Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 Leyfi veitt til að bora eina holu enn við Kröflu Áætlaður kostnaður 500 milljónir króna, en sparnaður allt að 1 milljarður, segir yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt leyfi til að ein hola til viðbótar verði boruð fyrir Kröfiuvirkjun í haust. Verður það 15. borholan á svæðinu og sú þriðja, sem boruð verður þar í ár. „Ég tel þarna vera um mark- verða ákvörðun að ræða og ég vona að hún sé rétt.“ sagði Einar Tjörvi Elíasson. yfirverkfræðing- ur Kröfluvirkjunar, í samtali við Morsunblaðið í gær. Sagðist Ein- ar vonast til að Kröfluvirkjun myndi í vetur framleiða 10—11 mejíawött inn á raforkukerfið. Áætlað er að byrja borun 15. holunnar eftir um 10 daga og tekur borunin væntanlega hálfan annan mánuð ef allt gengur sam- kvæmt áætlun. Kostnaður við borun 2 þúsund metra holu er á að gizka rúmar 500 milljónir króna án tengingar. Einar Tjörvi sagði, að meðalhola væri fljót að borga sig, en hún sparaði um einn milljarð króna á 4—5 mestu álags- mánuðunum, þegar grípa hefur þurft til raforkuframleiðslu með dieselvélum. Þessa dagana er unnið að ýms- um mælingum á holu 14 áður en henni verður hleypt í blástur, en fóðrun holunnar er lokið. Borinn Jötunn verður tekinn niður af holunni um helgina, en í næstu viku á hann að hreinsa betur holu 7, en það verk tókst ekki sem skyldi fyrr í sumar. Síðan er fyrirhugað að byrja borun holu 15 eftir rúma viku, en sú hola verður í austurhluta gamla svæðisins. Þann hluta svæðisins, þar sem holur 12 og 13 eru fyrir, telja sérfræðingar beztan hluta þess hvað varðar gufumagn og sam- setningu lofttegunda. Hola 14 er hins vegar á nýju borsvæði í suðurhlíðunum. Viðrædur við stjómvöld í Luxem- burg um f lugmálin Bílvelta í Kjósinni TALSVERT var um umferðaróhöpp á Reykjavíkur- svæðinu í gær og þá einkum síðdegis. I nokkrum tilfellanna urðu slys á fólki. Klukkan 16.36 í gær var lögreglunni í Hafnarfirði tilkynnt um bílveltu á Vesturlandsvegi, skammt frá Kiðafelli í Kjós. Farþegi í bifreiðinni var fluttur á Slysadeild og bifreiðin, sem er af Lada-gerð, er talsvert skemmd. <Ljó«m. júiíus) „ÞAÐ HAFA sem kunnugt er farið fram heilmiklar viðræður við aðila í Luxemburg og meðal annars hefur samgönguráðherra átt viðræður við stjórnvöld og ráðamenn þar. Meiningin nú er að halda þessum viðræðum áfram og freista þess að finna þá fleti, sem gætu komið málinu í höfn,“ sagði Tómas Árnason, sem nú fer með embætti samgönguráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar, í samtali við Mbl. í gær. Mbl. spurði Tómas, hvort þessar viðræður væru hugsaðar án aðildar Flugleiða. „bað skal ég ekkert fullyrða um,“ sagði Tómas. „En þessar viðræður verða alla vega á vegum stjórnvalda.“ Forsætisráðuneytið sendi í gær út eftirfarandi frétt: Forsætisráðherra átti í morgun, möguleika á áframhaldandi sam- Verkefnakönnun Flugleiða erlendis: ásamt viðskiptaráðherra og full- trúum frá samgönguráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, fund með fulltrúum allra stéttarfélaga starfsmanna Flugleiða. Á fundin- um skýrðu fulltrúar stéttarfélag- anna sjónarmið sín varðandi upp- sagnir starfsfólks Flugleiða og rekstrarvanda fyrirtækisins. I framhaldi af þessum fundi var ákveðið af hálfu stjórnvalda: 1) Að óska eftir skriflegri grein- argerð um niðurstöður viðræðna Flugleiða við aðila í Luxemburg og hugmyndir félagsins um framhald slíkra viðræðna, 2) að félagsmálaráðuneytið kanni næstu daga lagalegt gildi upp- sagna starfsfólks Flugleiða hvað varðar samningsbundinn upp- sagnarfrest launþega og einnig hvort uppsagnir þessar samrýmist ákvæðum laga og reglugerðar um tilkynningaskyldu fyrirtækja til vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytis um samdrátt í rekstri, 3) að stjórnvöld beiti sér fyrir viðræðum við yfirvöld í Luxem- burg svo fljótt sem kostur er um vinnu landanna á sviði flugmála.