Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 MOBödKí-'.V^ KAff/no * #j -T-'i así er 'gás&sé UeKar við komum í land skal é/? Kcra þér grein fyrir cklrum frístundaiðkunum mínum! efz/ (if) líma mynd af honum á spegilinn þinn. TM Reg U S Pat Oft all rights reserved ® 1978 Los Angeies Times Syndlcate \ 732 V Kinkennile/í orloK. að við félaK arnir verðum fyrstir til að komast upp á klcttinn. Ef þú kyssir mig verð ég yndislegur prins og við getum átt saman helling af smá- froskum. 702 TA«tMO<oS*U 709 r**oowsc COSPER Er þaö strákur. — Þaö verður að halda upp á þaö í kvöld, — eigið þér frí? * - - J«Mff Fjórar spurningar Reykvíkingur skrifar: Kæri Velvakandi. „Húsmóðir í miðbænum" rit- ar í dálkum þínum þann 26. ágúst um nýlega umræðu í sömu dálk- um, sem fjallaði um skattfríðindi samvinnufélaga, verzlunarhætti „fyrir norðan" og „fyrir sunnan" o.fl. Alla umræðu um þessi málefni tel ég til bóta, og þess vegna finnst mér það skaði að skýr hugsun í tilskrifi Húsmóður í miðbænum virðist mér fara á tvist og bast í moldviðri stóryrða, og mætti í því efni taka þessi dæmi: „Sálar- mubla“, „fjargviðrast", „dómadags afskiptasemi", „bágborin sálar- heilsa", „kaupfélagssálsýki", „um- gangspest", og þannig mætti lengi telja. • Kjarni málsins Þegar kjarni málefnis er óljós, hefur oft reynzt vel að safna dreifunum saman með því að leggja fyrir sig eða aðra spurn- ingar. — Því vildi ég góðfúslega mega leggja eftirfarandi spurn- ingar fyrir Húsmóður í miðbæn- um: 1) Er það rétt skilið að Húsmóðir í miðbænum telji það eðlilegt að voldug verzlanasamsteypa „fyrir norðan" neitar að hafa á boðstólum iðnaðarvörur verk- smiðja „fyrir sunnan“? 2) Ef svo er, — getur Húsmóðir í miðbænum þá fallizt á, að staðreynd þessari sé mætt, með því að verzlanir „fyrir sunnan" neiti að kaupa og verzla með iðnaðarvörur frá verksmiðjum umra'dds stór- veldis á Akureyri? 3) Telur Húsmóðir í miðbænum það eðlilegt og réttlátt, að samvinnufélög geti náð þvi marki að greiða allt niður í þriðjung skatta sem önnur rekstrarform verða að greiða? Brosað út í annað... 1. — Á hverju lifir þú eiginlega, Pétur? — Ég lifi af bréfdúfunum mín- um sjö. — Það er ekki hægt að lifa af bréfdúfum. — Jú, það er alveg hægt úr því að ég geri það. Eg sel þær á morgnana fyrir 5000 krónur hverja, svo koma þær fljúgandi til mín á kvöldin! 2. Bóndi nokkur horfði hróðugur á nýræktina sína. Hann hafði þrælað næstum nætur og daga og nú var komið fram í ágúst og árangur erfiðisins var að koma í ljós. Presturinn kom í heimsókn og bóndinn sýndi honum túnin í fullum blóma. Presturinn hrós- aði honum fyrir dugnaðinn og sagði, að þetta gengi kraftaverki næst, hvernig holtin hefðu breyst í græn tún. — En, bætti presturinn við, þú mátt ekki gleyma því, að þú hefur látið Guð sitja á hakanum. — Jú, satt er það, mælti bónd- inn, en bætti síðan hróðugur við: — Það er nú svo. Presturinn hefði bara átt að muna, hvernig allt leit út hér um kring, þegar Guð sá um þetta einn síns liðs. 3. Skoti nokkur kvartaði yfir háu bensínverði við sölumann- inn. — Já, en þú átt engan bíl, sagði sölumaðurinn. — Nei, svaraði Skotinn, en ég á sígarettukveikj ara. 4. Sjúklingurinn: Hvað kostar að draga tönnina úr? Tannlækn- irinn: Það kostar 5000 krónur að jafnaði. — Fimm þúsund krónur fyrir verk, sem tekur fáeinar sekúnd- ur? Tannlæknirinn: Ég get auðvitað verið miklu lengur að því, ef þér viljið fá meira fyrir peningana! Heiðarleiki Bjarni og Birna skruppu eitt sinn út í búð fyrir mömmu sína. Þegar þau komu út úr mjólkurbúðinni fóru þau að rífast. Birna vildi halda á mjólkirtni, sem Bjarni var með í höndunum. Þau gátu alls ekki komið sér saman um, hvort þeirra ætti að bera mjólkina heim. Allt í einu þreif Birna mjólkurfernuna úr fangi Bjarna og ætlaði að hlaupa af stað. Þá vildi svo illa til, að hún missti hana niður. Fernan rifnaði og öll mjólkin rann niður á gangstéttina. Systkinin stóðu í öngum sínum og störðu ýmist hvort á annað eða mjólkina, sem rann í lækjum út á götuna. Maður nokkur, sem stóð þar hjá, vatt sér að þeim og sagði við Bjarna: — Farið bara heim og segið, að afgreiðslustúlkan hafi misst fernuna niður, þá lagast þetta allt. Bjarni þurrkaði tárin, sem voru farin að renna niður kinnarnar og starði á mann- inn. Síðan sagði hann: — Á ég að segja mömmu ósatt... Hún hefur alltaf kennt mér að segja ... Hvað hefðuð þið gert í þeirra sporum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.