Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Aðalfundur Kaupmannafélags Vestfjarða var haldinn í félags- heimilinu í Hnifsdal lau^ardaK- inn 18. þ.m. Formaður félaK-sins, Benedikt Bjarnason, kaupmaður í BolunK- arvik. flutti yfirlitserindi um starfsemi félaKsins frá siðasta aðalfundi þess, ok fer það hér á eftir. Hér verður vikið að störfum Kaupmannafélags Vestfjarða, en jafnframt að hagsmunamálum og stöðu smásöluverzlunar og þá einkum í strjálbýli. Frá síðasta aðalfundi, 25. ágúst 1979, hafa verið haldnir þrír formlegir stjórnarfundir. Þar hafa verið lögð fram, rædd og afgreidd mál, sem stjórninni hafa borizt og varða hagsmunamál stéttarinnar og hina sífelldu varn- arbaráttu við stjórnvöld. Komið hefur verið á framfæri ályktunum aðalfundar 1979 til hlutaðeigandi aðila. Þess utan hafa stjórnar- menn ósjaldan rætt óformlega saman. Ymsir félagsmenn hafa leitað til stjórnarmanna með fyrirspurnir, sem reynt hefur ver- ið að svara samtímis. Stjórnin hefur jafnan staðið í nánum tengslum við Kaupmannasamtök íslands, sem auðveldar upplýs- ingamiðlun til félagsmanna. Ein verzlun hefur gerzt aðili að félaginu frá aðalfundi fyrra árs. Er það verzlunin Claccic s.f. ísa- firði, en henni veita forustu þær Erna Jónsdóttir og Hjördís Karls- dóttir. Vil ég bjóða þessa aðila velkomna í félagið. Eru þá 29 verzlanir aðilar að félaginu. Enn standa nokkrar verzlanir utangarðs á félagssvæði þessa kaupmannafélags, og ber að vinna að því að vekja skilning þeirra á nauðsyn þess fyrir þær að gerast aðilar að félaginu. Samstaða kaupmanna hefur grundvallar- þýðingu og getur beinlinis ráðið sköpum um, hvort smásöluverzl- uninni tekst að reka starfsemi sína með eðlilegum hætti. í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort til greina kæmi að lögfesta aðild verzlunarleyfishafa að fé- lagssamtökum kaupmanna. Allri starfsemi, hvort sem hún er stór eða smá í sniðum, fylgir einhver fjármagnsþörf, enda örar breytingar á tölum í óðaverðbólgu. Hefur stjórnin í því efni ákveðið að félagsgjald fyrir árið 1980 verði 10 þúsund krónur. Þá hefur stjórnin ákveðið að greiða úr félagssjóði hluta ferðakostnaðar, einungis flugfargjald, fulltrúum félagsins, sem gagngert er falið að sitja fundi af félagsins hálfu í Reykjavík. Félagsgjald til Kaupmanna- samtaka Islands hefur verið ákveðið 69 þúsund krónur fyrir hálft árið 1980. Búast má við hækkun á því gjaldi, sökum auk- innar starfsemi samtakanna, en 10% af gjaldinu er endurgreitt aftur heim í hérað. í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að félagsgjöld allra atvinnu- rekendasamtaka í landinu munu að líkindum verða á milli 1 til 1 'á 7r af greiddum launum fyrir- tækja. Aðalfund Kaupmannasamtaka íslands hinn 20. marz s.l. sátu af hálfu félagsins þeir kaupmennirn- ir Heiðar Sigurðsson og Úlfar Ágústsson ísafirði. Formaður gat ekki setið þann fund, sökum fjar- veru erlendis. Meiri umræða en áður hefur farið fram um málefni smásölu- verzlunar utan höfuðborgarsvæð- isins. Er það nokkur hughreysting þeim, er slíka starfsemi stunda, að skilningur virðist fara vaxandi á því, að það sé þjóðhagsleg nauðsyn að halda uppi rekstri smásölu- verzlana í strjálbýli, sem gegna þar þýðingarmiklu hlutverki við útflutningsfyrirtæki og fólk, sem vinnur að nauðsynlegum fram- leiðslu- og þjónustustörfum, en afkomumöguleikar eru á hinn bóginn mun lakari þar en smá- söluverzlunar