“ Tómas Árnason sagði varðandi fyrsta liðinn, að þau mál lægju ekki „nægilega ljóst fyrir", og því væri talið nauðsynlegt að fá um þau tæmandi greinargerð til að unnt væri að meta stöðuna. Könn- un félagsmálaráðuneytisins sagði Tómas setta af stað samkvæmt óskum fulltrúa stéttarfélaganna. Forsætisráðherra til Finnlands GUNNAR Thoroddsen, forsætis- ráðherra, verður viðstaddur 80 ára afmæli Kekkonens Finnlandsfor- seta næstkomandi miðvikudag. Mun hann flytja árnaðaróskir frá íslendingum og taka þátt í hátíða- höldum í tilefni afmælisins. Með forsætisráðherra í förinni verða Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri og Ingvi S. Ingvars- son, sendiherra. Gunnar Thor- oddsen heldur utan á morgun, sunnudag og er væntanlegur til landsins föstudaginn 5. septemb- Útlit fyrir 40 ný störf flug- manna og flugvélstjóra í ÞEIRRI könnun sem nú fer fram á vegum Flugleiða til þess að afla nýrra starfa fyrir flugmenn og flugvélstjóra félagsins er útlit fyrir um það bil 40 ný störf að flugi í leiguflugi erlendis. Gangi saman í þeim samningum sem nú eru í deiglunni kann svo að fara að allar DC-8 vélar Flugleiða fari í verkefni erlendis tii lengri tíma, en ein Boeing 727-200 þota annist allt millilandaflug Flugleiða fyrir tslendinga. Könnun Flugleiða á vinnu fyrir þá flugmenn, sem ekki verður þörf fyrir eftir boðaðan samdrátt, beinist nú fyrst og fremst að mögulegum verkefnum fyrir Air India og hins vegar leiguflugi á vegum Air Bahama milli Evrópu og Bahama-eyja. Nú þegar hefur verið tryggt starf fyrir 12—15 flugmenn og flugvélstjóra í árs- verkefni fyrir áttu í Senegal eins og sagt var frá í Mbl. í gær. Air Bahama hefur um skeið annazt leiguflug fyrir Air India milli Englands og Indlands og eru 5—6 áhafnir Air Bahama í því verkefni eða 15—18 menn en þar af eru nú 4 íslenzkir flugmenn og væntan- legir eru tveir íslenzkir flugvél- stjórar í það starf. Þá er ráðgert að fjöldi íslenzkra flugmanna og flugvélstjóra aukist smám saman í því verkefni. Að sögn Leifs Magnússonar, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, eru nú möguleikar á því að leigja aðra DC-8 til Air India og þá væntan- lega fyrir 15—18 íslenzka flugliða. Skýrist það á næstu vikum. Þá er einnig útlit fyrir að Air Bahama taki að sér leiguflug milli Evrópu og Bahama-eyja, en óvíst er hvort áætlunarflugi Air Bahama verður haldið áfram. Taki Air Bahama að sér leiguflug er ráðgert að áhafnir flugmanna og flugvélstjóra verði bæði frá Flugleiðum og Air Ba hama, þ.e.a.s. flugmenn og flug- vélstjórar, en ekki er útlit fyrir nein slík ný störf fyrir flugfreyjur. Semjist um þessi verkefni sem að framan greinir, en líkur á því eru talsverðar, þá verður allur DC-8-floti Flugleiða leigður í „Höfum samið jöfnum höndum fyrir Arnarflug og Flugleiðir“ „VIÐ reynum nú al fullum krafti að afla nýrra verkefna svo ekki þurfi að koma til þess að 40 flugliðar hætti störfum hjá okkur í haust, en meirihlut- inn er fólk, sem var ráðið til sumarverkefna í vor, en vill halda störfum sinum áfram,“ sagði Magnús Gunnarsson for- stjóri Arnarflugs i samtali við Mbl. i gær. Magnús kvað dylgjur hafa gengið um það að undanförnu að áhrifamenn í Flugleiðum vildu kaupa viðbótarhlutabréf