Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 195. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980_____________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Misjafnt mat á hafréttarfundi Genf. 29. ágúst. AP. HLE var gert á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf i dag og mönnum bar ekki saman um hve langur timi mundi líða þar til endanlegur samningur lægi fyrir. Tíundi fundur ráðstefnunnar verð- ur haldinn i marz eða apríl. Um það er ekki deilt að ráðstefnan hefur færzt nær settu marki. Banda- ríski aðalfulltrúinn, Elliot L. Rich- ardson, sagði að samningaviðræð- urnar í ár hefðu borið svo mikinn árangur, að líklega mundu sagnfræð- ingar telja þær „mikilvægasta at- burðinn í sögu friðsamlegrar sam- vinnu og þjóðarréttar síðan Samein- uðu þjóðirnar voru settar á fót.“ Aðrir fulltrúar voru varkárari. Kanadíski aðalfulltrúinn, J. Alan Beesley, var sammála því að ráð- stefnan væri nær lokasamningi, en sagði að „óútkljáð mál gætu gert ráðstefnuna að engu ...“ Hann hefur áður sagt, að texti samningsdrag- anna virðist miðast of mikið við hag þróunarríkja og hætt sé við að hann verði dauður bókstafur. Herbert Dreher, aðalfulltrúi Vestur-Þjóðverja, sagði um nýjan texta, sem var birtur í dag, að ekki væri hægt að kalla hann óformlegt samningsuppkast eins og gert væri, því að hann ætti slíkt heiti ekki skilið þótt talsverður árangur hefði náðst. Meðal óleystra mála eru skipun nefndar til að ákveða reglur um vinnslu málma á hafgbotni, landhelg- isdeilur og hugsanleg aðild samtaka eins og Efnahagsbandalagsins og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) að hafréttarsáttmála. Sjá einnig bls. 3. Rússar dæma andófskonuna Moskvu. 29. ágúst. AP. SOVÉZKA andófskonan Tatyana Velikanova var í dag dæmd í fjögurra ára fangelsi og fimm ára útlegð á afskekktum stað að sögn Tass. Áhorfcndur í réttarsalnum hróp- uðu: „Ekki nóg, ckki nóg,“ þegar dómurinn var lesinn. Flestum stuðningsmönnum frú Velikanova var meinað að fylgjast með réttar- höldunum. Annar kunnur andófsmaður, presturinn Gleb Yakunin, var í gær dæmdur í fimm ára nauðungarvinnu og fimm ára útlegð. Þetta eru fyrstu meiriháttar réttarhöld gegn andófs- mönnum eftir Ólympíuleikana. Um 20 stuðningsmenn frú Veli- kanovu hrópuðu nafn hennar þegar henni var ekið á brott eftir réttar- höldin. Hún tók lítinn þátt í réttar- höldunum og neitaði að undirrita yfirlýsingar áður en þau hófust. Þó sagði hún fyrir rétti í gær: „Skrípa- leiknum er lokið." Hún fékk ná- kvæmlega þann dóm sem sækjandi krafðist. Tass segir að frú Velikanova hafi tekið þátt í and-sovézkum áróðri 1909—79, skrifað rógsgreinar, dreift þeim innanlands og sent þær úr landi. Hún og Yakunin voru handtek- in 1. nóvember sl. Sólin í öskunni » Aska og mistur skyggja á sólina þegar hún hnígur til viðar. Myndin var tekin um níuleytið í fyrrakvöld á Seltjarnarnesi. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Ný verkföll í Póllandi - viðræður í ógöngum Varsjá, 29. ágúst. AP. NÝ VERKFÖLL brutust út víða í Póllandi í dag þrátt fyrir áskoranir frá stjórnvöldum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel verkfallsleiðtogunum sjálfum, að þess verði gætt að ástandið versni ekki. í Washington var sagt, að Jimmy Carter forseti hefði beðið Helmut Schmidt, kanzlara Vestur-Þjóðverja. í bréfi, að gera allt sem í hans valdi stæði til að hjálpa verkfallsmönnum í Póllandi. Sagt var, að bréfið væri fremur ábending en nýtt frumkvæði frá forsetanum. Tatyana Velikanova Sovézkt skip á suðurleið Washington, 29. ágúst. AP. SOVÉZKA flugvélamóðurskip- ið „Minsk“ siglir nú suður á bóginn frá Kyrrahafsborginni Vladivostok 1 fyrsta skipti i rúmt ár og er sennilega á leið til Indlandshafs, samkvæmt