í þéttbýli, sökum aðstöðumunar á ýmsum sviðum. Benedikt Bjarnason, formaður Kaupmannafélags Vestfjarða: Benedikt Bjarnason. Samstaða kaupmanna hef ur grund- vallarþýðingu fyrir smásölu- verzlunina Á aðalfundi Kaupmannasam- takanna 1979 var samþykkt að skipa nefnd til að vinna sérstak- lega að málefnum strjálbýlisverzl- ana. í kjölfar þeirrar samþykktar, boðaði stjórn Kaupmannasamtak- anna formenn og tvo fulltrúa hvers kaupmannafélags úr strjál- býli til fundar í Reykjavík hinn 25. september s.l. til að ræða þar sér í lagi málefni strjálbýlisverzlana. Af hálfu Kaupmannafélags Vestfjarða sátu fundinn formaður félagsins, Benedikt Bjarnason, fulltrúi þess í Fulltrúaráði Kaup- mannasamtakanna, Jónatan Ein- arsson og þeir kaupmennirnir Úlfar Ágústsson Isafirði og Eyj- ólfur Þorkelsson Bíldudal. For- maður Kaupmannasamtakanna, Gunnar Snorrason, stýrði fundi, en auk hans sátu fundinn aðrir fulltrúar í framkvæmdastjórn samtakanna, framkvæmdastjóri, blaðafulltrúi og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Sýndu þeir allir lofsverðan áhuga fyrir viðfangsefnum strjál- býlisverzlunarinnar. Mjög ítarleg umræða fór þarna fram um sérstöðu verzlana í strjálbýli, og til hvaða aðgerða væri unnt að grípa, til úrbóta fyrir landsbyggðarverzlunina. Forstjóri Skipaútgerðar Ríkis- ins kom á fundinn og gerði grein fyrir ferðatíðni og fyrirhuguðum breytingum á flutningakerfi skipaútgerðarinnnar. Var gerður góður rómur að máli hans. Þá var gert ráð fyrir, að verðlagsstjóri sæti fyrir svörum á þessum fundi, en sökum annríkis gat hann því miður ekki mætt á fundinum. Þessi ráðstefna stóð frá kl. 10.00 árdegis og til kl. 18.00 síðdegis. Ályktanir voru gerðar um birgða- hald verzlana í dreifbýli, greiðslu á víxlum, símakostnað, verð- lagsmál, nýjar umbúðir um öl- og gosdrykki, söluskatt af flutnings- kostnaði, fjölgun útibúa Verzlun- arbankans, aukna þjónustu heild- verzlana, orkukaup verzlana í dreifbýli og samgöngur. Niðurstöður þessar voru sendar Verzlunarnefnd 1979 og öðrum þeim, er mál þessi varða. Félag íslenzkra bókaverzlana hefur kynnt og gengizt fyrir sam- eiginlegum innkaupum á piast- pokum og umbúðapappír. I því efni hefur verið skipuð 3ja manna svokölluð „áróðursnefnd", sem einnig hefur beitt sér fyrir ýmsum hugmyndum til styrktar bókinni sem slíkri og þá að sjálfsögðu jafnframt til að auka bókasölu almennt í landinu. Fyrir atbeina nefndarinnar var efnt til svonefndrar barnabóka- viku 17.—26. apríl s.l., og gáfu þá flestar bókaverzlanir 10% afslátt af þeim viðskiptum. Vart er hægt að tala um, að þessi frumtilraun hafi aukið sölu þessara bóka, sem hinsvegar hafði nokkurn kostnað- arauka í för með sér fyrir bóksala. Kaupmannasamtökunum hefur verið sent erindi varðandi sölu- ferðir umferðabóksala á vegum Félags íslenzkra bókaútgefenda. Þar er lýst þeirri skoðun, að 7. grein viðskiptasamnings bókaút- gefenda við bókaverzlanir brjóti í bága við b. lið 9. gr. landslaga um verzlunaratvinnu nr. 41/1968. I 7. gr. viðskiptasamningsins segir, að : „Meðlimum Bóksaíafé- lagsins þ.e. Félagi íslenzkra bóka- útgefenda, sé óheimilt að senda bækur sínar til sölu, öðrum en þeim, sem samþykktir eru af félaginu sem útsölumenn. Þó er meðlimum Bóksalafélagsins heim- ilt að senda umferðabóksala um landið, og greiða þeim sölulaun, eftir því sem um semst. í 9. gr. landslaga um verzlunaratvinnu segir hinsvegar: „Verzlunarleyfi, sem gefið er út fyrir landið allt, veitir heimild til smásöluverzlun- ar: a) Utan löggiltra verzlunar- staða. b) Innan löggiltra verzlunarstaða með vörutegundir, sem ekki er verzlað með i þeim verzlunarstað. Ekki verður annað séð, en að viðskiptasamningur bóksala stangist á við landslögin, enda eru þeir samningar eldri en lög um verzlunaratvinnu. Landslögin hljóta að taka hér af allan váfa. Framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna hefur með bréfi 22. maí s.l. verið falið að leita úrskurðar í þessu máli. Skriflegt svar hefur ekki borizt, en hann hefur skýrt formanni frá því í símtali, að slík sala, sem hér um ræðir, hafi nú nýlega fyrir atbeina Kaupmannasamtakanna verið stöðvuð á Austfjörðum og að lögfræðingur vinni um þessar mundir við að kanna þetta mál, og úrskurðar væri að vænta bráðlega. Þó að hér sé tekið dæmi um bókaverzlun, þá er það eigi að síður brýnt, að allar greinar smá- söluverzlunar hér á svæðinu séu vel á verði um að gæta réttar síns í þessu efni. Hinn 6. maí s.l. boðaði fram- kvæmdastjórn Kaupmannasam- takanna formenn allra kaup- mannafélaga og sérgreinafélaga til fundar í Reykjavík til að fjalla um starfsemi kaupmannafélaga. Með hvaða hætti mætti efla störf þeirra og til að ræða mál, er formenn óskuðu eftir, að stjórn Kaupmannasamtaka íslands vinni einkum að í þeirra þágu. Mál voru rædd mjög ítarlega og kynntu fundarmenn viðhorf sín fyrir framkvæmdastjórn Kaupmanna- samtakanna. Af hálfu formanns þessa kaupmannafélags var eink- um lögð áherzla á eftirtalin mál: Það hefur grundvallarþýðingu að mynda sterka heild þess fólks, sem hefur á hendi verzlunarrekst- ur til að gera því kleift að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. í því efni verði endurskoðuð lög um verzlunaratvinnu nr. 41 frá árinu 1968. Nauðsynlegt er og að láta sam- tímis taka til endurskoðunar lög nr. 46/1937 um samvinnuféiög, þar sem örar breytingar hafa orðið í viðskiptum og verzlun á þeim 43 árum, sem liðin eru frá því að þau lög tóku gildi. Lögin eru eðlilega á ýmsa lund úrelt orðin, og endurskcðunar þörf. Einkum er brýnt að endurskoða ákvæði í þeim lögum um pöntunarfélög og færa þau m.a. til samræmis við lög um verzlunaratvinnu. Verzlun er þýðingarmikil undir- stöðuatvinnugrein og er engin tómstundaiðja. Hún er mjög krefjandi, og verður ekki rekin í hjáverkum frekar en aðrir undir- stöðuatvinnuvegir, svo sem sjáv- arútvegur, siglingar, landbúnaður og iðnaður. Lögin um verzlunaratvinnu eiga að tryggja að verzlun geti þrifizt í landinu sem atvinnugrein til að geta veitt þjóðfélagsþegnunum sem bezta verzlunarþjónustu á hverjum stað og tíma. Aðilar þurfa því að vera þeim hæfileikum búnir, að þeir geti uppfyllt skyldur gagnvart við- skiptavinum sínum, svo sem lögin gera ráð fyrir. Pöntunarfélögin veita ekki í reynd þá verzlunar- þjónustu, sem krafizt er af venju- legum smásöluverzlunum, og venjulega sinna þau í framkvæmd mjög takmörkuðum verkefnum fyrir fáa fjölskyldu- eða hags- munahópa. Innkaup eru þá helzt gerð á vörum í hærri álagningar- flokkum, en vörur „vísitölufjöl- skyldunnar" svo sem landbúnað- arvörur, sem mjög kostnaðarsamt er að verzla með, sækja sömu aðilar í hinar opnu smásöluverzl- anir. Þær vörur, sem sannanlegt er, að álagning nægir ekki fyrir eðlilegum dreifingarkostnaði vel rekinnar verzlunar. Slíkur verzlunarmáti er óeðli- legur og