Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Stjórn Skáksambands Islands: Engar kosningar eiga sér stað á aðalfundi þings Skáksambands Norðurlanda - Einar S. Einarsson hefur gert tilraunir til að setja fótinn fyrir stjórn S.í. i fjármálum sambandsins MORGUNULAÐINU barst í K*r eftirfarandi frá stjórn Skáksam- bands íslands: „Vegna blaðaskrifa undanfarið vill stjórn Skáksambands Islands óska þess að Morgunblaðið birti í heild lög Skáksambands Norður- landa. Þar kemur fram svo ekki verður um villzt, að engar kosn- ingar eiga sér stað á aðalfundi þingsins, eins og sjá má af 6. lið laganna um dagskrá þingsins. Því er ekki um að ræða framboð, kjör eða kjörtímabil. Viðkomandi aðildarsamband velur tvo fulltrúa árlega og hefur Skáksamband Islands gert það á hverju sumri að minnasta kosti síðastliðin 10 ár, eins og sjá má í fundargerðum skáksambandsins. Skáksamband Islands hefur frjálsar hendur með val þessara fulltrúa og leggur enga áherzlu á, að forseti Skáksambands Islands sé ávallt annar fulltrúanna, þótt svo hafi atvikazt nú. Einar S. Einarsson hefur hvað eftir annað sýnt okkur fádæma yfirgang frá því hann féll í kjöri til forseta á síðasta aðalfundi S.I. Hann hefur meðal annars gert fjárhagslegar skuldbindingar fyrir skáksambandið eftir að hann hætti sem forseti þess. Einnig hefur hann gert tilraunir til þess að setja fyrir okkur fótinn í fjármálum sambandsins. Það er því í hæsta máta óeðli- legt, að hann sitji áfram sem „NORSKA skáksamhandið hefur fengið bréf frá Skáksamhandi íslands. þar sem tilkynnt er að dr. Ingimar Jónsson og Þor- steinn Þorsteinsson séu nú full- trúar þess í stjórn Skáksam- bands Norðurlanda. Um aðra málavexti hef ég ekkcrt heyrt, þannig að á þessari stundu hef ég ekkert um málið að segja, annað fulltrúi Skáksambands íslands i Norræna skáksambandinu. Skák- samband Islands mun tilkynna öðrum aðildarsamböndum Nor- ræna skáksambandsins þetta sjónarmið sitt. Hér fara á eftir lög Skáksam- bands Norðurlanda: „1. gr. Markmið Markmið Skáksambands Norður- landa er að efla skáklíf á Norðurlond- um og stuðla að auknu skáksamstarfi milli landanna með því: að Norðurlandamót í skák verði haldið annað hvert ár af einhverju aðildarsambandanna, þar sem keppt verði um titlana: Skákmeistari Norður- landa, Unglingameistari Norðurlanda í skák og — sé sérstakur kvennaflokkur í mótinu — Norðurlandameistari kvenna í skák. að skipuleggja eða hafa frumkvæði, eftir því sem mögulegt er, að öðrum skákkeppnum, svo sem skólaskák og unglingamótum, og ráðstefnum. að veita, svo fremi að fjárhagur leyfi, fjárstyrki til einstakra skákmanna til þátttöku í mótum, sem haldin eru á vegum sambandsins, og að vinna að þvi á annan hátt, að norrænir skákmenn fái tækifæri til þess að keppa í skák eða að helga sig skák. 2. gr. Aðild. Aðilar að Skáksambandi Norður- landa eru eftirtalin landssambönd: Dansk Skak Union, Finlands Centr- alschackförbund, Talvsamband Föroya, en það, að ef einhverjar væringar eru með mönnum á íslandi. þá leysa þeir vonandi þau mál sjálf- ir,“ sagði Magnus Monsen, for- seti Skáksambands Noregs, er Mbl. leitaði í gær álits hans á þeirri deilu, sem nú er milli stjórnar Skáksambands íslands og Einars S. Einarssonar. Skáksamband Islands, Norges Sjakk- forbund og Sveriges Schackförbund. 