Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 44
^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JtUrgunbUibid jKgtntlMfafctfr ^Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JMvrgunblnbiti LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Samningaviðræður ASI og VSI: ASÍ vill ekki frekari viðræðr ur að óbreyttri afstöðu YSI VSÍ bauð kauphækkun á bilinu frá 0,06 til 3,64% ALbÝÐUSAMBAND íslands sleit í Kær samningaviðræðum við Vinnuveitendasamband íslands. þar sem viðræðunefnd þess sá ekki ástæðu til áframhaldandi viðræðna að óbreyttri afstöðu vinnuveit- enda. Þetta Kerðist á sáttafundi, eftir að VSÍ hafði lagt fram launastÍKa með 10 þúsund króna hækkun á lægstu laun ok 283 króna hækkun á hæstu laun ok er þá miðað við samræmdan launataxta. HlutfallsleK hækkun tilboðsins, sem VSÍ kvað lokaboð var 3,64% á læKstu laun ok 0,06% á hæsta taxtann. Viðræðunefnd ASÍ hefur verið boðuð saman til fundar á mánudaKsmorKun til þess að ræða framhaldið, ok einnÍK hefur viðræðunefnd VSÍ verið kvödd saman á mánudaK ásamt samninKaráði VSÍ. Viðbrögð framkvæmdastjóra ASÍ og VSÍ eru birt á blaðsíðu 23 í Morgunblaðinu í dag. A sátta- fundinum í gær varð strax vart mikillar reiði innan samninga- nefndar ASI, er menn höfðu kann- að tilboð VSÍ. Halldór Björnsson, ritari Dagsbrúnar tilkynnti þá þegar sáttanefnd, að viðræðu- nefnd ASI vildi ræða við sátta- semjara áður en þeir hættu við- ræðum. Fóru forystumenn VSÍ síðan á eintal með sáttanefnd og síðan forystumenn ASÍ, var síðan afráðið, að gert yrði hlé á sátta- fundi og aðilar hittust aftur rétt fyrir miðaftan. Á þeim fundi gekk hvorki né rak og gaf þá viðræðu- nefnd ASI út svohljóðandi til- kynningu: Mjólkin hækkar á mánudag: Hækkunin nemur 10 til 18 af hundraði Frá hlaóamanni MoneunhlaAsins. TryifKva (iunnarssyni á Kirkjuhajar klaustri. SAMKOMULAG hefur orðið í sex manna nefnd um bráðabirgðaverð- lagningu á mjólk og mjólkurvörum frá 1. september, og hækka mjólkurvörur frá og með mánudeginum um 10 til 18% í smásölu. Þannig hækkar yerð á hverjum litra mjólkur í pökkum úr 329 krónum í 371 kr. eða um 12,8%. Verð á hverju kK af 1. flokks smjöri hækkar úr 3266 kr. í 3760 kr. eða um 15,1%. En hvert kg af 45% osti hækkar um rúm 10%, eða úr 3442 kr. i 3811 kr. Rikisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar hækkanir á mjólkurvörum. að sögn Gunnars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda. Sem fyrr sagði er þetta bráða- birgðaverðlagning þar sem enn hefur ekki náðst samkomulag inn- an sex manna nefndar um nýjan verðlagsgrundvöll landbúnaðar- vara, sem gilda á frá 1. september nk. Bæði fulltrúar neytenda og bænda í nefndinni létu við af- greiðslu nýja mjólkurverðsins bóka að þeir teldu sig óbundna af þessari bráðabirgðaverðlagningu við endanlega haustverðlagningu. Samkvæmt þessu samkomulagi hækkar verð á hverjum mjólkur- litra til bænda um 11% og vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur hækkar úr 83,56 kr. á lítra í 90,39 kr. eða um 8%. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að auka niðurgreiðslur á mjólk og mjólkurvörum og nemur hækkun niðurgreiðslnanna 7 kr. á hvern mjólkurlítra, en hver lítri verður þá greiddur niður um 146 kr. Niðurgreiðslur á smjöri hækka úr 2580 kr. í 2685 kr. Sumarslátrun ákveðin: Kjötið hækk- ar um 37% ^ Frá TrygKvi (iunnarssyni. hlaðamanni Morxunhlaósins á Kirkjuha jarklaustri. ÁKVEÐIÐ hefur verið verð á sumarslátruðu dilkakjöti ok kostar hvert kílógramm af 1. verðflokki i heilum skrokkum. skiptum að ósk kaupenda. 2664 krónur í smásölu. Er þetta verð um 37% hærra heldur en á því dilkakjöti sem nú er á boðstólum, en hvert kK af 1. fl. í heilum skrokkum kostar nú 1947 krónur. Framleiðsluráð landbúnaðar- verður á þess vegum, til slátrun- ins hefur heimilað sumarslátrun á allt að 16 þúsund fjár. Þeir aðilar, sem fengið hafa þessi sláturleyfi, eru Sláturfélag Suð- urlands, sem má slátra allt að 10 þúsund fjár í Sláturhúsinu á Selfossi. Þá hefur Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki fengið leyfi til að slátra 3 þúsund fjár, og Slátursamlag Skagfirð- inga á Sauðárkróki hefur einnig fengið leyfi til að slátra 3000 fjár. Slátursamlagið mun ætla að flytja það fé, sem slátrað ar í sláturhúsi Kaupfélagsins á Svalbarðseyri. Gísli Andrésson formaður stjórnar Sláturfélagsins, sagði að áformað væri að hefja slátrun hjá SS á Selfossi á mánudag, en allt væri enn í óvissu um hversu margt fé bændur vildu láta til slátrunar