Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Bill féll í Reykjavikurhöfn: 15 ára stúlka drukknaði UNG stúlka. Mariana Eiriksdótt- ir drukknaði þegar bifreið, sem hún var farþegi í, féll í Reykja- vikurhöfn aófaranótt sl. sunnu- dags. Mariana heitin var 15 ára gömul, fædd 27. april 1965 og átti heima að Furugrund 75, Kópa- vojíí. Mariana hafði verið í afmælis- Mariana EiriksdÓttir. veizlu í húsi á Seltjarnarnesi ásamt fleiri unglingum. Um fimmleytið fór hún úr veizlunni ásamt tveimur 17 ára piltum og annarri stúlku. Þau voru á bíl, .sem annar piltanna ók. Fyrst var haldið heim til hinnar stúlkunnar, þar sem hún fór úr, en síðan lá leiðin niður að höfn. Unglingarnir áttu ekkert erindi þangað heldur átti þetta að vera smá krókur á leiðinni til Kópavogs, þar sem unglingarnir bjuggu. Ekið var út á Norðurgarð og var ætlunin að aka hringinn í kring- um frystihús Isbjarnarins, en sú leið reyndist þá vera lokuð. Öku- maðurinn ætlaði þá að snúa við á opnu svæði austan frystihússins en bakkaði of langt og bifreiðin valt út af grjótkanti sem þarna er og í sjóinn. Piltunum tókst að komast út úr bifreiðinni en stúlk- unni ekki. Piltarnir hlupu í Kaffi- vagninn og þaðan var boðum komið til lögreglunnar, sem kall- aði kafara strax á vettvang. Nokkrum erfiðleikum var bundið að ná upp bifreiðinni, þar eð hún hafði borizt 10-15 metra frá landi og var á allmiklu dýpi. Náðist bifreiðin átta. upp um klukkan hálf Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra: „Mun ef til vill athuga eitt- hvað með Gervasonimálið“ FRIÐJÓN Þórðarson dómsmála- ráðherra hélt utan í morgun. Ferð hans er heitið til Stokk- hólms með viðkomu i Kaup- mannahöfn. Friðjón sagði i gær i viðtali við Mbl., að hann myndi ef til vill athuga eitthvað með Gerva- soni-málið i þessari ferð sinni. Þá sagði Guðmundur Benedikts- son ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu, að Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra komi til landsins nk. fimmtudag. Friðjón Þórðarson vildi í gær ekki svara beint þeirri spurningu, hvort hann myndi hafa afskipti af 0' INNLEIMT svonefndu Gervasoni-máli í Kaup- mannahöfn, þegar hann kemur þar við í dag. „Eg mun ef til vill athuga það eitthvað," sagði hann. „Það fer eftir aðstæðum." Hann sagðist heldur ekki vita hversu lengi hann hefði þar viðdvöl, að það færi eftir aðstæðum „ef til vill einn dag,“ sagði hann. í Stokk- hólmi mun Friðjón sitja fund á vegum Norðurlandaráðs og verður þar til umræðu réttarstaða Fær- eyja, Álands og Grænlands í Norðurlandaráði. Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu fór utan með Friðjóni í morgun. Gunnar Thoroddsen flýgur frá Bergen þar sem hann hefur dvalið á sjúkrahúsi, til Osló á morgun og dvelur þar fram á fimmtudag. Hann mun síðan fljúga beint frá Osló til íslands á fimmtudaginn. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra gegnir starfi forsætisráð- herra í fjarveru Gunnars og Frið- jóns. Alþjóðleg bænavika fyrir einingu hins dreifða kristindóms stendur nú yfir og á vegum kristinna safnaða i Reykjavik verða i vikunni haldnar samkomur þar sem fram koma fulltrúar hinna ýmsu safnaða. Á sunnudagskvöldið var slik samkoma i Bústaðakirkju og eru á myndinni taldir frá vinstri: Guðni Einarsson, hvitasunnusöfnuðinum, Sigurður Pálsson, þjóðkirkjunni, Erling Snorrason frá aðventistum, Sigurbjörn Einarsson biskup, Hinrik Frehen, biskup kaþólskra, séra Ágúst K. Eyjólfsson kaþólskur prestur, sr. ólafur Skúlason dómprófastur og sr. Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík. LjÓ8nl Jón Svav«r»«on Versta rekstrartruflun í Búrfellsvirkjun: Framleiðslan hrapaði úr 180 megawöttum í 5 í GÆR varð versta rekstrartrufl- un, sem orðið hefur i Búrfells- virkjun síðan virkjunin tók til starfa. Hrapaði raforkufram- leiðslan úr 180 megawöttum í 4—5 megawött á skömmum tima. Hávaðarok var við Búrfell í gær og svo mikið skóf af snjó í Þjórsá að hún stíflaðist. Að sögn Ingólfs Ágústssonar rekstrarstjóra Landsvirkjunar batnaði ástandið í gærkvöldi þegar tókst að gera rennu í krapið og auka rennslið til virkjunarinnar. Ingólfur sagði að grípa hefði þurft til ýmiss aðgerða í gær vegna þessa ástands. Allar tiltæk- ar olíurafstöðvar voru gangsettar, m.a. varastöð ISAL i Straumsvík og Álverið og Járnblendiverksmiðj- an notuðu eins litla orku og frekast var unnt. Sagði Ingólfur að í gær hefði raforkuframleiðsla með olíuvélum numið 80-90 meg- awöttum. Vegna hins alvarlega ástands í raforkumálum hefur almenningur verið hvattur til að spara rafmagn eins og frekast er kostur. Enn fóru togara- og báta- kjarasamningar út um þúfur SÁTTAFUNDUR hefur ekki ver- ið boðaður í báta- og togarakjara- samningunum, sem fóru út um þúfur á laugardag. í raun kom- ust samningar aldrei í gang, þótt rikissáttascmjari hafi boðað fund eftir fund í lok vikunnar, til þess að grandskoða alla möguleika á að koma viðræðum af stað. Sjó- menn vildu ekki ræða samning- ana, nema í heild sinni, en útvegsmenn buðu viðræður um lífeyrismálin. _ * Tómas Arnason viðskiptaráðherra: „Mun kanna hugsanleg olíu- viðskipti við Saudi-Arabíu44 „ÉG MUN fara að huga að þessu máli og ætla að fara að athuga með að koma á viðræðum um hugsanleg oliuviðskipti við Saudi-Arabiu. Ég geri mér ekki grein fyrir á þessu stigi hvort slík viðskipti yrðu skynsamleg eða ekki, en ókyrrð er mikil i arabalöndunum og þvi skynsamlegt að fara sér hægt,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráð- herra í tilefni af því að rikisstjórnir íslands og Saudi-Arabiu hafa tekið upp stjórnmálasamband, skv. fréttatilkynningu sem barst Mbi. frá utanrikisráðuneytinu i gær. Tómas sagði einnig: „Þegar ég tók við starfi viðskiptaráðherra voru olíumálin ofarlega á baugi. Ég óskaði þá eftir því við utanrík- isráðuneytið að reynt yrði að ná þessu stjórnmálasambandi og hafði þá í huga að í framhaldi af því yrði reynt að ná sambandi við Saudi-Araba og samningum um olíuviðskipti milliliðalaust." Þá sagðist Tómas telja að við værum vel sett eins og stæði hvað varðar olíuinnkaup. „Við höfum hagkvæma samninga við Ráð- stjórnarríkin, einnig við Breta. Þá hefur verið rætt við Norðmenn um hugsanleg kaup á benzíni." Tómas sagði aðspurður að hann vissi ekki hvort hugsanlegir benzínkaupa- samningar við Norðmenn gætu orðið hagkvæmir, en Norðmenn væru jákvæðir gagnvart okkur og nálægir. Tómas sagði einnig að dönsk stjórnvöld hefðu gert samninga við Saudi-Araba. Hann