Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980
29
Hverageröi:
Tuttugasta
og fimmta
blómaballið
Hveragerði. 28. ágúst.
BLÓMABALLIÐ í Hvera-
gerði verður haldið í tuttug-
asta og fimmta sinn nk.
laug ardag, 30. ágúst. í
Ilótel Hveragerði. Kvenfé-
lag Hveragerðis hélt fyrsta
Blómahallið í Hveragerði
fyrir 25 árum og hefur það
verið árviss viðburður síð-
an.
Að venju verður húsið Blómaballinu leika hljóm-
blómum prýtt, en garðyrkju- sveitirnar Maraþon og Loð-
bændur gefa jafnan blómin mundur, en sú síðarnefnda
til skreytinga. Gestir fá blóm lék einmitt á Blómaballi
í hnappagatið og síðast en fyrir nokkrum árum. Síðari
ekki sízt er Blómadrottning árin hefur Ungmennafélag
valin úr hópi samkomugesta. Hveragerðis og Ölfuss séð
A tuttugasta og fimmta um Blómaballið. — Sigrún
Mývatnssveit:
Heyskap að
mestu lokið
Á hinn bóginn boðuðu stjórn-
völd í byrjun þessa mánaðar
lækkun á verði ýmissa landbúnað-
arvara. Ríkissjóður skyldi greiða
niður verð þeirra. Birgðir voru að
sjálfsögðu til víða í verzlunum af
þessum vörum, sem þeim var skylt
að lækka verð á.
Ekkert lá eða liggur enn fyrir
um að verzlunum verði greiddar
niðurfærslur á verði þessara vöru-
tegunda.
Er því verzlunareigendum gert
að greiða niður verð á birgðum, er
til voru í verzlunum, og því um
eignaupptöku að ræða, en stjórn-
völd eigna sér með öllu niður-
greiðsluna.
Svona óréttlátar ákvarðanir
stjórnvalda eru óþolandi, og er
freklega vegið að máttvana starf-
semi viðkomandi smásöluverzl-
ana. Vinna verður að lækkun á
vöruverði á landsbyggðinni, með
því m.a. að fella inn í heildsölu- og
framleiðsluverð vöruflutnings- og
vátryggingarkostnað. Það er rétt-
lætismál neytenda í strjálbýli, að
mismunur vöruverðs sé jafnaður
varðandi þessa kostnaðarliði. Með
því móti mundu skapast réttlátari
viðskipta- og samkeppnishættir
hjá strjálbýlisverzluninni.
Þá mundi af sjálfu sér falla
niður ranglát skattheimta ríkis-
sjóðs á söluskatti af þessum
kostnaðarliðum, sem stjálbýlis-
fólki er gert að greiða, en um það
efni fluttu tveir strjálbýlisþing-
menn frumvarp til laga á síðasta
Alþingi.
Frumvarpið hlaut ekki af-
greiðslu, en niðurfelling á fyrr-
greindum kostnaðarliðum mundi
þá gera afgreiðslu þess frumvarps
óþarfa.
Einn liður í þessari viðleitni um
samkeppnisaðstöðu smásöluverzl-
ana í strjálbýli er, að stuðlað verði
að því, að heildverzlanir rísi upp í
öllum landsfjórðungum, og þær
efldar sem þegar eru þar fyrir.
Það hefur sýnt sig hér á þessu
svæði, hvert gagn hefur hlotnazt
kaupmönnum og neytendum af
stofnun og starfi tveggja heild-
verzlana hér á svæðinu, Sandfells
h/f ísafirði og Einars Þor-
steinssonar í Bolungarvík.
Það hefur og aukizt mjög á
síðari árum, að ýmis framleiðslu-
fyrirtæki hafa í ríkara mæli tekið
á sig kostnað af flutningi vöru
sinnar til dreifingar úti á lands-
hyggðinni. og er það vel.
Minna má einnig á, að bókaút-
gefendur hafa frá fyrstu tíð tekið
inn í verð bóka kostnað við
flutning þeirra til hinna ýmsu
umboðsmanna sinna í landinu, og
bókaverð því verið sama um land
allt.
