Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Pólskt herlið æfir í Austur-Þýzkalandi F'rankfurt am Oder. Húdapest. Honn. Hrivthton. Varsjá. 29. ávjúst. AP. PÓLSKAR hersveitir komu í da>? til Austur-Þýzkalands til að taka þátt í heræfinKum VarsjárbandalaRsríkja ok fóru fram hátíðlexar móttökur skammt innan landamæra A-Þýzkalands. þar sem m.a. var lýst yfir að æfinKarnar væru til marks um sameÍKÍnlegan vilja ríkja VarsjárhandalaKsríkjanna til að viðhalda friði ok sósíalisma. Jafnframt var tilkynnt í dag, að lokið hefði í dag sameiginlegum æfingum ungverskra og sovézkra hersveita á ungverskri grundu, er hófust sl. sunnudag. Hermt var að æfingarnar hefðu tekizt „með ágætum". Brezku alþýðusamtökin til- kynntu í dag, að ekki hefði verið hætt við fjögurra daga „bróður- lega heimsókn" sex verkalýðsleið- toga til Póllands í næsta mánuði, þrátt fyrir andstöðu hægri sinn- aðra verkalýðsleiðtoga. Ferðin er mikið hitamál í brezku alþýðu- samtökunum í kjölfar verkfall- anna í Póllandi, en í dag lagði meirihluti miðnefndar samtak- anna til, að ferðaáætlunum yrði ekki breytt, en búast má við að endanleg ákvörðun í málinu verði tekin á ársþingi samtakanna í 170 Kúbumenn hertóku flugvél Lima. 29. áKÚst. AP. TALSMAÐUR Branifí flug- félagsins bandaríska skýrði frá því í dag, að um 170 Kúbumenn er vildu komast tii Bandarikjanna hefðu í morgun tekið þotu félagsins á sitt vald á flugvellinum í Lima. og væru 11 farþegar og þrír úr áhöfninni gisiar Kúbufólksins. Þrír Kúbumannanna særð- ust er lögreglan í Perú skaut að fólkinu er það streymdi út á flugvélastæðið fyrir framan flugstöðvarbygginguna meðan þotan, sem millilenti í Lima á leiðinni frá Rio de Janeiro til Los Angeles, tók eldsneyti. Flestar hafnir aftur opnaðar I’arís. 29. áifúst. AP. UMFERÐ skipa um vel flestar hafnir Frakklands var með eðlilegum ha*tti í dag, og virðist sem sjómenn hafi hætt aðgerð- um sínum, eða laKt þær niður í bili a.m.k., í þeirri von að samningar takist um úrbætur þeim til handa vegna hás olíu- verðs og áa-tlaðs niðurskurðar í frönskum sjávarútvegi. Fyrirhugaðir voru tveir við- ræðufundir sjómanna og fulltrúa stjórnvalda í dag, og annar fund- ur er ráðgerður næstkomandi þriðjudag. Enginn árangur varð hins vegar af sex klukkustunda fundi sjómanna með útvegs- mönnum í gær, og gætir óánægju í röðum sjómanna af þeim sökum. Enn efndu aðeins sjómenn í Boulogne, Fecamp á Normandy og Lorient og Concarneau á Bretaníuskaga til aðgerða í dag og lokuðu viðkomandi höfnum, en annars staðar var hafnbanninu aflétt í gærkvöldi. næstu viku. Len Murray, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði í dag, að „meiriháttar" kúvendingar yrðu að eiga sér stað í Póllandi til að hætt verði við ferðina. Yfirvöld í Póllandi lýstu því yfir í dag, að náinn vinskapur væri og gagnkvæm tryggð ríki milli Pól- lands og Sovétríkjanna. Við sama tækifæri var vísað á bug fregnum í vestrænum blöðum um að sam- skipti ráðamanna í Kreml og Varsjá færu ört versnandi. Ludwig Dorn, ritstjóri mál- gagns pólskra andófsmanna, var í dag sakaður um óhróðursstarf- semi gegn landi og stjórn. Hann er einn ellefu pólskra andófsmanna, sem mikið hafa látið að sér kveða, er nú sitja í fangelsi. . Veður Akureyri 11 skýjaó Amsterdam 21 skýjaö Aþena vantar Berlín 24 skýjaó BrUssel 23 heíðskírt Chicago 35 skýjað Denpasar vantar Dublin vantar Feneyjar 26 léttskýjaó Frankturt 24 skýjaó Faereyjar 10 alskýjað Genf 23 heióskírt Helsinki 19 heíóskírt Hong Kong vantar Jerúsalem 29 skýjað Jóhannesarborg 18 heiöskirt Kaupmannahöfn 21 skýjaó Las Palmas 26 léttskýjað Líssabon 32 heiðskírt London 19 rignina Los Angeles 29 skýjaó Mexicoborg 23 skýjað Madrid 30 heióskirt Malaga 28 heióskírt Mallorca 