óréttlátur, enda stangast hann á við lög um verzlunarat- vinnu, þar sem ýmsum skib rðum verður að fullnægja til að geta fengið leyfi til verzlunar. Aðilar verða m.a., að hafa til- skylda menntun og eða ákveðna lágmarksstarfsreynslu, þekkingu á bókhaldi, vörum og lagafyrir- mælum varðandi verzlun o.s.frv. Þá eru ákvæði um, að verzlun- arleyfi megi ekki veita starfs- mönnum ríkisins eða ríkisstofn- ana, starfsmönnum sveitarfélaga eða stofnana þeirra og heldur ekki opinberum sýslunarmönnum né mökum þeirra. Ekki verður annað séð, en að þessi lagaákvæði séu þverbrotin í framkvæmd. Það er ekki síður hagur neyt- enda en þeirra, sem við verzlun- arrekstur fást, að svo þýðingar- mikil starfsemi, sem verzlun er, sé rekin á heilbrigðum grundvelli. Talið var nauðsynlegt að endur- skoða lög um hlutafélög, en meg- inefni laga þeirra voru frá árinu 1921 með síðari breytingum þó. Voru þau tekin til gagngerðrar endurskoðunar, og öðluðust ný lög gildi hinn 1. janúar sl. Þörf er á að gefa út leiðbein- ingarbæklinga fyrir afgreiðslufólk í verzlunum og gangast þarf fyrir námskeiðahaldi í þess þágu. Á hverjum tíma verður að vera náið samstarf við forráðamenn Kaup- mannasamtaka íslands. Lögð verði áherzla á að vinna að endurskoðun á óraunhæfum álagningarreglum, þar sem sann- anlegt er, að álagning stendur ekki undir raunverulegum dreif- ingarkostnaði vöru. Verzlunarálagning verði gefin frjáls til að byrja með á innkaup- um til landsins. Opinber viðurkenning fáist fyrir því, að vörubirgðir megi hækka til samræmis við innkaup hverju sinni, svo að hægt verði að fjármagna stöðugt hækkandi verð vöru og hávaxta. Með öðrum orðum, að tekið verði mið af kostnaði við birgðahald. Það gefur auga leið, í allri þessari óðaverðbólgu, sem geysar, að þegar vara er seld á gömlu innkaupsverði og þegar til á að taka við að endurnýja vörubirgðir, þá verður að greiða jafnan hærra verð fyrir sama magn, og er augljóst, að slíkar aðstæður hljóta að leiða fyrr eða síðar til vöntunar á fjármagni og vöruskorts. Þegar hefur heildverzlun með innfluttan skófatnað lagzt niður og talið er, að næst muni koma að vefnaðar- vöruinnflytjendum. Það hefur heldur ekki farið fram hjá kaup- mönnum, að þess gætir nú meir og meir, að innflutningsfyrirtæki hafa ekki eins fjölbreytt val af nauðsynjavörum og áður, og margar vörutegundir fást ekki langtímum saman. Á sama tíma leyfist hverjum sem er að selja eignir sínar, hús, bíla, tæki o.s.frv. á gangverði stundarinnar, en eru ekki skyldað- ir til að selja á því verði, er þessar sömu eignir voru keyptar á á sínum tíma. Á sama hátt hækka stjórnvöld verð á birgðum af tóbaki, áfengi o.fl. eftir geðþótta og án þess að hliðsjón sé höfð af innkaupum. Álagning hrekkur í mörgum tilfellum ekki fyrir vaxtakostnaði, og þá ekki fyrir öðrum rekstrar- kostnaði, ef veltuhraði er hægur og birgðir safnast upp. Ileildsalar krefja nú smásölu- verzlunina um vexti af vörukaup- um. Vextir hafa hækkað gífurlega að undanförnu, og hafa þeir rýrt mjög afkomumöguleika smásölu- verzlunarinnar. Vinna verður að því, að slíkir vextir fáist reiknaðir inn í smásöluverðið. Þessi liður er enn tilfinnanlegri fyrir landsbyggðarverzlunina, sökum þess að varan kemst síðar í sölu en í þéttbýli, þar sem inn- flutningur eða framleiðsla fer fram, auk þess sem birgðir verða ávallt að vera í meira magni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.