Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 23 JMtognstlilftfetbí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Ekki horfzt í augu við staðreyndirnar Við íslendingar erum svo háðir utanríkisviðskiptum, að þaö hefur afgerandi áhrif á afkomuna, við hvaða viðskiptakjör við búum á hverjum tíma. Meðal annars af þessum sökum er það svo, að til lengdar getur engin ríkisstjórn haldið hér velli, nema hún skilji það grundvallaratriði, að velgengni útflutningsatvinnu- veganna er lykillinn að farsælli stjórn efnahagsmála og um leið forsenda bættra lífskjara. Hingað til hefur það verið svo, að kommúnistum hefur reynzt erfitt að skilja þetta eins og hitt, að 50 til 70% verðbólga langtímum saman nær engri átt og bitnar að sjálfsögðu fyrst og fremst á þeim, sem lægstu launin og minnstu þurðina hafa í þjóðfélaginu. Menn hafa tekið eftir því, að Hrunadans ríkisstjórnar- innar er að hefjast. Og það vekur síður en svo furðu, að það skuli vera afstaðan til útflutningsatvinnuveganna, sem ágreiningnum veldur. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hefur tekið af skarið um það, að hann ætli ekki að horfa á það þegjandi, að þeir verði lagðir í rúst. Hér er ekki aðeins um sjávarútveginn að tefla. Staðan er miklu viðkvæmari í öðrum útflutnings- greinum eins og ullar- og skinnaiðnaðinum. Og þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, kemur í ljós, að það eru árin 1979 og 1980, sem ógæfunni valda. Reynslan á svo eftir að sýna, hvort Steingrímur Hermannsson er maður fyrir sínum orðum eða hvort ummæli hans eiga eftir að verða enn eitt dæmið um ístöðuleysi íslenzkra stjórnmálamanna, þegar á reynir. Guðfinnur Einarsson forstjóri í Bolungarvík flutti yfirgripsmikið erindi um afkomu sjávarútvegsins á fjórðungsþingi Vestfirðinga og birtist það hér í Morgun- blaðinu sl. laugardag og sunnudag. Af því er ljóst eins og Guðfinnur Einarsson undirstrikar, að „framleiðni í fiskvinnslu og fiskveiðum er án efa sú bezta, sem þekkist meðal íslenzkra atvinnuvega í dag“. Fyrir því eru margvíslegar ástæður, annars vegar varðandi betri meðhöndlun og nýtingu hráefnisins ásamt aukinni hagræðingu í rekstri, hins vegar hefur verið haldið svo á markaðsmálunum, eins og í Bandaríkjunum, að eftirtekt hefur vakið meðal annarra þjóða, enda lætur árangurinn ekki á sér standa. Miðað við að einhver skikkur væri á rekstri þjóðfélagsins í heild lægi það á borðinu að staða fiskveiðanna og fiskvinnslunnar stæði með blóma. En það er nú eitthvað annað, eða svo að vitnað sé til Guðfinns Einarssonar: „Frá því í upphafi árs 1979 til ársloka sama árs, hækkuðu laun í fiskvinnslu um 51,6%. Hráefnis- kostnaður jókst sömuleiðis um 59,7%. Þá hækkuðu ýmsir aðrir rekstrarliðir, svo sem vextir, vélar og tæki sambærilega eða jafnvel meira. Stærsti hluti tekna hraðfrystiiðnaðarins er vegna útflutnings, sem greitt er fyrir í Bandaríkjadölum. Verð helztu tegunda var svo til óbreytt í erlendri mynt. Á sama tíma hækkaði verð á dollar um einungis 24,2%. Og þrátt fyrir nokkra framleiðniaukningu, meiri framleiðslu og aukinn útflutn- ing, dugði það ekki til að brúa það bil tekna og tilkostnaðar, sem hér hefur verið greint frá. Nú geta menn séð, af hverju hraðfrystiiðnaðurinn er í vanda." Við þessi ummæli Guðfinns Einarssonar er í rauninni litlu að bæta. Margan verðbólgubraskarann hefur dreymt ljúfa verðbólgudrauma á liðnum árum og veröldin hefur brosað sælast við þeim í tíð vinstri stjórna, — nú er þessi sæludraumur verðbólgubraskarans að snúast upp í martröð fyrir þjóðina alla. Sú stund nálgast óðfluga, að stjórnleysið hér innanlands leggi útflutningsatvinnuveg- ina að velli og þá verður fátt til bjargar, — nema sterklega verði tekið í taum. En er nokkur sú hönd í þessari