Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 TUTTUGASTI og fyrsti úrslita- leikur í bikarkeppni KSI fer fram á Lautíardalsvellinum annað kvöld og hefst hann klukkan 14.00. Þar eigast við bikarmeistarar síðasta keppnistímabils, Fram, og Is- landsmeistarar síðasta sumars, ÍBV, sem sagt stórleikur. IBV hefur ekki sigrað í keppni þessari síðan 1972 og reyndar aðeins Fram og ÍBV mætast í 21. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ TBV þrívegis leikið til úrslita síðan 1968. 1970 vildi svo sérkennilega til að þá mætti liðið einnig Fram. Sigraði Fram, 2—1. Frömurum hefur gengið betur í keppni þess- ari, en eins og áður sagði varð liðið bikarmeistari í fyrra, sigraði þá Val, 1—0, í úrslitaleik. Alls hefur Fram leikið sex sinnum til úrslita og unnið tvívegis, ÍBV, 2—1, 1970 eins og áður sagði, síðan ÍBK, 2—1, árið 1973. Það má að sjálfsögðu búast við miklum baráttuleik og á ýmsu hefur gengið í leikjum Frarrí og IBV í sumar. Fram hefur unnið báða deildarleikina, samtals 3—0, en IBV kom fram hefndum í meistarakeppninni, sigraði þá eft- ir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Þótti sá leikur mjög opinn og fjörugur. Hvernig fer á morgun skal hér engu spáð um. Þess má geta, að Tómas Árnason ráðherra verður heiðursgestur og mun af- henda sigurlaun í leikslok. - KK- „Við höfum vel til unnið“ - segir nestorinn Páll Pálmason • Sighvatur í þann mund að slá á fingur sinn. Ljórnn. SinurKeir. „Fram er ÞAÐ LÁ vel á Páli Pálmasyni á fimmtudagsmorgninum þegar við Mbl.menn sóttum hann heim á vinnustað hans i Fiskimjols- verksm. í Vestmannaeyjum þar sem hann starfar sem verkstjóri. Páll og félagar hans í ÍBV-liðinu hofðu kvoldinu áður unnið góðan sigur á Víkingi og því var gott hljóð í monnum i Eyjum þennan ágústmorgun. Við báðum Pál um smáspjall vegna úrslitaleiksins í Bikarkeppninni á sunnudaginn og var það auðsótt mál. Þetta verður ekki í fyrsta skipt- ið sem Páll leikur í úrslitum Bikarkeppninnar því á sunnudag- inn leikur hann sinn fjórða úrslitaleik. „Já þetta verður fjórði leikurinn," sagði Páll, „fyrst var það 1968 þegar við unnum KR b, 2—1, síðan kom tapleikur við Fram 1970, 2—0, og síðan unnum við FH 1972, 2—0. Allar þessir leikir voru á gamla „góða“ Mela- vellinum og fóru fram við hörmu- legar aðstæður, í kulda og trekk í vetrarbyrjun. Þegar við lékum við FH var þriggja stiga frost og í leiknum við Fram 1970 kom snjó- bylur í miðjum leik. Að leika nú er ekki saman að jafna við það sem áður var, nú eru bikarúrslitin orðin að viðburði og fólk kemur að horfa á góða leiki við góðar aðstæður." Um leiki ÍBV á leiðinni í úrslitin og keppnistímabilið hjá ÍBV hafði Páll Pálmason m.a. þetta að segja: „Við höfum náð upp góðum leikj- um í Bikarkeppninni í sumar og unnið góða sigra á þremur öðrum 1. deildarliðum, KR, ÍBK og Breiðablik, og tvö þessara liða lögðum við á útivelli. Við höfum því vel til unnið að komast í úrslitin. í 1. deildinni hefur fá- dæma mótlæti elt okkur allt frá byrjun. Við höfum tapað ekki færri en fimm stigum á síðustu mín. leikja sem við vorum komnir með unna stöðu í. Þá hafði meiðsli og leikbönn leikið okkur grátt og þegar verst lét vorum við komnir með sjö menn á sjúkralista. Þegar þetta allt saman bætist við það að við misstum frá okkur þrjá topp- menn fyrir mótið, þá skal engan undra að eitthvað láti undan." — Og svo er það leikurinn á sunnudaginn Páll, hverja telur þú vera möguleika ÍBV? „Við eigum góða möguleika á að vinna Fram- arana á sunnudaginn en þá verð- um