Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. AGUST 1980 . HLAÐVARPINN . SÍÐASTLIÐINN mánudag lagðist varð- skipið Ægir að bryggju á Húsavík og gestur um borð í skipinu var enginn annar en Eirík- ur Kristófersson, sem nú er orðinn 88 ára gamall en ber aldur sinn mjög vel. Eiríkur vildi endilega bjóða gömlum vini sínum, Jóhanni Skaptasyni, fyrrum sýslumanni Barð- strendinga og Þingey- inga um borð í skipið og varð svo úr. Þeir félagar snæddu kvöld- verð með yfirmönnum skipsins og fór vel á með þeim eins og vera ber. Umsjón/Hallur Hallsson „Samskipti min við LandhelgisKæzluna voru alltaf með miklum áKætum," sagði Jóhann. Hér er hann í KÓðum félagsskap. Frá vinstri. Frið«eir OlKeirsson, 1. stýrimaður. Eirikur Kristófersson, Bjarni Ilelgason. skipherra, Kristján Jónsson, 2. stýrimaður ok Bjarni MaRnússon, 1. vélstjóri. Mynd Mbl. Sig. P. Björnsson. Jóhann Skaptason í góðum félagsskap um borð í Ægi Leiðir þeirra Eiríks og Jó- hanns hafa áður legið saman. „Eiríkur kom tvívegis til Pat- reksfjarðar með landhelgis- brjóta þegar ég var sýslumaður Barðstrendinga," sagði Jóhann í stuttu spjalli við blaðamann Mbl. „Eg var sýslumaður Barðstrendinga frá 1935 til 1. júní 1956 en gegndi embættinu að vísu til septemberloka. Ég hafði áður verið lögmaður hjá Olíuverzlun íslands, á árunum 1932 til 1935 en lögfræðinám stundaði ég í Háskóla íslands frá 1927 og lauk náminu 13. febrúar 1932. En eftir að ég lét af störfum fyrir vestan flutti ég hingað til Húsavíkur, var bæj- arfógeti á Húsavík og sýslumað- ur Þingeyinga í 18 ár. En hér í sýslunni er ég fæddur, að Litla- Gerði í Grýtubakkahreppi í Dalsmynni. Hins vegar ólst ég að verulegu leyti upp á Akureyri með móður minni, Bergljótu Sigurðardóttur frá Arnheiðar- stöðum á Fljótsdalshéraði. Fað- ir minn, Skapti Jóhannsson frá Skarði lést þegar ég var aðeins þriggja ára gamall. Kynni okkar Eiríks hafa verið löng og eftir að ég kom hingað til Húsavíkur hef ég farið með hann um héraðið og sýnt honum ýmsar perlur Þingeyjarsýslna. Eiríkur þótti, eins og alþjóð auðvitað veit, dugnaðarsjómað- ur og mætur maður í alla staði eins og raunar þeir bræður allir. Ég kynntist bróður hans, Há- koni í Haga vel. Hann var lengi þingmaður Barðstrendinga og var fylgdarmaður minn um sýsluna á mörgum ferðum. Þau voru 17 systkinin — dugnaðar- fólk.“ Jóhann er nú 76 ára gamall og hefst enn margt að. Hann sér enn um árbók Þing- eyinga. Hefur gert það frá byrjun, — eða alla árgangana 21. Þá sér Jóhann um byggingu Safnahússins á Húsavík. íleiöinni.. Verkfall í kommúnistaríki? ... Óhugsandi EINS og allur almenningur veit, þá geisa nú harðvítugar vinnu- deilur í Póllandi — einu aí sæluríkjum kommúnismans. Verkamenn standa upp í hárinu á stjórnvöldum og krefjast umhóta. Verkamenn krefjast þess að frjáls verkalýðsfélög fái að starfa, að mál- og skoðanafrelsi verði virt auk bættra lífskjara. Pólskur verkalýður hefur fengið sig full- saddan af kerfi alræðisins. Sú var tíðin að verkföll í sæluríki kommúnismans jwttu óhugsandi, — að