28 léttskýjaö Miami 31 skýjað Moskva 14 heióskírt Nýja Delhi vantar New York 35 heióskírt Oslo 14 heióskírt Parfs 25súld Rio de Janeiro 23 heióskírt Reykjavík 12 skýjaó Rómaborg 25 heióskírt San Francisco vantar Stokkhólmur 18 skýjaó Tel Aviv 30 skýjaó Tókýó 27 skýjaó Vancouver 17 skýjað Vínarborg vantar Mugabe Walls Mugabe vill reka Walls frá Zimbabwe Salisbury, 29. áKÚst. AP. ROBERT Mugabe, forsætisráð- herra Zimbabwe, sagði í Salis- bury í dag, eftir komuna frá New York, þar sem hann var viðstadd- ur inntöku Zimbabwe i Samein- uðu þjóðirnar, að eins og málum væri háttað væri ekki hægt að heimila Peter Walls, fyrrum yfir- manni hersins að dvelja í land- inu. „Við getum ekki liðið fólki að vera landi sinu ótrútt," sagði Mugabe í Salisbury. Ástæða deilna Mugabes við fyrrum yfirmann hersins er, að Walls hefur oftar en einu sinni lýst svartsýni í blaðaviðtölum, á að Zimbabwe fái staðist undir stjórn blökkumanna. Fyrr en síðar muni allt fara í kaldakol. Peter Walls vildi ekkert tjá sig um ummæli Mugabes þegar frétta- menn hittu hann að máli. Walls er 54 ára gamall og hann var yfir- maður herafla hvítra manna í borgarastyrjöldinni, sem geisaði í landinu. Hann sagði af sér í síðasta mánuði. Mótmæli gegn Pinochet Santiago. Chile. 28. ágúst. AP. í FYRSTA skipti síðan Aug- usto Pinochet velti frá völdum Salvador Allende í Chile fyrir sjö árum, fóru tugþúsundir manna um götur Santiago og létu í ljós óánægju sína gegn stjórn Pinochet. Flóöbylgja á Bengalflóa: Yfir 100 fiski- báta nú I)acca, 29. ágúst. AP. YFIR 100 fiskibáta er saknað með áhöfn eftir að mikil flóð- bylgja gekk yfir Bcngalflóa. Flóðbylgjan hraut niður varn- argarða nærri Chittagong og yfir hálf milljón húsa eru skemmd vegna flóðbylgjunnar. Hálf millj- ón manna hefur orðið fyrir barð- saknað inu á flóðbylgjunni. Leit fer nú fram að fiskibátunum og áhöfn- um þeirra. Þá hafa yfir 350 manns farist vegna flóða, sem stafa af mikilli rigningu þessa vikuna. Yfir 10 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á flóðinu og gífurlegar skemmdir hafa orðið á uppskeru. Pétur Pétursson þulur: Skoðun og ritskoðun Þjóðviljinn, blað þjóðfrelsis og verkalýðsbaráttu, birtir viðtal við tvo opinbera forystumenn í gær. Þeir tjá þar hug sinn til samninga- mála BSRB. Er ég hafði lesið boðskap þeirra félaga hringdi ég til ritstjórnar Þjóðviljans og bað um að fá að svara staðhæfingum tvímenn- inganna nokkrum orðum. Ræddi við ritstjóra helgarblaðsins, Guðjón Friðriksson, en við erum góðkunn- ingjar og auk þess tengdir ættar- böndum, þótt hvorki sé það nú Thors né Briem. Það væri þá helst einhver Ástarbrím úr Bergsættinni er við gætum rakið ættir til báðir. Nóg um það. Ekki nægði skyldleiki til þess að Guðjón léði mér rúm. Hann hafði hvorki svigrúm né skoðun. Bara ritskoðun. Að henni gekk hann vísri. Hann þurfti ekki einu sinni að tala við kirkjugarðsvin minn og hreppsfélaga minn, Kjart- an ritstjóra. Nú á amma bágt á Sviðinsvík. Ekki einu sinni ráð á kirkjugarðsballi. En verðbólgubálið stígur til himins, eins og sjálf Höll sumarlandsins stæði í loga. Eina bótin að Ragnar og ráðunautar eru að reyna „að koma böndum á verðbólgubálið" eins og einhver málsnillingurinn orðaði það. Ætli þeir reyni ekki næst að handjárna það, ef annað bregst. En það var viðtalið sem ertil álita og umræðu. Haukur Helgason skólastjóri, mætur maður og góðvinur minn og baráttufélagi síðan 1977, en fjand- vinur og félagi úr 3% stríði, er hnípinn í bragði er hann segir hug sinn. Hann minnir helst á dapran farkennara er hótað hefir verið hreppaflutningi á frostavetri og skipað að skrifa á töfluna: Palli vill alls ekki róla sér. Það er ekkert svigrúm. Svo talar hann um „almennar grunnkaupshækkanir". Hver