sagðist hafa rætt við dönsku ríkisstjórn- ina og kynnt sér þá samninga. Sú samningagerð hefði tekið langan tíma og ekki væri gott að gera sér grein fyrir hvort slíkir samningar væru hagkvæmir fyrir okkur. Tómas sagði í lokin: „Hugsan- legir samningar eru eiginlega fremur framtíðarverkefni. Olíu- kaupamálin eru í góöu lagi í dag, en auðvitað verður einnig að hugsa til framtíðarinnar. Ég mun kanna þessi mál með tilliti til þess. Þá má í lokin benda á, að ef við keyptum frá Saudi-Arabíu þá þyrftum við að kaupa jarðolíu, sem ekki er hagkvæmt því við yrðum þá að selja mikið frá okkur." Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra kvað mikla þrjózku komna í málin, er Morg- unblaðið ræddi við hann í gær, og kvað hann þau standa “bölvan- lega“ eins og hann komst að orði. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ-sagði í samtali við Morgun- blaðið, að sjómenn væru nú langt yfir þeim kröfum, sem þeir upp- haflega hefðu lagt fram og kvað hann útvegsmenn líta svo á að sjómenn hefðu komið fram af algöru alvöruleysi í samningun- um. Sjómenn hefðu alls ekki ætlað sér að semja við útvegsmenn um lífeyrissjóðsmál. „Þeir hækka kröfur sínar frem- ur en lækka frá því að viðræður hófust. Við teljum okkur vera með 40% hærri viðmiðun heldur en verkafólk í tilboðinu. Það finnst okkur vera sanngjarnt og við ætlum að verðtryggja það á árinu. Þannig höfum við virkilega komið til móts við þá,“ sagði Kristján Ragnarsson. Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að vafalaust yrði stefnt að því að boða verkfall í þessari viku, en seint hefði gengið að smala saman þeim umboðum, sem samþykkt hefðu verið. Hann kvað fund verða með samninganefnd og stjórn Sjómannasambandsins á fimmtu- dag, þar sem ákvörðun yrði tekin. Þá kvað hann hafa verið rætt innan Farmanna- og fiskimanna- sambandsins að full samræming yrði á verkfallsaðgerðum milli sambandanna tveggja. Þrír sækja um emb- ætti sýslumanns Á FÖSTUDAG rann út umsókn- arfrcstur um embætti sýslu- manns Norðmýlinga og bæjar- fógotans á Seyðisfirði. Umsækjendur eru þrír: Hafþór I. Jónsson, héraðsdóms- lögmaður, Reykjavík. Sigurður Helgason, hæstarétt- arlögmaður, Kópavogi Valgarður Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði. Forseti íslands veitir embættið en dómsmálaráðherra gerir til- lögu um veitinguna. Erlendur Björnsson, sem síðast gegndi emb- ættinu, lézt á sl. ári. Kanadískrar flugvélar saknað LAUST fyrir miðnætti i gær- kvöldi hófst leit að tveggja hreyfla kanadiskri fiugvél, sem lagði upp frá Goose Bay i Kanada í gær og átti skv. áætlun að lenda í Reykjavik kl. 21.45 í gærkvöldi. Um borð í vélinni voru tveir menn. Síðast heyrðist frá flugvélinni, sem er af gerðinni Cessna 402, er hún var yfir Hvarfi á Grær.landi. Fljótlega eftir að vélin kom ekki fram á tilsettum tíma var farið að grennslast fyrir um hana og laust eftir klukkan 23.30 fór leitarflug- vél af stað frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og fleiri vélar hófu leit upp úr miðnætti. Leitar- skilyrði voru þá mjög slæm vegna veðurs á leitarsvæðinu og ekki nema fyrir stærstu og beztu flug- vélar að fara í slíkt flug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.