við líka á ná upp góðri baráttu og vinna vel saman eins og við höfum gert í fyrri bikarleikjum okkar. Ef við náum upp góðri baráttu þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við vinnum leikinn. Þetta verður fjórða viðureign okkar við Fram í sumar og við eigum nú harma að hefna á þeim. Þeir unnu okkur, 1—0, í báðum • Páil mundar sleggju. deildarleikjunum og voru þar þrælheppnir, en við náðum að vinna þá í Meistarakeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Bikararnir vilja til okkar Eyjamanna! Við Eyjamenn stefnum ákveðið að því að vinna Bikarinn á sunnudaginn. Ljóst er þó að leikurinn verður erfiður og mikil pressa verður á mannskapnum, en ég er mjög bjartsýnn. Verð að vera það svona á gamalsaldrinum!" — hkj. sannkallað varnarlið“ MIKIÐ (tg stórt skarð var hoggv- ið í varnarvegg ÍBV þcgar liðið varð að sjá á eftir þeim Erni Óskarssyni og Valþóri Sigurðs- syni. miðvorðunum sterku. yfir í önnur lið. En máltækið segir að maður komi í manns stað og það hafa þeir Eyjamenn sannreynt i sumar. Gústaf Baldvinsson og Sighvatur Bjarnason hafa staðið sig mjog vel í sínum nýju stöðum. Mhl.menn kíktu inn í Frystihús FIVE á fimmtudaginn og raddu stuttlega við hinn 18 ára miðvörð ÍBV, Sighvat Bjarnason. í tilefni úrslitaleiks Bikarkeppninnar. Sighvatur stundaði í vetur nám við Verslunarskólann í Reykjavík og átti því ekki létt með að æfa með liði sínu í vetur og vor. „Eg kom ekki heim til Eyja fyrr en um miðjan maí og hélt satt að segja að ég ætti ekki mikla möguleika að komast í liðið fyrr en þá þegar líða tæki á sumarið. En 4. júní lék ég minn fyrsta deildarleik og hefi verið í liðinu síðan. Það eru gífurleg viðbrigði að leika í 1. deildinni frá því að leika í 2. flokki, meiri alvara og harka. Það hefur verið gaman að takast á við þetta í sumar og maður öðlast aukna reynslu með hverjum leik. Toppurinn yrði svo að sjálfsögðu ef við vinnum Fram á sunnudaginn. Þetta hefur nokk- uð skipst í tvö horn hjá okkur í sumar. Við höfum fundið okkur vel í bikarleikjunum en illa haldið takti í deildinni. Annars höfum við held ég aldrei verið með okkar sterkasta lið í sumar, alltaf hafa einhverjir verið meiddir eða þá í leikbanni." Sighvatur stendur nú frammi fyrir því á sínu fyrsta ári í mfl. ÍBV að hljóta Bikarmeistaratitil, takist honum og félögum hans að bera sigurorð af Fram á sunnu- daginn. Hvað heldur hann sjálfur um möguleika ÍBV? „Við eigum alla vega jafna möguleika og þeir að vinna leik- inn. Þetta verður örugglega hörkuleikur og mikil barátta því til mikils er jú að vinna. Ég gæti trúað að það liðið sem verður fyrra til að skora mark vinni leikinn. Fram er sannkallað varn- arlið og það verður því erfitt verk hjá sóknarmönnum okkar að vinna á þessum varnarmúr þeirra, en strákarnir frammi hafa skorað átta mörk í Bikarkeppninni í sumar og þeir eiga örugglega eftir að skora í úrslitaleiknum. Við sem skipum heimavarnarliðið undir forystu Páls Pálmasonar munum svo leggja okkur alla fram um að koma í veg fyrir að Framarar skori í leiknum. Við ætlum okkur sigur á sunnudaginn og vilji svo illa til að við töpum, verður það ekki vegna skorts á vilja hjá okkur leikmönnunum," sagði hinn korn- ungi en sterklegi miðvörður ÍBV, Sighvatur Bjarnason, og er hann greinilega tilbúinn í slaginn á sunnudaginn. — hkj. • Marteinn vill fjórða launapeninginn. verð- menn, þeir berjast til síðasta blóðdropa,“ sagði Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram, er Morgunblaðið innti hann eftir möguleikum Fram á að hreppa bikarinn eftirsótta. Eins og lesa má. er Marteinn hóflega bjart- sýnn. Mbl. spurði Martein því na*st hvort leikmenn liðsins væru undir álagi vegna þess að liðið berst til sigurs á tveimur víg- stöðvum. „Það er búið að vera t.