Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 43 f. Bikarinn innan seilingar hja Val - eftir 2—1 sigur á Skaganum í gær ÁMINNINGAR: Sigþór rekinn út IA - Valur 1-2 Segja má með sanni. að Vals- menn hafi læst annari hendi kyrfilega um íslandsbikarinn. er þeir sigruðu Skagamenn, 2—1, á Akranesi í gærkvöldi. Þegar tvær umferðir eru eftir, hafa Vals- menn þriggja stiga forystu. Skagamenn verða nú að bíða og vona að Fram vinni bikarinn, því annars er sæti í UEFA—keppn- inni borin von eins og vonin um meistaratitilinn. Staðan í hálf- leik var 1—1. Segja má, að vendipunkturinn í leiknum hafi komið strax á 26. mínútu. Þá var Sigþóri Ómarssyni nefnilega vísað af leikvelli. Sævar Jónsson felldi hann þá gróflega og þegar Sigþór féll til jarðar, dangl- aði hann til Sævars. Kjartan Ólafsson dómari rak Sigþór um- svifalaust út af og tjáði blaða- manni eftir leikinn að brot Sig- þórs hafi verið ásetningsbrot. Nokkru áður hafði Sævar sjálfur fengið gula spjaldið. Þegar Sigþór var rekinn út af, var staðan 1—1 og Skagamenn mjög frískir. Annars var það Valur sem byrjaði af hörku krafti, knöttur- inn lá í neti ÍA strax á fyrstu mínútu. Árni Sveinsson skallaði þá fyrirgjöf út úr eigin vítateig, en þar tók Sævar Jónsson á móti knettinum og skaut á markið. Skotið var þokkalegt, en Bjarni hefði átt að ráða við það. Þess í stað missti hann knöttinn frá sér og boltinn skrúfaðist í markið. Skagamenn létu mótlætið ekkert á sig fá og jöfnuðu á 14. mínútu. Árni Sveinsson tók þá langt inn- kast, Sigurður markvörður Har- aldsson virtist hafa knöttinn, en missti hann skyndilega frá sér og Sigþór var fljótur að nýta sér það, spyrnti viðstöðulaust í netið. Brottrekstur Sigþórs var næstur á dagskrá og úr því tók hægt og bítandi að halla undan fæti hjá ÍA. Sigurmark Vals skoraði Magnús Bergs á 59. mínútu leiksins. Her- mann Gunnarsson sendi knöttinn þá að vítateig ÍA, Matthías og Guðjón Þórðarson börðust þar um knöttinn sem féll til Magnúsar og þrumuskot hans hefði ekki nokkur markvörður ráðið við. Valsmenn sigu síðan fram úr hægt og bítandi, enda voru Skagamenn nú einum færri og sagði það til sín er á leið. Dómari var Kjartan Ólafsson og hafði hann ekki nægilega góð tök á leiknum. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild: ÍA—Valur 1-2 (1-1). MARK ÍA: Sigþór Ómarsson (14.). KA vann KA frá Akureyri tryggði sér endanlega sigur í 2. deildar keppninni í knattspyrnu með því að vinna stórsigur á Seifossi á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur ieiksins urðu 6—0, eftir að stað- an i hálfleik hafði verið 3—0. Yfirburðir KA-manna voru um- talsverðir eins og iokatalan ber með sér. Gunnar Gisiason skoraði tvívegis fyrir KA, Gunnar Blön- dal. Óskar Ingimundarson. Er- lingur Kristjánsson og Eyjólfur Ágústsson skoruðu eitt mark hver. MÖRK VALS: Sævar Jónsson (1.) og Magnús Bergs (59.). AHORFENDUR: 1914. SS/gg. Sögulegur endir á stórleik Vals og ÍA Formaður knattspyrnuráðs ÍA fluttur í sjúkrahús FÁOEYRÐUR atburður varð að loknum leik ÍA og Vais á Akranesi i gærkvöidi, sem vafa- laust mun hafa einhvern eftir- mála. Gunnar Sigurðsson. formað- ur Knattspyrnuráðs Akraness, beið i dyrum dómaraherbergis- ins að leik loknum og vildi ræða við Kjartan Jónsson dómara. Kjartan kvaðst ófús að tala við Gunnar og tjáði honum það. Gunnar var ekki á því að gefa sig og greip hann i arm Kjart- ans, að því er Kjartan tjáði bim. eftir leikinn, og hélt þéttings- fast. Menn