Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Átökin í frönskum höfnum, sem fiskimenn hafa iokað til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt kjör, hafa með róttæk- ari hætti en flest annað beint athygli manna að erfiðleikum Efnahagsbandalags Evrópu við mótun sameiginlegrar fiskveiði- stefnu fyrir bandalagsríkin niu. Vandræði bandalagsins í þessu efni eru ekki ný af nálinni. í mörg ár hefur verið unnið að þvi að móta sameiginlega fisk- veiðistefnu þess. Má í því sam- bandi rifja það upp, að í maí 1977 afhentu þeir Einar Ág- ústsson, utanrikisráðherra, og Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, Finn Gundelach fulltrúa stjórnarnefndar banda- lagsins drög að fiskverndar- samningi milli íslands og Efna- hagsbandalagsins. Umræður um þessi drög hafa aldrei kom- ist á neinn rekspöl vegna þess, að Efnahagshandalagið hefur ekki verið með neina samræmda stefnu i þessum málum. í sumar fór nefnd íslenskra embættismanna undir forystu Hannesar Hafsteins, skrifstofu- stjóra í utanríkisráðuneytinu, til fundar við embættismenn Efna- hagsbandalagsins í Briissel. Nauðsynlegt var fyrir stjórnvöld hér að taka upp þráðinn við bandalagið vegna þess að eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar Þessi niðurstaða viðræðna ís- lensku embættismannanna við fulltrúa Efnahagsbandalagsins frá því í sumar er ekki til frambúðar. Hún gildir aðeins fyrir árið 1980. Fyrir dyrum standa frekari viðræður af Is- lands hálfu við Efnahagsbanda- lagið. Undir lok september munu íslenskir fiskifræðingar fara til fundar í Brússel og ræða þar um fræðileg atriði við starfsbræður sína, sem starfa í höfuðstöðvum bandalagsins og ef til vill taka fiskifræðingar frá einstökum að- ildarlöndum bandalagsins einnig þátt í þeim viðræðum. Síðan er gert ráð fyrir því, að í fyrri hluta októbermánaðar fari fram fyrsta lota í viðræðum íslands og Efna- hagsbandalagsins um framtíð- arskipan á fiskveiðisamskiptun- um. Stjórnarnefnd bandalagsins ákveður veiðikvóta fyrir hvert ár í upphafi þess og mun því stefnt inu fái skip bandalagsrikja rétt til veiða á móti. Bandalagið vill einnig að litið sé á samskipti viðkomandi þjóðar við bandalag- ið í heild, þannig að viðskipta- fríðindi séu metin jafnt og önnur fríðindi. íslendingar hafa fylgt þeirri stefnu, að ekki skuli bland- að saman fiskveiðihagsmunum og viðskiptahagsmunum, þannig að í þessu efni er um grundvall- armun á afstöðu að ræða. Ljóst er, að við erum ekki í stakk búnir til að heimila veiðar erlendra þjóða á þorski eða öðrum fiskteg- undum, sem nú eru fullnýttar hér við land. Undir þá skilgrein- ingu fellur ekki kolmunni og kann því að koma til álita að heimila skipum frá Efnahags- bandalagslöndum veiðar á þeim fiski í stað réttinda til loðnu- og rækjuveiða í grænlenskri lög- sögu. Eins og málum er nú háttað eru það aðeins þrjár Hagsmunir íslands og fiskveiðistefna Efnahagsbandalagsins við austurströnd Grænlands í 200 sjómílur fyrir norðan 67. gráðu féllu loðnumið íslenskra fiskiskipa innan grænlensku lögsögunnar, sem er hluti af sameiginlegu hafsvæði Efna- hagsbandalagsins. Niðurstaða þessa embættismannafundar var sú, að bandalagið mun á þessu ári ekki koma í veg fyrir veiðar íslenskra skipa innan græn- lensku lögsögunnar leiti loðnan þangað. Enn hefur ekki verið skýrt frá efni reglugerðar á vegum bandalagsins, sem heimil- ar þessar veiðar Islendinga, svo að ekki er endanlega vitað um kvótann, sem úthlutað verður. Standa vonir til þess, að hann þrengi að engu leyti umsvif veiðiskipanna frá því sem verið hefur. að því, að um næstu áramót verði einhver niðurstaða fengin varð- andi loðnuveiðar á árinu 1981. Af íslands hálfu verður lögð áhersla á að fá viðurkenningu bandalags- ins á því, að Islendingar ráði ákvörðun um heildaraflamagn loðnu, en slík viðurkenning fékkst frá Norðmönnum í Jan Mayen-samkomulaginu frá því í maí. I öllum fiskveiðisamskiptum sínum við ríki utan bandalagsins leggur stjórnarnefndin áherslu á gagnkvæmni, það er að í stað veiðiréttinda á bandalagssvæð- þjóðir, sem stunda loðnuveiðar á norðurslóðum, íslendingar, Fær- eyingar og Norðmenn. Aðrar, þjóðir eins og til dæmis Danir, ráða yfir fiskiskipum, sem auð- veldlega gætu veitt loðnu. Ekki er ólíklegt, að þessi skip vildu sækja á Grænlandsmið. Hins vegar gætu þau ekki með góðu móti komið aflanum frá sér til bræðslu nema honum yrði annað hvort landað hér á landi eða um borð í bræðsluskip á miðunum. Mun hafa verið á það minnst, að íslendingar heimiluðu skipum frá Efnahagsbandalagslöndum að landa afla í verksmiðjur hér Ljósm. Mbl. Kmilía Íijorií Björnsdóttir