Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 17 skólanum. Verið er að koma upp aðstöðu fyrir hross og hesta- mennsku, sem vonandi er við hæfi hrossakynbótabúsins á staðnum. Ríkið er þátttakandi í fiskibúi Hólalax hf., til þess að tryggja skólanum aðgang að því fyrir kennslu í fiskirækt. Líklegt er að hér verði framræktun holdanauta í tengslum við Hríseyjarstöðina. Auðvelt er að koma hér upp refabúi í framhaldi af starfsemi refabænda í Skagafirði. Getur það haft mikla þýðingu fyrir þá nem- endur, sem hafa áhuga á refarækt. Skógræktin hefur dafnað vel og verður staðnum til vaxandi feg- urðarauka. Allt á þetta að geta orðið til að styrkja staðinn og skólann og er þess væntanlega full þörf, þótt hinar hefðbundnu greinar myndi meginstofninn. Þetta sýnir og að hægt er að hafa mörg járn í eldi, sem má hita að einhverju leyti misjafnlega til samræmis við það starfslið, sem að skólanum velst. Búskap á Hólum þarf einnig að laga sem best að þeim markmið- um, sem skólanum henta. Hér að framan hef ég staldrað við örfá kennileiti fortíðar, greint frá nokkrum dráttum úr ásýnd nútíðar og rætt örfáum orðum á hvern veg ég tel að þurfi að stefna til framtíðar. í því er meginatriði, að okkur takist að rétta við bændaskólann þannig, að hann verði að nýju traust og virk menntastofnun, sem um ieið eigi þátt í því að auka sæmd og reisn þessa fornfræga höfuðbóls. Til þess er fullur vilji stjórnvalda. En þessar fyrirætlanir þurfa ekki síður að eiga öflugan stuðning Norðlendinga sjálfra, og þó ekki síst Skagfirðinga. Án þess kemur vilji stjórnvalda fyrir lítið, án þess stoðar lítt fjármagn eða fram- kvæmdir. Það er hlutverk Norð- lendinga að leggja til sálina í nýtt skólastarf, gefa því líf, og hlúa að því á allan máta. Ef sú hugsjón er nægilega sterk og útbreidd, treysti ég því að giftusamlega megi til takast. Góðir gestir! Ég vil að lokum þakka Hólafélaginu gott starf og mikinn áhuga fyrir málefnum Hólastaðar. Félagið hefur ekki síst beint starfi sínu að málefnum kirkjunnar og er það vel. Við framtíðarskipan mála hér á staðn- um þarf að takast samkomulag um hæfilegt olnbogarúm fyrir kirkjuna og kirkjulega starfsemi. Ég mun leggja því lið að svo megi verða. Megi blessun kirkju og kristinnar trúar fylgja Hólastað um alla framtíð. Hlutverk Norðlendinga að leggja til sálina í nýtt skólastarf Ræða Pálma Jónssonar landbúnaðar- ráðherra á Hólahátíð 17. ágúst Góðir hátíðargestir! Hólahátíðin, sem nú er eftir venju haldin hér í dag, að tilhlut- an Hólafélagsins, hefur marg- þættu hlutverki að gegna. Hún á að sýna ræktarsemi og þakkir til fortíðar, varpa ljósi á stöðu nútíð- ar og glæða sýn til framtíðar. Hólar í Hjaltadal voru höfuð- staður Norðurlands í trúarlegum og menningarlegum efnum um nærfellt sjö alda skeið. Hér hefur mikil saga verið skráð. Hér í helgidóminum erum við í meiri nálægð en annars staðar við niðinn frá göngu kynslóðanna, sem söguna skráðu með lífi sínu og starfi. Hér standa vitaskuld ekki efni til að rekja þá sögu. Þó er skylt að hafa í minni og fullum heiðri, að biskupsstóllinn á Hól- um, sem stofnaður var árið 1106 og stóð um aldir ásamt skólastarfi lengst af, hafði ómetanleg áhrif í þjóðlífinu, og þó einkum fyrir Norðlendinga. Hér var forsjá að finna og hér fannst oftast bjprg fyrir snauða menn og þurfandi. Héðan runnu menningarstraumar og hingað sóttu þeir fræðslu, sem síðar urðu forystumenn vítt um iand, en þó einkum í Hólastifti. Fyrir áhrif héðan spruttu upp og efldust klaustur og menntasetur, sem skilað hafa þjóðinni hinum dýrustu menningarverðmætum. Þangað sótti Hólastóll að nýju hæfa forystumenn, og er þó skýr- ast að minna á þann, sem skaraði fram úr Hólabiskupum um bók- menntaleg afrek. Fyrsti biskupinn, Jón Ög- mundsson, hefur verið afburða forystumaður. Hann