Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 5 Útvarpsráðsfundur í síðustu viku: Verða fréttaritarar sjálf- krafa sumarmenn og síðan fastráðnir fréttamenn? ANDRÉS BJÖRNSSON útvarpsstjóri, satfói á fundi í útvarpsráði á föstudaKÍnn, aó það sem hann hefði átt við með ummælum sfnum i Morgunhlaðinu um atkvæðagreiðslu f útvarpsráði um umsækjendur um fréttamannsstöðu, væri það að hann hefði ekki verið sammála niðurstöðu útvarpsráðs. Gn ummæli útvarpsstjóra voru þau. að hann Kæti ekki orðið við tilmælum ráðsins vejfna þess á hvern hátt það hefði staðið að málinu. Til útvarpsráðsfundarins á föstudaginn var boðað að ósk Ellerts B. Schram og fleiri, sem óskuðu eftir fundi með útvarps- stjóra um ráðningu fréttamanna, en þar hafði verið gengið þvert á vilja útvarpsráðs svo sem fram hefur komið í fréttum. Fundurinn hófst klukkan tvö, og fór fram í húsnæði sjónvarpsins, þar sem áður hafði verið ætlunin að ræða málefni þeirrar stofnunar á þess- um fundi. Sjónvarpsfundinum var þó aflýst áður, og lá því ekkert fyrir fundinum, nema nýgerðar mannaráðningar. Allir útvarpsráðsmenn komu til fundarins, en útvarpsstjóri kom á hinn bóginn ekki. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri kom hins vegar, til að rita fundargerð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lýstu nokkrir útvarpsráðsmanna mikilli óánægju með að Andrés Björnsson skyldi ekki sjá ástæðu til að koma til fundarins, sem svo gagngert hafði verið boðaður til að ræða eitt tiltekið mál er að honum sneri. Eftir nokkrar óformlegar umræð- Andrés Björnsson útvarpsstjóri ur varð að raði að tormaöur útvarpsráðs, Vilhjálmur Hjálm- arsson, hringdi í útvarpsstjóra, og kom hann síðan til fundarins skömmu síðar. Útvarpsráðsmenn fóru þá fram á að útvarpsstjóri gerði grein fyrir því, hvers vegna hann hefði ekki farið að vilja útvarpsráðs um ráðningar fréttamannanna, en hann kvaðst ekki vilja skýra ákvörðun sína að svo stöddu, sagðist myndu geyma sér það þar til síðar. Þá gengu útvarpsráðs- menn mjög hart að útvarpsstjóra um að hann gæfi skýringar á ummælum sínum í Morgunblað- inu. Gaf hann þá þær skýringar, er getið er hér að framan, eftir talsverðar umræður. Megintími fundarins fór síðan í almennar umræður um þær að- ferðir sem tíðkaðar hafa verið við ráðningar fréttamanna til hljóð- varps að undanförnu. En sumir útvarpsráðsmanna fullyrtu, að mjög tilviljanakennt væri, hverjir gerðust fréttaritarar útvarpsins erlendis, og einnig virtist tilvilj- Vilhjálmur Hjálmarsson for- maður útvarpsráðs anakennt hvar þeir væru staðsett- ir. Svo virtist hinsvegar sem þetta væru í flestum tilvikum náms- menn, er síðan virtust sitja fyrir, er ráðið væri fólk til sumarafleys- inga á fréttastofunni. Síðan væri þróunin oft sú, að þetta sama fólk hefði forgang, er ráðið væri fólk í fastar stöður fréttamanna. Þá væri þetta fólk ráðið vegna þess að það hefði reynslu umfram aðra umsækjendur. Kom fram gagn- rýni á þessa tilhögun, og var meðal annars bent á, að rétt væri að útvarpsráð fengi lista yfir þá menn er nú væru fréttaritarar útvarpsins í útlöndum, því þar væru líklega tilvonandi frétta- menn stofnunarinnar. Var í þessu sambandi rætt um, hvort ekki væri eðlilegt að útvarpsráð gæfi umsagnir er ráðnir væru fréttarit- arar og sumarmenn. Enn var rætt um og gagnrýnt, að fréttastjóri hljóðvarps skyldi ekki sitja út- varpsráðsfundi, eins og þó hefði margítrekað verið beðið um. Var meðal annars bent á, að frétta- stjóri sjónvarps sæti alla jafna fundi ráðsins. Lýsti Vilhjálmur Hjálmarsson því yfir á fundinum, að hann myndi hafa forgöngu um að úr þessu yrði bætt í framtíð- inni. Meðal þess sem einnig var rætt um, voru menntunarkröfur þær er gera ætti til fréttamanna, hvað starfsreynsla hefði að segja er umsóknir væru melnar, og rætt var um umsagnir útvarpsstjóra um umsækjendur, áður en til kasta útvarpsráðs kæmi. Kom fram hörð gagnrýni á að hann skyldi veita ákveðnum umsækj- endum meðmæii sín, enda væri ekki eftir þeim óskað. Létu sumir útvarpsráðsmanna þau orð falla, að þar væri í rauninni gefin yfirlýsing um hverjir yrðu ráðnir, hvað sem útvarpsráð hefði um málið að segja. Engin ályktun var gerð á fund- inum og var niðurstaða hans því sú ein, að málin skyldu rædd betur síðar, og þá að viðstaddri Margréti Indriðadóttur fréttastjóra hljóð- varps. Ölöf HarAardóttir syngur einsöng, undirieikari er Guðrún Kristins- dóttir. Ljósm. Mbl. Guðfinnur. 