Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Húsið að Suðurgötu 7 í Reykjavík, sem marjíir kannast við, en þar hefur verið starfrækt gallerí undanfarin ár. Su^urgata 7 f er á Arbæjarsafn IIÚSIÐ Suðurgata 7 í Reykjavík, sem undanfar- ið hefur hýst starfsemi Gallerís Suðurgötu 7, verð- ur innan skamms tekið af grunni sínum og flutt í Arbæjarsafn. Eigendur hússins munu hafa í hyggju að byggja á lóðinni, en gamla húsið er orðið lélegt og dýrt í við- haldi. Hafa eigendur þess því gefið Reykjavíkurborg húsið, með þeim kvöðum að borgin sjái um flutning þess af gamla grunninum. Borgarráð hefur nú fyrir hönd borgarinnar þegið gjöfina, og verður húsinu komið fyrir til bráðabirgða í minjasafninu við Árbæ. — Áætlaður kostnaður við að flytja húsið er um 5 milljónir króna. Ekki mun enn liggja fyrir hvernig hús verður reist á lóðinni, þar sem enn stendur gamla húsið við Suðurgötu númer sjö. Forráðamenn Kallerísins Suðurtjötu 7 á blaðamannafundinum. Ljósm. Kristján. Gallerísmenn vilja húsið kyrrt VeKna fyrirhugaðs flutninxs hússins að Suðurgötu 7 í Árbæj- arsafn, boðuðu aðstandendur Kallerísins þar til blaðamanna- fundar í Kær. Það voru einkum þeir Bjarni II. Þórarinsson ok Friðrik Þór Friðriksson, sem höfðu orð fyrir hópnum. Þeir kváðust alKerleKa andvÍKÍr fyrirhuKuðum flutn- inKÍ hússins ok vildu að Reykja- víkurborK keypti lóðina ok Kerði húsið þar upp. Málin standa þannÍK. að núverandi eÍKendur hússins, sem eru níu, vilja selja lóðina, en hafa jafnframt boðizt til þess að Kefa IteykjavíkurborK húsið, sjái hún um flutninK þess af lóðinni. BorKaryfirvöld hafa lýst sík reiðubúin til þess, verði af Kjöfinni: „Það hefur ckki ennþá verið útbúið Kjafabréf*4, saKði Friðrik Þ<»r. Gallerísmenn söKðu lóðina metna á 60 milljón- ir króna. en það myndi ekki kosta undir 150 milljónum að Kera húsið upp í Árbæ. Málið stæði þannÍK ekki um peninKa- hlið málsins. Bjarni H. Þórarinsson sagði, að þegar þeir gallerísmenn hefðu hafið rekstur gallerísins á sínum tíma, 1977, þá hafi þeir m.a. haft í huga, að sýna fram á hvernig nýta mætti gömul hús, og þannig vernda þau á sínum upprunalega stað. Sú hefði líka verið stefnan í húsfriðunarmálum og því kæmi þeim þetta mál allt spánskt fyrir sjónir og ef af þessu yrði væri um að ræða skref aftur á bak í húsfriðunarmálum. Þeir sögðust hafa fullan hug á að halda starfseminni áfram í húsinu á þeim stað sem húsið stendur nú, ef borgin keypti lóðina og afhenti þeim húsið til áfram- haldandi notkunar. Þeir kváðust ætla að ræða við menntamálaráð- herra og borgaryfirvöld og fá úr því skorið, hver afstaða þeirra væri. Þeir vildu taka fram, að þeir ættu ekki í neinum deilum við eigendur hússins og sögðust skilja þeirra sjónarmið. ílcsáur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk. 10: Miskunnsami Samverjinn. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd. Organlsti Marleinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guömundsson. Sunnu- dagstónleikar kl. 6. Marteinn H Friöriksson leikur á kirkjuorgeliö. Kirkjan opnuö stundarfjóröungi áö- ur. Aögangur ókeypis. BREIOHOLTSPREST AKALL: Guösþjónusta í Bústaðakirkju kl. 11. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BUSTADAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson mess- ar. Sóknarnefndin. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Jón G. Þórarinsson. Al- menn samkoma n.k. fimmtudags- kvöld kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Birgir Ás. Guö- mundsson. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta fellur niöur vegna sumarferöar kirkjukórsins. LANGHOLTSPREST AKALL: Guösþjónusta kl. 11. Fermdur verður Geir Gunnarsson, Efsta- sundi 100. Organleikari Jón Stef- ánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjónsson. Sóknarnefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guösþjón- usta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson messar. FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Fyrsta messa eftir sumarleyfi. Organleikari Birgir Ás. Guð- mundsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. Sýning Kjartans Ólasonar Starfsemi FÍM-salarins virðist nú kominn í fullan gang og eftirsókn nokkur eftir sýningaraðstöðu þar svo sem allsstaðar í borginni þar sem á annað