Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Hvernig féll konan ofan af syölunum? Leyndarmál Helenu nefnist að þessu sinni þátturinn Réttur er settur, sem Sjónvarpið hefur gert í samvinnu við Orator, félag laganema. Leyndarmál Helenu verður sýnt í tvennu lagi og verður fyrri hlutinn á dagskrá Sjónvarpsins kl. 21.00 í kvöld, en síðari hlutinn verður sýndur annað kvöld kl. 20.35 eða strax að afloknum fréttum. Fyrri hlutinn er styttri og tekur sýning hans um 25 mínútur en sýning síðari hlutans tekur 55 mínútur. Leyndarmál Helenu fjallar um sakamál og hefst fyrri hlutinn á því að lögregla og sjúkralið eru kvödd að háhýsi í austurborg- inni síðla kvölds. Kona hefur þar fallið niður af svölum og er látin, þegar að er komið. Konan reynd- ist vera Helena Snorradóttir en þá um kvöldið hafði einmitt staðið yfir samkvæmi í íbúð hennar og eiginmanns hennar, Jónasar Hjaltasonar heildsala. Voru nokkrir kunningjar hjón- anna þar samankomnir. Rann- sóknarlögreglan hefur þegar rannsókn málsins og brátt vakna grunsemdir um að ekki sé allt með felldu varðandi fall konunn- ar ofan af svölunum. Leikendur í Leyndarmáli Hel- enu eru laganemar og meðal þeirra, sem fram koma í fyrri hlutanum eru: Magnús Gylfi Þorsteinsson, Guðrún Harðar- dóttir, Friðrik Stefánsson, Gylfi Gautur Pétursson, Þórunn Haf- stein, Logi Egilsson, Tryggvi Agnarsson, Jón H. B. Snorrason, Stefán Skjaldarson, Ólafur Kristófer Ólafsson, Guðjón Marteinsson og Magnús Norð- dahl. Höfundur og lögfræðilegur ráðunautur við gerð Leyndar- máls Helenu er Jónatan Þór- mundsson, prófessor en handrit sömdu ásamt Jónatani, Gísli Gíslason, Óskar Magnússon og Tryggvi Gunnarsson. Þeir Gísli, Óskar og Tryggvi áttu sæti í sjónvarpsnefnd Orators og var Tryggvi formaður nefndarinnar. Stjórn upptöku annaðist Valdi- mar Leifsson. Tryggvi Agnarsson í hlutverki Finns Pálssonar rannsóknarlög- reglumanns og Valdimar Leifsson, stjórnandi þáttarins. ræða upptöku á næsta atriði. Rannsóknarlögreglumennirnir Valdi og Ágúst heimsækja Jónas Hjaltason heildsala. Valda leikur Stefán Skjaldarson og Ágúst leikur ólafur Kristófer ólafsson en með hlutverk Jónasar fer Magnús Gylfi Þorsteinsson. Það held ég nú kl. 20.30: Á dagskrá hljóðvarps í kvöld kl. 20.30 er þátturinn Það held ég nú í umsjá Hjalta Jóns Sveinssonar. — Að þessu sinni fáum við í heimsókn til okkar tvo vörpu- lega frændur úr Dölum, sagði Hjalti Jón, — Sigurbjörn Ein- arsson og Tómas Einarssón. Þeir leika nokkur lög á dragspil og bassafiðlu, m.a. norska og franska valsa. Þá spyr ég þá spjörunum úr um tónlistarferil þeirra, dvöl þeirra í Kaup- mannahöfn og Noregsferð. Einnig heimsækir okkur át- ján ára gamalt ljóðskáld, Sigur- jón Sigurðsson, súrrealisti og gaumgæfir stjörnuspeki. Fæst líka við málaralist. Hjalti Jón Sveinsson Ragna Fossberg farðar Loga Egilsson. sem leikur ívar Karlsson verkfræðing og fjær sést Þórunn Hafstein í hlutverki Gunnhildar Jónsdóttur sálfraeðings. Iiörn hór — börn þar kl. 11.20: Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.20 er barnatími, Börn hér — börn þar, í umsjá Málfríðar Gunn- arsdóttur. Flutt verða japönsk ævintýri og tón- list og Myaoko Þórðarson segir frá því hvernig er að vera barn í Japan. Myaoko Þórðarson Réttur er settur kl. 21: Útvarp Reykjavik L4UG4RD4GUR 30. ágúst MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónieikar. 