í Arnar- flugi, en slíkt ætti ekki við rök að styðjast né sá málflutningur „ýmissa aðila", sagði Magnús, „að Arnarflug hafi tekið upp flug frá Flugleiðum. Miðað við flug- tíma hefur Arnarflug flogið minna á Evrópuleiðum sl. tvö ár en t.d. árið 1978 þegar félagið stóð eitt sér og Flugleiðir hafa ekki síður tekið flug frá Arnar- flugi á þessum tímum. Við höfum - segir Magnús Gunnarsson forstjóri Arnarflugs t.d. eytt miklu starfi í öflun leiguflugs erlendis og þar semj- um við jöfnum höndum fyrir Flugleiðir. Flugleiðamenn nutu t.d. góðs af verkefnum í Guate- mala þótt við hefðum alveg eins getað leigt okkar 720-vél þangað, en hún beið ónotuð á meðan. Ég varð ekki var við að FÍA mót- mælti vandræðum okkar vegna þessa. Þá áttum við aðild að samningum um pílagrímaflug Flugleiða í haust og samningar um leigu á DC-8-þotu Flugleiða til Senegal var í gegn um okkar sambönd. Það kom til greina að leigja okkar vél þangað, en DC-8 var hagkvæmari fyrir þá og því otuðum við okkar vél ekki fram. Okkur sárna því yfirlýsingar ýmissa flugmanna úti í bæ þar sem sagt er að velgengni Arnar- flugs eigi rætur að rekja til þess að molar hafi fallið af borði Flugleiða. Arnarflug og Flugleið- ir hafa samstarf í þessum efnum og það hefur verið gott og með samkomulagi. Það kemur okkur hins vegar spánskt fyrir sjónir þegar bryddað er upp á því að vandi Flugleiða verði leystur með því að skera niður starf Arnar- flugs. Við höfum stuðlað að því að tryggja flugmönnum Flug- leiða störf á næstunni, en hins vegar höfum við ekki náð að tryggja atvinnuöryggi okkar starfsfólks í vetur með öflun verkefna ennþá og við sjáum ekki fram á neinar endurráðningar á fyrrnefndum 40 flugliðum. Það er ljóst að íslenzk flugmál eiga við mikinn vanda að glíma um þessar mundir og ég held að það sé sameiginlegt álit okkar Arnarflugsmanna að nú sé tími til þess að standa saman og hefja þá vinnu sem þarf til að byggja upp á ný íslenzk flugmál í stað þess að standa í karpi og ala á tortryggni í íslenzkum flugmál- um.“ verkefni fvrir erlenda aðila og þá getur sú staða komið upp á næstu mánuðum að ein Boeing 727-200 muni sjá um allt millilandaflug Flugleiða til og frá íslandi. I samtalinu við Mbl. í gær sagði Leifur Magnússon að miðað við þetta þyrfti að meta hvað væri hagkvæmast, t.d. varðandi flug til Bandaríkjanna, því áætluð sæta- þörf milli íslands og New York væri ein átta á viku, en hins vegar kæmi til greina að fara fleiri ferðir á minni vél. Kvað Leifur þessi mál öll í skoðun og yrði tekin endanleg afstaða í málinu í næsta mánuði. Flugleiðir: Kunnir yfir- menn hætta störfum MEÐAL þeirra starfsmanna Flugleiða á skrifstofum fé- lagsins, sem hættu störfum í gær, eru nokkrir sem hafa gegnt stjórnunarstörfum í allt að liðlega þrjá áratugi í flugþjónustunni. Má þar nefna Ásbjörn Magnússon, sem hefur verið sölustjóri Flugleiða, og íslaugu Aðal steinsdóttur sem hefur verið yfirmaður farskrár. Þá hættu störfum í gær þeir Gunnar Ililmarsson, deildarstjóri Ferðaþjónustunnar, Flemm- ing Holm, yfirmaður innra eftirlits Flugleiða, og Geir R. Andersen fulltrúi í viðskipta- deild. Prestskosning- ar í Seljasókn PRESTSKOSNINGAR fara fram í Seljasókn í Breiðholti á morgun og verður kosið í Ölduselsskóla. Kjör- fundur stendur frá klukkan 10 til klukkan 23. í framboði eru séra Ulfar Guðmundsson, prestur á Ólafsfirði, og séra Valgeir Ást- ráðsson, prestur á Eyrarbakka. 2540 manns eru á kjörskrá og verða atkvæði talin á Biskups- stofu fimmtudaginn 4. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.