Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 15 Átökin vegna hugmyndanna um hina nýju stefnu eru hörð en margt knýr á um haldgóða lausn. Þegar Bretar, Danir, Norðmenn og Irar sóttu um aðild að banda- laginu 1970, ákváðu upphaflegu aðildarlöndin sex, að stofnskrá bandalagsins krefðist frjáls að- gangs skipa frá öllum banda- lagslöndum að fiski á sameigin- legu hafsvæði þeirra. Norðmenn höfnuðu aðild að bandalaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu og réðust úrslit hennar ekki síst af ótta sjómanna við þessa ákvörðun um frjálsar fiskveiðar. Með aðild sinni samþykktu Bretar í reynd þessa stefnu bandalagsins. Síðan hefur togarafloti þeirra verið rekinn af bestu fjarlægu miðum sínum, svo sem við Island og Noreg. í janúar 1977 lýsti Efna- hagsþandalagið yfir 200 mílna efnahagslögsögu sinni og stjórn- arnefnd þess var falið að semja um fiskveiðiréttindi fyrir skip aðildarþjóðanna utan banda- lagssvæðisins og utan-banda- lagsskip innan EBE-lögsögunn- ar. Þá lagði stjórnarnefndin einnig fram tillögur um fisk- vernd í EBE-lögsögunni og skipt ingu afla þar milli bandalags- þjóðanna. Þar með hófst inn- byrðis rifrildi aðildarþjóðanna. Bretar hafa verið hörðustu andstæðingar hugmyndanna um sameiginlega fiskveiðistefnu Efnahagsbandaiagsins og segja má, að í þrjú ár hafi þeir komið í veg fyrir, að hún yrði mótuð. Afstaða þeirra hefur breyst nokkuð á þessu ári, og þegar tekið var tillit til krafna bresku ríkisstjórnarinnar við gerð sam- eiginlegra fjárlaga Efnahags- bandalagsins 30. maí síðastlið- inn, fólst í því samkomulagi, að Bretar samþykktu yfirlýsingu um meginatriði fiskveiðistefnu, sem nánar verður samið um nú í haust. Peter Walker, sjávarút- vegsráðherra Breta, hefur látið í ljós þá skoðun, að Bretum væri betur borgið með fiskveiðisam- komulagi en án þess. Eins og okkur íslendingum er kunnugt um af átökum okkar við breska fiskiðnaðinn hefur hann mikil pólitísk áhrif í Bretlandi. 9 af 22 „fiskveiði-þingsætum" í Bretlandi eru það, sem þar í landi er kallað „marginal", en í því felst að smávægilegur til- flutningur á atkvæðafylgi ræður úrslitum um, hvaða stjórnmála- flokkur fær þingmann kjörinn í kjördæmunum. í flestum þessara kjördæma eru þingmennirnir úr Ihaldsflokknum og Skoski þjóð- ernissinnaflokkurinn fylgir fast á hæla honum. Sem dæmi um hin miklu pólitísku áhrif má nefna, að ríkisstjórn Margaret Thatch- ers, sem haldið hefur fast við það meginsjónarmið, að atvinnuveg- irnir verði að bjarga sér án ríkisstyrks, ákvað fyrir skömmu að veita fiskiðnaðinum 14 milljón punda styrk úr ríkissjóði. ★ Breskir sjómenn eru vel skipu- lagður þrýstihópur. Um það bil 20 manna hópur þeirra fylgir ráðherrum til Efnahagsbanda- lagsfunda um fiskveiðimál. Þeir kenna bandalaginu um mörg vandamál sín. Helsta krafa sjó- mannanna er sú, að Bretar fái stærsta hlutann af leyfilegum hámarksafla í EBE-lögsögunni, þar sem í breska hluta hennar veiðist 60% af sameiginlegum fiski. Telja þeir sanngjarnt, að hlutdeild þeirra verði um 45% af hámarksaflanum. Upphaflega bauð stjórnarnefndin Bretum sömu hlutdeild og þeir höfðu, áður en miðin við Island og annars staðar