Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 35 óðara floginn frá ykkur." Á þriðja degi frá þessu afmælishófi veiktist Áslaug skyndilega, var flutt á sjúkrahús og andaðist þar hinn 25. ágúst. Áslaug var fædd á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Gunnlaug- ur bakari á Eyrarbakka Björns- son, sem fórst voveiflega á fyrri styrjaldarárunum, og Valgerður Þórðardóttir, síðar kona Sigurðar Daníelssonar á Kolviðarhóli. Ás- laug lauk kennaraprófi 1922 og gerðit kennari í Villingaholts- hreppi næstu tvö árin. Veturinn 1924—25 stundaði hún nám við Menntaskólann á Akur- eyri. Næstu tvo vetur er hún kennari í Villingaholtshreppi. Haustið 1928 gerðist Áslaug kenn- ari á Vífilsstöðum og var ráðin til að kenna sjúklingum á barnadeild og börnum starfsfólks Vífilsstaða- hælis. Þar var hún kennari næstu sjö árin og í raun og veru einum vetri lengur en hún ætlaði sér, því að bóndi hennar, séra Gunnar Jóhannesson prestur á Skarði, beið hennar siðasta veturinn. Það var mikil fórn af beggja hálfu, en Áslaug var þann vetur að búa þrjár telpur undir fullnaðarpróf og tvær þeirra hugðust þreyta inntökupróf inn í Menntaskólann í Reykjavík. Menntakerfið var þá enn óbilgjarnara og ósanngjarn- ara en það er nú, því að aðeins einn fjórði hluti þeirra nemenda, sem þreyttu prófið, hlaut inn- göngu. Áslaug þekkti vel þær kröfur, sem gerðar voru, því að úr fámennum hópi hafði hún áður sent nemendur þangað til náms. Áslaug vissi sem var að þessi vetur gat ráðið úrslitum í náms- ferli stúlknanna, og þeim vildi hún ekki bregðast. En kennsluferli Áslaugar var ekki lokið. Vegna áskorana sveit- unga sinna tók hún að sér skóla- stjórn barnaskólans á Ásum í Gnúpverjahreppi um fjögurra ára skeið, 1937—41, en þá höfðu þau hjónin eignast tvær dætur og heimilisstörfin kröfðust allra hennar starfskrafta. Löngu síðar, þegar börnin voru uppkomin, tók Áslaug að sér skólastjórn að Flúðum vegna forfalla skólastjóra og gegndi því starfi meira og minna tvo vetur á árunum 1962— 4. Mörgum þótti það áræði að taka að sér skólastjórn í heimavist- arskóla á efri árum, en Áslaug vann sín störf af sama myndar- skap og áður, laðaði að sér börn og unglinga og veitti þeim gott vega- nesti. Þegar Áslaug var aðeins hálfs árs gömul var henni komið í fóstur til Alexíu Margrétar Gunnlaugs- dóttur að Mjósundi í Villinga- holtshreppi í Flóa og var hún þar til 17 ára aldurs. Fóstru sína mat Áslaug afar mikils, taldi hana velgjörðarmann sinn og lét elstu dóttur sína bera nafn hennar. Allt gott, sem í sér byggi, sagði hún að væri frá fóstru sinni runnið. Eitt sinn heyrði hún fóstru sína segja, að hún héldi, að Áslaug sín yrði þunglynd, af því að hún sækti í að vera ein. „Ég sótti í einver- una,“ sagði Áslaug, þegar þetta atvik rifjaðist upp fyrir henni, „en ég var að hugsa um hitt og þetta í tilverunni t.d. af hverju mannsæv- in væri svona skömm og í því sambandi hugsaði ég oft um fæðið; ég velti því fyrir mér af hverju ekki væri hægt að geyma hitann frá sóiinni og var með ótal bolla- leggingar í kollinum. Mér þótti eitthvað svo þægilegt við að vera ein.“ Frá Mjósundi fer Áslaug til Valgerðar móður sinnar á Kolvið- arhóli og Sigurðar stjúpa síns, sem hvatti hana mjög til náms. Þar var hún alltaf á sumrin, þegar hún var við nám í Kennaraskólan- um og var þar alveg um kyrrt veturinn 1925—6, en oft leitaði hugurinn heim á bernskustöðv- arnar. Á námsárum Áslaugar var mik- ið mannval í kennaraliði skólans. Þrír þeirra urðu henni minnis- stæðastir. Þar voru þeir Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, Sigurður Guðmundsson, síðar skóiameistari á Akureyri, og séra Magnús Helgason skólastjóri. Áslaug var einn vetur heimiliskennari hjá Sigurði og frú Halldóru og sótti jafnframt tíma í