Morgunblaðið - 30.08.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 5 Kaffisala í Kaldárseli STARFRÆKSLA sumarbúða í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð hefur í mörg ár verið liður í sumarstarfi KFUM og K í Hafn- arfirði. í sumar dvöldu á vegum félaganna um 240 börn, telpur og drengir, í 6 dvalarflokkum á tím- abilinu 28. maí til 27. ágúst. Á hverju hausti ljúka Kaldæingar sumarstarfinu með samkomu og kaffisölu í Kaldárseli. Á morgun, sunnudaginn 31. ágúst, verður samkoma í Kaldárseli er hefst kl. 14.30 e.h. Á samkomunni talar cand. theol. Benedikt Arnkelsson, er hefur verið starfsmaður í drengjaflokkunum um árabil. Þeg- ar að lokinni samkomu verður borið fram kaffi og kökur og gefst þá samkomugestum og öðrum, sem heimsækja Kaldársel, kostur á að kaupa kaffi og styrkja sumarbúðirnar í Kaldárseli. Kaffi verður selt frá kl. 15.30 til kl. 23.30. Nikulás Sigfússon í Nýja galleríinu NIKULÁS Sigfússon opnar í dag málverkasýningu í Nýja galleríinu að Laugavegi 12. Þetta er þriðja einkasýning Niku- lásar. Á sýningunni eru 30 vatnslita- myndir málaðar síðastliðin tvö ár. Sýningin verður opin kl. 14—22 daglega til 8. sept. Aðgangur er ókeypis. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag eftir lagfæringar í SUMAR hefur Hafnarfjarðar- kirkja verið máluð að innan- verðu og ýmsu þar breytt. Fyrsta guðsþjónustan eftir þær breytingar verður haldin næst- komandi sunnudag og hefst kl. 14. Kvenfélag kirkjunnar stóð fyrir fjársöfnun í söfnuðinum í maímánuöi síðastliðnum, sem tókst mjög vel og eru safnaðar- fólki þakkaðar góðar undirtektir. Verður það fé, sem þá safnaðist notað til að kosta meginhluta framkvæmdanna. Breytingar eru þær helstar að altarið hefur verið fært í upprunalegt horf — enn er þó unnið að lagfæringu altaris- töflunnar, nýtt teppi er á gólfum og sæti á kirkjubekkjum eru nú bólstruð og klædd. Þó svo að fyrri litum sé haldið að mestu í kirkjunni hefur þess verið gætt að fá fram betra samræmi þeirra á milli en áður var. Kannist þið ekki við stílinn? Mikið úrval af fallegum furuhúsgögn- um á sýning- unni Heimilið og í verzlun okkar. JSÍdsícó Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn' Ármúli 8 '"hi in»«° TÍZKUSÝNING á sýningunni Heimilið I dag og á morgun kl. 3.15, 6.15 og 9.15. sýnum viö hausttízkuna á sviöinu í Laugardalshöllinni Austurstræti 22. Siml fré skiptiboröi 85055 ^ TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS 1 <§ augavegi 66 Simi fra skiptiborði 65055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.