Morgunblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1980
11
Sigurður Pálsson vígslubiskup:
Ritdómur um
sérstæða bók
Það gerist stundum, að merkar
bækur eru gefnar út, án þess að
þeim sé verðskuldaður gaumur
gefinn fyrr en eftir dúk og disk,
einkum ef þær bera ekki æsilega
titla.
Hér skal vakin athygli á einni
bók, sem vantar titil af ofan-
nefndri tegund, en er að öðru leyti
verð fyllstu athygii. Bæði er það,
að hún er full af fróðleik og svo
hitt, að ekki er mér kunnugt um,
að nokkur annar höfundur hafi
tekið efni bókarinnar slíkum tök-
um.
Bók þessi heitir: „Vísið þeim
veginn," gefin út af forlagi Leift-
urs nú fyrir nokkru, í tveimur
bindum, samtals fast að 600 bls.,
pappír og band af vandaðri gerð.
Höfundur hennar er þjóðkunnur
maður, Helgi Tryggvason yfir-
kennari og prestur, enda ber bókin
það með sér, að höfundur er
enginn viðvaningur.
Eftir að Helgi lauk kennara-
prófi hefur hann stundað kennslu
á hinum ýmsu stigum skólakerfis-
ins um 35 ára skeið, þar af kennari
í fullri stöðu við Kennaraskólann í
28 ár, lengst af sem yfirkennari.
Hann hefur kynnt sér skólastarf í
ýmsum Iöndum á ferðum sínum og
dvöl erlendis, og kynnst mörgum
ágætum skólamönnum. Meðal
annars var hann fjögur ár í stjórn
Alþjóðasambands kennara fyrir
Islands hönd, og voru ársþingin
haldin á ýmsum stöðum austan
hafs og vestan. í þeim ferðum og
utan þeirra spurðist Helgi ítarlega
fyrir um það, hvar mætti finna rit,
sem fjallaði um Nýja testamentið
sem bók uppeldismála. I hverju
landi var sama svarið frá bókfróð-
um mönnum: Sú bók hefur hvergi
sést. Enda voru bókfróðustu menn
á íslandi búnir að segja mér það
sama, segir Helgi.
Oft var sagt við hann í þessu
sambandi: Svona bók átt þú að
skrifa. Helgi hafði þá nýlega
skrifað sérefnisritgerð sína til
guðfræðiprófs einmitt um þetta
efni og hlotið góðan dóm.
Geta má þess hér, að kennslu-
fræðin, sem Helgi hefur skrifað
fyrir nokkrum árum, aðailega
fyrir kristnifræðikennara, og flyt-
ur auk margs annars kafla um
hverja lexíu, sem þá var á
námsskrá í kristnum fræðum í
barnaskólunum, hefur orðið mörg-
um ungum kennurum að ómetan-
legu gagni, — byggð á langri
reynslu í kennslustarfi. Enda er
höfundi sýnt um að leiða það
fram, sem máli skiptir og hefur
hagnýtt gildi.
A nær öllum starfsferli sínum í
Kennaraskólanum hafði Helgi á
hendi almenna kennslu í kristnum
fræðum í hinum ýmsu bekkjum
kennaranema, svo og allar
kennsluæfingar í þeirri grein,
bæði í Nýja og Gamla testament-
inu.
Enda þótt bókin „Vísið þeim
veginn" sé í tveimur bindum, eru
þau samt óháð hvort öðru. Bókin í
heild er ókerfisbundin að því leyti,
að eðlilegt er að lesa hvern kafla
út af fyrir sig til að hafa hans full
not og fá skýr svör við þeim
spurningum, sem hann ber fram.
Þess vegna getur maður blaðað í
bókinni þangað til augun falla á
eitthvert efni, sem hefur verið
vandamál dagsins, og fær á því
skýringar í stuttu og ljósu máli.
Þannig er hægt að lesa bókina
smátt og smátt. Það er einn af
kostum hennar, að hún er ekki
kerfisbundin, heldur tekur til
meðferðar afmarkað mál í hverj-
um kafla, án þess þó, að samræmi
raskist milli þess, sem hinir ýmsu
kaflar leggja til mála.
Sem dæmi um fjölbreytni efnis-
ins skulu hér nefndir nokkrir
kaflar: Efesus- og Kólossubréf
Páls postula / Áminning og um-
vöndun / Fyrirmæli um uppeldi
barna / Þrír hópar þörfnuðust
hjálpar / Á hyggjulaus í svefninn
/ Leikir barna og boðorðin /
Gagnrýni á boðorðin / Ymsar
uppeldisaðferðir Jesú / Mæli-
kvarði Snorra Sturlusonar á vitn-
isburð Páls postula / Siðræn
kynferðisfræðsla / Viðkvæmnin er
vandakind / Þjónsstaðan áhrifa-
staða / Háð og smán til forna /
Rousseau / Rif Adams og róman-
tísk ást / Viðurnefni og eðli þeirra
/ Fulltrúi karla finnur Pál postula
að máli / Fulltrúi kvenna ber upp
erindi sitt við Pál / Ráðsmennska
og köllunarhlutverk / Þakklæti /
Sagan um flóðið, o.s.frv.