lokuðust, eða um 28%. Síðustu hugmyndir stjórn- arnefndarinnar miðast við það, að Bretar fái að veiða 31% af sex mest veiddu fisktegundunum í sameiginlegu lögsögunni. Hér verða vandamál Efna- hagsbandalagsins í fiskveiðimál- um ekki rakin frekar. Þau verða nánar á dagskrá á næstu mánuð- um. Viðfangsefnin koma okkur íslendingum ekki á óvart. Fjallað verður um ákvörðun hámarks- afla, skiptingu hans, einkalög- sögu strandríkja, möskvastærð, forréttindi sjómanna á heima- miðum, framkvæmd fiskveiðieft- irlits, óeðlilega samkeppnisað- stöðu vegna niðurgreiðslna og ríkisstyrkja og fjárgreiðslur til að auðvelda útgerðarmönnum að rífa gömul skip. Eins og upphaf- legu Efnahagsbandalagsríkin sömdu um fiskveiðafrelsi, áður en þau samþykktu aðild fisk- veiðiþjóða að bandalaginu, munu aðildarlöndin níu nú telja mikil- vægt að sameina afstöðu sína, áður en Spánn gerist 10. aðild- arríki bandalagsins, en Spán- verjar eiga þriðja stærsta fiski- skipaflota í heimi. (Stuðnt við yíirlit The Economist) Björn Bjarnason oft kallað „gömlu íhaldsúrræð- in“ og markmiðið er m.a. að skera niður kaupmáttinn hjá fólkinu. Gengissigið eða gengis- fellingin kemur þess vegna í kjölfarið á innlendu kostnaðar- hækkununum. En hið villuráf- andi hnoða, sem á undan veltur og fylgir engri átt, er ríkis- stjórnin sjálf og vondir ráðgjaf- ar hennar. Eftir á að hyggja og út af því Hvort út eða suður einn ég íer, upp eða niður — sama er mér... að gengissigið sé „einn helzti verðbólguhvatinn": Eg man ekki ,hver voru tildrög þess, að kerl- ingin sagði: Þetta er afleiðing af því sem koma skal. — Nema hún hafi numið stjórnmálasögu og hagfræði í Bretlandi! Það er nú svo Jón Ormur Halldórsson lýkur viðtalinu í Vísi með þessum orðum: „Ég tel að það sem kom í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gekk til samstarfs við núverandi stjórnarliða hafi verið ágrein- ingur um menn en ekki málefni. Og með þessari afstöðu dæmi meirihluti þingmanna flokksins sig til áhrifaleysis í íslenzkum stjórnmálum, að mínum dómi að tilefnislausu." Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins hafnaði aðild að og stuðningi við þessa ríkisstjórn, meira að segja með þorra atkvæða. Það eitt er ærið tilefni til þess, að ég og aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem viljum virða þær leikreglur sem við höfum sjálfir sett, séum í stjórnarandstöðu. Og svo er nú þetta um móral- inn. Kjósendur stjórnmálaflokks verða að geta treyst því, að hrossakaup innan flokksins færi ekki andstæðingum hans undir- tökin að gjöf í stjórn landsins. _ Halldór Blöndal. Mönnum áætluð laun án til lits til afkomu fyrirtækja Kærufrestur vegna skatta víðast hvar að renna út HIN NÝJU skattalög gera ráð fyrir, að skattayfirvöld á hverj- um stað geti áætlað mönnum í sjálfstæðum atvinnurekstri laun, sem séu sambærileg við það, sem viðkomandi myndi bera úr býtum, væri hann við sambæriiega vinnu annars staðar. Morgunblaðið hafði samband við Bjarna Snæbjörn Jónsson. hagfræðing Verzlun- arráðs íslands. og spurði hann nánar um þessar reglur og hvernig þær kæmu út fyrir einstaklinga. „Að okkar mati eru þetta fyrst og fremst