400 manns á Kalda- lónshátíð í Grindavík Grindavik, 19. janúar. t TILEFNI aldarafmælis Sig- valda heitins Kaldalóns tón- skálds var haldin tónleikahátið sl. sunnudag i félagsheimilinu Festi i Grindavik. Gestir voru 400 talsins. í upphafi hátíðarinnar sagði fyrrv. skólastjóri Einar Kr. Gin- arsson frá góðum kynnum Grindvíkinga af Sigvalda. sem um mörg ár var einnig dáður héraðslæknir á Suðurnesjum. Þá upphófst einsöngur þeirra Garð- ars Cortes, Sólveigar Björling. Halldórs Vilhelmssonar og Ólaf- ar Ilarðardóttur. llndirleik ann- aðist Guðrún Kristinsdóttir af sinni kunnu snilld. Barnakór Grindavíkur söng undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar tónlistarkennara og þá söng hinn nýstofnaði „Hærri bæjarkór", stjórnandi Sigvaldi Snær Kalda- lóns, sonarsonur Sigvalda skálds, en þessi kór var stofnaður á ættarmóti á sl. ári af afkomendum og nágrönnum Sigvalda, er bjuggu á Snæfjallaströnd, en þar bjó Sigvaldi um tíma. Þessi tónleikahátíð tókst með afbrigð- um vel. Meðal gesta var Selma Kaldalóns. Guðfinnur Háskólafyrirlestrar: Norskar og finnskar nútímabókmenntir... „FRÁN skogen til staden“ nefn- ist fyrirlestur sem próf. Kai Latinen frá Finnlandi flytur i boði heimspekideildar Iláskóla íslands á morgun. miðvikudag kl. 17.15 i stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn fjallar um finnsk- ar nútimahókmenntir og verður fluttur á sænsku. Þá flytur norski prófessorinn Leif Mæhle fyrirlestur um norska nútímaljóðlist, sömuleiðis í boði heimspekideildar, fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlestur Mæhle nefnist: „Oppblomstring eller litterær inflasion? Glimt fra ny- are norsk lyrikk“, og verður fluttur á norsku. Öllum er heimill aðgangur að þessum fyrirlestrum báðum. Skoðanakönnun Dagblaðsins: 61,5% styðja ríkisstjórnina DAGBLAÐIÐ birtir í gær niður- stöður skoðanakönnunar, sem blaðið gerði á fylgi ríkisstjórnar- innar. Samkva-mt hcnni voru 61,1% aðspurðra fylgjandi stjórn- inni, 20,8% andvígir en 17,7% óákveðnir. Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku eru 74,7% fylgjandi ríkisstjórninni en 25,3% andvígir. Húsbruni að Ketu, Hegranesi GAMALT íhúðarhús að Ketu, Ilegranesi, Ripurhreppi, hrann og gjöreyðilagðist sl. föstudag. Ekki hefur verið búið i húsinu siðan i sumar. en þá fluttu hjónin að Ketu, þau Simon Traustason og Ingihjörg Jóhannesdóttir i nýtt íbúðarhús á landareigninni. Illuti af búslóð þeirra var þó enn í gamla íhúðar- húsinu og eyðilagðist i brunanum. Hringt var í slökkviliðið á Sauð- árkróki um klukkan sjö á föstudags- kvöld og fór það á staðinn. Erfiðlega gekk að ná í vatn til slökkvistarfsins. Gamla húsið var steinsteypt en einangrað með torfi. Ekki er vitað um eldsupptök. í þessari könnun voru 600 manns spurðir, helmingur karlar og helmingur konur, helmingur þeirra sem spurðir voru bjó á Reykjavíkursvæðinu en hinn helmingurinn úti á landsbyggð- inni. Dagblaðið hefur gert þrjár skoðanakannanir á fylgi ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen. Niðurstaðan hefur orðið þessi: í feb. ’80 í sept. '80 I jan. ’81 Fylgjandi 70,8% 41,2% 61,5% Andvígir 8% 25,8% 20,8% Óákveðnir 21.2% 33% 17,7% spörum RAFORKU Loksins aftur Nú er Volvo Lapplander aftur fáanlegur, mikiö endurbættur, stærri vél og verðið alveg ótrúlegt. Frá krónum 135.700 ,■ með ryðvörn (miðað viö gengi 14.1. ’81.). VOLVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.