Æ erfiðara reynist að útvega
rekstrarfé til að fjármagna sí-
hækkandi verð á vöru og aukinn
tilkostnað.
Verðugt verkefni er þar og stór
þáttur byggðastefnu fyrir Byggða-
sjóð. Hann þarf að opna strjálbýi-
isverzlunum með hagkvæmri
lánafyrirgreiðslu til reksturs og
fjárfestingar, svo sem stjórn
sjóðsins er heimilt að gera.
Vinna verður að jöfnun á orku-
verði rafmagns og olíu. Það getur
ekki gengið öllu lengur, að fyrir-
tæki, sem reka grundvallarstarf-
semi sitji ekki við sama borð, hvar
sem er í landinu, að því er þessa
kostnaðarliði varðar. Það er
sanngirnismál, að verzlunarfyrir-
tæki, sem nota verða olíu til
hitunar, fái greiddan olíustyrk til
samræmis við ýmsa aðra rekstrar-
aðila.
Hækkun á smásöluálagningu í
apríl 1979, einhver magnaukning í
veltu á árinu og að því er virtist
aukinn skilningur stjórnvalda á
beinni þörf, gáfu kaupmönnum
nýjar vonir um bættari hagvonir
um að hilla kynni undir, að tekjur
nálguðust heldur það mark, að
þær stæðu undir beinum rekstrar-
útgjöldum.
En í kjölfar þessa bætta ástands
dundu brátt yfir kaup- og kostnað-
arhækkanir hver af annarri, og
árið endaði með því, að lækkuð var
álagning á landbúnaðarvörum.
Niðurstöður ársins urðu því
líkar og áður í flestum greinum
smásöluverzlunarinnar og í sum-
um tilfellum lakari.
Reynslan sýnir, að smásölu-
álagning í flestum greinum henn-
ar er of lág miðað við veltuhraða
almennt og sífellt hækkandi til-
kostnað. Og enn þá lakari er
afkoma verzlunar í strjálbýli, sök-
um kostnaðar við birgðahald og
annars aðstöðumunar í mörgu
tilliti.
Fyrir atbeina Kaupmannasam-
takanna náðist aftur nokkur
hækkun á álagningu landbúnað-
arvara snemma á þessu ári.
Samfara formlegum gengis-
lækkunum íslenzku krónunnar,
hefur jafnan fylgt lækkun álagn-
ingar. Hafa þá stjórnvöld jafnan
beitt svonefndri 30% reglu.
Álagning hefur þó ekki enn
verið lækkuð samhliða sífallandi
gengi íslenzku krónunnar. Vegur
það að sjálfsögðu eitthvað fyrir
smásöluna, en á hinn bóginn auka
sífelldar verðbreytingar vinnu og
þar með tilkostnað.
Ógnvekjandi skattaálögum er
nú um þessar mundir dembt yfir
fyrirtæki, og geta þær gífurlegu
álögur á reksturinn beinlínis skipt
sköpum um áframhaldandi rekst-
ur margra fyrirtækja.
Þegar því á allt er litið, sýnist
skilningur stjórnvalda á rekstri
fyrirtækja, sem starfa í höfuðat-
vinnuvegum þjóðarinnar, vera
ótrúlega takmarkaður. Frumskil-
yrði er að sjálfsögðu að tryggja
rekstrargrundvöll fyrirtækjanna,
síðan að bítast um skiptingu, verði
ágóði af rekstrinum. En því miður
virðist gæta ríkra tilhneiginga til
að snúa hér hlutum við.
Því hefur þó verið haldið fram,
að skilningur sé í röðum alþing-
ismanna á erfiðri stöðu smásölu-
verzlunar og þá sér í lagi í
strjálbýli, og skorti einungis að
leggja fram rökstuddar tillögur til
úrbóta.
Það má því ekki leggja árar í
bát, þó að í móti blási. Herða
verður róðurinn í sameiginlegu en
öflugu og heiðarlegu starfi fyrir
bættum vezlunarháttum með
heildarsamtök kaupmanna við
stjórnvöl.
