Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 21 18 handteknir vegna sprengingar í Bologna Romaborg. 29. áKÚst. AP. ÍTALSKA lögreglan skýrði frá því í dag. að handteknir hefðu verið í dag sex nýfasistar er grunaðir væru um að hafa verið viðriðnir sprenginguna í járnbrautarstöðinni í Bologna 2. ágúst síðastliðinn er 83 manns fórust. Hafa þá alls 18 menn. er grunaðir eru um aðild að sprengingunni, verið settir á bak við lás og slá frá því í gærmorgun. Hinum grunuðu hefur verið gefið að sök að hafa stofnað „vopnaða flokka“ og að hafa myndað „undirróðurssamtök". Eru sumir hinna handteknu grunaðir um að hafa endur- reist nýfasistasamtökin Ordine Nuovo, er bönnuð voru árið 1973. Enginn hinna handteknu hefur beinlínis verið sakaður um að hafa átt aðild að spreng- ingunni í Bologna, en lögregl- una grunar að höfuðpaurarnir á bak við sprengjutilræðið séu í hópi hinna handteknu. Enn er leitað sex manna í sambandi við sprenginguna. í sprengingunni í járnbraut- arstöðihni var eitt stöðvarhús- ið af þremur jafnað við jörðu. Auk þeirra er fórust slösuðust 200. Milljónir ítala lögðu niður vinnu 4. ágúst síðastliðinn til að láta í ljós andúð á verknað- inum, og um 200.000 fylgdu hinum föllnu til grafar við allsherjargreftrun í Bologna 6. ágúst. Talið er að markmið nýfas- istanna sé að skelfa almenning með aðgerðum sínum og skapa glundroða, og leggja þannig grundvöll að pólitískri kreppu í landinu í þeirri von að hagnast á henni. Bani-Sadr, forseti Irans: Andvígur að gíslarnir verði dregnir fyrir rétt I>ondon. París, 29. ágúst. AP. ABOLHASSAN Banisadr forseti írans lýsir sig andvígan því í viðtali við franskt blað i dag. að handarísku gísiarnir verði dregnir fyrir rétt. þar sem þá fái Bandaríkjamenn tylliástæðu tii íhlutunar í íran. Ýmis öfl á íranska þinginu hafa róið að því öllum árum að réttar- höld verði sett yfir gíslunum. Einkum er um að ræða klerka í islamska lýðveldisflokknum, en bæði Banisadr og Sadegh Ghotbz- adeh utanríkisráðherra hafa lagst gegn réttarhöldum af þessu tagi. Fulltrúi írans hjá Sameinuðu þjóðunum hvatti í dag Banda- ríkjamenn til að afhenda stjórn- völdum í Iran íranskar eignir sem frystar voru í Bandaríkjunum eftir töku bandaríska sendiráðsins í Teheran í nóvember sl. Sagði fulltrúinn að það gæti líklega flýtt fyrir afgreiðslu máls gíslanna á þinginu í íran. Gíslarnir voru í dag sinn 300. dag í gíslingu. Áætlað er að íranskar eignir, er frystar voru í Bandaríkjunum, nemi um átta milljörðum Banda- ríkjadala. Sextán manns voru teknir af lífi í Teheran í dögun, en þeir voru allir sakaðir um að hafa brotið gegn fíkniefnalöggjöf landsins. Aftökurnar eiga sér stað aðeins einum degi eftir að samtökin Amnesty International hvetja yf- irvöld í íran til að láta af öllum aftökum. James McDonnel látinn JAMES S. McDonnel, stofn- andi McDonnel-flugvélaverk- smiðjanna. er látinn. McDonnel-verksmiðjunum var breytt árið 1967 og hlutu þá nafnið McDonnel-Douglas. James McDonnel var 81 árs gamall þegar hann lést. McDonnel-Douglas-flugvéla- verksmiðjurnar hafa átt í miklum erfiðleikum síðustu misserin eftir að hönnunar- gallar komu fram í DC-10-þot- um verksmiðjanna. Þann 28. ágúst 1977 birtist viðtal í Morgunblaðinu við James McDonnel en þá var hann staddur hér á landi á ATA- þingi. Blaðamenn The Times af lýsa verk- falli sínu Lundúnum. 