strax. Þá væru þessi sláturleyfi bundin þeim skilyrð- um að einungis yrði tekið fé til slátrunar af öskufallssvæðunum og slátrun stæði aðeins yfir í eina viku. „Vinnuveitendasamband ís- lands hefur í dag gefið viðræðu- nefnd ASÍ tilboð um 10.000 kr. kauphækkun á lægsta kaup þann- ig að það verði 285 þús. kr. á mánuði eftir hækkun. Samkvæmt tilboðinu dregur síðan mjög ört úr hækkuninni í krónutölu. Jafn- framt neitar Vinnuveitendasam- bandið alfarið að semja um gólf í vísitölubótum, þannig að hærri vísitölubætur komi á lægsta kaup. Þá vantar og mikið á að samkomu- lag hafi náðst um röðun í launa- flokka. Viðræðunefnd ASÍ telur ekki ástæðu til áframhaldandi við- ræðna að óbreyttri afstöðu vinnu- veitenda." Eins og fram hefur komið, hefur viðræðunefnd ASÍ verið kölluð saman til fundar á mánudags- morgun og er búizt við því að samninganefndin stóra verði kvödd saman í kjölfar þess fundar. Mönnum var á sáttafundi í gær mjög heitt í hamsi og ræddu menn innan viðræðunefndar ASÍ að nú væri ekkert framundan annað en verkfallsaðgerðir. Eins og áður kom fram er kauphækkunin, sem í boði var í gær á bilinu frá 0,06% til 3,64%, en einstaka hópar geta hækkað meir vegna samræming- arinnar. ASÍ-menn telja að BSRB-samningar hafi gefið um 6-8% hækkun, en VSÍ metur þetta tilboð til 6% útgjaldaaukningar fyrir atvinnurekendur. Liðdin. Mbl. Ól. K. M. „Vonandi ekki síðustu blóm sumarsins ...“ 60% starf smanna Amarflugs sagt upp ARNARFLUG hefur sagt upp 40 flugliðum frá 1. nóv. og 1. des. nk. eða 60% af starfsliði félagsins vegna verkefnaskorts i vetur, en hins vegar er unnið að öfiun verkefna fyrir veturinn. Ef það tekst ekki verða aðeins tvær áhafnir eftir á Boeing 720 af sjö áhöfnum að undanförnu. Liðlega helmingur þessa starfsfólks var ráðið til sumarstarfa. en auk áhafnanna sjö hefur fjórum flug- mönnum i innanlandsflugi verið sagt upp. Meðal starfsmannanna 40 eru 28 flugfreyjur, 7 flugmenn og 5 flugvélstjórar. Helzta verkefni Arnarflugs á næstunni er væntanlega píla- grímaflug milli Nigeríu og Jedda en frumsamningur hefur verið gerður þar um. Er pílagrímaflugið á sömu leið og pílagrímaflug flugleiða og er reiknað með því að flytja 5000 pílagríma í 27 ferðum. Sjá viðtal við Magnús Gunnars- son, forstjóra Arnarflugs á bls 2.: „Höfum samið ...“ Verkfailsheimild sam- þykkt hjá flugfreyjum „ÞÓTT trúnaðarmannaráð FIuk- freyjufélagsins hafi á fundi i kvöld samþykkt verkfallsheimild og sú heimild hafi hlotið samþykki fé- laKsfundar i kvöld, þá þýðir það ekki að boða eigi verkfall. við munum halda að okkur höndum um sinn á meðan mál skýrast betur,“ sagði talsmaður flugfreyja í sam tali við Mbl. að loknum félagsfundi þeirra i gærkvöldi. en sama er að segja um afstöðu flugmanna á fundum þeirra i fyrrakvöld. For- ystumenn þeirra verkaiýðsfélaga sem hlut eiga að máli varðandi uppsagnir Flugleiða sátu fund i Kærmorgun með forsætisráðherra ok samKönguráðherra þar sem þeir Kerðu grein fyrir sínum sjónarmið- um i sambandi við uppsagnirnar. Ekki náðist samband við formenn lands mótmælir harðlega uppsögn- flugmannafélaganna í gærkvöldi, en Jófríður Björnsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins sagði, að á morgunfundinum hefði hún kynnt afstöðu Flugfreyjufélagsins þar sem uppsagnirnar eru vefengdar, því halda eigi flugi áfram, þá sé ekki um 3 mán. uppsagnarfrest að ræða og lögð var áhersla á að starfsaldurs- listi hafi gilt hingað til. í samtali við Mbl. í gær sagði Erling Aspelund, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, að Flugleiðir vonuðust til þess að geta ráðið sem flestar af þessum flugfreyjum aftur, en það mál lægi ekki klárt fyrir enn. Á fundi Flugfreyjufélagsins var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt: Félagsfundur Flugfreyjufélags ís- um allra flugfreyja og flugþjóna Flugleiða og framkvæmd þeirra. í uppsagnarbréfum stendur: „Jafn- framt er þess vænst að til endur- ráðningar sem flestra flugfreyja geti komið og stefnt að því að unnt verði að tilkynna yður ákvörðun þar að lútandi eigi síðar en 1. nóv. nk.“ í reynd er því uppsagnarfresturinn einn mánuöur. Þar sem Flugleiðir hafa lýst því yfir að félagið muni halda áfram flugrekstri er Ijóst að óþarft var að segja upp öllum flugþjónum og flugfreyjum Flug- leiða. Uppsagnir og endurráðningar flugfreyja og flugþjóna hafa ætíð verið framkvæmdar eftir starfsaldri og krefst fundurinn því að sá háttur sé hafður á nú sem endranær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.