Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 31 KVIKMYNDIR Jakob Hafstein á Húsavík JAKOB Hafstein opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 30. ágúst og verður hún opin næsta hálfan mánuð. A sýningunni eru 50 myndir málaðar með olíu, vatnslitum og olíupastel. Allar myndirnar á sýningunni er til sölu. Jakob er fæddur og uppalinn á Húsavík og hefur alla tíð sýnt ræktarsemi við byggð og íbúa, svo að búast má við að sýningin verði fjölsótt. Sýning Jakobs er opin virka daga milli klukkan 17 og 22 og milli klukkan 14 og 22 um helgar. — fréttaritari. Tónabíó frumsýnir Hnefann Á FIMMTUDAG frumsýndi Tónabíó myndina Hnefann (F.I.S.T.), sem byggð er á samnefndri bók Joe Esteras um einn voldugasta verkalýðsforingja Bandaríkj- anna, Jimmy Hoffa, sem hvarf með dularfullum hætti fyrir nokkrum árum. Leikstjóri er Norman Jewison (Jesus Christ Superstar, Rússarnir koma, Fiðl- arinn á þakinu, I næturhitanum). Aðal- hlutverk Sylvester Stallone (Rocky), Rod Steiger og Peter Boyle. Myndin fjallar um uppgang Kovaks (Jimmy Hoffa) í bandarísku verkalýðs- hreyfingunni og störf hans í þágu hennar. Hann gefst upp og leitar á náðir glæpamanna þegar atvinnurekendur eru ósveigjanlegir í samningaviðræðum, en verður að horfast í augu við að bófarnir vilja hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Sýningu Kristins lýkur í kvöld Málverkasýningu Kristins G. Jóhannssonar í Gallerí Háhóli lýkur í kvöld. Á sýningunni eru rúmlega 4#verk, unnin í krít og olíu. Tólf ár eru frá því að Kristinn sýndi síðast, en áður hafði hann haldið fjölda sýninga á Akureyri, Reykjavík og víðar, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Kristinn er menntaður hér heima og hefur auk þess stundað nám við Edinburg College of Art, síðast 1977—1978. Sýningin verð- ur opnuð kl. 16.00 í dag, en henni lýkur kl. 22.00 í kvöld. Cr myndinni Hnefinn (F.I.S.T.) sem Tónabíó frumsýndi í fyrradag, fimmtudag. Verkalýðsforinginn Kovak (Sylvestar Stallone) i hópi félaga sinna. Kristinn G. Jóhannsson. SKYLDU þeir setja i væna spröku á Akureyrarmótinu í dag? Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson á alþjóðlegu sjóstangaveiðimóti sem haldið var i Vestmannaeyjum 1978. MYNDLIST Jacek Tylicki - pólskur far- andlistamaður Nú stendur yfir í Gallerí Suður- götu 7 sýning pólska farandlista- mannsins Jaceks Tylickis, sem starfað hefur á Norðurlöndum undanfarin ár. Þetta er önnur einkasýning Pólverjans í galleríinu og stendur hún út næstu viku. Einnig tók Tylicki þátt í Experimental Envir- onment á Korpúlfsstöðum nú ný- verið. Listamaðurinn notar nátt- úruna í verkum sínum á nýstár- legan hátt. Jacek Tylicki hefur haldið einkasýningar í Svíþjóð, Danmörku og Póllandi. SJÓSTANGAVEIÐI Akureyrar- mótið fer fram í dag í dag fer fram hið árlega Akureyrarmót í sjóstanga- veiði. Róið verður frá Dal- vík og veitt á utanverðum Eyjafirði. Sjómenn hafa orðið sæmilega varir á þessum slóðum nú upp á síðkastið eftir heldur dræma veiði í sumar. í fyrra tóku milli 50 til 60 manns víðs vegar að af landinu þátt í Ákureyrar- mótinu og fengu um 5 tonna afla samtals. Bíóin um helgina Tónabíó hefur nýhafið sýningar á myndinni Hnefinn (F.I.S.T.), sem byggð er á ævi eins voldugasta verkalýðsforingja Bandarikjanna, er hvarf með dularfullum hætti fyrir nokkrum árum. í aðalhlut- verkum eru Sylvester Stallone, Rod Steiger og Peter Boyle. Laugarásbió hefur nýhafið sýn- ingar á myndinni Hraðaæðið (The Speed Merchants), sem fjallar um helstu kappakstursmenn í heimi og bílana sem þeir aka. Gamla bíó sýnir um þessar mund- ir nýja ensk-bandaríska mynd, International Velvet. Aðalhlut- verk leika Tatum O’Neal, Christo- pher Plummer og Nanette New- man. Stjörnubió sýnir nú myndina Löggan bregður á leik (Hot Stuff), sem fjallar í iéttum dúr um nokkuð óvenjulegar aðferðir lög- reglunnar við að handsama fanga. Aðalhlutverk: Dom DeLuise, Jerry Reed, Luis Avlos og Suzanne Pleshette. Ilafnarfjarðarbió sýnir myndina Þokan (The Fog), nýja bandaríska hrollvekju um afturgöngur og dularfulla atburði. Aðalhlutverk: Adrienne Barbeau og Janet Leigh Bæjarbíó sýnir um þessar mundir myndina Rothöggið, gamansama mynd um einkaspæjara. Austurbæjarbíó hefur nýhafið sýningar á nýrri bandarískri gam- anmynd í litum, Frisco Kid. Aðal- hlutverk leika Gene Wilder og Harrison Ford. Háskólabió sýnir um þessar mundir nýja bandaríska stór- mynd, Flóttann frá Alcatraz. í aðalhlutverkum eru Clint East- wood, Patrick McGoohan og Rob- erts Blossom. Hafnarbió sýnir myndina Mann- ræningjann (Sweet Hostage), um ástir og óvænt örlög. Aðalhlut- verk: Linda Blair og Martin Sheen. Regnboginn. Salur A: Sólarland- aferð, ný sænsk gamanmynd. Sal- ur B: The Reivers, ævintýramynd í gamansömum dúr, með Steve McQueen. Salur C: Vesalingarnir, Les Miserables, byggð á sögu Victor Hugo. Aðalhlutverk: Ant- ony Perkins og Richard Jordan. Salur D: Fæða guðanna, byggð á sögu H.G. Wells. Aðalhlutverk: Majore Gornter, Pamela Franklin og Ida Lupino. Nýja bíó sýnir Óskarsverðlauna- myndina A Triumph með Sally Field í aðalhlutverki. Myndin fjallar um baráttu starfsmanna í dúkaverksmiðju í einu suðurríkja Bandaríkjanna fyrir stofnun fé- lags eða samtaka til að ná fram kjarabótum. LEIKLIST Síöasta sýn- ingarvika Ferðaleikhúsið hefur nú síðustu sýningarvikuna á „Light Nights" að Fríkirkjuvegi 11 og lýkur þar með 11. starfsári sínu. Sýningar eru fjórar í viku, þ.e. á fimmtu- dags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast þær kl. 21.00 öll kvöldin. Sýningar þessar eru einkum ætlaðar enskumælandi ferða- mönnum. Upplýsingar á ensku um sýninguna er að fá í símsvara leikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.