skólanum. Ás- laug var trygglynd og vinföst og gleymdi aldrei því, sem henni var vel gert. Sonur hennar var skírður Jóhannes Magnús og bar nafn tengdaföður hennar og hins látna læriföður. Áslaug og séra Gunnar giftust 27. maí 1934. Þau bjuggu allan sinn búskap á Skarði í Gnúpverja- hreppi, þar til hún missti mann sinn 13. febrúar 1965 og fluttist til Reykjavíkur að Víðimel 60. Þau bjuggu miðlungs stóru búi og höfðu jafnan margt manna í kringum sig. Þau höfðu aðstoðar- fólk við búskapinn og börn þeirra fjögur voru dugleg og mannvæn- leg og fóru snemma að hjálpa til. Þegar foreldrar séra Gunnars brugðu búi, fluttust þau að Skarði og Áslaug annaðist tengdamóður sína, sem Var orðin mjög Iasburða síðustu 14 árin, sem hún lifði. Á styrjaldarárunum létu þau útbúa litla ibúð í risinu hjá sér og buðu þangað tveimur nákomnum fjöl- skyldum til sumardvalar með börn sín. En það voru fleiri en vinir og vandamenn, sem fengu inni á Skarði, og skulu hér nefnd dæmi. Tvö ár dvaldist þar ungur piltur, sem komist hafði í kast við lögin, en allir vissu, að hann var þar í góðum höndum. Eitt sumar var þar vangefin stúlka, sem erfitt var að koma fyrir. Það var eins og alltaf væri hægt að bæta við hópinn á Skarði. Oft komu gestir og gangandi í heimsókn að Skarði og var þeim tekið opnum örmum. Var þá oft glatt á hjalla, mörg gamanyrði látin fjúka og létt yfir öllum. Á hverju hausti kom þar við hópur gangnamanna úr Flóanum, og voru menn nú á heimleið. Sumir þeirra voru leikbræður og vinir húsfreyjunnar frá gamalli tíð. Enginn efaðist um móttökurnar, þarna biðu þeirra alls kyns kræs- ingar og heimsóknin var öllum tilhlökkunarefni. Áslaug Gunnlaugsdóttir var öll- um minnisstæð, sem kynntust henni, en fáir standa í jafnmikilli þakkarskuld við hana og við ungl- ingarnir á Vífilsstöðum, sem nut- um kennslu hennar um sjö ára skeið og bjuggum að uppeldis- áhrifum hennar, þekkingu og fræðslu æ síðan. Skólinn hennar Áslaugar var engum öðrum líkur. Hún skipti kennslunni milli barna starfs- fólksins og barnanna á hælinu. Hún kenndi okkur frá 9—12, en hinum hópnum eftir hádegi. Tím- inn var ekki langur, en notaður vel. Sleppa varð leikfimi, söng og handavinnu, en áhersla lögð á lesgreinar, reikning og skrift, mál- fræði og bókmenntir. Aldrei voru mánaðarleyfi og kennt var sex daga vikunnar. Kennslan stóð til 14. maí, en þá var gefinn einn dagur til undirbúnings prófa. Bækurnar voru skemmtilegar og lesefnið grópaðist inn í barnshug- ann. Við lásum náttúrufræði eftir Bjarna Sæmundsson, landafræði eftir Karl Finnbogason og ís- landssögu eftir Jónas Jónsson. Málfræðin var kennd í ágripi Halldórs Briem og Skólaljóð voru lesin og mörg þeirra lærð utan- bókar, í útgáfu Þórhalls Bjarna- sonar. í höndum Áslaugar laukst upp fyrir okkur nýr heimur, heim- ur þekkingar, lærdóms og skiln- ings á löndum og lýðum. Þegar heim var komið, var haldið áfram þekkingarleitinni. Kennarinn hafði oft lánað okkur bækur um margvísleg efni. Skólabækumar voru fljótar að fyilast af ritgerð- um, smásögum, kvæðum, gátum og dæmum, það var svo gaman að læra. Við vorum oft á ólíkum aldri, en Áslaug hafði lag á að sinna okkur eftir þörfum. Hún reyndi lítið til að gera námið léttara, lét okkur pæla í gegnum hina erfiðustu hluti, og vissi sem var, að þá yrðum við reynslunni ríkari. Við vildum gera Áslaugu allt til hæfis. Hún var stórlynd, en viðkvæm og fáir kunnu betur að stilla skap sitt. í þau örfáu skipti, sem henni mislíkaði, fundum við það ein- hvern veginn á okkur og reyndum að gera betur. Hún hafði aldrei mörg orð um hlutina og tók það sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut, að allir gerðu skyldu sína. Við efuðumst aldrei um væntumþykju hennar í okkar garð né löngunina til að mennta okkur. í slíku andrúmslofti