og kæmi slík aðstaða til álita, þegar gagnkvæmni yrði metin. Greinilegt er, að hér er um flókin mál að ræða og þannig verður að halda á málum, að engum dyrum sé lokað, því að í framtíðinni getum við áreiðan- lega haft mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Efna- hagsbandalagið, bæði varðandi fisksölur og veiðar í lögsögu þess, og má þar minna bæði á Norður- sjávarsildina og botnfiskveiðar við Austur-Grænland. Markvisst er unnið að því að byggja upp þorskstofninn við austurströnd Grænlands með ströngum veiði- takmörkunum, þannig mega í ár ekki aðrir veiða þar þorsk en Grænlendingar og er veiði þeirra takmörkuð við 3000 lestir. ★ Samkvæmt ákvörðun æðstu manna Efnahagsbandalagsland- anna er nú stefnt að því, að 31. desember næstkomandi liggi fyrir sameiginleg fiskveiðistefna þess. Slíkar lokadagsetningar eru ekki nýjar af nálinni, svo að engum kæmi sérstaklega á óvart, þótt endanlegar ákvarðanir drægjust fram yfir áramótin. „Þetta er afleiðing af því sem koma skal“ Skiljanlega setti það Jónas Kristjánsson á Dagblaðinu. sið- degisblaðafulltrúa rikisstjórn- arinnar. i vanda, þegar Gunnar Thoroddsen iýsti því yfir í þýzku pressunni, að hann væri forsætisráðherra í miðvinstri- stjórn. Jónas hafði nefnilega haldið. að Gunnar Thoroddsen væri hægri maður eins og Indr- iði G. Þorsteinsson, en þeir hafa báðir haft i flimtingum að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Jónas Kristjánsson hefur að sjálfsögðu reynt að gera gott úr þessu með því að sýna fram á, að „miðvinstri“ í munni Gunn- ars Thoroddsens þýddi sama og „hægri“ hjá Indriða, sbr. leiðar- ann „Út og suður, norður og niður“, sem birtist í Dagblaðinu hinn 22. ágúst sl„ en þar segir m.a„ „Staðreyndin er, að hug- tök eins og hægri og vinstri, íhald. framsókn og kommún- ismi hafa ekki hið minnsta gildi í islenzkum stjórnmálum...“ Þetta minnir á góða dátann Sveijk, þegar hann á leiðinni frá Tábor til Budejovice (allir héldu að hann væri liðhlaupi) gekk beint í vestur í stað þess að fara í suður í áttina til téðrar borgar, þangað sem ferðinni var þó heitið. Þá kvað hann við raust í myrkri næturinnar: lllt er að halda áttum hér, austur og vestur jafngott er. Hvort út eða suður einn ég fer, upp eða niður — sama er mér. The Blue Boy Meðan Vilmundur Gylfason var á uppleið urðu þau ummæli hans fræg, að bláeygir menn ættu ekki að hætta sér að samningaborðinu með kommún- istum og framsóknarmönnum. — í helgarblaði Vísis 23. ágúst segir Jón Ormur Halldórsson, hægri hönd forsætisráðherra og formaður efnahagsmálanefndar- innar: „Nefndarmenn voru sam- Hugleiðingar vegna viðtals við formann efnahagsmála- nefndar mála um, að gengissig væri röng leið og þess vegna er lagt til að gengið verði sett fast, og gengis- aðlögun á hálfs eða eins árs fresti sé mun heppilegri." Það er satt að segja ekki undarlegt, þótt hagfræðilegur ráðunautur skuli hafa verið ráð- inn að forsætisráðuneytinu, eftir að efnahagsnefndin skilaði áliti, ef annað er jafngáfulegt hinum tilvitnuðu orðum, (Vitaskuld er heppilegast að ástæður séu þannig, að gengið þurfi hvorki að síga né falla, ef út í það er farið.) Og raunar ekki skrýtið heldur, þótt Steingrímur Hermannsson hafi misst eitt og annað út úr sér síðan, því eins og skín í gegnum ummæli hans: Hvernig er hægt að fara með blaður eins og þetta inn á fund hjá fulltrúum útflutn- ingsatvinnuveganna? Sennilega vita allir óháskólagengnir menn, að sjávarútvegurinn hefur hald- ið okkur íslendingum uppi: Stjórnarráðið, bankarnir, há- skólinn og raunar kerfið allt hangir á þeim „bláþræði", sem sjávarútvegurinn er. Ef þessi bláþráður slitnar, hrynur allt annað líka eins og spilaborg. Svo kemur nýútskrifaður maður í stjórnmálafræði og hagsögu í Bretlandi og segir við okkur: „Þetta stöðuga gengissig sem hér hefur verið um langt skeið, hefur verið einn helzti verð- bólguhvatinn."!!! Það er rétt, að gengið hefur ýmist sigið eða fallið um 25— 30% eða svo síðan í marz. Þetta versnar með degi hverjum. Samt sem áður hefur komið til stöðv- unar hjá sumum frystihúsum og önnur eru við það að stöðvast. Og ástandið er enn verra í ullar- og skinnaiðnaðinum, ef marka má viðtal við Hjört Eiríksson, forstjóra Iðnaðardeildar SÍS í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þetta stöðuga verðfall krón- unnar er óhjákvæmilegt vegna þess að innlendu kostnaðar- hækkanirnar hafa orðið miklu meiri en auknir tekjumöguleikar erlendis. Bilið er brúað með því að skera af krónunni. Þetta hélt ég nú raunar að allir vissu, — fulltíða menn á íslandi. Þetta er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.