Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 11 Um 250 magalæknar þinga í Reykjavík Um 250 læknar á Norðurlöndum sitja um þessar mundir norrænt þing meltingarlækna. sem haldið er í Reykja- vík. Félag meltingaíræða hefur séð um undirbúning þingsins, sem nú er haldið öðru sinni hér á landi. fyrst 1975. Hliðstæð félög á hinum Norður- löndunum skiptast á um að halda þing þessi árlega og er það nú haldið í fjórtánda sinn. Aðalefni þingsins eru magaspeglanir og meltingarsjúkdómar og er m.a. fjallað um meðferð við magasár- um. Fer þinghaldið að mestu fram með fyrirlestrum og umræðum. Þinginu lýkur um hádegi á laugar- dag. I tengslum við þingið, sem fram fer á Hótel Loftleiðum, sýna íslensk og erlend lyfjafyrirtæki framleiðslu sína og erlendir fram- leiðendur lækningatækja. Um 250 norrænir magasérfræð- ingar sitja nú ráðstefnu í Reykja- vík og var mvndin tekin i fundar- hléi. Stafsetn- ing og- grein- armerkja- setning „UGLA“, kennslubók í stafsetn- ingu eftir Gunnar Finnbogason hefur nú verið gefin út i 3. útgáfu. Gr hún miðuð við 9. bekk grunnskóla eða næsta áfanga í framhaldsskólum. „Það sem helst skortir til þess að ná meiri leikni í stafsetningu er meiri æfing eða m.ö.o að leysa fleiri verkefni", segir höfundur m.a. í formála. „Því er farið út á þá braut í þessari útgáfu að fjölga verkefnum verulega en sleppa öðru sem var í fyrri útgáfu og er bókin jafnstór og áður“. Þá er komin út kennslubók í greinarmerkjasetningu eftir sama höfund. Er þetta lítill bæklingur ætiaður bæði skólum og almenn- ingi. Bókaútgáfan Valfell gefur bæk- urnar út. v Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON að berast með út á nýjar lendur þar sem oft er hvorki staður né stund fyrir grátandi krakkaroll- inga. í hinni hörðu elvi samkeppn- innar drukknar slíkt tíst, þar til á endanum að það verður að háværu öskri. Býst ég við að margir þeir sem klína út mannkynssögubækur og sitja á heiðursbekkjum, hafi orðið að lúta sömu örlögum og Charlotte í HAUSTSÓNÖTUNNI að horfa framaní tvö vanrækt öskrandi fullorðin börn. En var það hennar sök hve líkaminn var sterkur, sálin hrifgjörn og löngun- in sterk að synda mót hinum stríða straum, stökkva fossa og upp á TOPPINN? Botninn myndi Bergman segja en hans þjóðfé- lagsímynd er nú í ætt við sjálfs- nægtarhugmynd Lao Tze. Það er ósköp auðvelt fyrir Bergman að staðnæmast við slíka sýn, hann er sjálfur öruggur á toppnum og þarf ekkert að óttast nema skatt- heimtumenn Svíaríkis. Þær miklu freygátur sem hann beitir fyrir sig í Haustsónötunni Ingrid Berg- man og Liv Ullmann eru einnig fremur öruggar hvor á sínum toppi. Þó finnst mér vindurinn í seglum þeirrar síðarnefndu full mikill á stundum og Ingrid Berg- man mætti sigla mjúklegar inn í hlutverkið. Kannski skortir þær raunverulegar öldur að berjast við þannig að braki hressilega í viðn- um. Finnski hönnuðurinn Timo Sarpaneva slær enn í gegn með gullfallegri og sérstæðri glerhönnun. Hann sækir fyrirmyndir sínar í finnska skerjagarðinn og kallar seríuna ARKIPELAGO. Með ARKIPELAGO hefur Sarpaneva fundið nýja leið að innstu eiginleikum glersins. Engir tveir hlutir eru nákvæmlega eins. SÝNINGá ARKIPELAGO seríunni og öðrum eftirsóttum littala glervörum er í verslun okkar30. ágúst til 14. september. Yður er hér með boðið að koma og njóta þessara sérstöku listmuna. Opnunartími: Virka daga kl. 9—18. Fimmtudagskvöld til kl. 22. Laugardaga kl. 9—17. KRISTJfifl SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEG113, SMIÐJUSTiG 6, SlMI 25870 frá finnska Skerjagaróinum! Nýjung í glerframleiðslu. SÝNING 30. ágúst til 14.september. Opnunartími: Virka daga kl. 9—18. Fimmtudagskvöld til kl. 22. Laugardaga kl. 9—17. argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.