er gaman að fræðast og leita sér þekkingar. Þegar Áslaug var sest í helgan stein, var hún sílesandi, einkum voru uppeldismálin henni hugleik- in. Hún sökkti sér niður í ættfræði og þjóðlegan fróðleik. Hún var prýðis hagyrðingur, þótt hún flík- aði því lítið. Hún ritaði fáeinar greinar í blöð og tímarit en lét eftir sig kynstur af óprentuðum fróðleik. Ég skrapp til Áslaugar eitt sinn í vor og lék mér hugur á að vita í hverju lagni hennar og velgengni í kennslunni væru fólgin. Hún kvaðst aldrei hafa gert meir en henni bar. Ég gekk fastar eftir svari og hún hugsaði sig vandlega um. „Það er kannski bara eitt atriði, sem kom sér vel. Ef maður verður þreyttur að kenna ein- hverja námsgrein, þá er um að gera að lésa sér til í henni áfram, svo að eitthvað verði nýtt fyrir manni sjálfum, þá kemur áhuginn að tala um það við aðra. Börn eru fróðleiksfús og spurul, ef allt er eðlilegt." Elsta dóttir þeirra hjóna er Alexía Margrét, kennari við Versl- unarskóla íslands, og maður henn- ar Friðrik Sigfússon er kennari við sama skóla. Næst elst er Valgerður Kristín,, gift Kristni Kristjánssyni, skólastjóra á Eið- um. Yngsta dóttirin er Sigríður Svava gift Birni Kristjánssyni bílstjóra og búa þau í Ölfusi. Yngsta barn þeirra er Jóhannes Magnús læknir, sem stundar framhaldsnám í Svíþjóð og er kvæntur Guðrúnu Sigurjónsdótt- ur. Ég vil votta öllum börnum Áslaugar, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Við sem þekktum Áslaugu vel, vitum best hve mikils þau hafa misst, en við vitum einnig að minningin um hana mun lýsa þeim um ókomin ár. Guðrún P. Helgadóttir. ávarpaði hann hana sem röskustu síldarstúlku Siglufjarðar. Elísabet var glæsileg kona. Hún hélt reisn sinni þótt aldurinn færðist yfir. Hún var heilsuhraust alla ævi, létt í spori, ræðin og skemmtileg og setti svip á um- hverfi sitt. Þessi 85 ára gamla kona var sameiningartákn traustrar og samheldinnar fjöl- skyldu. Barnabörnin voru orðin 28, langömmubörnin 27 og afkom- endur því 61. Hún hafði bætt lífsreynslunni við dugnaðinn, góð- semina, gjafmildina og æðruleys- ið. Á andstreyminu var sigrast, en gleðinni var jafnan deilt með öðrum. Leiðarlok sem þessi eru tilefni til þess að minnast með þakklæti órofa tryggðar og vináttu mili fjölskyldna okkar. Fyrir þeirra hönd færi ég afkomendum Elísa- betar samúðarkveðjur, sárt er að sjá eftir svo nánum vini, en minningarnar eru huggun harmi gegn. Blessun sé yfir þeim minn- ingum. Halldóra Einarsdóttir. Þegar ég sný rafmagnsljósi endurminnnganna yfir samveru- stundirnar heima í Bolungarvík, verður mér bjartara fyrir augum, er ég minnist æskuvinkonu, ferm- ingarsystur minnar, nágranna- konu á Holtinu, en umfram allt dýrmætrar vinkonu um margra áratuga skeið. Flestir telja það mikla lífshamingju að eiga ein- læga og góða vini. Sú þakkarskuld verður heldur aldrei að fullu goldin, sem góð vinkona veitir. Ég mun geyma minninguna um Elísabetu Bjarnadóttur sem nokk- urs konar helgidóm, sem ekki beri að hampa framan í fjöldann. En góð vinkona er guðs gjöf, sem ber að þakka framar ölium öðrum heimsins gæðum. Engum sem nokkuð kynntist „Betu Bjarna", en svo var hún nefnd í daglegu tali, fékk dulist, að hún hafði mjög góðan mann og vandaðan að geyma, einlægan og hreinlundaðan og unnandi öllu góðu, sönnu og réttu. Heimili okkar (Falshús og Sólberg) stóðu gegnt hvort öðru, því voru kynnin nokkuð góð á heimilisháttum, sem voru sérstaklega rómaðir. Hafi hún óskipta þökk fyrir alla dyggð er hún auðsýndi föður mínum Fal Jakobssyni og bræðrum mínum Jakob og Sigmundi og síðar systk- inum mínum Rósu og Sigurgeir. Æskugleði Betu var ekki mikil, en hún hafði unað af öllu starfi, allt vr henni gleðiefni. Hún gat alltaf verið að hlakka til einhvers, sem fram undan var. Þegar hún var