ríkisstjórn, að hún hafi pólitískan þroska og kjark til að gera það? Því miður getur svarið við þessari spurningu ekki orðið uppörvandi. Leikarar og starlsíólk Þjóðleiktiussms. iviynain var teain pegar sainasi var saman við upphaf leikársins. Vetrardagskrá Þjóöleikhússins: Kjeld Olesen, utanríkisráðherra Danmerkur: Kasparov heimsmeist- ari unglinga í skák SOVÉTMAÐURINN Kasparov tryKkði sér í K*r heimsmeistara- titil unglinga i skák, er hann samdi um jafntefii við Morovic frá Chile eftir aðeins 5 leiki. Kasp- arov hefur nú 10 vinninga og er tveimur vinningum á undan næstu mönnum. en aðeins ein umferð cr eftir. Na>stir koma Morovic og Neguleschu frá Rúm- eníu með 8 vinninga og Short frá Englandi átti hiðskák í gærkvöldi. en sigur i henni kæmi honum hálfum vinningi yfir þá háða. Jón L. Árnason gerði jafntefli i 38 leikjum við Morales frá Mexikó og i fyrradag gerði hann einnig jafntefli við Bischoss frá V —býzkalandi. Jón er þá með 7 vinninga. „ÞAÐ koma svona tímabil, þegar allt gengur á afturfótunum hjá manni og það er eins og það sé ekkert annað að gera en þola þetta og bíða betri tíma,“ sagði Jón L. Árnason í samtali við Mbl. eftir jafnteflið við Bischoss og sagði Jón þá skák enn eitt dæmið um óheppni sína á mótinu, þar sem hann hefði misst af öruggri vinningsleið áður en skákin fór í bið. Jón sagði, að af þeim fréttum að dæma, sem hann hefði af skákmót- inu í Sovétríkjunum, sem hann tekur þátt í að loknu heimsmeist- aramótinu, verði um mjög sterkt mót að ræða. Kvaðst Jón hafa rætt við aðstoðarmann Kasparovs um mótið og hann nefnt til menn eins og Petrosjan og Smyslov í hópi keppenda. Iljalti (ieir Kristjánsson (lengst til vinstri). Eino Helle, forstjóri Iittala. og Eino Koskinen hönn- uður. Ljósm. Kristján. ari aðferð, sérstæðir og engir tveir hlutir eins. Arkipelago- tegundin hefur verið sýnd í New York, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og nú í Reykjavík. Sarpaneva, sem er grafík- hönnuður, hefur í yfir 30 ár hannað fatnað, vefnað, eld- húsmuni, byggingarefni, postulín og lampa auk glervar- anna, en auk hans hafa ýmsir þekktir hönnuðir starfað fyrir Iittala, m.a. Alvar Aalto. Iitt- ala verksmiðjan, sem stofnuð var árið 1881 af sænskum glerblásara, framleiðir eink- um ýmsar glervörur til heimil- isnotkunar. Einn fimmti hluti framleiðslunnar er glervara til lýsingar og fer um helming- ur framleiðslunnar til útflutn- ings. Velta verksmiðjunnar var á síðasta ári um 9 millj- Iittala-sýning hjá Kristjáni Siggeirssyni IITTALA glerverksmiðjan finnska sýnir um þessar mundir nýjustu framleiðslu sína hjá umboði sínu á ís- landi, Kristjáni Siggeirssyni hf. Er þar um að ræða framleiðslu eftir nýrri aðíerð sem til varð við samvinnu hönnuðar og glerblásara og hefur verið kölluð Arkipe- lago, eftir finnska skerja- garðinum. Hönnuðurinn Timo Sarpan- eva hefur hannað þessar nýju vörur og eru allir hlutirnir, sem framleiddir eru með þess- arðar ísl. króna og eru starfs- menn um 640. Sem fyrr segir er það hjá Kristjáni Siggeirssyni hf., sem verið hefur umboðsaðili Iittala í yfir aldarfjórðung, sem sýn- ingin fer fram og stendur hún fram í miðjan september. íslendingar fái veiði- heimild innan fiskveiði- lögsögu Grænlands EINS og kunnugt er af fréttum hefur danski utanríkisráðherr- ann, Kjeld Olesen, verið hér á landi i opinberri heimsókn. Hann hefur undanfarin ár verið einn af valdamestu flokksmönnum sósí- aldemókrata og hefur verið vara- formaður flokksins síðan 1973. Ilann hefur verið ráðherra i þremur ríkisstjórnum, fyrst í þriðja ráðuneyti Jens Otto Krag og síðan tvívegis í stjórn Ankers Jörgensen. Kjeld Olesen er nú af mörgum talinn væntanlegur eft- irmaður Ankers Jörgcnsen. I tilefni af heimsókn sinni boðaði danski