Morgunblaðið - 06.12.1980, Page 22

Morgunblaðið - 06.12.1980, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 22 / „Fólk er hér yfirkomið af sorg vegna þessa hræðilega slyss ok hugur manna ekki við annað hundinn" sagði Kirsten ThorberK Sa Machado í Lissa- hon í simtali við Mbl. í dag, föstudag. „Öllum ber ásamt um, að Sa Carneiro hafi verið mesti stjórnmáiamaður sem við höf- um átt, og hans er minnzt fyrir það og fyrir hversu einlægur lýðræðissinni hann var. Þann skamma tíma. sem hann var i fyrirsvari í þjóðlífi okkar, batn- aði efnahags- og atvinnuástand mjög, fólk var farið að finna tii meira öryggis og stöðugleika og það voru miklar vonir bundnar við áframhaldandi stjórn hans. Þetta er óskaplegt tap fyrir portúgölsku þjóðina og hættu- legt fyrir pólitískt jafnvægi í landinu. Ég held að allir geri sér grein fyrir því." Kirsten sagði, að skömmu eftir að útsendingar útvarps og sjón- varps voru rofnar til að skýra frá slysinu, hafi Freitos do Amaral, aðstoðarforsætisráðherra og utan- Frá blaðamannafundi sem Sa Carneiro forsætisráðherra, So- ares Carneiro forsetaframbjóð- andi og Freitos do Amaral aðstoðarforsætisráðherra héldu síðla fimmtudags. Þar gagn- rýndu þeir Eanes forseta mjög harðlega og sögðu m.a. að sú ákvörðun frambjóðanda komm- únista að draga sig i hlé og hvetja stuðningsmenn sina til að kjósa Eanes sýndi ótvírætt hver væri stjórnmálalitur Ean- esar. Skömmu síðar hélt Sa Carneiro áleiðis til Lissabon- flugvallar. sveit ungra manna, aðallega lög- fræðinga, sem vildu beita sér fyrir að lýðræði yrði komið á í landinu. Hann gat sér orðstír fyrir fjöl- margar skeleggar greinar um þessi efni, sem prentaðar voru á laun og mikið lesnar. Eftir byltinguna 1974 fagnaði hann ákaft og þóttist sjá fram á bjartari tíð. Fljótlega kom í ljós að Hvað verður Francisco Sa nú í Portúgal að Carneiro látnum? ríkisráðherra komið fram í sjón- varpi og talað um hina látnu, sem báðir voru persónulegir vinir hans, auk þess að vera sam- starfsmenn. Hefði hann minnzt þeirra fallega. „Eanes forseti var meðal þeirra sem fyrstir komu á slysstaðinn. Um eitt leytið sl. nótt flutti Eanes síðan ávarp í sjón- varpinu þar sem hann sagði að forsetakosningarnar á sunnudag myndu fara fram eins og áformað hafði verið. Hann fór fallegum og smekklegum orðum um hina látnu og hefur komið ákaflega vel fram á erfiðri stundu." Þá hefur Mario Soares, sem er staddur í París minnzt Sa Carn- eiros og Amaro da Costas varnar- málaráðherra og farið um þá lofsamlegum orðum. Hann sagði að með fráfalli Sa Carneiros hefðu Portúgalar misst mikilhæfan stjórnmálamann, sem hann hefði metið, þótt þá hefði greint á í pólitísku tilliti. Soares sagði af sér formennsku í Sósíalistaflokknum fram yfir forsetakosningar vegna andstöðu við Eanes, en hann hefur þó ekki lýst fylgi við Soares Carneiro og ekki búizt við að hann geri það. „Það var ákaflega mikils vænzt af þessum tveimur mönnum" hélt Kirsten áfram.