Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 41

Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 41 í fótspor Ronalds Reagans + Þetta er einn kunnasti gamanleikari Frakka, Michel Golucci, sem leikur undir listamannsnafninu Coluche. Leikarinn virðist ætla að reyna að feta í fótspor kollega síns í Ameríku, fyrrum leikara, Reagans, og vinda sér yfir í pólitíkina. hann hefur nefnilega ákveðið að fara í framboð til forsetakosninganna í Frakk- landi á næsta ári. Myndin af Coluche er tekin er hann skýrði blaðamönnum í París frá ákvörðun sinni um forstita- framboð sitt. Heiðurs- doktor í lögum + Margrét Danadrottning hefur verið útnefnd heiðursdoktor í lögum við Lund- únaháskóla og hafði sú athöfn farið fram á þriðjudaginn þar í borg. Drottn- ingarmóðir Elísabet framkvæmdi at- höfnina. Margrét drottning var þar í hópi 6 heiðursdoktora og var hún eina konan íhópnum. Styttan af blaðburðarbörnun- um í Tokyo. Yaldimar er vel búinn. þegar hann legKur upp með blöðin SÍn. I.josm. E.B.B. Þau færa okkur fréttir dagsins + Þau koma með fréttirnar. en eru sjaldan í fréttunum. blaðhurðar- börnin. scm koma með bioðin að húsadyrunum til okkar. I>au eru vissulega hetjur daí?sins. Ok í Tokyo eru þau svo mikils metin. að reist hefur verið líkncski þeim til heiðurs fyrir framan blaðið Seikyo Shimbun. Ein af þessum unjcu ótrauðu hlaðburðarhetjum. sem við hittum i Breiðholtinu, er hann Valdimar BirKÍsson, 10 ára Kamall. sem á hverjum moricni vaknar klukkan hálf sjö, til þess að vera búinn að bera MorKunblöðin sín 65 í Austurbergið o|{ Keilufellið áður en hann fer í skólann. Þangað á hann að vera kominn klukkan átta, oftast hefur hann tíma til að koma við heima og fá sér eitthvað í svanginn hjá mömmu sinni, sem ekki fer i vinnuna fyrr en seinna. — Jú, það var dálítið erfitt að vakna fyrst, meðan maður var að venjast því, en úr því að ég er hvort sem er að fara snemma í skólann gerir það ekkert til, segir hann. Verst á sunnudögum, þegar eru tvö blöð, því þau eru svo þung. Þá hafa eldri bræður mínir hjálpað mér — jafnvel farið einir með blöðin fyrir mig, þegar mamma segir að ég sé þreytulegur. Valdimar segir að það sé dálítið kalt og dimmt svona snemma á morgnana en hann kveðst vera vel búinn, hafði einmitt fengið þessi nýju góðu stígvél sem hann var í, svo honum yrði ekki kalt við blaðburðinn. Fátt fólk er á ferli, nema hvað nokkrir menn bíða eftir rútubíl í Austurberginu, sem ekur þeim í vinnuna og þeir tala oft við hann. Klukkan átta fer hann í skólann og er þar oftast til kl. 1 og tvisvar í viku fer hann aftur í aukatíma. Þetta er því drjúgur vinnutími. Og þá er ótalinn tíminn sem fer í að rukka. En Valdimar segist ætla að safna peningunum, sem hann fær fyrir blaðburðinn. — Kannski getum við farið í sumarfrí út í lönd, segir hann. Það er þó ekki víst. Og ef ég eyði engu, þá get ég lagt mitt til. Með blómsveig á höfði Ávísunin útfyllt + Þetta er ekki þjónn aö störfum við mathorð verðandi forseta Bandarikjanna, Ronald Reagans. Hér er söngvarinn frægi, Frank Sinatra, að útfylla 2.500 dollara ávisun i Mdegigverði, sem haldinn var til stuðnings Eisenhower-heilsugæslustöðinni i Kaliforniubeenum Ranco. + Sem kunnugt er af fréttum héldu forsætisráðherr- ar Norðurlanda nýlega fund sinn i Kaupmannahöfn. Eitt helsta málið á dagskrá var samvinna landanna á sviði orkumála. Ekki mun það samstarf hafa leitt til teljandi árangurs, enn sem komið er a.m.k. En á þessari mynd eru forsætisráðherrarnir með blóm- sveig á höfði. við veitingastaðinn Peder Oxe i Kaupmannahöfn. Þangað bauð gestgjafinn, Anker Jörgensen. kollegum sínum til hádegisverðar einn daginn. — Ráðherrarnir eru, talið frá vinstri Mauno Koivisto frá Finnlandi. Odvar Nordli, Noregi, Thorbjörn Falldin, Sviþjóð, Gunnar Thoroddsen, íslandi, loks sjálfur Anker, forsætisráðherra Dana. — Siðan starfsstúlkur Peder Oxe veitingahússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.