Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 19 Hann vakti óskipta at- hygli fóiks, en einkum þó yngri kyn- slóðarinnar, þessi skrítni fugl, sem þarna var að kynna hið nýja barna- blað Frjáls framtaks, ABC, á sýn- ingunni Heim- ilið '80. Ijósmynd Mbl. Rax. Ljósm. Mbl. Rax. sófasettum frá Eilersen í Danmörku. sem er einn af fremstu framleiðendum á Norðurlöndum á sviði sófa- og raðsófasetta. Þessi sófasett má íá með alls konar áklæði og geta menn jafnvel komið með sitt eigið ef svo ber undir. Þar sem um trégrind er að ræða er einnig hægt að velja um ýmsar viðartegundir og 'liti. Þá ber einnig mikið á sænskum furuhúsgögnum í sýningardeildinni. Mest er þar um skápa ýmiskonar og borð og stóla, en einnig verður síðar meir hægt að fá fleiri gerðir þessara sænsku húsgagna. Þau eru smíðuð úr sérstaklega unninni og þurrkaðri furu frá Norður- Svíþjóð og fæst þannig óvenjufalieg og mjúk áferð á viðinn. GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI KJARTANS ÁSMUNDSSONAR Skartgripir fyrir meira en hundrað milljónir króna HÚN Ásdís Hafsteinsdóttir i sýningardeild Gullsmíðaverk- stæðis Kjartans Ásmundssonar var hvergi bangin þó að allt í kringum hana væri raðað verð- mætum fyrir meira en 100 miiljónir. „Við höfum ráð undir hverju rifi ef menn ætla að fara að gerast fingralangir, það kemur þeim örugglega í koli,“ sagði hún. En hvað er það sem er svona verðmætt? Jú, þarna gat að líta alls konar skartgripi úr gulli og silfri, sem var svo kryddað með ýmiss konar verðmætum steinum. Hæst bar auðvitað demantana, sem eins og sagan segir, eyðast aldrei. Og þeir eru aldeilis ekki ódýrir. í sýningarborðinu voru nokkrir örsmáir steinar, hver um 0,15 karöt og kostuðu aðeins 180 þúsund hver. Demantur, sem er 1 karat, kostar 12 milljónir og sá dýrasti, sem þarna var, kostaði 22 milljónir og var 2,6 karöt. En það er þó ekki aiveg útilokað fyrir sýningargesti að eignast einn af þessum eilífu steinum. í sýningar- deild Kjartans Ásmundssonar fá menn afhentan miða í demanta- háppdrætti og er vinningurinn demantur að verðmæti 250 þúsund krónur. Það eru margir sem hafa áhuga á demöntum. Ljósm. Mbl. Rax. Fjórðungsþing Norð- lendinga á Akureyri FJÓRÐUNGSÞING Norðlend- inga verður haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. nk. Þing- setning verður 31. ágúst kl. 14 að Möðruvöllum, raungreina- húsi Menntaskólans á Akureyri. Þingið setur Valdemar Braga- son, bæjarstjóri á Dalvík, sem formaður Fjórðungssambands Norðlendinga. Framkvæmda- stjóri Fjórðungssambandsins, Áskell Einarsson, flytur starfs- skýrslu og yfirlit um málefni Sambandsins. Formaður kynnir tillögur frá fjórðungsráði um fjármál fræðsluskrifstofa, sjáv- arútvegsmál, umdæmaskipulag og tekjustofna sveitarfélga. Egill Bjarnason, ráðunautur, kynnir tillögur um vegamál, landbúnað- armál, byggingafulltrúaþjónustu og kynningarfundi fyrir sveitar- stjórnarmenn. Katrín Eymunds- dóttir, bæjarfulltrúi, kynnir til- lögur um viðskipti og þjónustu. Kristinn G. Jóhannsson, rit- stjóri, kynnir tillögur um fram- haldsmenntun, um starfsemi út- varps og um listasamskipti