“ En þess má geta að Amaro da Costa varnarmála- ráðherra, do Amaral og Victor Sa Machado eiginmaður Kristenar voru frumkvöðlar að stofnun Mið- demókrataflokksins eftir bylting- una 1974 og þrír af örfáum þingmönnum sem náðu kjöri á stjórnlagaþingið 1975, þegar flokkurinn var nánast skorinn niður við trog í ofsóknum komm- únista. Da Costa var 37 ára gamall. Kona hans Manuela fórst einnig í slysinu. Þau höfðu verið gift í rúmt ár. Aðspurð um flugufréttir um skemmdarverk sagði Kirsten að talsmaður Sósialdemókrataflokks- ins hefði tilkynnt að það væri útilokað. Hér virtust vera á ferð- inni mannleg mistök flugmanns- ins, en fyrstu fréttum hafði ekki borið saman um hvort vélin hefði sprungið í loft upp eða kviknað í henni, þegar hún skall niður í íbúðarhverfinu. I ljós hefur komið að forsætis- ráðherrann hafði pantað far með áætlunarflugvélinni til Oporto sem fór um svipað leyti, en vegna þess að ekki voru næg sæti í henni fyrir fylgdarfólk hans ákvað hann að slást í hóp þeirra í leiguvélinni. Kirsten sagði, að það væri ógerningur að gera sér grein fyrir hvaða áhrif þessi atburður hefði á forsetakosningarnar á sunnudag- inn en þær fara fram eins og ætlað var. Eins og alkunna er hefur aðalglíman staðið milli Eanes for- seta og Soares Carneiro sem studdur var af bandalagi forsætis- ráðherrans, Alianca Democratica. Hún sagði að Soares Carneiro hefði sótt mjög í sig veðrið í baráttunni og fylgi hans aukizt eftir því sem hann hefði oftar komið fram. Menn teldu þó að Eanes kynni að hafa forskot sem ríkjandi forseti sem fólk þekkti. Aftur á móti væri talið svo mjótt á munum að enginn treysti sér til að spá um úrslitin. Forseti verður að fá 51% greiddra atkvæða en deild- ar meiningar eru um hvort Eanes eða Soares Carneiro ná því. Ef ekki, verður önnur umferð kosn- inganna þann 28. desember. Því má vélta fyrir sér nú þegar portúgölsku þjóðinni finnst sem hún hafi hálfvegis misst fótfest- una vegna fráfalls forsætisráð- herra síns, hvort hún muni líta á Eanes sem einn af fáum föstum púnktum og kýs hann ellegar virðir vilja hins látna forsætisráð- herra og veitir Soares Carneiro brautargengi. Kirsten sagði að- spurð að hún myndi ekki eftir neinum kosningum í landinu síð- ustu sex árin — og þær eru nú orðnar margar — þar sem úrslit væru jafn óviss og nú og hefðu raunar einnig verið það fyrir slysið. Freitos do Amaral, sem hefur tekið við forsætisráðherradómi til bráðabirgða, hafði eins og Sa Carneiro hótað að segja af sér, ef Eanes yrði endurkjörinn. Hann hefur ekki gefið neina yfirlýsingu um breytta afstöðu. Margir velta því fyrir sér hvort honum muni takast verkefni sitt, ekki sízt í ljósi þess að hann kemur úr mun minni flokki en Sa Carneiro. Do Amaral hefur þó þótt snjall stjórnmálamaður, stórgáfaður og útsjónasamur. Hann hefur einnig sér við hlið vinsælan fjármálaráð- herra, Da Silva, sem þykir hafa unnið þrekvirki í efnahagsmálum Portúgals þann tíma sem hann hefur farið með fjármál ríkisins. En fyrst og fremst syrgja Portúgalar forsætisráðherra sinn, sem var að allra dómi vaxandi pólitíkus. Hann þótti ekki alþýð- Íegur maður, en tamdi sér þó smátt og smátt hlýlegra viðmót, var á stundum nokkuð hvassyrtur og skapmikill. Metnaðargjarn og mælskumaður og sérstaklega snarpur í rökræðum. Veizluhöld þau sem fylgdu embættinu voru honum lítið að skapi. Hann vakti athygli fyrir að búa opinberlega með Snu Abercassis, danskri konu, sem hafði verið gift í Portúgal og var reynt að nota það gegn honum í