Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 BLÓM VIKUNNAR \ W V UMSJÓN: ÁB. O SELJA Salix Caprea Tré eða hávaxinn runni með stór egglaga eða sporbaugótt blöð, sem eru gráloðin a.m.k. í fyrstu og alltaf að neðan, en oft falla smám saman hárin á efra borði blaðanna. Börkurinn er sléttur, ljósgrár eða grábrúnleit- ur. Sterklegir árssprotar. Eins og flestar víðitegundir ber seljan rekla áður en hún laufgast, oft löngu áður, og eru reklarnir gildir, grábrúnleitir á lit, þ.e. kvenreklarnir. Kven- og karlreklar eru sitt á hvoru tré og munu karltré selju hér fágæt. Hæstu seljur hér á landi munu vera 10—11 m. á hæð. Gráloðið seljulauf er ekki ósvipað laufi loðvíðis á að iíta. Það hefur t.d. ferðamönnum fundist er þeir sáu stóru seljuna í garðinum á Egils- stöðum á Héraði, en hún er 7—8 m. há. „Getur loðvíðir orðið svona hár og beinvaxinn" sagði einn í hrifningu. Allmargar seljuhríslur í Reykjavík, bæði í Laugardal og hér og var í görðum út um borgina. Einnig bastarðar, sennilega milli selju og Salix cinera. Margar víðitegundir mynda bastarða sín á milli og getur reynst torvelt að ákvarða þá til tegunda. Allar fjórar íslensku víðitegundirnar mynda bastarða sín á milli. Segjum að fyrst myndi gulvíðir og loðvíðir bastarð og hann síðan annan með grávíði! Svo getur farið að lokum að eiginleikar fleiri en tveggja víðitegunda komi fram í einum bastarði. Er þá óvíst hvað út af bastarði þessum kemur, ef hann er frjósamur á annað borð. Sem dæmi um víðibastarða í görðum má t.d. nefna brekku- vfði sem er íslenskur bastarður og viðju sem vera mun norskur. Víðifræ missir fljótt grómagn sitt og þolir illa geymslu. Víði- tegundum er venjulega fjölgað með græðlingum, það er fljótleg- ast og öruggast. Best er að nota unga greinaenda eða búta og setja niður á ská, þannig að mestur hlutinn sé á kafi í jörðu, þrýsta moldinni vel að og halda henni vel rakri meðan græðling- urinn er að mynda rætur og festast í jarðveginum. Velja ber góða hrislu til undaneldis og með græðlingaaðferðinni ganga allir eiginleikar móðurhríslunn- ar að erfðum. En svo er ekki með fræsáningu ef ætternið er bland- að. Selja er sérkennilega fagurt garðtré, oft hin spengilegasta. Henni má fjölga með sumar græðlingum og einnig með Sveiggræðslu en þá er grein sveigð niður í mold og fest þannig með steini eða öðru, þar til rætur hafa myndast á bugð- unni. Ýmis afbrigði munu til af selju og misgóð. Á árunum 1936—1939 var töluvert flutt inn frá Saltdal í Noregi og hefur það kvæmi eða afbrigði reynst vel. I.D. UNGVIÐI Ljotsm. Gunnar V. Andrésson. Unnið að slökkvistörfum i skemmunni. LJósm. Mbl. Júlíus. Eldur í skemmu ELDUR kom upp i skemmu við Þórðarhöfða laust fyrir klukkan 17 i gær. Skemman er í eigu Reykjavíkurborgar og sú nyrsta af röð 10 járnbogaskemma. Unnið er að viðbyggingu og er talið að neisti hafi komizt í plastklæðningu, er verið var að rafsjóða. Slökkviliðið gekk vask- lega fram við slökkvistörf, sendi fjóra reykkafara inn í skemmuna og fjóra menn upp á þak til að rjúfa það. Tók slökkvistarf innan við klukkustund. Talsverðar skemmdir urðu á skemmunni. Metupp- skera í Þykkvabæ -ÞAÐ er ljóst að metupp- skera verður hér í Þykkva- bænum að þessu sinni, sagði Magnús Siguriásson íréttaritari Mbl. í gær, þegar blaðið spurðist fyrir um kartöfluuppskeruna. —Árið 1978 var metupp- skera hér en ljóst er að uppskeran verður meiri núna, sagði Magnús. Hann kvað erfitt að skjóta á eitthvert magn en uppsker- an yrði örugglega meira en tíföld. I Djúpárhreppi eru 54 kartöfluframleiðendur og er upptaka að hefjast af fullum krafti á næstu dög- um. Veðurblíða hefur verið einstök í sumar og hefur ekki betra sumar komið síðan 1939 að sögn Magnús- ar. Að undanförnu hefur komið frost eina og eina nótt en engir skaðar orðið af þeim sökum. Ástæða til að kanna nánar ýmsa olíuviðskiptakosti segir Jóhannes Nordal „OLÍUVIÐSKIPTANEFND skilaði áliti sínu í febrúar síðast- liðnum til viðskiptaráðherra, þar sem gerð