utanríkisráðherr- ann til blaðamannafundar til að gera grein fyrir viðræðum sínum við íslenzka ráðamenn, aðallega Ólaf Jóhannesson utanríkisráð- herra. í spjalli Kjelds Olesen kom meðal annars fram, að það sem aðallega var rætt um, voru alþjóðamálin. Rætt var um stöð- una í Afganistan og það, sem af þeim málum hefur hlotizt og hvernig væri á skynsamlegan máta hægt að leggja fram sameig- inleg mótmæli sem flestra vest- rænna ríkja á fundi í Madrid í nóvember, en þar mun verða rætt um framkvæmd Helsinki-sáttmál- ans. Ráðherrarnir voru sammála um að stjórnmála- og samskipta- rof séu ekki leiðin til að ná samningum eða leysa nokkurn vanda og töldu því, að Helmuth Schmidt hefði gert rétt í því að falla ekki frá heimsókn sinni til Moskvu í sumar. Einnig var rætt um stöðuna í Austurlöndum nær og sagði ráð- herrann að fyrirhugaðir væru bandalagins, sem haldinn verður í Ósló nú í september, styðja óskir Islendinga um veiðiheimildir inn- an fiskveiðilögsögu Grænlands, svo lengi sem þær rækjust ekki á hagsmuni okkar. Þá sagði hann að rætt hefði verið um sölu íslenzks kindakjöts til Efnahagsbandalagslandanna og sagði að Danir myndu styðja Islendinga í því máli. Þegar ráðherrann var spurður að því, hvort þetta væri aðeins „kurteisisheimsókn“, eða hvort hann hefði komið hingað vegna einhvers ákveðins máls, sagði hann að hér væri fremur um „kurteisisheimsókn" að ræða. Það mætti þó ekki líta svo á að enginn sérstakur tilgangur hefði verið með henni. „Við viljum með þess- ari heimsókn fyrst og fremst undirstrika einlægan vilja okkar til norrænnar samvinnu, þó við séum eitt Norðurlandanna í Efna- hagsbandalaginu. Við höfum oft orðið varir við það, að okkur sé borið á brýn, að þar sem við séum í því höfum við mjög takmarkaðan áhuga á norrænni samvinnu, en það er alls ekki rétt. Ég vil einnig benda á það, að menn þurfa ekki endilega að hittast til að leysa einhver vandamál. Menn geta hitzt til að ræða stöðuna í ýmsum málum og jafnvel til þess að koma í veg fyrir vandamál, og því eru heimsóknir sem þessi ekki síður mikilvægar en aðrar,“ sagði Kjeld Olesen. Þá kom það fram á fundinum að Kjeld Olesen hefur boðið Ólafi Jóhannessyni, utanríkisráðherra, og konu hans í opinbera heimsókn til Danmerkur. Kjeld Olesen, utanrikisráðherra Dana. I.jósmynd Mbl. RAX fundir hjá Efnahagsbandalaginu vegna þeirra mála. Um Pól- landsmálin voru ráðherrarnir einnig sammála og vonuðust til að á þeim fyndist viðunandi lausn án afskipta annarra ríkja. Kjeld Olesen sagði að ekki væri ágreiningur milli Islendinga og Dana um fiskveiðimál og sagði að Danir myndu á fundi Efnahags- við tónlist sgeirssonar frumfluttur á jólum tvö ný, íslensk Ballet Jóns verk verða sýnd í vetur VERKEFNAVAL Þjóðleik- hússins verður með íjöl- breyttasta móti í vetur. Tekin verða til sýningar tvö ný íslensk verk, leikritið Snjór eftir Kjartan Ragnarsson, sem flutt verður á Stóra sviðinu, og á Litla sviðinu verður kynntur nýr íslenskur höfundur, Valgarður Egils- son. sem hefur skrifað sér- kennilegt leikrit, sem hann nefnir Dagshríðarspor. Þá má það til tíðinda telja, að jólaverkefni leikhússins verð- ur heilskvöldshallett við tón- list eftir Jón Ásgeirsson. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi með Sveini Ein- arssyni þjóðleikhússtjóra í Ka*r. Leikritið Snjór eftir Kjart- an Ragnarsson verður frum- sýnt 12. september nk. Það fjallar um héraðslækni í kaup- túni austur á landi og þær spurningar, sem leita á hug hvers manns, eins og um afstöðuna til lífs og dauða. 