3. gr. Stjórn. Þing. 1. Málefni Skáksambands Norður- landa eru í höndum stjórnar, sem skipuð er tveimur fulltrúum frá hverju aðildarlandanna, tilnefndum af viðkomandi landssambandi. 2. Stjórnin er ályktunarbær þegar minnst fjórir stjórnarmenn eru mættir til fundar. 3. Stjórnarformaður er annar fulltrúa þess lands, er næst heldur Norður- landamót í skák. Viðkomandi aðild- arskáksamband velur stjórnarfor- manninn. Tilfærsla á embætti stjórnarformanns á sér stað að loknu Norðurlandaskákmótinu, þeg- ar fyrir liggur ákvörðun um, hvaða skáksamband heldur næsta mót. 4. Stjórnarformaður tilnefnir ritara innan eða utan stjórnarinnar. 5. Stjórnarfundir skulu haldnir annað hvert ár samhliða Norðurlandamót- inu í skák, svo þess á milli, þegar stjórnarformaðurinn telur þess þörf. Stjórnarfundur sá, sem hald- inn er, á meðan á mótinu stendur, kallast Þing Skáksambands Norður- landa og hefur sérstök mál til ákvörðunar. 6. Á dagskrá þingsins skulu vera eftirfarandi mál: 1. Ákvörðun um hvaða aðildarsam- band skal halda næsta þing og mót. 2. Ákvörðun um aðildargjöld til sam- bandsins fyrir árin milli þinga. 3. Ákvörðun um þátttökugjöld og upp- hæð hæstu verðlauna á næsta móti. 4. Ákvörðun um fjárveitingu til næsta Norðurlandamóts. 5. Ákvörðun um gjaldkera og tilhögun endurskoðunar. 6. Ákvörðun um hvenær boð til þing- halds og móts skal liggja fyrir og hvenær þau skuli haldin. 4. gr. Keppnisreglur Þingið eða stjórnin setur nauðsyn- legar reglur varðandi Norðurlandamót- ið, sem fram fer annað hvert ár, svo og fyrir önnur mót, sem Skáksamband Norðurlanda gengst fyrir. - O O O - Lög þessi voru einróma samþykkt á þingi Skáksambands Norðurlanda, sem haldið var í Sandefjord, Noregi, 2. ágúst 1975 og komu í stað fyrri laga frá 12.-13. ágúst 1967. Á þingi sambandsins í Sundsvall, Svíþjóð, 28. júlí 1979 var felld niður 5. gr. laganna, sem fjallaði um styrkveit- ingar frá sambandinu.““ Forseti norska skáksambandsins: Bara fengið tilkynn- ingu um nýju fulltrúana Formaður danska skáksambandsins: Einar S. Einarsson er áfram stjórnarformaður „ÉG fékk í gær bréf frá Skák.sam- handi íslands, þar sem tilkynnt er að sambandið hafi útnefnt nýjan forseta fyrir Skáksamhand Norðurlanda og er vitnað til þriðju greinar laganna. Stjórn- armönnunum virðist þó hafa yfir- sést, að í þessari lagagrein segir líka. að stjórnarformannsskipti fari þá fyrst fram, þcgar Norður- landamótinu i skák er lokið. Einar S. Einarsson tók við emb- ættinu að loknu skákmótinu i Sundsvall og hann gegnir þvi. þar til næsta móti er lokið, nema hann segi sjálfviljugur af sér ombadtinu. Samkvæmt þeim fréttum, sem ég hefi af þessum deilum á íslandi. er ekki um það að ræða.“ sagði Steen Juul Mort- ensen, formaður danska skák- sambandsins, er Mbl. leitaði álits hans á deilum Einars S. Einars- sonar og stjórnar Skáksamhands íslands. Mortensen á sæti i stjórn Skáksamhands Norðurlanda og að venju eiga I)anir að halda Norðurlandaskákmótið á eftir ís- lendingum. þannig að þeir eiga næsta formann stjórnar Skák- sambands Norðurlanda. „Ég viðurkenni, að lög Skák- sambands Norðurlanda eru ekki alveg skýlaus, hvað snertir stjórn- arformennskuna, en það er mitt álit, að Einar S. Einarsson hafi í fyrra verið réttkjörinn fulltrúi Skáksambands íslands í stjórn Skáksambands Norðurlanda og til