9.30 Óskalög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.20 Börn hér — börn þar. Málfríður Gunnarsdóttir stjórnar barnatíma. Mysoki Þórðarson segir frá því hvernig er að vera barn í Japan. Einnig verða flutt japönsk ævintýri og tónlist. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIO 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Í vikulokin: Umsjónar- menn: Guðmundur Árni Stef- ánsson, Guðjón Friðriksson, óskar Magnússon og Þór- unn Gestsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðuríregnir. 16.20 Ilringekjan. Sjórnendur: Helga Thorberg og Edda 30. ágúst 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flintstone í nýjum ævintýrum Teiknimynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Shelley Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.00 Réttur er settur Þáttur gerður í samvinnu Björgvinsdóttir. 16.50 Siðdegistónleikar. Illjómsveit Yons Ducenes leikur Franska svítu eftir Darius Milhaud/ Julian Bream og John Williams leika á gítar Tvo spænska dansa eftir Enrique Grana- dos/ Paul Tortelier og við Orator, félag laganema. Leyndarmál Helenu — fyrri hluti. Höfundur og lögfræðilegur ráðunautur Jónatan Þór- mundsson prófessor. Handrit Gísli Gíslason, Jónatan Þórmundsson, óskar Magnússon og Tryggvi Gunnarsson. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. Siðari hluti er á dagskrá sunnudagskvöldið 31. ág- iíst Ifl 20 35 21.25 Daglcgt Ííf í Usbekistan Ný, bresk heimildarmynd. Heldur er grunnt á því góða með Rússum ug þjóð- um múhameðstrúarmanna eftir innrásina í Afganist- Shuku Iwasaki leika á selió og píanó Tilbrigði í D-dúr eftir Niccolo Paganini um stef eftir Gioacchino Rossini, og Rondó í G-dúr op. 94 eftir Antonin Dvorák/ Garrick Ohlsson leikur á píanó Scherzó nr. 2 og 3 eftir Frédéric Chopin. an, en í Sovétlýðveldinu Usbekistan virðast trúin og sósíalisminn lifa i satt og samlyndi. Þulur Guðni Kolbeinsson. 21.50 Kvöldverður Adelu Tékknesk gamanmynd frá árinu 1977. Leikstjóri Oldrich Lipsky. Aðalhlutverk Michal Doc- olomansky, Rudolf Hrus- insky og Milos Kopecky. Sagan gerist i byrjun ald- arinnar. Hinn frægi leyni- lögreglumaður, Nick Cart- er, kemur til Prág til að rannsaka dularfullt mannshvarf og lendir í ótrúlegustu ævintýrum. Þýðandi Jón Gunnarsson. 23.30 Dagskrárlok. 17.50 Á heiðum og úteyjum. Haraldur Ólafsson flytur sið- ara erindi sitt. (Áður á dagskrá 26. þ.m.). 18.15 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Babbitt“ saga eftir Sin- clair Lewis. Sigurður Ein- arsson þýddi. Gisli Rúnar Jónsson leikari les (39). 20.00 Harmonikuþáttur. Hogni Jónsson kynnir. 20.30 Það held ég nú. Þáttur með blönduðu efni i umsjá Hjalta Jóns Sveinssonar. 21.15 Hlöðuball. Jónatan Garð- arsson kynnir ameriska kúr- eka- og sveitasöngva. 22.00 Bréf úr óvissri byggð. Hrafn Baldursson ræðir um nokkur atriði byggðaþróun- ar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldsagan: „Seint fyrn- ist forn ást“ eftir Torfhildi Þ. Hólm. Gerður Steinþórs- dóttir les fyrri hluta sögunn- ar og flytur formálsorð. 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.