borð er leigt út húsnæði til sýningahalds. Sýning Kjartans ólasonar er fyrsta einstaklingssýningin eftir sumarsýninguna sem gekk heldur dræmt svo sem búast mátti við. Kjartan er kornungur listamaður, skólað- ur í Myndlista- og handíða- skólanum og þótti þar dulur og sérkennilegur í myndsmíð- um sínum en engum duldist þó Myndllst ef tir BRAGA ÁSGEIRSSON að í honum byggju ágætir hæfileikar. Þetta er fyrsta einkasýning Kjartans og þykir mér hún staðfesta það sem ég vissi áður til hans, að hæfi- leikana hefur hann ótvíræða. Sjálft myndefnið kemur mér þó á óvart því að ég hef ekki séð slík vinnubrögð frá hans hendi áður. Hér er mikið um áhrif frá teiknimyndaseríum og jafnframt ádeiluverk á þjóðfélagið. Sem ádeiluverk finnst mér myndirnar oftast missa marks þar sem allnokk- uð skortir á slagkraftinn en hér finnst mér hann komast best frá myndunum „Að lokn- um starfsdegi" (2) og „Til þerris" (7). Myndbyggingin er hnitmiðaðri en í flestum öðr- um verkum þar sem staðsetn- ing myndatriða virka harla tilviljunarkennd á köflum þótt inn á milli komi fram ljóm- andi vel gerðir hlutir. En það eru „portrettmynd- irnar" stílfærðu er athygli vekja á sýningunni og lyfta henni upp t.d. „BS. Rafmagns- verkfræði" (10), „Teddi tekinn í karphúsið" (12) og síðast en ekki síst „Næturvörðurinn í Hafnarbíó" (15). Þessar síðasttöldu þrjár myndir hefðu verið sterkt framlag Kjartans til Haust- sýningar FIM og vafalítið vak- ið þar athygli. En í þessum sýningarsal njóta þær sín ekki sem skyldi innan um hinar myndirnar og auk þess sem þær ná til fárra. Listamaðurinn hugðist sýna myndir sínar um tveggja vikna skeið en er fallinn frá þeim ásetningi „vegna aðsókn- ar“ og er þessi helgi því síðasta sýningarhelgin ef að líkum lætur. Jacek Tylicki Fram til næstkomandi mið- vikudags hanga uppi nokkur verk eftir pólska listamanninn Jacek Tylicki í Suðurgötu- galleríinu. Sá er hér ritar gerði sér ferð þangað á dögun- um er hann var af tilviljun staddur í miðborginni á þeim tíma er sýningin er opin en það er frá 16—18 virka daga en frá 14—20 um helgar. Opnunartíminn er knappur og frumlegur virka daga og er hann sennilega það frumleg- asta við sýninguna en hér koma vafalítið til erfiðleikar og aðstæður í rekstri gallerís- ins sem taka verður fullt tillit til. Annars hygg ég að það sé sameiginlegt með okkur sem um myndlist fjöllum að óska þess, að opnunartími sýn- ingarsala á höfuðborgarsvæð- inu verði samræmdur svo sem mögulegt er en með einhverj- um frávikum einstaka daga svo sem tíðkast sumstaðar erlendis. Sól skein í heiði er mig bar að garði og síðsumarið skart- aði sínu fegursta á himni, hafi og hauðri en þrátt fyrir það var sálartetrið ekki upp á sitt besta vegna mikilla umsvifa á starfsvettvangi frá því í býtið um morguninn. Ég þráði krassandi upplyftingu eða af- slöppun enda á hraðri leið í Laugardalslaugina. Það er skemmst frá að segja að sýning þessa pólska lista- manns orkaði ekki að breyta hugarástandinu, hér var fátt nýstárlegt og krassandi að sjá. Þetta þema, að láta náttúruna vinna fyrir sig er sígilt og hefur þekkst frá örófi alda í margvíslegri mynd. Það er og ekkert frumlegt að stinga pappirsörk undir stein og láta hana liggja þar í ákveðinn tíma og við vitum það allir er til þekkjum, að náttúran er nákvæmust og ströngust í smíð sinni. En hér má vísa til þess, að í náttúrunni finnast engar tilviljanir, allt hefur sitt orsakasamhengi líkt og lífskeðjan öll og vegur manns og dýrs frá vöggu til grafar. Hér er slegið fram fullyrðing- unni um hina algjöru tilviljun og að rökfræði og kenningar í myndlist eigi síður rétt á sér. En hér vantar botninn í rök- semdirnar vegna þess, að jafn- vel hinn veikasti andblær er engin tilviljun og síður sá gróður eða lífverur er undir steinum má finna í margvís- legri mynd eftir því hvar steinninn er staðsettur og hver staðbundin rökfræði þró- ast þar í náttúrunni. Þá eru myndaraðir listamannsins frá París ekki til þess fallnar að grípa hugann fanginn. I stuttu máli orkaði sýning- in ekki sterkt á mig í heild, hvorki við fyrstu né aðra skoðun og mér þótti gerjun lífsins meiri og ríkari í Laug- ardalslauginni þótt á öðru sviði væri, „því sólin sinna verka ekki sakna lætur. •A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.