Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Fyrir Hcklugos 1970 var þetta hraun alvaxið Kamburmosa. Gjóskustormar hafa rifið upp mosann. svo að nú sér víðast að- eins í svarta mold ok nakta steina. Margar piöntur eru ótrúlega seigar við að vaxa upp úr og yfir gjósku eins og krækilyngið á þessari mynd. Takið eftir ber- um stönglum þess, sem er af- leiðing svörfunar gjóskunnar. Birkifræ virðist spíra mjög vel þar sem gjóska og gamhurmosi mætast. Efsta gjóskulag ið myndar harða skel. þannig að gjóskan fýkur lítið sem ekkert Plöntur eins o>> grá- og gamhur mosi. skógar mosi, grá breyskingur grasvíðir, tún vingull og stinnastör hafsi náð fótfestu Ágúst H. Bjarnason: Gróður og gjóska Að lokum má geta þess, að samkvæmt athugunum á gróðri í nágrenni Heklu eftir gjóskufallið 1970, virðist meginþorri algeng- ustu plantna þar um slóðir þola allt að 7—8 cm þykka gjósku án þess að drepast. En vissulega tekur það fáein ár að endurheimta fyrri landgæði, gróðurinn er við- kvæmur fyrir traðki og landinu hættara við uppblæstri en áður. Þar sem nýfallin gjóska er mun þykkari er erfitt að segja um afleiðingar, því að það er mjög háð staðháttum. Minna má á, að í Heklugosi 1947 féll allt að 10 cm þykk gjóska í Fljótshlíð og inn á Þórsmörk, en þess sjást þó lítil merki. Gjóska hefur oft valdið veru- legum spjöllum á gróðri og dýrum, svo að sveitir hafa lagzt í auðn um skamma hríð og að fullu. Þegar dæma á um hugsanlegar skemmd- ir af völdum gjósku, verður að taka tillit til margra þátta. í fyrsta lagi skiptir miklu máli á hvaða árstíma gjóskan fellur og til hverrar áttar hún berst. Minnsta tjón verður, falli hún um hávetur á snjó, en þyngstum búsifjum getur hún valdið, ef hún fellum um vor eða á miðju sumri. Helstu efna- og eðlisþættir gjóskunnar skipta líka máli (t.d. hiti, korna- stærð og sýrumagn), en síðast og ekki sízt ráðast framtíðarhorfur af þykkt gjóskulagsins. Sam- kvæmt athugunum Sigurðar Þór- arinssonar á gjóskulögum og legu býla þeirra, sem lögðust í eyði af þeirra völdum, hefur byggð ofan við hálendismörk tekið af, svo að ekki byggðist aftur um áratugi, hafi nýfallin gjóska verið 20 sm þykk eða meira. 20—40 sm þykkt lag hefur þurft til þess að láglend- isbyggðir færu í auðn um langan tíma, en 15—20 sm þykkt gjósku- lag hefur valdið hléi á búsetu í 1—5 ár. Yfirleitt hafa býli ekki verið yfirgefin, nema gjóskufallið hafi verið 8—10 sm þykkt eða meir. Gosefni eins og flúor geta á stundum valdið meira tjóni en gjóskan, líkt og í Heklugosi 1970. Flúor, sem er lofttegund, er að finna í hraunkvikunni. Þegar gjóskan ryðst upp gíginn, binzt flúor við yfirborð agnanna, aðal- lega sem flúorvetni (HF). Flúor- vetni er oftast sagt vera loftkennt efni, en sé hitinn minni en +19°C er það vökvi. það leysist vel í vatni, og myndast þá sýra, sem leysir ýmis torleyst efni s.s. marga málma, gler, bein o.fl. Þess vegna er ekki unnt að geyma sýruna á glerflöskum, og skal því engan undra, þótt flúor sé hættulegur plöntum og dýrum. Flúoreitrun í skepnum lýsir sér í fyrstu sem doði og lystarleysi en veldur síðan skemmdum (gaddi) í beinum og tönnum. Skepnurnar veslast oft upp á fáum dögum. Hins vegar skolast flúor úr gjóskunni i vætu- tíð og fer ört minnkandi næstu vikur eftir að gjóska fellur. Eins og áður sagði binzt flúor við yfirborð gjóskuagna og er þess vegna hlutfallslega mest að finna í smágerðustu gjóskunni, sem jafn- an berst lengst. Hins vegar gegnir öðru máli um gjóskuna. Gjóskulagið er þykkast næst eldstöðinni en þynnist síðan í misjafnlega breiðum geira eftir því sem fjær dregur. Ás mestu þykktar fer eftir ríkjandi vindátt þær stundir, sem gjóskumyndunin stendur. Gjóskan er mjög jétt í sér, og er því mjög fokgjörn. I jafn vindasömu landi og hér, líða vart margir dagar þangað til að hún fer að fjúka og einnig berst hún með regnvatni og í leysingum á vorum. Varanleg áhrif gjóskunnar á gróður ráðast einkum af þykkt hennar og á hvernig land hún fellur. Sé gjóskan 2 sm þykk eða minna verður vart lítilla sem engra breytinga nema þá helzt í átt til aukins vaxtar. Það stafar af því, að ýmis næringarsteinefni losna úr gjóskunni og koma plönt- unum til góða. Reyndar er þetta lítt kannað mál, en athugulum mönnum þótti grasvöxtur aukast næstu sumir eftir gosið úr Heklu 1947, og virðist það mjög senni- legt. þar sem gjóskulagið er 2—5 sm verður nær alveg haglaust a.m.k. um stund en gróðurinn er þó furðu fljótur að rétta við aftur. Ekki verða ýkja miklar breytingar á graslagi en svarðgróðurinn, mosar og fléttur, verður svolítið öðru