Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 37 fclk í fréttum + Forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, Ronald Reagan, er hér að skýra fréttamönnum frá ástæðu heyrnardeyfu sinnar. Ekki vildi hann kannast við að þetta væru ellimörk heldur hefði heyrn hans skaddast þegar hann var við kvikmyndaleik. Hann hafði verið í byssuleik í einum vestranum. Þetta gerðist 1938 eða 1939 þegar mótleikari hans skaut yfir hægri öxl hans aðeins nokkrum sentimetrum frá eyra hans og þar með missti hann heyrnina á hægra eyra. + Um þessar mundir er verið að búa til kvikmynd um líf og starf Sophiu Loren. Hún leik- ur sjálf aðalhlutverkið og framleiðandi myndarinnar er stjúpsonur hennar, Alex Ponti. Síðasti hluti myndarinnar og jafnframt hápunktur hennar er tekinn upp á Clem- entine Churchill sjúkrahúsinu í London. Þar upplifir Sophia á ný sjúkrahúsvist sína og fæðingu sonarins, Carlo Ponti. Soninn leikur 11 daga gömul stúlka, Anita Cookson. „Að halda á ný á svona litlu barni gerir það að verkum að ég næstum óska þess að verða móðir á ný,“ sagði Sophia eftir að upptökunum lauk. Framleiðandinn, Alex Ponti, sagðist ekki hafa haft hug- mynd um að litli leikarinn væri kvenkyns, „en öll 11 daga gömul börn líta nú líka eins út“. + Þessi mynd var tekin við messu í Róm sem páfinn, Jóhannes Páll II, söng til þess að biðja fyrir verkfallsmönnum og samlöndum sínum í Póllandi. Fimm hundruð pólskir pílagrímar voru við messuna. v á íslandi Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kristalsal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 4. sept. kl. 20.30. Allir félagar, sem áhuga hafa á málefnum AFS, eru hvattir til að mæta. Stjórnin Leikfimiskóli Hafdfsar Árnadóttur Lindargötu 7 - Haustnámskeiö - Jazzdans - Músikleikfimi 2ja vikna námskeiö fyrir kon- ur og karla hefst 1. septem- ber. Byrjenda - framhalds - táningaflokkar. Innritun laugardag - sunnu- dag og mánudag frá kl. 13.00, sími 84724. Jazz — Reggae — Rock — Diskó Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Austurbær Lindargata Bergstaöastræti Selvogsgrunnur Kirkjuteigur Miöbær Vesturbær Tjarnargata og Suöur- gata. Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.