voru i herberginu og vildu þeir stia Kjartani og Gunnari i sundur. I þeim hópi var Grétar Norðíjörð, annar iinuvarða leiksins. Greip hann Gunnar föstu hálstaki og hélt honum drjúga stund og sleppti ekki fyrr cn Gunnar var farinn að blána að sögn sjónarvotta. Um síðir sleppti Grétar takinu og hné þá Gunnar niður í gólfið. Átti hann erfitt með andardrátt og var hann fluttur á sjúkrahús- ið á Akranesi. Eftir leikinn sagði Grétar Norðfjörð línuvörður, að hann viðurkenndi að hafa beitt of harkalegum tökum. Rétt hefði verið af sér að skipta sér ekki af málinu, en honum hefði fundist framkoma Gunnars við dómar- ann slík, að hann hefði orðið að blanda sér í málið. Dómari og línuverðir fóru á lögreglustöðina á Akranesi eftir leikinn til þess að gefa skýrslu um atburðinn og voru hróp gerð að Grétari er hann gekk út úr vallarhúsinu. Gunnar Sigurðsson var á bata- vegi þegar Mbl. spurðist fyrir um líðan hans í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var á vellin- um fyrir leikinn og var áfengi tekið af áhorfendum í stórum stíl. Engu að síður bar mikið á ölvun meðal áhorfenda. SS. Teitur skoraði áttunda markið ÞAÐ tók Teit Þórðarson aðeins 5 minútur að finna leiðina i net- möskvana þegar Öster sigraði Mjallby, 3—0, á fimmtudags- kvöldið. Teitur fékk góða sendi- ngu inn i vitateiginn og skoraði viðstöðulaust af stuttu færi. Ekki tókst Teiti að bæta við mörkum, en hann lék vel og fær góða dóma i sænsku blöðunum. Landskrona tapaði, 0—2, á heimavelli fyrir Malmö FF og voru það sanngjörn úrslit. Árni Stefánsson átti engan stórleik í markinu að þessu sinni, en verður ekki sakaður um mörkin. Það fyrra kom er kappinn kunni, Thomas Sjöberg, hafði brotið gróflega á Árna, sem missti knött- inn, og Sjöberg skoraði síðan örugglega. Þorsteinn Ólafsson og félagar hans hjá IFK Gautaborg hafa gert tvö jafntefli í vikunni. Fyrst síðastliðið mánudagskvöld, 0—0, gegn Elfsborg að viðstöddum 26.000 áhorfendum, sem er metað- sókn í Svíþjóð á þessu keppnis- tímabili. Átti Þorsteinn góðan leik, eins og reyndar oftast á þessu keppnistimabili, einkum síðari hluta þess. Þorsteinn var sömu- leiðis öryggið uppmálað er Gauta- borg gerði jafntefli, 1—1, við meistara fyrra árs, Halmstad, í fyrrakvöld. Öster er nú með 29 stig og hefur enn 4 stiga forskot á Brage, nýiiðana í sænsku deildinni. Gautaborg er í fjórða sæti með 23 stig, en getur hleýpt spennu í mótið með því að sigra Öster á miðvikudaginn, þriðja september, er liðin mætast í stórleik 20. umferðar. „.H.SvlWM. Landsliðshópurinn lítið breyttur fyrir landsleikinn gegn Rússum „Rússarnir eru með unninn leik á pappírnum, auk þess sem við getum ekki stillt upp okkar sterkasta liði. en landsliðið stend- ur sig gjarnan best þegar minnst- ar vonir eru bundnar við það og þvi er best að fullyrða sem minnst um útkomu leiksins,“ sagði Ellert Schram, formaður • örn Óskarsson gat gefið kost á sér til landsleiksins ... KSl. á blaðamannafundi i gær, er landsliðsnefnd tilkynnti 16—manna hóp þann sem teflt verður fram gegn Rússum á miðvikudaginn. Er sá leikur ann- ar leikur Islands i undankeppni HM — keppninnar i knattspyrnu, sá fyrri tapaðist á Laugardals- velli gegn Wales, 0—4. Ilópurinn er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Þorsteinn Bjarnason ÍBK, Bjarni Sigurðsson ÍA, Albert Guð- mundsson Val, Árni Sveinsson IA, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Dýri Guðmundsson Val, Janus Guðlaugsson