var grein fyrir þeim verkefnum. sem unnið hafði verið að samkvæmt beiðni ráðherra og ríkisstjórnar,“ sagði Jóhannes Nordal, formaður olíuviðskiptanefndar, þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæli viðskiptaráðherra í blaðinu á þriðjudag um störf nefndarinnar. „1 bréfi til ráðherra í febrúar kom fram að nefndin teldi sig vera búna að ljúka ákveðnum þáttum, sem henni hafði verið falin að vinna að. Eftir að nefndin skilaði fyrri skýrslu sinni í september s.l. var henni falið með bréfi ráðherra frekari könnun á ýmsum þáttum, sem fram höfðu komið í skýrsl- unni. Formlegt svar ráðherra við bréfinu hefur enn ekki borist og þar sem nefndinni hafa ekki vierð falin ný verkefni hefur hún ekki starfað síðan." Jóhannes var ennfremur spurð- ur hvort skýrsla nefndarinnar gæfi tilefni til að kanna nánar einhver atriði. „Það eru ýmsir viðskiptakostir, sem ástæða er að kanna nánar og ég tel víst, að ráðherra hafi í huga að gera það, en hann hefur ekki falið nefndinni að vinna það verk,“ sagði Jóhann- es Nordal að lokum. Haustsónatan LEIKSTJÓRI: INGMAR BERGMAN. KVIKMYNDATAKA: SVEN NYKVIST. NAFN Á FRUMMÁLI: HÖSTSONATEN. SÝNINGARSTAÐUR: LAUGARÁSBÍÓ. Haustsónatan minnir á smá- sögu þar sem í örfáum dráttum er dregin upp mynd af lífi þriggja persóna. Mæðgnanna Charlotte og Evu svo og yngri dóttur Charlotte sem er nokkurs konar aukaper- sóna og fyllir upp í þá mynd sem áhorfandinn fær af Evu. Á yfir- borðinu er líf þeirra Evu og Charlotte ósköp slétt og fellt. Eva er gift norskum presti sem hefir komið sér fyrir í dálitlu guðsríki í dal einum við lygnan fjörð þangað sem hann fær senda ríkistékkana reglulega, Charlotte æðir um heiminn og lemur flygla fyrir ríkulega umbun. Líf yngri dóttur Charlotte er varla svona slétt og notalegt, því hún hefir enga borg- aralega hulu að breiða yfir sjálf sitt, er ein ólýsanleg kvika — sállífeðlisfræðilegur sjúkdóms- hnútur. Því miður leynist slíkur hnútur undir yfirborði hinnar virðulegu prestfrúar og hins glæsilega konsertvörumerkis. Með eldsnöggri myndskiptingu, notkun bakmynda, nákvæmri nærmynda- töku (dálítið langdreginni stund- um) og frábærri lýsingu tekst Ingmar Bergmann og Sven Ny- kvist að lýsa svo inn í þessar persónur að þær standa naktar eftir. Við sjáum hve ástleysi Charlotte, slíkt sem hún bjó við í æsku — sviptir hana eðlilegri löngun til mannlegra samskipta. Hún finnur tilfinningum sínum stað í tónlist hinna gömlu meist- ara, snertir við fólki með tónunum en ekki höndunum (sem er dauða- synd hjá listamanninum Bergman sem strýkur leikurum í tíma og ótíma meðan á upptöku stendur). Þessi tilfinningalega einangrun Charlotte nær að sjálfsögðu til hennar nánustu, Eva ekki undan- skilin. Sýnir Bergman okkur snilldarlega hvernig hún sem barn bíður fyrir utan æfingarsal móður sinnar. Og þá er henni hleypt inn. Móðirin tekur við bakka fullum af sætindum og rjúkandi kaffi sem litla telpan réttir henni, á bakkan- um er einnig dagblað, sem hinn útkeyrði píanósnillingur hylur sig á bak við. Barnið hörfar, út úr heimi hinnar háu tónlistar, skiln- ingsvana. Enn átakanlegri eru bakmyndir þær sem sýna æsku systur Evu, sú fékk ekki einu sinni að rétta móður sinni kaffisopann í æfingapásunum. Virðist sem hennar staður hafi verið í tóm- leika afskiptaleysisins. Má því líta á hinn sállífeðlisfræðilega sjúk- dóm sem beina afleiðingu algerrar tilfinningalegrar einangrunar. Verður áhorfandanum nú enn ljósar það innra landslag sem hefir í upphafi mótast í sálartetri Evu. Bergman hreyfir hér við alvarlegu vandamáli, þ.e. hverju þeir fórna sem vanrækja sína nánustu á altari framans. Að vísu er hans skýring sálfræðileg sú að ástleysið erfist frá manni til manns sé nokkurskonar erfða synd. Ég kýs frekar að skoða þetta vandamál í þjóðfélagslegu sam- hengi. Flest þjóðfélög virðast byggð upp á samkeppni. Þeir sem falla í þann stríða straum, nauð- ugir, viljugir eða óviljugir, hljóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.