Af þessum tilvitnunum má sjá,
hve fjölbreytt efni bókarinnar er.
Jafnframt sést, að það yrði ekki
auðvelt verk fyrir þá, sem ekki eru
kunnugir Heilagri Ritningu, að
finna þá staði í þeirri stóru bók
sem meðhöndla þessi efni.
Ritið „vísið þeim veginn" er
frábærlega vel til þess fallið að
tengja Heilaga Ritningu þeim
vettvangi, sem hún á heima í, —
en það er daglegt líf, — og hrífa
hana úr þeirri einangrun, sem hún
má þola.
Bækur þessar eru tilvaldar
handbækur við biblíulestra, bæði
einstaklinga og leshópa. Fram-
setningin er þannig, að hún talar
umbúðalaust um hin vandasöm-
ustu og viðkvæmustu mál beint
inn í hversdagslífið.
Þó að meginatriði höfundar sé
uppeldismál, er fjarri því að hér sé
að ræða um uppeldi barna og
unglinga einna, heldur er bókin
engu síður gagnleg fyrir sjálfs-
uppeldi manna á öllum aldri, svo
og félagslegt uppeldi.
Efni þessarar bókar snertir
biblíufræði, textaskýringar, at-
huganir á biblíuþýðingu vorri, —
guðfræði og siðfræði. Veit ég enga
bók betur fallna til að opna
Biblíuna fyrir þeim, sem ekki hafa
náð tökum á að lesa hana. Hér er
gefin mjög víðtæk fræðsla um
kristna kenningu og siðgæði. Bók-
in er hvorki einskorðuð við stéttir
eða flokka, heldur jafnverðmæt
öllum þeim, sem lifa vilja lífinu
með nokkrum athuga. Að því leyti
er bókin snilldarverk. Einmitt í
þessu efni kemur fram hin mikla
reynsla og þekking höfundar.
Það er eðlilegt, að fólk fýsi að
vita nánar um tildrög þess, að
höfundurinn tók bók þessa saman.
Undirritaður gerðist því spurull
við hann um hið helsta hér að
lútandi, til uppfyllingar því, sem
hann var áður þúinn að greina frá.
Birtast hér þess vegna fáein fróð-
leg atriði frá hálfu höfundar um
aðdraganda að vinnslu þessa rit-
verks.
„Veturinn 1938—39 stundaði ég
nám í sálarfræði og uppeldisfræði
við háskólann í Edinborg. Var ég
þá fyrir nokkru farinn að huga að
ýmsum þeim atriðum í Nýja
testamentinu, sem óumdeilanlega
eru uppeldislegs eðlis. Enda er
ekkert eðlilegra en að þeir, sem
þegar eru orðnir nýir menn fyrir
trú á Jesúm Krist, þarfnist
margra fyrirmæla og hvatninga,
til þess að geta vaxið í trú og
kristilegum dyggðum. Allt sem lífi
lifir og er að vaxa, þarf næringu
og önnur lífsskilyrði. Nýja testa-
mentið fannst mér vera auðugt af
slíkum þroskandi næringargæð-
um.
Ofannefndan vetur lá leið séra
Sigurbjörns Einarssonar um
Edinborg, — en þá vorum við
farnir að þekkjast allvel. — höfð-
um unnið saman að kristilegu
barnastarfi. Sammæltumst við
um að hittast þarna í borginni og
talast við.
Meðal annars bar ég á borð fyrir
hann í ítarlegri umræðu ýms
atriði Nýja testamentisins, sem ég
taldi hrein og bein uppeldismál, og
betri en þau, sem ég var að
kynnast í háskólanum í Edinborg,
þótt ýmislegt væri þar gagnlegt.
Séra Sigurbjörn hvatti mig ein-
dregið til að halda áfram þessum
athugunum mínum og skrá þær.
Mér þótti mjög vænt um að fá
þessa örvandi viðurkenningu frá
slíkum lærdómsmanni. Ég hélt því
áfram að strika við á ýmsum
stöðum í Nt. og skrifa stuttar
athugasemdir þar, sem mér þótti
vera sérstaklega eftirtektarvert
sem uppeldismál og uppeldisfræði.
Miklar annir drógu nokkuð úr
framkvæmdum á þessu sviði á
næstu árum, en stöðugt laðaðist
hugur minn að þessum málum. En
þegar ég gerði alvöru úr því að
hefja guðfræðinám, var það í
samræmi við eindregna áeggjan
próf. Sigurbjarnar Einarssonar.