29. áKÚst. AP. BLAÐAMENN viö Lundúna- blaöiö The Times aflýstu í dag verkfalli — hinu fyrsta sem þeir hafa fariö í í 175 ára sögu hlaösins, eftir að útgáfustjórn- in haföi samþykkt 27% launa- hækkun, sem dreifist yfir 18 mánuöi. The Times kemur því út á morgun.laugardag. Blaðamenn fóru í verkfall á föstudaginn eftir að útgáfu- stjórnin hafði lýst því yfir, að ekki væri svigrúm til launa- hækkana umfram 18%, sem boðið var. Verkfallið hefur kostað blaðið sem nemur 600 milljónum íslenzkra króna. Út- gáfa The Times stöðvaðist í tæpt ár eftir harðvítugar vinnu- deilur og lengi ríkti mikil óvissa um hvort blaðið kæmi nokkurn tíma á götuna framar. Það var síðan í nóvember síðastliðnum, að The Times kom loks út. ERLENT Brezhnev gagnrýn- ir nýja kjarnorku- stefnu Carters Alma Ata. 29. áxúst. AP. LEONID Brezhnev, forseti Sovét- rikjanna. gagnrýndi i dag kjarn- orkumálastefnu Bandarikjanna harðlega i ra'ðu. sem hann flutti i borginni Alma Ata og sjónvarpað var um öll Sovétríkin. Ilann sagði, að ný stefna Bandarikjanna i kjarnorkumálum væri „mjög hættuleg“ og hvatti Vesturveldin til að bregðast jákvætt við frum- kvæði Sovétrikjanna um afvopn- unarmál. eins og forsetinn orðaði það. Jimmy Carter, forseti Bandaríkj- anna lagði fyrir skömmu blessun Þetta gerðist sína yfir nýja kjarnorkustefnu, þar sem ráðist yrði á hernaðarlega og iðnaðarlega mikilvæga staði ef til stríðs kæmi, fremur en á sovéskar borgir. Brezhnev sagði, að með hinni nýju stefnu sinni væru Bandaríkjamenn að gera kjarn- orkustríð hugsanlegt í augum al- mennings. „En raunveruleikinn er allt annar," sagði forsetinn. „Þessi stefna er mjög hættuleg þjóðum heirns," sagði hann ennfremur. Þá sagði Brezhnev, að Sovétríkin yrðu aldrei einangruð frá umheiminum með viðskiptabanni eða banni við þátttöku íþróttamótum. Ólympíuleikum 1979 — Koma sovézkra vígsveita til Kúbu staðfest. 1%3 — „Heita línan“ milli Washington og Moskvu tekin í notkun. 1951 — Varnarsamningur Bandaríkjanna og Filippseyja gerður. 1944 — Rússar sækja inn í Búkarest. 1932 — Hermann Göring kosinn forseti þýzka ríkisþingsins. 1916 — Tyrkir segja Rússum stríð á hendur. 1780 — Benedict Arnold lofar Bretum að láta af hendi virkið West Point, New York. 1721 — Friðurinn í Nystadt: Norðurlandaófriðnum mikla lýk- ur með samkomulagi Svía og Rússa. 1645 —Hollendingar og Indíánar semja frið í Nýju-Amsterdam (New York.) 1596 — Krýndur Kristján IV D— ikonungur. 1526 — Suleiman I Tyrkjasoldán sigrar her Ungverja í orrustunni við Mohacs og Loðvík Ungverjalandi fellur. 30 f. Kr. — Kleópatra fyrirfer sér i Egyptalandi með því að láta apa bíta sig. Afmæli. Mary W. Shelley, brezk- ur rithöfundur (1797—1851) — Ernest Rutherford, brezkur vís- indamaður (1871—1937). Andlát. 1483 Loðvík XI Frakka- konungur — 1940 Sir J.J.Thom- son, vísindamaður. Innlent. 1720 d. Jón bp Vídalín — 1660 d. Steinn bp Jónsson — 1874 Hátíðarsamkoma í Reykja- vík — 1886 Fyrsta tölublað „Þjóð- viljans" — 1905 Jón Ólafsson afsalar sér þingmennsku — 1954 Steinkista Páis biskups opnuð— 1966 Marsvín á Sundunum. Orð dagsins. Skemmdu eplin skemma dllt út frá sér — Benja- min Franklin, bandarískur stjórnmálaleiðtogi (1706—1790). Komið í sýningardeild okkar á sýningunni Heimilið þar sýnum við úrval þurrkaðra blóma ogfallegar gjafavörur. /10% afsláttur. \Allir sem koma i sýningardeild okkai fá afsláttarmiða sem gildir sem 10% afsláttur í verzlun okkar til 15. sept. n.k. •BLÓM&WEmR Hafnarstræti 3, sími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.