vísi. Er það aðallega fólgið í því að hlutdeild einstakra tegunda breytist fremur en að sumar tegundir hverfi og aðrar komi í staðinn. En vert er að vekja athygli á því, að þessi svæði eru fyrst á eftir mjög viðkvæm fyrir traðki. Þar sem nýfallin gjóska er 5 sm þykk eða meira, geta orðið tals- verðar beytingar á gróðri. Venju- legast skolast hún mjög fljótt eða fýkur og sest í dældir og drög. Gjóskan eykur við jarðvegs- þykknun og um leið hættu á uppbiæstri. I þurrum norðanvind- um rýfur hún upp gróður og myndar rof í þúfnakollum, sem stækka með hverju ári. Eins og kunnugt er, er mikill hluti Heklu- hrauna vaxinn gamburmosa. Víða er hann allþykkur, enda vek hann ofan á eigin dauðum leifum. Þar sem gjóskustormar hafa farið yfir hafa efstu 10 sm rifnað burt, svo að nú sér í svarta mold á milli stakra steina og einstakra mosa- kolla. í Heklugosi 1970 huldi 15 sm þykk gjóska eða meira stórt svæði og er það enn að mestu sannkall- aðar vikrur lítt eða ekkert grónar og fýkur úr þeim enn. (Athygli skal vakin á því, að stórvarasamt er að ganga yfir þessi svæði, því að þar er mjög svikult). Á þeim svæðum þar sem 5—15 sm þykk gjóska féll 1970 hafa á 10 árum orðið miklar breytingar. Reynt hefur verið að fylgjast nokkuð með hverjar þær eru, en ekki er tök á að greina ýtarlega frá því hér. Ef bornar eru saman, mælingar á þekju gjósku í tveimur föstum athugunarreitum, kemur í ljós, að hlutdeild gjóskunnar hef- ur minnkað verulega. Hlutdeild gjóskunnar var metin frá 1—5 í 50x50 sm reit. Niðurstöður eru á þessa leið: Vikur 1970: 55455333553355454533 4324 Vikur 1980: 54453322231142152221 1222 Vikur 1970: 15233211323211155121 1111 _21------1 — 21 — 1 — 1 — --1 Eins og sjá má hér af hefur gjóskan minnkað verulega á 10 árum. Það hefur gerst með ýmsum hætti. I fyrsta lagi hefur eitthvað fokið burtu. Þá hafa ýmsar plöntutegundir vaxið upp úr og má þar sérstaklega nefna gambur- mosa. Á allmörgum stöðum hefur hann vaxið 7—11 sm á síðastliðn- um tíu árum og náð að komast upp úr allt að 8 cm þykkri gjósku. Einnig er athyglisvert, að all- margar tegundir þrífast vel í jaðri „gjóskupolla" í hraunum og breið- ast yfir gjóskuna, eins og t.d. krækilyng. En það, sem kemur ef til vill mest á óvart, er, að í hrauni frá 1845 hefur birkiplöntum fjölg- að mjög verulega eftir gjóskufallið 1970. Birkifræið virðist fá sér- staklega góð vaxtarskilyrði í jaðri „gjóskupolla" þar sem rof mynd- ast í gamburmosabreiður. Áður hefur verið bent á þá staðreynd, að birki á Suðurlandi sé einkum að finna í nágrenni virkustu eld- fjalla, og kann hér að vera komin að nokkru skýring á því. Það, sem stendur plöntunum mest fyrir þrifum að vaxa í gjóskunni, er, að hún er mjög laus í sér og fýkur mikið til. Þær plöntur, sem best standa sig, eru þær sem mynda jarðrenglur eins og stinnastör og skriðlíngresi. Verði farið inn á þá braut að sá grasfræi í vikur, myndu slíkar grastegundir án efa gefa bezt.a raun. Sums staðar harðnar efsta gjóskulagið með tíð og tíma og myndast hörð skel, og gjóskan hættir að fjúka til. Á þannig svæðum nema ýmsir mosar og fléttur fyrst land og háplöntur fylgja í kjölfarið. Við jaðar slíkra svæða, þar sem gamburmosa er að finna, má oft sjá hvernig hann breytir vaxtarlagi sínu og sveigir inn yfir gjóskuna. Að lokum má geta þess, að samkvæmt athugunum á gróðri í nágrenni Heklu eftir gjóskufallið 1970, virðist meginþorri algeng- ustu plantna þar um slóðir þola allt að 7—8 sm þykka gjósku án þess að drepast. En vissulega tekur það fáein ár að endurheimta fyrri landgæði, gróðurinn er við- kvæmur fyrir traðki og landinu hættara við uppblæstri en áður. Þar sem nýfallin gjóska er mun þykkari er erfitt að segja um afleiðingar, því að það er mjög háð staðháttum. Minna má á, að í Heklugosi 1947 féll allt að 10 sm þykk gjóska í Fljótshiíð og inn á Þórsmörk, en þess sjást þó lítii merki. I þessari grein hefur aðeins verið fjallað um áhrif gjósku á gróður eftir Heklugos 1970, sem var miklu minna en gosið nú, ef það mætti verða einhverjum til eilítils fróðleiks. Hins vegar skal hér enginn dómur lagður á, hverj- ar afleiðingar gjóskufallsins nú verða og kemur þar hvoru tveggja til, að ég hef ekki enn haft tök á að skoða vegsummerki og svo hitt að erfitt ér að segja nokkuð fyrr en séð verður hvernig jörð kemur undan vetri. Ljóst er þó af frétt- um, að búast má við nokkrum skemmdum á gróðri næstu sumur á ákveðnu svæði. Með sérstökum varnaraðgerðum ætti að vera unnt að draga nokkuð úr þeim, ef ástæða þykir til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.