Ég hafði ávallt í hug að helga
sérefnisritgerð mína áðurnefndu
málefni, og hélt þess vegna til
haga ýmsum atriðum í því skyni,
en ræddi þau hvergi.
Væntanleg ritgerð mín var talin
heyra siðfræðinni til. En kennslu í
þeirri grein hafði próf. Björn
Magnússon á hendi. Bað hann mig
nefna einhver meginatriði, sem ég
hygðist brjóta til mergjar, og varð
ég við þeirri beiðni. Vísaði ég
einnig til próf. Sigurbjörns, sem
Sigurður Pálsson
væri kunnugt um eitt og annað,
sem hreyfði sér í hug mínum á
þessu sviði. Hann lagði það til
mála, að stúdent þessi væri búinn
að hugsa þetta mál allnokkurn
tíma, og æskilegt væri, að árangur
kæmi fram á sjónarsviðið. Varð
það því úr, með góðu samþykki
allra. (Því miður — og síst viðeig-
andi — féllu niður nokkur orð mín
í prentun, sem skrifuð voru á
handrit fyrra bindis bókar minnar
„Vísið þeim veginn" um hvetjandi
viðhorf próf. Sigurbjörns sem
kunnugs manns fyrirætlun minni;
en nokkuð var reynt að bæta fyrir
þessa misfellu þegar formáli síð-
ara bindis var ritaður.)
Þessu næst settist ég við að
skrifa tvær til þrjár greinar. Fór
síðan fram á það við próf. Sigur-
björn, að hann liti á þær, til þess
að segja mér síðan, hvort þær
stæðust akademiskar kröfur. Svar
hans var: Allt í lagi. Áfram á
þennan hátt. Það reyndi ég að
gera. Einkunnin varð þrettán, og
engin neikvæð athugasemd. Rit-
gerðin varð um 120 bls. í folíó,
fremur gisið ritað.
Próf. Sigurbjörn fullyrti við
mig, að engin bók hefði enn verið
rituð um Nýja testamentið frá
þessu uppeldis-sjónarmiði, og
væri þess vegna æskilegt að gera
þessu máli síðar ennþá rækilegri
skil en tækifæri vannst til i
þessari ritgerð.
Nokkrum vikum eftir próf mitt
fór ég til Ameríku, á tvö kennara-
þing. Ég var þá í stjórn Alþjóða-
kennarasambandsins (The World
Organization of the Teaching
Profession, eins og það hét þá.
Hitt þingið var einnig fyrir fólk úr
öllum álfum, sem hafði með hönd-
um kristilega fræðslu barna og
unglinga. Bæði þingin voru fjöl-
menn og starfsþung. En ekki tókst
mér þá né á öðrum ferðum mínum
á þeim árum að spyrja uppi neitt
mér að gagni við væntanlegt
framhald af guðfræðiritgerð
minni. Þess vegna sá ég betur
nauðsyn þess að halda áfram
athugunum mínum, þótt kennslu-
annir væru mjög bindandi á þeim
tíma. Enn fremur þurfti ég að
ljúka við áðurnefnda kennslufræði
mína í kristnum fræðum fyrir
íslenska kennara o.fl., áður en ég
gæti snúið mér alfarið að bókinni,
sem við höfum nú aðallega til
umræðu."
Þannig fórust bókarhöfundi orð.
Að lokum vil ég segja þetta: Allir
þeir, sem kynna sér þetta rit, eiga
víst, að þeir uppbyggjast af því.
Einn af meginkostum bókarinnar
er sá, hvernig Helgi beitir íslensku
máli. Hann túlkar stundum há-
leitustu efni á svo ljósu og ein-
földu máli, að lesandinn veitir
orðfærinu enga athygli, en hugsun
höfundar blasir við honum í skýru
ljósi. Þetta er mikil íþrótt, og því
líka fátíð. Málið er vandað nú-
tímamál, byggt á klassiskum
málsmekk, og því öllum þægilegt.
Þökk sé höfundi fyrir þetta merka
verk.
Eins og áður er fram tekið, er
bókin að því leyti frumleg, að
enginn hefur áður meðhöndlað
Ritninguna frá þessu sjónarmiði,
og væri því maklegt að höfundur
hlyti doktors-viðurkenningu fyrir
hana.
Lúövik Halldórsson Eggerf Sleingrimsson viöskfr.
Glæsilegt einbýlis-
hús í Seljahverfi
Til sölu einbýlishús á bezta stað í Seljahverfi í
Breiðholti. Húsiö er á 2 hæöum. Á efri hæð eru 2
stofur, húsbóndaherbergi, gott eldhús og 2
svefnherbergi. í kjallara eru 3 svefnherbergi, gott
baðherbergi og geymslur. Efri hæö hússins er
tilbúin undir tréverk en í kjallara, hefur verið
innréttuð góð 2ja herb. íbúð. Möguleiki að taka
sér íbúð eða raöhús upp í kaupverð.