handarískum leyniþjónustu- heimildum i dag. „Minsk", 40.000 lestir, er eina flugvélamóðurskip Rússa í Austurlöndum fjær. Rússar hafa 26 herskip á Indlandshafi, en ekkert flugvélamóðurskip. „Minsk" var í tvo mánuði í fyrra á Indlandshafi. Bandaríski sjóherinn hefur tvö flugvélamóðurskip á svæð- inu, „Eisenhower", 95.000 lestir og „Midway", 64.000 lestir. Alls eru 35 bandarísk herskip á þessum slóðum, en sjö þeirra eru birgðaskip á eynni Diego Garcia. I Lenin-skipasmíðastöðinni í Gdansk frestuðu fulltrúar ríkis- stjórnarinnar nýjum fundi, á sama tíma og sagt var að verkamenn í kola- og stáliðnaðinum hefðu hótað að leggja niður vinnu ef engin lausn fyndist. Pólska sjónvarpið sagði, að „ástandið hefði ekki breytzt og raunar breytzt til hins verra“. Fréttaskýrandi sjónvarpsins sagði, að ný verkföll flutningaverka- manna hefðu hafizt í Lodz, annarri stærstu borg Póllands, Wroclaw og á kolanámusvæðinu Walbrzych, nálægt landamærum Tékkósló- vakíu. Útvarpsfréttir hermdu, að vinna hefði einnig verið lögð niður í héruðunum Torun, Bydgoszcz og Wloclowek vestan við Varsjá og kröfur verið settar fram. En sagt var, að vinna hefði hafizt aftur í einni verksmiðju í suðvesturhérað- inu Legniza og í tveimur verk- smiðjum í Bydgoszcz og vinna hæfist á ný á þriðja staðnum á morgun. Útvarpið í Wroclaw sagði, að borgarbúar væru „rólegir þrátt fyrir erfiðleika. Ekkert bendir til reiði eða of mikils nöldurs. Viss taugaóstyrkur, sem greinilega hef- ur gætt í verzlunum að undan- förnu, er jafnvel horfinn.“ Verkfallsmenn segja, að 300.000 verkamenn í 627 fyrirtækjum á Gdansk — Gdynia — Sopot-svæð- inu hafi lagt niður vinnu og hundruð þúsunda annarra verka- manna virðast vera í verkfalli á öðrum stöðum. Gdansk-útvarpið segir, að 47 skip pólska úthafsskipafélagsins — þriðjungur alls flota fyrirtækisins — bíði löndunar í Eystrasaltshöfn- um. Von er á fleiri skipum á næstu dögum og viðkvæmur varningur getur farið forgörðum. Frá Szczecin á Eystrasalts- ströndinni berast fréttir um alvar- legan matvælaskort og svarta- markaðsbrask vegna ástandsins. Kazimiercz Barcikowski varafor- sætisráðherra segir, að samkomu- lag hafi tekizt í viðræðum í Gdansk í 27 atriðum, en sex séu óleyst, bæði varðandi laun og skipulag verkalýðsfélaga. Staðfest var í Varsjá, að viðræður hæfust aftur kl. 8 að staðartíma á laugardag. • Talsmaður verkfallsmanna sagði, að rammi samkomulags um verkalýðsfélög samræmdist óskum þeirra í aðalatriðum. Verkfalls- menn hafa sakað samninganefnd Miecyzslaw Jagielski, fyrsta vara- forsætisráðherra, um þóf í viðræð- unum. KGB þjarmar að sendimanni Kína PekinK. 29. ágúst. AP. KlNVERJAR sökuðu Rússa í dag um að hóta einum sendi- ráðsmanna sinna í Moskvu líf- láti og reyna að fá hann til að strjúka. Harðorð mótmæli voru send sovézka sendiráðinu í Pek- ing og ráðstafana krafizt til að tryggja öryggi sendiráðs- mannsins. Atburðurinn gerðist í Minsk 17. ágúst, þegar sendiráðsstarfsmað- urinn Wang Haiyan kom þangað á leið til Moskvu ásamt öðrum Kínverja frá Vestur-Þýzkalandi, þar sem þeir höfðu verið í opinber- um erindagerðum. Þeim var sagt í hóteli í borginni að aðeins ein- staklingsherbergi væru laus. Um miðnætti ruddust tveir Rússar inn í herbergið, kynntu sig sem starfsmenn KGB og reyndu að fá Kínverjana til samstarfs við sig samkvæmt mótmælunum. Þeg- ar Wang neitaði, reyndu Rússarn- ir að beita þrýstingi með upplogn- um ásökunum og sögðu að Wang hefði safnað leynilegum upplýs- ingum í Sovétríkjunum. Einnig hótuðu Rússarnir því samkvæmt mótmælunum að setja á svið umferðarslys til að koma Kínverjunum fyrir kattarnef á leið þeirra til Moskvu, ef þeir neituðu að fallast á kröfurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.