleikar til hafbeitar í tengslum við eldisstöð eru full- mótaðir til frekari útfærslu. Haf- beit á nýjum landssvæðum þarf alltaf verulegan þróunartíma meðan verið er að byggja upp laxastofn fyrir viðkomandi lands- hluta. í grein þessari hefur aðeins verið fjallað um hafbeitarbúskap sem notar gönguseiði úr eldis- stöðvum. Að sjálfsögðu má víða auka laxagengd með sleppingu smáseiða á góð uppeldissvæði ofan fossa. Þá er raunar komið inn á svið almennrar laxaræktar í stað hafbeitarbúskapar og slík fram- leiðsla gönguseiðanna er verulega háð duttlungum veðurfars og vist- fræðilegra þátta.í ánni sem skap- ar erfiðleika við að gera sér grein fyrir afrakstri frá ári til árs. 1. júlí — Amnesty Internation- al tilkynnti í dag að rúmönsk yfirvöld beiti margvíslegum refsi- aðgerðum, bæði löglegum og ólög- legum, gegn þeim sem fara út fyrir opinber mörk tjáningarfrels- is í stjórnmálalegum, trúarlegum, eða öðrum félagslegum málflutn- ingi. I 20 blaðsíðna skýrslu um mannréttindamál í Rúmeníu telur Amnesty International upp refs- ingar á borð við fangelsun, nauð- ungarvinnu, innilokun á geð- sjúkrahúsum og skort á lögvernd. Samtökin benda ennfremur á ofsóknir á hendur einstaklingum, hótanir og brottrekstur úr starfi eða þá nauðungarflutninga milli starfsgreina. Stjórnarskrá landsins setur hömlur á mál-, prent- og funda- frelsi og kveður á um refsingar fyrir það sem nefnt er „að bera út óhróður um ríkið". Þeim sem fengið hafa fangelsisdóm af svo augljósum pólitískum ástæðum, hefur heldur fækkað á síðustu árum að því er virðist, en nokkrir andófsmenn hafa verið ákærðir fyrir glæpi eins og „sníkjulifnað" og „kynvillu" eftir því sem skýrsl- an segir. Amnesty International telur ásakanir þessar vera órétt- mætar. Meðal þeirra sem hlotið hafa refsingu eru meðlimir í óopinberu verkalýðsfélagi, félagar í óleyfi- legum trúmálahreyfingum, þeir sem óskað hafa eftir að flytjast úr landi og ennfremur þeir sem gagnrýna þær aðgerðir ríkisins sem brjóta í bága við almenn mannréttindi. Eitt tilfelli sem getið er um í skýrsíunni er mál Janos Török, efnaverksmiðjustarfsmanns og meðlims í kommúnistaflokknum, en á fundi á vinnustað sínum í Cluj í mars 1975, gagnrýndi hann það kerfi sem notað er við kosn- ingar til þjóðþingsins. Hann var handtekinn og sagt er að hann hafi sætt alvarlegum pyndingum við mjög langar yfirheyrslur. Hann var lokaður inn á geðdeild og fékk nauðugur stóran skammt af róandi lyfjum. Hann losnaði af sjúkrahúsinu í marsmánuði árið 1978 og hefur síðan verið í stofu- fangelsi og einungis fengið að fara að heiman einu sinni í mánuði til viðtals við geðlækni. Hann er aðeins einn af fjölda andófsmanna sem hafa verið lok- aðir inni á geðdeildum. I febrúar 1979 var stofnað óopinbert og óháð verkalýðsfélag rúmenskra verkamanna og hefur meðlimum þess verið refsað á margvíslegan hátt. I ágúst árið 1977 fóru námu- menn í Jiu dalnum í verkfall vegna deilu um eftirlaun og örygg- isbúnað. Þeir sem voru áberandi í þeirri baráttu voru handteknir og sendir án dóms til vinnu í öðrum héruðum undir lögreglueftirliti. Gheroghe Rusu hagfræðingur sótti um að fá að flytjast til Frakklands árið 1977 til þess að geta verið hjá konu sinni og barni. Hann var handtekinn og sakaður um kynvillu, en sýknaður fyrir rétti í Búkarest vegna skorts á sönnunum. Seinna var hann þó dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar þegar sækjandinn and- mælti úrskurðinum. Þeir sem farið hafa í hungur- verkfall eða hafa haft uppi aðrar aðgerðir til stuðnings kröfunni um að fá að flytjast úr landi, hafa verið fangelsaðir eða lokaðir inni á geðdeildum. Þeir sem eru andófsmenn af trúarlegum ástæðum hafa einnig fengið refsingar. Sendinefnd frá Amnesty Inter- national heimsótti Rúmeníu eftir að samtökin höfðu hafið baráttu gegn mannréttindabrotum þar haustið 1978. Samtökin hafa farið fram á að senda aðra nefnd til að rannsaka mannréttindamál í landinu og þó einkum til að kanna misnotkun stjórnvalda á geðlækn- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.