þótti fríður sýnum, söngmaður svo að undrun sætti, málsnjall og andríkur, enda stafaði af honum bæði ógn og virðing. Hann lagði svo fyrir, að hver maður úr biskupsdæminu kæmi til kirkju á Hólum eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Var þá mikið um gestakomur. Á þeim árum er talið að myndast hafi orðtakið „Heim að Hólum", sem enn er málvenja í heilum héruðum norðaniands og þekkt um land allt. Stjórnsemi og gerðir Jóns Ögmundssonar hafa því enn í dag áhrif á málfar okkar. Það er ilmur úr þessu orðtaki. Merking þess hefur enn ekki dvínað. Vonandi gerist það aldrei. En áhrif Jóns biskups voru auðvitað miklú víð- tækari. Kannske væri nú engin Hólahátíð, ef hans hefði eigi notið við. A.m.k. er erfitt að ráða í hvað gerst hefði og hvað oft gerist, ef eigi finnast þróttmiklir ágætis- menn til að brjóta ísinn. Þann Ijóma, sem þegar sló um Hólastól á fyrstu árum, hefur vissulega borið misjafnlega hátt á loft í gegn um tíðina. Sumir biskupanna voru stórbrotnir höfð- ingjar, sem þjóðin mun meta og virða um alla framtíð. Aðrir voru síður til forystu fallnir. Þegar bæði biskupsstóll og skóli lögðust niður á Hólum eftir sjö alda starf árið 1802, urðu Norð- lendingar fyrir miklu áfalli í menningarlegum efnum. Þeir héldu þó vakandi voninni um það að sjá Hóla rísa að nýju til vegs og virðingar. Og 80 árum síðar varð sú von að veruleika með stofnun bændaskólans. í upphafi þess ára- tugar, sem harðastur hefur gengið yfir landið frá Móðuharðindum; árið sem ekkert sumar kom á Norðurlandi, stofnuðu Norðlend- ingar bændaskóla. Á þessum árum beið bjargarskorturinn fyrir fólk og fénað fyrir utan dyrnar hjá helst til mörgum, og hjá sumum kom hann inn úr dyrunum. Á þessum árum var að bresta á landflótti Ameríkuferðanna. En samt, einmitt á þessum árum, stofnuðu Norðlendingar bænda- skólann á Hólum. Með því var sannarlega lyft Grettistaki. Skólinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki við búnaðarfræðslu í landinu frá öndverðu. Áhrif hans hafa víða komið fram í búnaðar- háttum, ekkert síður á fyrri árum en hinum síðari. Við, sem sótt höfum fræðslu og þroska til skól- ans, berum flestir til hans hlýjan hug, og metum mikils það starf, sem hér hefur verið unnið. Á síðustu árum hefur hallað smám saman undan fæti fyrir skólanum. Aðsókn hefur farið minnkandi og sl. haust voru um- sóknir um skólavist svo fáar að' ekki þótti fært, að skólinn starfaði áfram. Reglulegt skólastarf var lagt niður, og fyrirrennari minn í ráðherraembætti sagði starfsliði skólans upp frá 1. apríl 1980. Námskeið voru haldin í skólanum síðla vetrar og þóttu þau takast mjög vel. Erfitt er að meta það til fulls hvað veldur því, að skólinn hefur lent í slíkum öldudal. Ljóst er þó að hér veldur a.m.k. miklu, að fjárveitingar til skólans hafa verið mjög litlar í mörg ár og standast ekki samanburð við framkvæmda- fé til Hvanneyrarskóla. Húsakost- ur skólans er þess vegna fjarri því, sem telja verður aðgengilegt mið- að við nútímakröfur, bæði að því er varðar útihús og skólahúsnæði. Af þessum sökum hefur verið hægt að sjá það nokkuð fyrir að draga myndi úr aðsókn til skólans, væri ekki að gert. Þannig skipaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra nefnd árið 1976 í framhaldi af ályktun Alþingis til þess að gera tillögur um uppbyggingu Hóla- staðar, sérstaklega með tilliti til þess, að áföngum hefði verið náð í uppbyggingarstarfinu á 100 ára afmæli skólans árið 1982. Nefnd þessi, sem kölluð var Hólanefnd, skilaði endanlegu áliti í byrjun febrúar á þessu ári. Á grundvelli nýrra laga um búnaðarfræðslu nr. 55/1978 var skipuð skólanefnd fyrir skólann og hefur hún einnig gert tillögur um uppbyggingu á staðnum, sem í öllum aðalatriðum fara saman með tillögum Hólanefndar. í marzmánuði