minnsta kosti af þeim er heimsótt höfðu forysturíki komm- únismans. Fyrir hartnær 50 árum var haldinn fundur í Iðnó þar sem ýmsir forystumenn kommúnista þá, skýrðu frá Rússlandsferð. Á þessum fundi voru gerðar margar fyrirspurnir og var meðal annars spurt hvort ekki ríkti launajöfnuð- ur í sæluríkinu. Því var svarað, að svo væri ekki — í ljós hefði komið að maðurinn í „lítilsigldu" embætti fengi ekki viðlíka eins góð laun og sá er meira mátti sín. Einmitt um þessar mundir fyrir hartnær hálfri öld var harðvítugt verkfall í Slippnum. Einn af togur- um landsmanna þurfti viðgerðar við og járnsmiðir töldu að hægt væri að gera við skipið hér. Skipa- eftirlitið taldi hins vegar að sigla þyrfti skipinu út til viðgerðar. Úr þessu varð harðvítug deila, sem gekk undir nafninu „Ándradeilan". Á fundinum var gerð fyrirspurn hvort hugsanlegt væri að til verk- falla kæmi í kommúnistaríki. For- Ilrossaþjófnaður var kærður á dögunum. eins og fram hefur komið hér i hlaðinu og annaðist RLR rannsóknina. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp eina góða sögu af hrossaþjófnaðarmáli, sem rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði vann að fyrir einum fimm árum. Þá hurfu nokkur hross alveg sporlaust og um síðir beindist grunur að tveimur mönnum, sem DEILURNAR um skólastjóra- málið i Grundarfirði hafa nú leystst farsællega, og allir eru að sjálfsögðu ákaflega hamingju- samir yfir þvi og börnin i Grund- arfirði syngja kát og glöð á leiðinni i skólann i vetur, „Það er leikur að læra .. Mönnum er enn í fersku minni deilan í Grindavík og skal hún ekki tíunduð hér, nema hvað að ystumenn kommúnista, sem röðuðu sér við háborðið litu hver á annan áður en kveðið var uppúr, — verkföll eru óhugsandi í kommún- istaríki. Tilviljun eða ekki en þá voru á þessum fundi í Iðnó margir járnsmiðir og kommúnismi hefur alltaf verið grómteklnn af járn- smiðum umfram aðra, eða svo sýnir sagan alla vega. En i Lenin- skipasmíðastöðinni í Gdansk eru það einmitt járnsmiðir sem standa í fylkingarbrjósti verkfallsmanna. síðar kom í ljós að voru viðriðnir hvarf hrossanna. Mennirnir voru settir í gæzluvarðhald en þar sem þeim leiddist dvölin vildu þeir fá eitthvað að lesa. Sveinn Björnsson lögregluforingi og listmálari sagði að auðvelt væri að bæta úr því. Fór hann síðan í bókasafnið í Firðinum en heldur urðu kúmpán- arnir skrítnir á svipinn þegar Sveinn kom til baka og rétti þeim bókina „Horfnir góðhestar" eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. rétt eins og í Grundarfirði fór skólastjórinn í Grindavík í ársfrí. Gárungarnir hafa bent á, að Grundarfjörður komi næst á etir Grindavík í símaskránni og heyrst hefur að skólastjórinn á Hellu, sem kemur á eftir Grundarfirði í símaskránni, hafi verið varaður við því að fara í ársfrí því það kunni að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar i för með sér ... Horfnir góðhestar ... Viðvörun til skólastjórans á Hellu * Islandsmótið í Motorcross um helgina: Hættulegt en þó ekkert slys hér Nú