öluvert álag, sérstaklega um tíma, er Víkingarnir voru jafnir okkur að stigum og Valsmenn á undan. Þau lið £átu þá einbeitt sér algerlega að Islandsmótinu, en við áttum þá eftir að mæta FH í undanúrslitum og standa síðan í málaferlunum sem í kjölfarið kornu," sagði Mar- teinn. Mbl. spurði Martein um hæl hvernig stæði á sveiflunum í „Eyjamenn verða mjög erfiðir" hafa gengið til hinna ýmsu leikja. Áhugi fyrir sumum leikjum hefur verið í lágmarki og slíkt kallar fram hugarfarsbreytingu." En hvernig verður liðið á morg- un? „Það er ekki búið að velja það. Þrír okkar eiga við meiðsl að stríða og þjálfarinn getur ekki valið endanlegt lið fyrr en sýnt verður með okkur Trausta og Jón Pétursson. Trausti fékk slæmt spark gegn FH og var mjög bólginn um tíma. Það var þó eitthvað að lagast. Svo tóku sig upp gömul meiðsl hjá Jóni og ég veit ekki hvernig honum reiðir af. Sjálfur er ég mun betri, þó ekki alheill." Marteinn er reynd kempa í úrslitaleikjum, hann leikur á morgun til úrslita um bikarinn í fjórða skiptið. Alltaf hefur hann verið í sigurliði. „Já, það er rétt, og ég er bjartsýnn á að framhald verði á þeirri velgengni. Þó þori ég engu að spá um leikinn, þ.e.a.s. umfram það að Fram vinnur leik þennan," sagði Marteinn að lok- „Ég tel möguleika okkar þó nokkra. en Eyjamenn verða erfið- ir, Eyjamenn eru jú alltaf Eyja- leikjum F'ram. „Það er fyrst og fremst fólgið í því hvernig hugar- fari ýmsir af leikmönnum liðsins „Þeir verða dýrvitlausir" • Pétur ætlar að skora tvívegis. „Þetta verður örugglega hörkuleikur og ekkert gefið eftir. ekki þumlungur" sagði Pétur Ormslev í stuttu spjalli við Mbl.. en Pétur fær ásamt öðrum það hlutverk að skora markið eða mörkin sem færa Frömurum bik- arinn. Pétur er sem stendur einn markahæsti ieikmaður 1. deildar og Eyjamenn mega alls ekki líta af honum ef þeir ætla ekki að hljóta af skaða. Morgunblaðið spurði Pétur því næst hvernig leikurinn legðist i hann. „Hann leggst mjög vel í mig, enda tel ég Fram vera mun sigurstranglegra lið. Við erum með betri markvörð, betri vörn og yfir höfuð betri einstaklinga. En þetta verður engu að síður erfiður leikur, Eyjamenn verða dýrvit- lausir og gefa okkur engan frið. Þeir standa sig oft best þegar mest á reynir, en ég tel engu að síður að Fram hreppi bikarinn." En finnst þér erfiðara að leika gegn ÍBV heldur en gengur og gerist með 1. deildar varnir? „Já, ég er ekki frá því. Baráttan í liðinu er svo rosaleg, þeir sparka og berjast villt og galið, ætla ekki að sleppa einu eða neinu fram hjá sér, þeir eru erfiðir mótherjar." Mbl. spurði næst um sveiflu- kennda leiki Fram í sumar og ' hvort það væri vegna „pressu“ yfir að vera með járn í eldinurn á tveimur stöðum, þ.e.a.s. með í baráttunni bæði um deild og bikar. „Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt álag vegna stöðu liðsins. Hins vegar hafa svona sveifluleikir alltaf verið viðloð- andi Fram—liðið. Ég held samt að við sýnum ekki okkar verri hlið í úrslitaieiknum, menn gera sér nefnilega góða grein fyrir mikil- vægi leiksins." Mbl. bað Pétur að lokum að spá um úrslit leiksins. „Já, ég vil mjög gjarnan spá, við vinnum 3—1 og ætla ég að skora tvö mörk,“ svaraði Pétur hógværð- in uppmáluð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.