Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Sýnishorn íslenzks fataiðnaAar. Ljosmynd Mbl. Rax. Ilér er margt að skoða og hlusta á. KARNABÆR Stærsta sjónvarp landsins, video- plötuspilari og íslenzkur f atnaður Á MEÐAL þeirra fjöImorKU aðilja. sem taka þátt í sýning- unni llcimilið '80, cr Karna- bær. Sýningardcild Karnab- æjar skiptist í þrjá mcgin- hluta. fatadcild. hljómtækja- dcild ok Stcinar hf. eru í þriðju deildinni. I fatadeildinni eru nær allar sýninKarvörur íslenzkar fram- leiðsluvörur Karnabæjar sjálfs, en Karnabær er nú stærsti fata- framleiðandi á íslandi. íslenzkur fataiðnaður býr við erfiðari að- stöðu en flestur annar innlendur iðnaður og er í algerlega frjálsri samkeppni við erlendan innflutn- ing og tekst bara bærilega. Það er ljóst, að verulegt gjaldeyrismagn mætti spara, ef innlendur fataiðn- aður fengi betri starfsskilyrði og gæti þá náð að auka framleiðslu sína á kostnað innflutts fatnaðar. Nú er meiri gjaldeyri eytt í fatainnflutning en bílainnflutn- ing, svo eitthvað ætti að vera hægt að spara af honum. Meðal þeirra merkja, sem sýnd eru, má nefna Bandído gallabuxur, Lordían föt, staka jakka og buxur, Miss Ixjrdían kvenfatnað auk ýmis konar sportfatnaðar. Meðan á sýningunni stendur verður gefinn talsverður afsláttur af fötum og gallabuxum og Karnabær verður með tískusýningar á hverjum degi. I hljómplötudeildinni ber helzt að nefna svokallaðan videoplötu- spilara, sem líkist að nokkru leyti plötuspilara, nema að þetta óvenjulega verkfæri notar laser- geisla til að nema bæði hljóð og mynd upp af plötunni og kemur myndin síðan fram á þar til gerðum sjónvarpsskermi. Þessi videoplötuspilari er alveg nýr af nálinni og er ekki enn kominn á Evrópumarkað, en sem dæmi um vinsældir hans vestra má nefna að General Motors hefur fest kaup á 14 þúsund stykkjum til að nota á söluskrifstofum og er þó ævintýrið ekki mjög ódýrt. Stærsta sjónvarp landsins má einnig sjá þarna, en skermur þess er hvorki meira né minna en 50 tommur. Auk þessa eru svo að sjálfsögðu ýmis önnur hljómtæki frá Pioneer og Sharp og gefst mönnum tækifæri til að hlusta á allt þetta í þar til gerðu „stúdíói". í deild Steina hf. eru kynntar plötur, sem fyrirtækið hefur gefið út og einnig þær, sem væntanlegar eru í nánustu framtíð. í september eru væntanlegar plötur með Utan- garðsmönnum, Hauki Morthens, þar sem hann mun syngja lög eftir Jóhann Helgason við undirleik Messoforte, Geimsteinsplata með Rut Reginalds og klassísk nútíma- tónlist með Áskeli Mássyni, en að þeirri útgáfu stendur útgáfan Steinhljóð, íslenzk tónskáld og tónlistarmenn. Þá verða þar kynntar TDK-kassettur og marg- ar nýlegar hljómplötur. Meðan á sýningunni jtendur verður gefinn 25% afsláttur af þeim vörum sem þar fást. Iljólið tilhúið i töskuna. Þrjú handtök og þú getur ekið af stað. I.jósmyndir Mbl. Hax. SKEUUNGSBÚÐIN Svar við orkukreppunni? Á SÝNINGUNNI Hcimilið '80 sýnir Skeljungsbúðin skcmmtilcga nýjung. en það cr lítið bifhjól. scm ha*gt cr að brjóta saman og bcra síðan mcð sér í tösku. Hjólið vegur aðeins 32 kílógrömm og er með cinsstrokks vcl sem skil- ar um 1,25 hestöflum og nær hjólið 40 kílómctra hámarks- hraða og eyðslan er aðcins um tveir lítrar á hundraðið. Ekki er hægt að neita því að þetta er handhægt hjól, þegar ferðast er til fjarlægra staða, með bíl eða flugvél er hjólið einfaldlega brotið saman og stungið niður i tösku og tekið með eins og hver annar far- angur. Þetta virðist einnig nokkuð gott svar við orku- kreppunni, það eru ekki mörg farartæki sem komast 100 km. á aðeins 2 lítrum eldsneytis. Úr sýningardeild Bláskóga. UÚSGAGNAVERZLUNIN BLÁSKÓGAR Nýjungar frá Svíþjóð og Danmörku Húsgagnaverzlunin Bláskógar er með stóra sýningardcild á Heimilissýn- ingunni og bcr þar mest á Heimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.