hefir rætt um „hækkanir"? Við sem ekki viljum una samningnum förum fram á að endurgoldin sé kjara- rýrnun. Það er kjarni málsins. Þeir sem muna kjaradeiluna 1977 minnast e.t.v. uppákomu í matstofu stjórnarráðsins. Þar var leikinn smáþáttur með kaffibrúsakörl- unum. Leikendur: Jón Sigurðsson þáv. ráðuneytisstjóri og Örlygur Geirsson. Jón hafði nýlega ritað grein og ráðlagt opinberum starfs- mönnum að samþykkja sáttatillögu. Hlaut hann hæðiyrði frá ýmsum, m.a. frá undirrituðum, sem er enn þeirrar skoðunar að tilboð það hafi hvergi nægt. Er Jón ráðuneytis- stjóri hugðist ganga til kaffistofu urðu átök milli Örlygs og hans. Laust í bardaga og hugðu menn að Öriygur ætlaði að jafna um gúlana á Jóni og félögum hans fyrir að bjóða smánarkjör. Naut hann óskiptrar samúðar og fékk mynd í Þjóðviljan- um. Nú hefir komið í ljós að Örlygi gekk allt annað til. Hann mun hafa haft í hyggju að koma Jóni á kné vegna þess að hann áleit að sátta- tillagan væri allt of há og væri verðbólguvaldandi. A.m.k. er ekki annað að sjá af viðtalinu í Þjóðvilj- anum. Þar kemur hann eins og kórdrengur í Játningarkirkjunni. Þylur Agsborgarjátningu og segist hafa verið Verðbólguvaldur No. 1 og erkióvinur Þjóðfélagsins en vill nú setja upp hring með Ragnari og ganga í Vinabandið og gefa bág- stöddum atvinnurekendum hálfa milljón á ári frá hverjum launa- manni sem tannfé handa ríkis- stjórninni og skorar á félaga BSRB að kynda undir jólapottinum. Hótar tveggja ára Rasphúsi ella. En vel á minnst. Hvaðan kemur herrum þessum vald til þess að mæla fyrir munn sáttasemjara og ógna með tveggja ára samningsfjötrum? Segir ekki reynsla allra verkalýðssamtaka að sáttatillaga gangi nær ævinlega lengra en næsta boð á undan? Það er hugarburður einn og blekking ef forystumenn BSRB ætla sér að bera slíkan þvætting á borð. Að sjálf- sögðu sér hver skynbær maður að sáttasemjara og sáttanefnd er heimilt að bjóða hver þau boð og hafa gert það, að flytja skilaboð frá ríkisstjórn, að hún skuldbindi sig til þess að beita sér fyrir samþykkt margskonar mála á Alþingi og tryggja lagaheimild, samningstíma, sem annað. Ofríki það og ógnanir er BSRB forystan beitir er verð for- dæmingar og ætti að veita þeim er þannig hegða sér verðuga ráðningu í atkvæðagreiðslu þeirri er fer í hönd. Það tók söguhetjur Jules Verne 80 daga á liðinni öld að fara umhverfis jörðina. Þjóðkunnir elskhugar eru tvo mánuði milli kvenna. Kristján Thorlacius er 14 mánuði milli samninga. Hann er að bauka í flatsænginni á annað ár áður en hann rís undan feldi með samnings- ómynd. Að lokum línurit og fáein orð til hagfræðings BSRB. Góður vinur minn, löngu látinn, komst oft vel að orði. Hann sagði eitt sinn um athafnamann er farn- aðist vel að hann ætti velgengni sína ekki hvað síst því að þakka, að hann hefði vitsmuni til dagsins. Þannig leið hver dagur farsællega að kvöldi. Sumum nægir ekki starfs- orkan nema fram að hádegi. Það er vel skiljanlegt. Þá er að taka því og fá sér bjútíslíp og hlaða battaríið til næstu umferðar. Síst grunaði mig að það hefði úrslitaáhrif að við mæltum okkur mót kl. 4. Eg hafði beðið um útreikninga á sáttatilboði 1977. Um það má lesa í greinum mínum þá er ég auglýsti eftir því. Það fer ekki milli mála um hvað var beðið. Svarið leiðir það einnig í ljós. Gamlir menn sögðu: Með sjálfum sér verður hver lengst að fara. Hér er línurit handa hagfræðingum. Gamansamir menn halda því fram að samningamönnum hafi verið talin trú um að það væri linurit viðskiptakjara og væri há- tindi náð, en komið niður í gilbotn- inn. Á það að hafa ráðið úrslitum í samningsgerð BSRB. Þá var skrifað undir án tafar. Lausnin birtist á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.