sl. samþykkti ríkisstjórnin að vinna að endur- Pálmi Jónsson. reisn Bændaskólans á Hólum og haga uppbyggingarstarfinu í meg- indráttum í samræmi við tillögur Hóíanefndar og skólanefndar Hólaskóla. Fjármagnsaðstæður og heppileg áfangaskil ráði fram- kvæmdahraða. Þessi samþykkt, sem vonandi markar þáttaskil fyrir skólann, er byggð á sögu- legum og nýjum forsendum. Saga staðarins, bæði Hólastóls og bændaskólans ræður því, að því verður tæplega unað, að hér sé ekki áfram menntasetur. Hin nýju lög um búnaðarfræðslu, sem fyrr er getið, kveða á um lengingu búnaðarnámsins, og auka um leið þörf fyrir húsnæði til þeirra nota. einnig þess vegna er því full þörf fyrir Hólaskóla. í framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar hefur verið útvegað fjármagn til þeirra framkvæmda, sem nú eru hér í gangi, ýmist á fjárlögum eða á lánsfjáráætlun. Svo sem kunnugt er, eru veiga- mestu framkvæmdirnar við hita- veitu og fiskibú Hólalax hf. Hafa verið stofnuð fyrirtæki, sem standa að þessum framkvæmdum með þáttöku ríkisins og aðild heimaaðila. Er búist við, að bæði þessi fyrirtæki geti hafið starf- semi sína í haust, og eru bundnar við þau miklar vonir. Fram- kvæmdir hafa haldið áfram við hesthúsbyggingu, sem tekinn var grunnur að á síðasta ári. I sumar hefur verið unnið að viðgerð og viðhaldi á skólahúsinu að utan og er það verk nú langt komið. Nokkrar ræktunarframkvæmdir eru hér einnig á döfinni í haust. Þótt nú sé bjartara yfir fram- kvæmdum með þátttöku ríkisins og aðild heimaaðila. Er búist við, að bæði þessi fyrirtæki geti hafið starfsemi sína í haust, og eru bundnar við þau miklar vonir. Framkvæmdir hafa haldið áfram við hesthúsbyggingu, sem tekinn var grunnur að á síðasta ári. I sumar hefur verið unnið að við- gerð og viðhaldi á skólahúsinu að utan og er það verk nú langt komið. Nokkrar ræktunarfrmakv- æmdir eru hér einnig á döfinni í haust. Þótt nú sé bjartara yfir fram- kvæmdum hér á Hólastað en verið hefur um langt. skeið, eru mörg atriði óleyst og framtíðin, sem mestu máli skiptir, ekki enn í tryggum farvegi. Ég tók ákvörðun um það að ekki skyldi hefja reglulegt skólastarf hér á Hólum í haust, en stefna að því haustið 1981. Það svigrúm sem skapast til þess tíma þarf að nota sem best til undirbúnings skólastarfinu. Átaks er þörf. Á miklu veltur hvernig til tekst við ráðningu starfsfólks í stað þess, sem sagt hefur verið upp störfum. Æskilegt væri að skólastjóri gæti tekið við um næstu áramót, haft yfirstjórn námskeiða við skólann næsta vet- ur og lagt á ráðin um framhald framkvæmda á staðnum. Mikilvægt er að geta á næsta ári unnið að viðhaldi og viðgerðum á skólahúsinu að innan, eftir því sem fært þykir án skipulagsbreyt- inga, sem hljóta að bíða nybygg- ingar á húsnæði fyrir skólann, hvort sem það verður heimavist eða kennsluhúsnæði. Óvíst er um fjármagn á næsta ári, en þá þarf framar öðru að ljúka þeim fram- kvæmdum, sem eru í gangi og ekki tekst að ljúka á þessu ári. Bændaskólinn á Hólum verður trauðla hafinn til vegs að nýju án þess að hið hefðbundna búnaðar- nám verði þar meginuppistaðan, svo sem búfræðslulög gera ráð fyrir. Þetta þarf öllum að vera ljóst. Á hinn 'bóginn er að því stefnt, að fræðsla um ýmsar aukabúgreiningar geti orðið all- veigamikill liður til viðbóta og átt þátt í því að laða nemendur að KALMAR ’80 □ Viö höfum nú gjör- breytt og stækkaö sýn- ingarhúsnæöi okkar í Skeifunni 8, Reykjavík. □ Þar er nú veröld inn- réttinga í vistlegu hús- næöi, sem á sér enga hliöstæöu hérlendis. □ Kalmar innréttingar eru staölaöar einingar sem notast í allt húsiö og einnig sumarbústaö- inn. □ Hringiö eöa skrifiö eftir nýjum bæklingi frá Kalmar. 5 kajmar innréttingar SKEIFUNNI 8, SÍMI 82011 Opið í dag kl. 10—18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.