17. okt. hefjast sýningar á Könnu- steypinum pólitíska eftir Hol- berg og er hér á ferðinni einn hans vinsælasti gamanleikur. Hér á árum áður var Holberg hvað fyrirferðarmestur í ís- lenskum leikhúsum en þessi merki höfundur hefur ekki átt upp á pallborðið hjá þeim um alllangt skeið. Er hér ráðin nokkur bót á. Sá nútímahöfundur breskur, sem hvað mesta athygli hefur vakið að undanförnu, er Tom Stoppard. Hans nýjasta verk, Nótt og dagur, sem fjallar um fólk í blaðamannaheiminum í nýfrjálsum ríkjum Afríku, verður frumsýnt 7. nóvember. Rétt er að geta þess, að svo kann að fara að nafni leikrits- ins verði nokkuð hnikað til en það er þó ekki afráðið. Jóla- verkefni leikhússins verður eins og fyrr segir ballett við tónlist eftir Jón Ásgeirsson. Dansinn hafa samið Jochen Ulrich, kunnur þýskur dansa- smiður, og Sveinbjörg Alex- anders. Ballettinum hefur enn ekki verið gefið nafn en hann verður frumsýndur á annan í jólum. I byrjun febrúar verður sýnt eitt þekktasta verk í leikbókmenntum aldarinnar, Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller. Það var sýnt hér á fyrsta leikári Þjóðleikhússins en hefur ekki verið sýnt síðan. Það verður nú flutt í nýrri þýðingu dr. Jónasar Krist- jánssonar. Þjóðleikhúsið hefur lagt drög að því að sýna þá tvo söngleiki, sem mesta athygli vöktu í New York í fyrra, Strider (Skjóna), eftir sögu Tolstojs, og Evítu, sem er byggður á ævi Evu Perón. Óvíst er hvor verður fyrr fyrir valinu en frumsýning verður í mars. Síðasta verkefni leikárs- ins verður óperan La Bohéme eftir Puccini og verður hún frumsýnd í maí. Hún hefur ekki fyrr verið sýnd í Þjóðleik- húsinu. Á þær sýningar, sem hér hafa verið nefndar, gilda áskriftarkort og er rétt að vekja athygli á því, að sala áskriftarkorta hefst í dag og stendur aðeins fram að fyrsta frumsýningardegi, sem er 12. september. Eins og venja hefur verið til verða barna- og fjölskyldusýn- ingar á Stóra sviðinu og nú hefur orðið fyrir valinu al- þekkt saga, Oliver Twist, eftir Charles Dickens í leikgerð Árna Ibsens. Á Litla sviðinu verður eins og fyrr greinir sýnt leikritið Dagshríðarspor eftir nýjan, íslenskan höfund, Valgarð Egilsson lækni, og ennfremur Bodies eftir James Saunders, breskt kammerleik- rit eins og þau gerast best. Loks verða sýndir á Litla sviðinu tveir einþáttungar, Mótmæli eftir Vaclav Havel og Vottorð eftir Pavel Kohout, en báðir eru þeir kunnir sem ötulir baráttumenn fyrir auknum mannréttindum í Tékkóslóvakíu. Þess má að lokum geta, að Þjóðleikhúsið er nú að fara í leikför með Stundarfrið Guð- mundar Steinssonar á Bitef- leiklistarhátíðina í Júgóslavíu og síðan til Norðurlanda og er þetta viðamesta leikferðin frá upphafi. Litlar breytingar verða nú á hópi leikara við Þjóðleikhúsið, þær að Ævar Kvaran lætur af starfi sem fastráðinn leikari en hann hefur verið við leikhúsið frá upphafi. Edda Þórarinsdóttir leikkona mun nú fylla flokk fastráðinna við leikhúsið. aflað sér verkfallsheimildár eða ekki. „Það var í raun búizt við því í dag,“ sagði Ásmundur, „að eitthvað jákvætt kæmi frá Vinnuveitenda- sambandinu, en það gerðist ekki. Það eina, sem gerðist, var að þeir buðu ákveðna hækkun á taxtavið- miðunina, sem notuð hefur verið, sem í fljótu bragði gæti virzt hugsuð í stað „gólfsins", en það var þó ekki, því að hækkunin reyndist síðan eiga að vera heildarhækkun- in í samningunum. Þarf ekki neina sérstaka tilfinningu fyrir tölum til þess að sjá í hversu litlu samhengi það er við þær aðstæður, sem við búum við í dag, t.d. í samanburði við samninga opinberra starfs- Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri ASÍ: Tilboð VSÍ færði okkur ekki nær lausn málsins „ÞAU viðbrögð, sem við höfum fengið frá Vinnuveitendasam- bandinu í þessum viðræðum, eru ekki til þess fallin að stefna okkur i lausn málsins og teljum við þvi ekki ástæðu til áframhaldandi viðraxlna að óbreyttrj afstöðu vinnuveitenda.