Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 3 „Getum verið full- komlega ánægðir“ Þegar Mbl. ræddi við Hans G. Andersen. for- mann íslenzku sendinefnd- arinnar í lok funda Ilaf- réttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Genf í gærkvöldi sagði hann. að allt það sem við íslend- ingar hefðum lagt megin- áherzlu á, hafi liíað þessa síðustu eldraun af og að við getum verið fullkom- lega ánægðir nú. þegar nýr texti að hafréttarsáttmála er lagður fram. „Nýi text- inn var lagður fram sem uppkast að alþjóðasamn- ingi um hafréttarmál. Eins og áður er miðað við, að landhelgin sé 12 milur. sbr. 3. grein uppkastsins. efnahagslögsaga 200 míl- ur, sbr. 25. grein, réttur ríkis yfir landgrunninu nái út fyrir 200 mílur, svo langt sem það er talið framlenging af landinu. sbr. 76. grein. Ýmsar regl- ur er að finna varðandi fiskveiðar í greinum 61 til 68 og 116 til 120. Réttindi landluktra og landfræði- lega afskiptra ríkja eru í 69. til 70. grein, en „ís- lenzka greinin“, það er að segja 71. grein stendur óhögguð þannig að þessi riki mundu engin réttindi öðlast innan okkar efna- hagslögsögu, þótt þau fengju slík réttindi í efna- hagslögsögu annarra. - segir Hans G. Andersen um stöðu mála í lok 9. fundar 3. Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna Viðamiklar og flóknar reglur eru um hafsbotnssvæðið og er þær að finna í 11. kafla þessa nýja uppkasts." Hvaða breytingar telur þú mikilvægastar? „Aðalatriðið er, að þau mál, sem við höfum lagt mesta áherzlu á, hafa lifað af þessa eldraun og verður ekki breytt úr þessu. Efnahagslögsagan og landgrunnsréttindin halda velli. í landgrunnsgreinina hefur verið bætt ákvæðum, sem ættu að tryggja okkur réttindi á Reykja- neshryggnum. Við getum verið fullkomlega ánægðir með stöðu mála. Sannleikurinn er sá, að mestallur tíminn núna fór í að ræða alþjóðahafsbotnssvæðið og þar náðist geysimikill árangur, því að þessi mál voru í sjálf- heldu, aðallega að því er varðar skipan alþjóða hafsbotnsráðsins og atkvæðamagn. En þegar það mál loksins leystist, þá leystust ýmis önnur mál í leiðinni. I þetta mál hefur verið lögð alveg óskapleg vinna og maraþonfund- ir haldnir oft í mörgum hópum samtímis." Ertu ekki orðinn dauðþreytt- ur á þessum ósköpum? „Spurningar á þennan veg eru nú oft lagðar fyrir fulltrúa hér og ræddar manna á meðal í öllum sendinefndum. Og auðvit- að verða menn langþreyttir en endurnærast þegar árangur næst. Þess vegna er ánægjan efst í huga nú. Næsti fundur, sem verður lokafundur Hafréttarráðstefn- unnar, fyrir utan undirskriftar- fund í Caracas, verður að öllum líkindum í New York 9. marz til 17. eða 24. apríl 1981. Það er ekki endanlega útséð um það og urðu um það nokkuð snarpar umræð- ur hér í Genf í dag. Þróunarríkin leggja ríka áherzlu á að fundur- inn fari fram í New York en á sama tíma eru fyrirhugaðar svokallaðar norður-suður-við- ræður í New York í Allsherjar- þinginu. Nokkuð ljóst er, að báðir þessir fundir rúmast ekki í New York og annar hvor verður að víkja. Dr. Amerashinghe, forseti Hafréttarráðstefnunnar, sagði í umræðum í dag, að ef fundur Hafréttarráðstefnunnar eigi að fara fram í New York, þá verði fulltrúar þróunarríkja að sjá til þess, að norður-suður- viðræðurnar fari ekki fram á sama tíma. En undirskriftar- fundur hafréttarsáttmálans fer fram síðar á næsta ári í Cara- cas.“ FRANSKI kafbáturinn Morse kom í heimsókn til Reykjavíkur í ga'rmorgun og verður hér til þriðjudags. Báturinn verður almcnningi til sýnis dag hvern frá klukkan 14 — 17. (Uósm. Kristinn). Greiðslur til lækna fyrir lyf og sérfræði- aðstoð hækka um 10% GREIÐSLUR sjúkratryggðra til samlagslækna fyrir lyf og sérfræði- læknishjáip, rannsókn og röntgen, með 1. september. Samkvæmt hinni nýju reglugerð skulu samlagsmenn í sjúkrasamlög- um greiða samlagslækni eða lækni, er í hans stað kemur, krónur 700 fyrir hvert viðtal á lækningastofu og krónur 1400 fyrir hverja vitjun til sjúklings. Fyrir hækkun voru þessar upphæðir 600 og 1200 krón- ur. Fyrir hverja afgreiðslu sam- kvæmt Lyfjaverðskrá I og af inn- lendum sérlyfjum greiðir samlags- maður fyrstu 1100 krónurnar og fyrir hverja afgreiðslu samkvæmt Lyfjaverðskrá II greiðir hann fyrstu 3000 krónurnar. Áður greiddi samlagsmaður 1000 og 2700 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða hálft gjald eins og áður, þ.e. 550 og 1500 krónur-fyrir * hverja afgreiðslu. hækkar um sem nemur 10% frá og Fyrir hverja komu til sérfræð- ings eða fyrir rannsóknir á rann- sóknastofu eða röntgengreiningu á röntgendeild greiðir samlagsmaður kr. 3000, áður 2700 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða hálft gjald, þ.e. krónur 1500 fyrir hvert skipti. Tvær sölur í Englandi TVEIR skuttogarar lönduðu afla sinum i Englandi i gær. Aðalvik KE seldi 101,4 tonn í Grimsby fyrir 68 milljónir, meðalverð 670 krónur á kíló. Gullver NS seldi 122.9 tonn í Hull fyrir 68.1 milljón. meðalverð 558 krónur. oNV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.