kosningabaráttunni, þar sem Sa Carneiro og Isabel kona hans voru ekki Jögskilin, þótt þau hefðu slitið samvistum fyrir mörgum árum. Sa Carneiro kærði sig kollóttan um skrafið, hafði að sögn lúmskt gaman af og hlaut fyrir aðdáun landa sinna þótt kaþólskir séu. Francisco Sa Carneiro var fæddur í Oporto í Norður Portúgal 19. júlí 1934. Hann nam lögfræði við háskólann í Lissabon og tók síðan doktorsgráðu í grein sinni. Um hríð starfrækti hann lög- fræðiskrifstofu í Oporto. Árið 1969 var hann kjörinn á það sem kallað var þjóðþingið, valdalaus stofnun, en ætlað að draga úr einræðissvip- móti Portúgals út á við. Sa Carneiro sagði af sér fjórum árum síðar, gramur og sár yfir því hversu merkingarlaust þing þetta var. Hann skipaði sér í forystu- kommúnistar voru að ná undirtök- unum í landinu og Sa Carneiro beitti sér af alefli gegn vaxandi áhrifum þeirra, gagnrýndi harka- lega þjónýtingu og eignaupptöku stefnu þeirra. Þetta sama ár veiktist hann alvarlega og hafði ekki afskipti af stjórnmálum í drjúgan tíma. Hann hafði stofnað Alþýðudemókrataflokkinn rétt eftir byltinguna, en síðar var flokkuripn skírður upp og nefndur Sósialdemókrataflokkur. Eftir að Sa Carneiro náði bata á ný þurfti hann síðan að heyja nokkra bar- áttu innan flokks síns, þar sem menn voru ekki á einu máli um stefnu flokksins. Eftir að sam- steypustjórn Mario Soaresar féll sumarið 1978 greip Sa Carneiro til pólitískrar kúvendingar, sem vakti mikla athygli. Hann hafði verið orðaður við vinstristefnu, þótt hann væri andsnúinn sósialistum og kommúnistum. En nú tók hann að breyta stefnunni, svo að hann færðist hægt og sígandi að miðj- unni og þar með nálgaðist PSD einnig Miðdemókrataflokk Freitos do Amaral. Upp frá því var hafinn undir- búningur að samstarfi flokkanna með þeim ágæta árangri, að Sa Carneiro varð í febrúar fyrsti forsætisráðherra meirihluta- stjórnar í Portúgal og enn styrkti hann stöðu sína í kosningum á haustnóttum. Eins og margir muna studdu flokkarnir þrír, PS,CDS og PSD Eanes til forsetakjörs árið 1976, en hann var þá lítt þekktur, en var þakkað að hafa komið upp um samsæri kommúnista í nóvember 1975, en þar með urðu straum- hvörf í landinu í pólitísku tilliti. Síðan hefur Eanes forseti verið að færast ótvírætt til vinstri, Sa Carneiro til mikillar reiði. Sam- starf mannanna tveggja, síðan Sa Carneiro varð forsætisráðherra, var- að vísu kurteist en ekki rétt meira en svo og flestir telja einsýnt að Sa Carneiro hefði staðið við þá hótun að segja af sér ef Eanes næði kjöri. Á þessu stigi verður engu spáð um hver verður framvinda mála í Portúgal. Þar virtist loks vera kominn á nokkur pólitískur friður, sem að vísu var ekki öruggur, en gaf fyrirheit um betri tíð. Nú er allt með öðrum brag. Framtíðin hefur ekki um langar tíðir verið jafn óviss Portúgölum og nú þessa desemberdaga. Jóhanna Kristjónsdóttir Frá slysstaðnum. Lögregla reynir að halda vegfarendum frá. Deilt var um hvort kviknað hafi i vélinni í loftinu eða þegar hún skall niður í íbúðarhverfi við flugvöllinn. „Hans er minnzt sem einlægs lýðræðissinna og mesta stjórnmála- manns Portúgala“ sagði Kirsten Th. Sa Machado í símtali við Mbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.