Fortuna Köln, Magn- ús Bergs Val, Marteinn Geirsson Fram, Trausti Haraldsson Fram, Sigurður Halldórsson ÍA, Viðar Halldórsson FH, Örn Óskarsson Örgryte, Sigurlás Þorleifsson ÍBV, Pétur Ormslev Fram og Sigurður Grétarsson UBK. Þetta er keimlíkur hópur þeim sem lék gegn Noregi og Svíþjóð á dögunum, helsta breytingin er sú, að Viðar Halldórsson er kominn aftur í hópinn. Það má þó til að gagnrýna. Með fullri virðingu fyrir hinum ágætu markvörðum Þorsteini og Bjarna, vekur nokkra furðu, að hvorki Guðmundur Bald- ursson né Sigurður Haraldsson komist hér á blað. Má nefna sem dæmi, að Sigurður hefur fengið eitt einasta mark á sig frá því hann kom inn í lið Vals, og það úr tvíteknu víti. Aðeins tveir atvinnumanna ís- lands eru með að þessu sinni, Janus og Örn. „Aðrir voru hrein- lega ekki falir og Karl Þórðarson er meiddur," sagði Helgi Daníels- son, formaður landsliðsnefndar- innar, á fundinum í gær. Nánar verður greint frá landsleiknum í Mbl. á þriðjudag og miðvikudag. Reykjavíkurmót í fjölþrautum MEISTARAMÓT Reykjavík- ur í tugþraut karla og fimmt- arþraut kvenna fer fram á frjálsiþróttavellinum i Laug- ardal næstkomandi mánudag og þriðjudag. Keppni hefst báða dagana kl. 18 og eru keppendur beðnir að mæta klukkustundu fyrr til skrán- ingar. ' Friðjón hætti FRIÐJÓN B. Friðjónsson hef- ur sagt af sér sem formaður aganefndar KSÍ, í kjölfarið á hinu umtalaða „Trausta- máli“. Er að sjá. að ekki séu allir ánægðir með hvernig því máli iyktaði. Stefán til Ármenninga ÁRMENNINGAR hafa ráðið nýjan handknattleiksþjálfara fyrir komandi keppnistima- bil. en sem kunnugt er, stóð til að þeir fengju sovéskan þjálfara á sínum tíma. Ekkert varð ár þvi og nú hefur félagið ráðið Stefán Sandholt. Stefán hefur m.a. þjálfað UBK með góðum árangri. Þá má geta þess, að Ár- mann hefur endurheimt Óskar Ásmundsson, en hann lék með Tý á siðasta keppnis- timabili. óskar er bróðir Þrá- ins Ásmundssonar, horna- mannsins sterka hjá Ár- manni. íslendingar dæma erlendis ÍSLENSKIR knattspyrnu- dómarar munu dæma Evrópu- leiki á næstunni. Magnús V. Pétursson hcfur fengið það verkefni að dæma leik Liv- erpool og Dulun Pallusera frá Finnlandi í Liverpool 1. október. Línuverðir verða Eysteinn Guðmundsson og Rafn Hjaltalin. Guðmundur Haraldsson mun dæma viðureign St. Mirren og Elfsborg sama dag, f UEFA-keppninni. Linuverð- ir hans verða Hreiðar Jónsson og Grétar Norðfjörð. Þá mun Eysteini Guðmundssyni hafa verið falið að dæma landsleik trlands og Kýpur í undan- keppni HM 19. nóvember nk. Línuverðir vcrða óli ólsen og Þorvarður Björnsson. Þá má geta þess, að Ey- steinn Guðmundsson og óli ólsen verða fulltrúar tslands á dómararáðstefnu sem hald- in verður í Hollandi dagana 1. —5. septcmber. Er hér um ráðstefnu millirikjadómara að ræða. Forsala á landsleikinn FORSALA aðgöngumiða á landsleik íslands og Sovét- ríkjanna fer fram við Útvegs- bankann á mánudag og þrið- judag frá klukkan 12.00— 18.00. Heldur hún síðan áfram á Laugardaisvcllinum á miðvikudag frá klukkan 13.00. 2. deild um helgina NOKKRIR leikir fara fram í 2. deild tslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. t dag leika á Hvalcyrarvelli Haukar og Völsungur. Hefst leikurinn klukkan 14.00. Á sama tima hefst leikur ÍBÍ og Austra á ísafirði. Og klukkan 15.00 hefst leikur Þróttar og Þórs á Neskaupstað. Á mánu- dagskvöldið klukkan 19.00 eigast síðan við Ármann og Fylkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.