ung og óhörðnuð, var að örmagnast undan hita og þunga dagsins, hlakkaði hún til að geta tekið aftur til starfa, þar sem frá var horfið. Mesta gleði hennar í lífinu var að annast barnahóp- inn, börnin sex; Pétur Friðrik f. 1921. Ingibjörg Jóna f. 1923. Guð- mundur Bjarni f. 1927. Guðrún Halldóra f. 1928. Sólberg f. 1935. Karitas f. 1937. Maður hennar, Jón Guðni frá Hanhóli Jónsson, sem í engu vildi vamm sitt vita, var mikill drengskaparmaður og vinsæll, enda var Jón Guðni greiðasamur og óhlutdeilinn. Hjúskapur þeirra Betu og Jóns, sambúð og samstarf var með svofelldum hætti, að ég held að betra gæti hjónalíf varla orðið. Við yl minninganna minnist ég löngu liðinna ára, er sólargeisl- arnir mínir, börn hennar Pétur og Ingibjörg og Hólmfríður Hafliða- dóttir komu til okkar pabba í heimsókn, þessir sólargeislar voru mér ómetanlega mikils virði. Ég þakka yl minninganna um allt þeirra ástríki, þakka um- hyggju Betu og Jóns í minn garð, sonar míns, föður míns og allra systkina minna. Guð blessi minningu vinkonu minnar, hlakka til endurfunda. Mildríður S. Falsdóttir, frá Bolungarvik. Það var fyrir réttum þremur árum, sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta Elísabetu Bjarnadóttur í fyrsta sinn. Nú þegar hún hefur kvatt þetta til- verustig, finnst mér ég vera til- neyddur að minnast með nokkrum fátæklegum orðum þeirrar konu, sem mér hefur þótt hvað vænst um að hafa kynnst í lífinu. Þó kynni mín af henni hafi ekki verið lengri og ég ekki hitt hana nema nokkrum sinnum í þessi þrjú ár, þá er hún mér flestum öðrum hugstæðari. En hvað var það þá sem gerði það að verkum, að mynd þessarar konu verður ætíð greypt í h'uga minn? Jú, það var hið sérstæða hugarfar hennar að vera ávallt þakklát fyrir allt, sem lífið hafði gefið henni. Einn stór löstur í fari okkar nútímamanna er að við erum sífellt að tala um það, sem miður fer í lífi okkar, en minnumst sjaldnar hins, sem okkur ber að þakka. Megnið af daglegri umræðu fer í harmasöng um smámuni. En þessu var öðru- vísi farið með hana Betu Bjarna. Hennar söngur var á annan veg. „Ég held ég megi nú bara þakka fyrir,“ sagði hún konan sú og sló sér á lær. Það var einmitt þetta sem olli því hve vel mér leið ætíð í návist hennar, einkum þegar ég. var sestur inn í litlu stofuna að Miðstræti 7 og hlustaði á hana dásama forsjónina fyrir allt, sem hún taldi hana hafa gefið sér. Megi íslandi auðnast að eignast fleira fólk með skapið hennar Elísabetar Bjarnadóttur frá Bol- ungarvík, þá yrði hér fegurra og betra mannlíf. Þökk sé Elísabetu fyrir lífsstarfið og það sem hún gaf. S.S. svar mitt EFTIR BILLY GRAHAM Sumir tala um það. að kristnir menn hafi í upphafi iðkað kommúnisma. Styður Biblían þá skoðun? Vera má, að þeir sem halda þessu fram, rökstyðji mál sitt með tveim tilvitnunum úr Postulasögunni: „Allir þeir, sem trúðu, voru saman og höfðu allt sameiginlegt, og þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu því meðal allra, eftir því sem hver hafði þörf til“, og: „En í hinum fjölmenna hópi þeirra, sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt" (Post. 2,44—45 og 4.32). í þessum ritningargreinum er gefið í skyn, að þessir fyrstu kristnu menn hafi um sinn átt félagsbú og búið við mjög óvenjulegar kringumstæður. En þetta er ákaflega ólíkt kommúnisma nútímans. Kristnir menn Postulasögunnar störfuðu í kær- leika. Kommúnistar gera það ekki. Kristnir menn báðust fyrir. Kommúnistar játa, að þeir geri það ekki. Kristnir menn trúðu. Kommúnistar segja, að þeir trúi ekki á Guð. Kristnir menn voru fylltir heilögum anda. Kommúnistar skilja ekki einu sinni persónu heilags anda. Kristnir menn gáfu hverjum manni, eins og hann hafði þörf til. Kommúnistar gera það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.