“ sagði Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri AI- þýðusambands Islands í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið spurði Asmund, hvað þá tæki við í stöðunni. Hann kvað viðræðunefnd ASÍ myndu koma saman á mánudagsmorgun og myndi hún skoða málið og ákveða þá, hvert yrði næsta skref ASÍ. Ásmundur kvað mjög mis- jafnt, hvort aðildarfélög ASI hefðu manna, sem bæði gefa „gólf“ og 14 þúsund króna kauphækkun ásamt tilfærslum, sem þar eru.“ Ásmundur kvað það rétt, að einstök störf gætu hækkað meira vegna röðunar starfa í flokka. Þar væri um að ræða í fyrsta lagi, að kaup væri fært til samræmis hjá sumum hópum innan mismunandi stéttarfélaga. í öðru lagi gætu breytingar á launakerfi orðið til hækkunar, þótt um hið gagnstæða gæti einnig verið að ræða. í heild kvað hann erfitt að meta þetta, þar sem í sumum tilfellum væri verið að færa taxta í átt til raunverulegs kaups. Kvað hann langan veg frá því að samkomulag hafi náðst í þessum efnum og væru því þau mál í raun einnig óleyst. en ríkinu. Þetta var lokasvar af okkar hálfu. Það er fráleitt að við getum gengið lengra. Vinnuveit- endasambandið telur að þessi launaútgjaldaaukning sé með öllu óraunhæf og snúist eingöngu um verðbólgu og gengislækkun, en ekki kjarabætur. Samt er nauðsynlegt að stíga þetta skref til þess að launþeg- ar á almennum vinnumarkaði drag- ist ekki aftur úr í samanburði við launþega hjá rikinu." Þorsteinn kvað í mörgum tilfell- um um að ræða meiri launahækkan- ir hjá einstökum starfshópum innan ASI en ríkisstarfsmenn hefðu feng- ið. Hann nefndi dæmi: lægsti verka- mannataxti hækkaði samkvæmt til- boðinu um 10 þúsund krónur, fisk- vinna hækkaði um rúmar 11 þúsund krónur, almenn verksmiðjustörf á Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ: ASÍ átti kost á betri samningum en BSRB „Vinnuveitendasamhandið lagði fram nýja launatöflu í dag. þar sem fram kom verulcg hakkun á launatölum i neðstu launaflokkun- um, 3,6% hækkun. sem fór siðan stiglækkandi niður i 0,06% i efsta flokknum. Var þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið Alþýðusambandins að ha'kka mest lægstu launin. Til viðhótar þessum tölum, þá liggja fyrir í þeim grundvelli, sem við lögðum fram. verulegar tilfærslur í töxtum. sem þýða hækkun á kaupi." sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasamhands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið í ga>r. „Niðurstaðan er sú,“ sagði Þor- steinn, „að um er að ræða aukinn launakostnað upp á um 6%, sem er þannig um l‘A% meira heldur en aukinn launakostnaður ríkisins var í þeirra samningum. Ástæður fyrir þessum mun er, að fleiri eru í lægri launaflokkunum á almennum vinnumarkaði en hjá ríkinu, þannig að sambærilegar hækkanir gagn- vart lægstu laununum vega meir og eru dýrari almennum vinnumarkaði vegum Iðju hækkuðu um 23 þúsund krónur, almenn skreiðarvinna hækkaði um rúmlega 18 þúsund krónur, stjórnun lyftara hækkaði um 29 þúsund krónur, laun pakk- húsmanna hjá öðrum en skipafélög- unum hækkuðu um 28 þúsund krón- ur, aðstoðarmenn í fagvinnu i óþægilegri eða óþrifalegri vinnu hefðu hækkað um 31 þúsund krónur, þannig að þarna væri í mjög mörgum tilfellum um allverulegar kauphækkanir að ræða. „Við teljum að það sé fjarstæða að ræða um meiri launabre.vtingu á þessu stigi og að ASI hafi þarna átt kost á betri samningum en BSRB,“ sagði Þor- steinn. Að lokum sagði Þorsteinn, að staðan í efnahagsmálunum nú væri svo þröng, þótt hér sé ekki um að ræða jafnháar kauphækkunartölur og oft áður, að miðað við að á þessu ári myndu þjóðartekjur minnka, væri hér.um að ræða óraunhæfari kauphækkanir en 1977 frá efna- hagslegu sjónarmiði. Þá var 7 til 8% hagvöxtur. Því gæti nú hver maður séð að ekki yrði gengið skrefi lengra nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.