undanfarið hafa mótor- hjólakappar vakið mikla athygli á hlaupahrautunum i Laugar- dalnum. Þeir hafa háð þar æsi- spennandi keppni á iþróttahátíð ÍSÍ og heimaleikjum Vals og Víkings. Þegar Víkingar léku við Fram siðastliðinn sunnudag fóru fram úrslit svokallaðrar „speed- way-keppni“. Kapparnir óku 10 hringi á brautinni og var keppn- in æsispennandi. — Heimir Barðason bar sigur úr býtum en hann fór fram úr helsta keppin- aut sínum á síðastu metrunum. Áhorfendur risu úr sætum sinum af spenningi og klöppuðu piltun- um lof i lófa. Það var fSÍ, — íþróttasamband íslands sem hryddaði upp á þcirri nýbreytni að fá strákana úr Vélhjóla- iþróttaklúbbnum til að keppa og fetuðu Vikingur og Valur í fót- spor ÍSÍ, áhorfendum til óbland- innar ánægju. Á morgun klukkan 15 fer fram íslandsmótið í motorcross í Mos- fellssveit og af því tilefni ræddum við við formann VÍK, Októ Ein- arsson, til að fá nánari fréttir af þessari nýstárlegu keppni. „Mot- orcross er ein vinsælasta motor- sportíþróttagreinin sem stunduð er í heiminum í dag og munu t.d. ekki undir 100 þúsund manns fylgjast með hverju super-crossi í Bandaríkjunum og eitthvað álíka með hverjum riðli heimsmeistara- keppninnar, sem fram fer í Evr- ópu,“ sagði Októ. „Motorcross er fólginn í því að keyra ákveðinn fjölda hringja, og/eða í ákveðinn tíma á lokaðri sérhannaðri keppn- isbraut, sem yfirleitt er svo erfið yfirferðar að engu almennu far- artæki er fært að fara um hana nema þessum sérsmíðuðu keppnis- Úr Motorcross-keppni — þá er hvergi gefið eftir og mörg æsispennandi augnablik. Nestorar íslenzkrar dómarastéttar á Laugardalsvellmum Haí'a samtals dæmt í 87 ár! Raín Hjaltalín dæmir úrslitaleik bikarkeppni KSÍ og línuverðir verða Magnús Pétursson og Grétar Norðfjörð. „Ég lít é þetta sem mikinn heiður. Úrslitaleikur bikarkeppni KSf er orðinn stórleikur ársins og það er ánægjulegt að fé að dæma hann, — að ekki sé talaö um að fé jafn góða menn meö mér og þé Magnús Pétursson og Grétar Norðfjörö," sagöi Rafn Hjaltalin, hinn góðkunni dómari frá Akureyri í samtali við blaöamanna Mbl. Þeir félagar eru nestorar íslenzkrar dómarastéttar. Hafa dæmt í samtals 87 ár, — já 87 ár! Þeir Grétar Norðfjörð og Magnús Pétursson voru fyrir skömmu heiöraöir fyrir 30 ára dómarastörf. Rafn Hjaltalín hefur verið með dómararéttindi í 27 ár. „Ég hef dæmt í 25 ár í 1. deild en alls haft dómararéttindi í 27 ár. Þó hef ég dæmt í eitthvaö yfir 30 ár en hér á árum áður var erfitt fyrir menn úti á landsbyggöinni að fá dómararéttindi. Það var fyrir tilstuölan Hannesar Þ. Sigurðssonar að ég fékk dómararéttindi. Þá örvaöi þýzkur maöur er geröist íslenzkur ríkisborgari mig, Höskuldur heltinn Markússon. Hið þýzka nafn hann var Harry Rosendahl. Hann var ákaflega fær dómari, — dæmdi m.a. á Ólympíuleikunum í Amsterdam 1928.1 gegn um öll þessi ár hef ég dæmt eitthvað um 1500 leiki — þetta hefur verið ánægjulegur tírni," sagði Rafn. Gréfar Norðfjörð. Magnús Pétursson. Rafn Hjaltalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.