á Norðurlandi. Tryggvi Gíslason, skólameistari, kynnir störf námskrárnefndar og tillögu um skipan framhaldsmenntunar í Norðlendingafjórðungi. Þá mun Ingvar Gísiason, menntamála- ráðherra, hafa framsögu. Þor- steinn Þorsteinsson, bæjarstjóri, hefur framsögu fyrir tillögum um iðnþróunaráætlun Norður- lands, um Blönduvirkjun og stór- iðnað, um orkumál og ráðstefnu um orkubúskap og orkufrekan iðnað á Norðurlandi. — Mánu- daginn 2. september verður umræðufundur um sveitarstjórn- armál og þá einkum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, um umdæmaskipulag og tekju- stofna. Þingslit verða síðari hluta þriðjudags 2. september. (Fréttatilkynning) Handíð í nýju húsnæði EFTIR helgina opnar verzlunin Handíð í rúmgóðu húsnaði að Laugavegi 2fi, en verzlunin hef- ur til þessa verið til húsá að Laugavegi 168. Handíð hóf starfsemi 13. október 1978 sem sérverzlun með vörur til hverskonar tóm- stundaiðju. Vöruflokkum hefur fjölgað smátt og smátt og var svo komið að húsnæðið að Laugavegi 168 var orðið of lítið. Vöruúrval verzlunarinnar er fjölbreytt, allt frá vefstólum og föndurefni og tólum ýmiskonar til leikfanga og útitækja af ýmsu tagi. Þá hefur Handíð á boðstól- um úrval föndurbóka og gefur að auki út myndskreyttan vörulista sem sendur er ókeypis þeim er þess óska. í nýja húsnæðinu að Laugavegi 26 er sérstök kennslustofa og munu föndurnámskeið í ýmsum greinum hefjast í september. Inngangur í verzlunina er bæði frá Laugavegi og Grettisgötu og eru bílastæði fyrir framan verzl- unina við Grettisgötu. Eigandi Handíðar er Bragi Ragnarsson og verzlunarstjóri er Ólafur J. Kolbeins. VÖRULISTI HANDÍD Tómstundavörur fyrtr heimili og #1101«. TH 1 1«ö: l auy.-iveour i«18 r,a t. **p» i.aogav*gur 26 In Gnttngntu o« UMpav«g< fí-iaxtmdi v 'Gr*tti5flotu Bætur almannatrygg- inga hækka um 8,57% HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur gefið út reglugerð um hækkun bóta al- mannatrygginga til samræmis við hækkun kaupgjaldsvisitöiu um 8,57% frá og með 1. septem- ber í ár. Allar almennar bætur hækka um 8,57% svo og tekjutrygging elli- og örorkulífeyrisþega. Frá 1. september verða upp- hæðir helstu bótaflokka sem hér segir á mánuði: Elli- og örorkulífeyrir kr.99.792 Hjónalífeyrir 179.626 Tekjutrygging (einstakl.) 96.248 Tekjutrygging (hjóna) 162.711 Barnalífeyrir 1 barns 51.065 Mæðralaun v/1 barns 8.754 — v/2ja barna 47.520 — v/3ja barna 95.035 Ekkjubætur 6 mánaða og 8 ára slysabætur 125.038 Ekkjubætur 12 mánaða 93.759 Fæðingarkostn. skv. 74. gr. 50.904 Heimilisuppbót 34.247 Bætur almannatrygginga hafa þá hækkað þannig á þessu ári: 6,67% hækkun frá 1. mars. 11,70% hækkun frá 1. júní. (Tekjutrygging hækkaði þá um 17,29%) 8,57% hækkun frá 1. september. Bætur hafa samkvæmt þessu hækkað alls um 29,36% og tekju- trygging um 35,83% það sem af er árinu. (Fréttatilkynning frá heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- inu.) KOMDU OG SJAÐU BILTOLVUR AÐ STARFI IHOLLINNI, BASNR. ATH. Sérstakt tynningirverð á bíltölvum allan sýninmrtíma Nýtt símanúmer:82980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.