stjórnarformennsku og því hljóti hann að gegna því embætti, ef hann sjálfur kýs, þar til skipt verður um stjórnarformann að loknu næsta Norðurlandamóti í skák,“ sagði Mortensen. „Ég tel að stjórn Skáksamhands íslands hafi gengið of langt með þessu uppá- tæki sínu og líklegast mun ég senda henni mótmæli gegn því og tilkynna, að danska skáksamband- ið líti svo á, að Einar S. Einarsson sé áfram formaður stjórnar Skák- sambands Norðurlanda. Ég tek það skýrt fram, að með þessari afstöðu er ég á engan hátt að blanda mér í þær deilur, sem Islendingarnir standa í. Þær eru þeirra mál og hrein fjarstæða að reyna að blanda Skáksambandi Norðurlanda inn í persónulegar deilur í einhverju einstöku aðild- arlandi. Því mótmæli ég. Svona innanlar.dsdeilur verða menn að leysa sjálfir á sínum heimavíg- stöðvum." í berjamó MIKIÐ heíur verið af berjum á sunnanverðum Austfjörðum í sumar og jafnvel meira en í mörg ár. Þessir hýru herramenn voru í berjamó í Fáskrúðs- firði á dögunum og voru ánægðir með lífið og tilveruna eins og myndin ber með sér, en þeir heita Jónas Steinsson og Víðir Reynisson. Aibert Kcmp). Formaður sænska skáksambandsins: S.Í. getur tilnefnt nýjan formann - en það verður að tilkynnast stjórn Norðurlandasambandsins sem tekur ákvörðun „LÖG Skáksambands Norður- landa eru ekki ótvíræð, hvað þetta deiluefni varðar. Ég lít þó svo á og hef ráðfært mig við aðra stjórnarmenn sænska skáksam- bandsins. að Skáksamband ís- lands geti tilnefnt nýjan stjórn- arformann, en þá verður það að tilkynnast stjórn Skáksambands Norðurlanda skriflega og hún siðan taka ákvörðun i málinu,“ sagði Christer W&anéus, formað- ur sænska skáksambandsins og fyrrum formaður stjórnar Skák- samhands Norðurlanda, er Mbl. leitaði i gær álits hans á deilum stjórnar Skáksambands íslands og Einars S. Einarssonar. „Stjórn Skáksambands Norður- landa hefur valið Einar S. Ein- arsson stjórnarformann til tveggja ára, eða framyfir Norður- landaskákmótið í Reykjavík á næsta ári,“ sagði Wáanéus. „Þetta er persónuval og sænska skáksam- bandið hefur kosið Einar S. Ein- arsson og hefur enga ástæðu til þess að skipta um stjórnarfor- mann nú. Á hitt er þó að líta, að strangt til tekið segja lögin, að rétturinn til að velja stjórnarformanninn sé hjá viðkomandi skáksambandi, en jafnframt segja lögin að for- mannsskipti skuli fara fram að loknu Norðurlandamótinu í skák. Nú er það svo, að þing Norður- landasambandsins eru haldin annað hvert ár, meðan aðalfundir einstakra skáksambanda eru haldnir á hverju ári. Þannig miðar uppbygging Norðurlandasam- bandsins að vali til tveggja ára meðan mannaskipti geta orðið í stjórnum einstakra skáksam- banda á hverju ári. Hingað til hefur þetta ekki skapað nein vandræði, en nú er greinilegt af fréttum frá íslandi að svo er. Ég lít svo á, að Skáksamband íslands geti með strangri túlkun á lögunum, skipt um mann í stjórn- arformennsku Norðurlandasam- bandsins, ef það vill það. Hins vegar er á það að líta, að stjórn Skáksambands Norðurlanda hlýt- ur að hafa sitt að segja um málið nú, eins og áður, og því tel ég réttu leiðina vera þá, að Skáksamband íslands tilkynni Skáksambandi Norðurlanda skriflega um þennan vilja sinn og síðan taki stjórn Norðurlandasambandsins málið til ákvörðunar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.