viðmiðunarreglur sem Ríkisskattstjóri setur og eru fyrst og fremst til þess ætlaðar að vera til viðmiðunar ef uppgefin laun viðkomandi eru ekki í takt við tímann. Um er að ræða nokkra flokka, sem einstaklingar í sjálf- stæðum atvinnurekstri geta lent í, en þeir eru engan veginn fullnægj- andi, því það er með ólíkindum, að hægt sé að flokka alla þá, sem sjálfstæðan atvinnurekstur stunda á íslandi, í örfáa flokka. Þá er vert að geta þess,að samkvæmt okkar skilningi er skattayfirvöld- um hinna einstöku umdæma alls ekki ætlað að nota þessar viðmið- unarreglur sem einhvers konar algildisreglur," sagði Bjarni. Þær raddir hafa heyrzt, að einstaka skattayfirvöld og ein- staklingar í sjálfstæðum atvinnu- rekstri hafi tekið þessar reglur sem stórasannleik. — Hefur þú heyrt einhver dæmi þess, og ef svo er, fer þá ekki hver að verða síðastur að fá leiðréttingu á því? „Því er ekki að neita, að við höfum heyrt raddir um þetta og fyrir einstaklinga, sem hafa lent í því, er ekki annað að gera en senda þegar í stað inn kæru til viðkomandi skattstjóra, t.d. renn- ur kærufrestur hér í Reykjavík út annað kvöld, sunnudagskvöld, og annars staðar á næstu dögum. Viðkomandi einstaklingum er því ráðlegast að senda inn bréf þar sem þessi liður álagningarinnar er kærður, en geta þess jafnframt, að rökstuðningur verði sendur inn síðar," sagði Bjarni Snæbjörn ennfremur. Morgunblaðið hafði samband við nokkra endurskoðendur og innti þá eftir því hvernig álagn- ingin hefði komið út hjá þeirra viðskiptavinum. Svör þeirra benda til þess, að það sé upp og ofan hvort þessum reglum sé beitt til hlítar. Það er þó alveg ljóst, að í nokkrum tilfellum eru mönnum áætluð laun nákvæmlega eftir viðmiðunarreglunum, og ekkert tillit tekið til þess hver afkoma viðkomandi fyrirtækis hafi verið á sl. ári. Þá eru dæmi þess, að eldri menn, sem minnkað hafa umsvif sín verulega, hafi lent í því, að þeim hafi verið ætluð mun hærri laun, en þeir hefðu nokkurn mögu- leika á að fá. „Það verður fróðlegt að sjá heildarútkomuna á álagningu ein- staklinga í atvinnurekstri, því þá kemur í ljós hvort ríki túlkar reglurnar einungis til viðmiðunar, eins og við gerum, eða hvort þarna er á ferðinni enn ein aðferðin til að ná inn meiri peningum í ríkiskassann, og í því sambandi má bæta við, að það er ekki einungis að ríkið fái þá tekju- skatta, sem menn hafa aldrei unnið fyrir, heldur verður að greiða til viðbótar ýmis launa- tengd gjöld, eins og t.d. launaskatt og fleira," sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson, hagfræðingur Verzlun- arráðsins, að síðustu. Kafbátur til sýnis FRANSKUR úthafskafbátur „Le Morse“ kemur til Reykja- víkur í dag og verður hann til sýnis kl. 14—17 í dag og sunnudag. Miðað er við að smærri hópar fái leiðsögn um skipið. Glæsilegar ítalskar eldhúsinnréttingar Höfum opnaö sýningu á ítölskum eldhúsinnréttingum og allskonar húsgögnum í verzlun okkar aö Skaftahlíð 24. Opið í dag kl. 1—7 Komiö og skoðið glæsilega hönnun í húsgagnagerö. Sýningin stendur yfir II frá 23. ágúst — 7. september ' H USGAGNA- MIÐSTÖÐIN SKAFTAHLÍÐ 24, SÍMI 31633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.