Ég lýk nú máli mínu og vil
hvetja fundarmenn, eins og áður
til að taka virkan þátt í störfum
fundarins, en það er forsenda þess
að vænta megi nokkurs árangurs
af störfum þessa aðalfundar.
Ég þakka formanni Kaup-
mannasamtakanna, Gunnari
Snorrasyni, framkvæmdastjóra,
Magnúsi E. Finnssyni og blaða-
fulltrúa, Jóni I. Bjarnasyni, fyrir
að sækja okkur heim, en Kaup-
mannasamtök Islands hafa haft á
hendi forustu um að vinna að
hagsmunamálum kaupmanna, og
nú á liðnu ári lagt sig sérstaklega
eftir því að vinna að málefnum
strjálbýlisverzlunarinnar, eins og
fram hefur komið hér að framan.
En forustuna verður enn að efla,
og er það m.a. á valdi hvers og eins
kaupmanns og félagsstarfs þeirra.
Áhugaleysi og tómlæti mega þar
hvergi nærri koma.
Að svo mæltu flyt ég meðstjórn-
armönnum mínum heilar þakkir
fyrir samstillta samvinnu og
prýðilegt samstarf.
MývatnNsvcit, 28. áKÚst.
HEYSKAP er nú að verða
lokið hér í Mývatnssveit
oíí sumir hafa jafnvel lok-
ið honum fyrir nokkru.
Grasspretta var yfirleitt
ágæt, nema þar sem kal-
skemmdir voru. en nokkuð
bar á þeim sumsstaðar.
Þeir, sem byrjuðu slátt í júní og
fyrstu daga júlí urðu að slá tún sín
í annað sinn með ágætu grasi.
Ekki verður talið að heyskapartíð
hafi alltaf verið hagstæð í sumar.
Næstum hálfan mánuð í júlí voru
algjörar frátafir og í ágúst voru
oft ótryggir þurrkar og skúra-
samt. Þrátt fyrir það verður að
telja góðan heyfeng hjá bændum
og sömuleiðis verkun heyja.
Mjög vel lítur út með uppskeru
garðávaxta og var sumsstaðar
farið að taka upp kartöflur í júlí
til matar. Nú er hins vegar byrjað
að taka upp úr görðum í veru-
legum mæli og er talað_ um
feiknalega uppskeru, þó hef ég
ennþá ekki tölur um hversu marg-
föld hún er. Hér hafa komið tvær
frostnætur að undanförnu svo
töluvert sér á kartöflugrasi.
Berjaspretta er talin léleg og víða
'sjást ekki ber hvað sem veldur. Þó
hefur fólk að undanförnu eitthvað
verið að tína af bláberjum, en
eftirtekjan hefur verið frekar rýr.
— Kristján.
Krakkar- þegar þið sjáið þessa kumpána þá skulið
þið passa ykkur. Þetta er nefnilega Högni hrekkvísi
og kattabandið hans og svo aumingja fisksalinn.
Hann Högni heldur sig nefnilega alltaf í námunda
við hann og notar hvert tækifæri til að gera
honum einhverja skráveifu, sjálfum sér til
framdráttar auðvitað.
En Högni og félagar eru ekki bara hrekkjusvín,
því jafnvel verstu hrekkjusvín fá stundum leið á að
hrekkja. Það sem þeim finnst næst skemmtilegast er
að spila á hljóðfæri og það kunna þeir svo sannarlega.
Þessvegna höfum við fengið vesalings físksalann til
að vera með þeim á Heimilissýningunni í Höllinni.
Þá geta þeir bæði gert at í honum og spilað og sungið
fyrir ykkur.
KRAKKAR. í ALVÖRU TALAÐ. ÞEIR ERU ÆÐI.
Stundvísir, lagvísir, hrekkvísir og síðast en ekki
síst, fundvísir á veikustu hliðar vesalings fisksalans og
hinna sem hætta sér of nálægt þeim.
PASSIÐ YKKUR.
HÖGNI og kattabandið á hverjum degi í
HÖLLINNI. Alla virka daga kl. 3 og 6. Laugard. og
sunnud. kl. 3, 6 og 9.